Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 14
Helgar 14 blaðið
Islenskir áhorfendur mjög opnir
Það er engin lognmolla í kringum Helgu Hjörvar þessa dagana. Nýlega lét
hún af störfum sem skólastjóri Leiklistarskóla íslands, efdr að hafa gegnt
því starfi í 9 ár. Um leið lauk 25 ára farsælu starfi hennar við leiklistar-
kennslu á íslandi. í gær lauk Listahátíð í Reykjavík, en sem formaður
framkvæmdastjómar hátíðarinnar hefur Helga borið hitann og þungann af
henni. Og í júlí fer Helga með Ijölskyldu sina til Kaupmannahafiiar. Þar
mun hún taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Norrænu leiklistar- og
dansnefndinni, skrifstofu sem sér um samstarf leikhúsa á
Norðurlöndunum.
Helgarblaðið hitti Helgu á kennarastofu
Le:klistarskólans í gær. Hún sagði að mikil
almenn ánægja nkti með Listahátíð.
„Það var óvenjumikið framboð á hátíðinni
nú. Astæðan íyrir því er sú að í raun var
tveimur hátíðum slegið saman, annarsvegar
Listahátíð og hinsvegar Norrænum leiklist-
ardögum, sem að þessu sinni vom haldnir á
íslandi. Sé ánægjan mæld í aðsókn á atriði
hátíðarinnar, þá er hún mikil. Og aðsóknin
hefur verið jafnari en oft áður. Sömuleiðis
þegar litið er á umsagnir um einstök atriði í
blöðum, en þær hafa yfírleitt verið mjög já-
kvæðar."
Fjölbreytileiki í fyrirrúmi
Hefði ekki verið nær að hafa færri atriði?
„Það er gömul saga og ný, að þegar mikið
er um listaatburði, þá er einsog áhugi fólks
aukist. Það notar tækifærið til að skoða
fleira en það hefði annars gert.
Við ákváðum að taka tillit til þess að fólk
hefur minni fjárráð nú en oft áður. Ég býst
ekki við að neinsstaðar í heiminum sé hægt
að sjá og heyra söngkonu einsog Grace
Bumbry á tónleikum fýrir tvö þúsund krónur
nema á Listahátíð í Reykjavík.
Þá var ákveðið að reyna að ná til þess
hóps sem ekki sækir listviðburði reglulega.
Sem dæmi um það má nefna það framtak
Kjarvalsstaða að setja upp sýningu á högg-
myndalist ungra listamanna i Kringlunni og
fjölskylduhátíðina í Listasafni Sigurjóns Ol-
afssonar. Einnig má benda á ýmsar uppá-
komur í miðbænum í tengslum við Klúbb
Listahátíðar, að ógleymdri leiksýningu Thé-
atre de TUnite í miðbænum.“
Hvað með þá gagnrýni sem komið hefur
fram hjá aðstandendum óháðu listahátíðar-
innar „Loftárás á Seyðisfjörð“, að ekkert
rúm sé fyrir skapandi íslenska listamenn
innan Listahátíðar?
„Það er erfitt að fullnægja öllum hópum.
Allan ársins hring er mikið framboð af all-
skyns list í landinu. Það er hinsvegar mjög
ánægjulegt að ungt listafólk ákveði að nýta
sér þann byr sem listin fær þegar Listahátíð
er í gangi. Listahátíð reynir hinsvegar að
spanna það að bjóða bæði viðurkenndum
listamönnum hingað og einnig öðrum sem
eru minna þekktir en eru að gera merkilega
hluti. Þá ber á það að líta að erlendir listvið-
burðir virðast hafa meira aðdráttarafí en ís-
lenskir. Því fer þó íjarri að við sinnum ekki
íslenskum listamönnum á hátíðinni. Þannig
var t.d. frumfíutningur á Listahátíð á verkum
í flestöllum greinum íslenskra lista. Við
opnun Listahátíðar var frumfíutt ný íslensk
smáópera, Rhodymenia Palmata, eftir
Hjálmar Ragnarsson við ljóð Halldórs Lax-
ness. Það var leikhópurinn Frú Emelía sem
setti óperuna á svið og mættust þama full-
trúar yngri kynslóðarinnar og þeirrar elstu í
íslensku listalífi. Þá má nefna frumflutning á
nýju íslensku leikVerki, Bandamannasögu,
eftir Svein Einarsson. Það er ekki á hverjum
degi að fmmfíutt er leikgerð unnin upp úr
menningararfi okkar. Nýr íslenskur ballett,
Ertu svona kona? eftir Auði Bjamadóttur,
var frumfluttur. A myndlistarsviðinu vom
sýningar á verkum eldri meistara okkar,
þeirra Hjörleifs Sigurðssonar og Kristjáns
Davíðssonar, auk þess sem ungir högg-
myndalistamenn vom kynntir i Kringlunni.
Og í tónlistinni var boðið upp á mjög fjöl-
breytta dagskrá innlendra listamanna og ný
íslensk tónverk kynnt á flestum tónleikum.
Það er því af og frá að Listahátíð sýni skap-
andi list ekki áhuga.“
- 1 r*
Norrænir leiklistardagar
Leiklistinni hefur verið gert mjög hátt
undir höfði á Listahátíðinni nú. Er það
vegna þess að þú ert svo tengd leiklistinni?
„Nei, það hefur ekkert með það að gera. I
fuíltrúaráði Listahátíðar sitja fulltrúar allra
listgreina og sambönd þeirra hafa nýst mjög
vel við að fá framúrskarandi listamenn á öll-
um sviðum til landsins. Það að leiklistin er
svo áberandi nú er fyrst og fremst vegna
þess að Norrænu leiklistardagamir koma inn
í hátíðina. Akvörðun um það var tekin löngu
áður en ég tók við störfum. Það hefur Iíka
haft með sér fjárhagslegan stuðning við há-
tíðina frá Norræna menningarsjóðnum og
einnig frá Norrænu leiklistar- og dansnefnd-
inni. Þá studdi franska ríkið einnig hátíðina.
Á Listahátíðinni birtist okkur norræn leik-
list í öllum sínum margbreytileik og sýning-
amar voru hver annarri athyglisverðari.
Danska Artibus-leikhúsið breytti Kennara-
háskólanum í töfraveröld og sýning sænska
leikarans Rogers Westberg á Hamlet sýndi
að þar fór snillingur sem hreif áhorfendur
með sér. Sumir hrifust mest af atriðinu með
grafaranum, en persónulega hafði ég mest
gaman af því þegar hann lék Ófelíu. Þetta er
leikari sem fylgst verður með í framtíðinni."
Það vakti athygli að engin íslensk frum-
sýning var hjá stóru atvinnuleikhúsunum.
„Það hefur reynst mjög örðugt fyrir leik-
húsin að frumsýna ný verk á Listahátíð,
vegna þess að leikárið er búið og reynslan af
því að taka upp sýningar á hausti, sem frum-
sýndar hafa verið á Listahátíð, hefur ekki
veriö góð. Þá kann það að hafa haft áhrif að
leikhúsin hafa verið með óvenjugóðar sýn-
ingar á ljölunum í vetur, sem mikil aðsókn
hefur verið að, og var ákveðið að sýna þær á
Norrænu leiklistardögunum.“
Kenjar listamanna
Það orð fer af listamönnum að þeir séu oft
mjög sérvitrir. Þarf formaðurinn að vera á
útopnu við að uppfylla kenjar þeirra?
„Nei. Vissulega eru sumir listmenn sér-
vitrir. Það fylgir því mikið álag að magna
sig upp í að mæta væntingum mörg þúsund
manna. Venjan er hinsvegar sú að listamenn
eru afskaplega elskulegt fólk sem er mjög
gefandi að umgangast, því flestir þeirra eru
opnir og skemmtilegir. Grace Bumbry hefur
t.d. þvílíka persónutöfra að fólk fellur unn-
vörpum bara við það að líta hana augum,
hvað þá að sjá hana á sviði.
Það sem mér hefur þótt ánægjulegast er
hvað listamönnunum hefur þótt gaman að
koma fram á íslandi. Þeir hafa ailir verið
mjög ánægðir með áhorfendur og haft á orði
hvað þeir tækju vel við. T.d. sagði finnski
ballettdansarinn Jorma Uotinen, að hann
kæmi við fyrsta tækifæri aflur til Islands
með sýningu.
íslenskir áhorfendur eru ekkert að fela
hvað þeim finnst. Þeir eru mjög opnir fyrir
áhrifum og hafa látið það óspart í ljós. Það
hefur verið mikið um húrrahróp og fólk hef-
ur staðið upp úr sætum og klappað. Enda
hefur verið mjög mikið um að tónlistar-
mennimir hafi leikið aukalög vegna þess
hve salurinn hefur verið góður.
Þá hafa listamennimir hrifist mjög af
landinu og sú landkynning sem afþví hlýst
er ómetanleg. Þetta er virt fólk sem liggur
ekkert á skoðunum sínum.“
Tregi og tilhlökkun
Nú hefur þú látið af störfum sem skóla-
stjóri Leiklistarskólans. Hvað er þér efst í
huga á þeim tímamótum?
„Bæði tregi og tilhlökkun. Stómm kafla í
lífi mínu er nú lokið og auðvitað setur því að
manni tregablandna tilfinningu, en einnig
tilhlökkun að fara að takast á við ný verk-
efni.
Það hefur verið mjög ánægjulegt starf að
vera skólastjóri Leiklistarskólans. Ég hef
kynnst mörgu úrvalsfólki í gegnum þetta
starf. Nemendur Leiklistarskólans virðast
aldrei fá nóg af kennslu. Ég held að mjög fá-
ir geri sér grein fyrir þeirri vinnu sem liggur
að baki góðum leik. Éeikarar em mjög
vinnusamt fólk. Ég get varla hugsað mér
neitt annað starf sem krefst jafn mikils sjálf-
saga og leiklistin. Það þýðir ekkert að vera
illa upplagður, kæmlaus eða veikur á leik-
sýningu. Þar verður að gefa allt.“
Það hefur verið áberandi undanfarin ár,
hversu greiðan aðgang ungir leikarar hafa átt
að leikhúsunum. Hvað veldur?
„Leikhúsin hafa hneigst meira í þá átt að
líta á leiksýningu sem eitt allsheijar lista-
verk, þar sem allir möguleikar leikhússins
em nýttir til að skapa heim sem lýtur sínum
eigin lögmálum. Þetta krefst mjög mikils af
leikumnum. Þeir þurfa að hafa fullkomið
vald á líkama og rödd, vera vel menntaðir
og sýna mikinn sjálfsaga. Sjálf orðin em
bara toppurinn á ísjakanum. Allt hitt sem
þarf til að gera leiksýningu lifandi verður
leikarinn að skapa sjálfur.
Unga kynslóðin á Islandi er mjög hæfi-
leikarík. Það sést vel á þeim ungu leikumm
sem við eigum i dag.
Áður fyrr lögðu leikarar ýmis önnur störf
og aðra menntun fyrir sig, til þess að skapa
sér öryggi, þvi litið var á leiklistina sem
tómstundagaman. Það em ekki nema um 60
ár síðan hlaupið var á eftir Haraldi Bjöms-
syni og hrópað á hann: atvinnuleikari, at-
vinnuleikari, einsog hvert annað skammar-
yrði. Við stofnun Leiklistarskóla ríkisins
breyttist þetta viðhorf og í dag er leiklistin
orðin að eftirsóknarverðu starfi.
Hluti skýringarinnar er einnig löngun
leikhússins til að ná sambandi við ungt fólk.
Það gerir það með því m.a að ráða til sín
unga leikara."
Það olli töluverðu írafári þegar mennta-
málaráðherra skipaði Gísla Alfreðsson sem
eftiirnann þinn. Hver er skoðun þín á því?
„Ég hef átt mikið og ágætt samstarf við
Gísla undanfarin ár. Mótmælin beindust
enda ekki að honum sem persónu heldur að
því að tillögur skólanefndar vom ekki virt-
ar.“
Til Kaupmannahafnar
Hvað viltu segja um verkefnið sem þú ert
að fara að fást við núna?
„Ég er að taka við framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Teater og dans í Norden og mun
hafa aðsetur í Kaupmannahöfn. Þetta er
skrifstofa sem sér um samstarf norrænna
leikhúsa og danshópa. Ég tek við starfinu 1.
september og gegni því væntanlega næstu 4
árin.
Fyrsta verkefnið verður að taka þátt í
Or&in eru bara toppurinn á isjakanum
til a& gott leikrit verbi ab vel heppna&ri
sýningu. Allt hitt ver&ur leikarinn a&
skapa sjólfur, segir Helga Hjörvar.
Mynd: Kristinn.
námskeiði sem haldið verður á Grænlandi til
að styðja við hið unga atvinnuleikhús þar.“
Er til eitthvað sem heitir norræn Ieiklist?
„Norðurlöndin em vissulega lík að mörgu
leyti, þjóðfélagsgerðin svipuð og menningin
að hluta til sameiginleg. Leikhúsið er hins-
vegar margbreytilegt, bæði á milli Ianda og
einnig í löndunum sjálfum. í Finnlandi og á
íslandi byijar leikhúsið t.d. sem almennings-
skemmtan en í hinum löndunum sem kon-
ungleg skemmtan. Þessvegna em engin kon-
ungleg leikhús hjá Finnum og íslendingum.
Ég er hinsvegar ötull talsmaður norrænnar
samvinnu og hef mikinn áhuga á henni. Það
em um 20 ár síðan ég sótti mitt fyrsta nám-
skeið á Norðurlöndunum og ég held að þau
séu nú orðin um 20 talsins. Menn bindast oft
miklum vináttusamböndum á þessum nám-
skeiðum og kynnast Iandi og þjóð. Þetta er
því mjög gjöftilt á ailan hátt. Ég vonast til að
geta endurgoldið að einhveiju leyti það sem
ég hef notið af norrænu samstarfi í því sem
ég er að fara að fást við núna.“ -Sáf
Föstudagurinn 19. júnl