Helgarblaðið - 19.06.1992, Side 15
Helgar 15 blaðið
O • ^ • >c •
Sjaioi
hvað ég er
sniðugur!
Mozart au chocolat: Að
leika sér að óhorfendum
Franski leikhópurinn Théatre de
l’Unité var með tvær sýningar á
vegum Listahátíðar í fýrri viku.
Mozart au Chocolat eða Mozart
með súkkulaði var sýndur á litla
sviði Borgarleikhússins á fimmtu-
dag og föstudag, götuleikritið
Hjónavígslan eða Le Mariage, fór
fram á Frakkastíg, Laugavegi, í
Austurstræti, á Hótel Borg, í ráð-
húsinu og í Tjöminni síðastliðinn
laugardag.
Súkkulaði-Mozart er um tveggja
tíma sýning, sem hópurinn framdi
í 200. sinn fimmtudaginn 11. júní.
Lunginn úr þessum tveimur tímum
fer í að úthluta meirihluta áhorf-
enda hlutverkum, þ.e. nafnaskilt-
um og hárkollum, skipa þeim til
sætis inni í kassa í salnum miðjum,
brugga og bera þeim útvöldu
súkkulaði og taka svo saman boll-
ana aftur. Þess á milli syngja og
leika ílytjendur fyrir gestina, káfa
á þeim, kyssa, kjassa og skamma
eftir því hvaða hlutverkum þeim
hefur verið úthlutað. Þeir sem ekki
Gunnarsdóttir skrifar
nutu þeirrar náðar að komast inn i
öskjuna máttu hinsvegar dúsa fyrir
utan og reyna að fylgjast með
gjömingnum í gegnum hnefastór
göt á hliðum hennar - svo Iengi
sem þeir entust nú til þess.
Hugmyndin að baki leiknum er
að hér sé safnast saman í tilefni
200 ára ártíðar Mozarts, en gestir
og gestgjafar eiga allir að vcra
framliðnir vinir, samtíma- og
venslamenn lians auk þeirra sem
íyrrum tengdust honum og/eða
verkuin hans. Heiðursgesturinn cr
svo auðvitað Mozart sjálfur.
Þetta er svosem ágætt svo langt
sem það nær. Búningar leikenda
voru ósköp finir og tónlistarfiutn-
ingur þeirra yfirleitt hinn ágætasti,
þá sérstaklega þess, sem fór með
hlutverk Mozarts, en hann lék dá-
vel á flygilinn á milli þess sem
hann gerðist ijölþreifmn við kven-
fólkið. Gallinn var bara sá að þetta
var allt sem Einingarleikhúsið
hafði í pokahominu. Sýning þessi
virtist aðallega snúast um það að
leikendum gæfist kostur á að sýna
sig sem best og var ekki að sjá að
hér væri eitthvað sérlega frumlegt
eða franskt á ferðinni, heldur gerð-
ist sú hugsun æ áleitnari, eftir þvi
sem á leið, að flytjendum væri
ekki nema miðlungi ljóst að það
gæti þrátt fyrir allt verið munur á
því að sýna og að sýna sig, að
leika og að leika sér, en allt atferli
þeirra minnti helst á dekurbamið
sem dansar á borðum og hrópar:
„Sjáiði hvað ég er sniðugur þegar
ég geri svona!“
Það má kannski segja sem svo
að Einingarleikhúsið gangi fram
fyrir skjöldu með að gera áhorf-
andann (útvalda) að raunveruleg-
um þátttakanda í sýningunni. Sú
hugmynd þótti sem kunnugt er al-
veg bráðsniðug fyrir einhverjum
ámm þótt minna hafi ef til vill orð-
ið úr framkvæmd hennar en til
stóð, ef til vill vegna þess að þegar
á hólminn var komið langaði fæsta
áhorfendur til að taka þátt í leik-
sýningunni (?) þótt það sé reyndar
erfitt að segja, þeir eru yfirleitt
ekki spurðir og fulllrúar þeirra eru
sjaldnast til staðar þar sem slíkt er
rætt. En sýning frönsku gestanna
mætti heldur ekki kröfum hins
leikglaða áhorfanda, það kom ber-
lega í ljós þcgar nokkrir vcislu-
gesta sýndu tilburði til að skella
sér i leikinn. Þá var umsvifalaust
sussað á þá og þeim gcrt að halda
sig á mottunni, enda tekur náltúr-
lega engu tali að fólk vilji eitthvað
vera að ræna athyglinni frá leikur-
unum þólt upp á það hafi verið
troðið hlutverki brúkshlutar í sýn-
ingunni. „Þátttaka" áhorfenda virt-
ist nefnilega hclst eiga að snúast
um að þcir væru til frjálsra afnota
fyrir leikendur þcgar þeim sýndist
svo.
Þrátt fyrir allt var þó ekki annað
að sjá og hcyra á fyrri sýningu
hópsins cn að flestir hinna útvöldu
áhorfenda skemmtu sér ágætlega
og létu sér útrciðina vel líka - og
þetta var svosem allt í lagi, þannig
Gerhard Polt
og Biermosl-Blosn
Þýskur, eða réttara sagt bæ-
verskur kabarettisti ásamt hljóm-
sveit skemmti gcstum á vegum
Listahátíðar miðvikudaginn 10.
júní. Það voru Gerhard Polt og
tríóið BiermosI-BIosn sem tróðu
uppi í Islensku óperunni við mik-
inn fögnuð áhorfenda. Tríóið skipa
bræðumir Hans, Michel og Cri-
stoph Well, en þeir geta (saman-
lagt) náð hljóðum úr flestum þeim
hljóðfærum sem mannskepnan
hefur fundið upp.
Framan af skemmtuninni ríktu
ströng verkaskipti á milli þeirra fé-
laga, bræðumir sáu um sönginn og
slógu, þöndu og blésu í hljóðfæri
sín af mismikilli list á milli þess
sem Polt sá um hið talaða orð.
Hann brá sér í hlutverk ýmissa
„dæmigerðra” persónuleika, hélt
ræður um allt milli himins og jarð-
ar og var það aðallega þýsk þjóð-
arsál og þjóðemisvilund sem þar
fékk á baukinn. Þótt týpur Polts
væm fyrst og fremst ættaðar frá
Bæjaralandi eða þýskri gmnd var
reyndar vandræðalaust fyrir ís-
lenskan áhorfanda að heimfæra
flest úr ræðunum upp á eigið land
og þjóð.
Fjör færðist í leikinn þegar leið
á sýninguna, bræðurnir sýndu fata-
felluatriði með þjóðemislegu ívafi,
verkaskipting rann út í sandinn,
Polt kynnti hljómsveitina - á rúss-
nesku - og lauk svo sýningunni
með því að bregða sér í gervi
bandarísks söngvara nokkuð við
aldur.
Skemmtun Gcrhards Polt og Bi-
ermosl-Blosn var óvænt og
skemmtileg uppákoma, og minnti
á að Þýskaland hefur upp á meira
að bjóða en hraðskreiða bíla, D-
markið og fótboltann.
séð, þótt það sé vissulega freist-
andi að gefa þessari meðferð núm-
er, og kalla 111. Þama var ekki
verið að bjóða þátttöku heldur nota
fólk eða réttara sagt leika sér að
því. Hvað varðar þann hluta gest-
anna sem fengu bókstaflega að éta
það sem úti frýs þá er ekki gott að
segja hvað þeir fengu út úr sýning-
unni, þeir vom flestir hrofnir af
vettvangi þegar sveittum „veislu-
gestum“ var loks hleypt út úr lofi-
lausum kassanum á leiksviði Borg-
arleikhússins.
Ráðhúsförin langa
Hjónavígslan var öllu frumlegri
og áhugaverðari sýning er Mozart
en formið virtist henta hópnum
betur og enginn þurfti að hanga
sem áhorfandi að uppákomunni ef
hann kærði sig ekki um það. Við
framkvæmd hjónavígslunnar fékk
Einingarleikhúsið íslenska leikara í
lið með sér en þeir lögðu til brúð-
guma með fjölskyldu, vini og
venslamenn á meðan Frakkamir
lögðu til brúðina, ættingja hennar
og vini.
Leikurinn hófst við Hallgríms-
kirkju og endaði í Tjöminni eftir
hjónavígslu í ráðhúsinu, en ráðhús-
gangan tók rúma tvo tíma og skorti
ekki óvænta atburði á þeirri leið;
þar var deilt um hjónaband og ætt-
ir, leikendur bmgðu sér í búðir,
gengu á bílum, bmtu diska og stálu
tómötum svo eitthvað sé nefnt.
Sýning þessi var reyndar sama
markinu brennd og Mozart að því
Ieytinu til að hún var ekki gerð til
þess að áhorfendur fengju notið
hennar heldur væm til taks þegar
leikendur þurfiti á þeim að halda,
en það var sem sagt hverjum í
sjálfsvald sett þessu sinni.
Allt var þetta svosem ágætt og
leikendur skemmtu sér best. Menn
geta svo reynt að velta fyrir sér
hvort leiklistariðkan Einingarleik-
hússins flokkist undir hið rómaða
Leikhús fyrir Leikarann, sem ýms-
ir láta sig dreyma um og mætti í
þessu tilfelli hnýta aftan í klausuna
orðunum „og engan annan“, en
óneitanlega virðist sllkur gjöming-
ur eiga meira skylt við kamival en
leikhús...þótt hér sé haldið út á hál-
ar brautir - eða kann einhver að
skilgreina leikhúsIÐ?
Hvað sem skilgreiningum um
leikhús líður og frumleika eða
skorti á sama hjá Théatre de l’Un-
ité virðist hulin ráðgáta hvað að-
standendum Listahátíðar gekk til
að velja einmitt þennan hóp sem
fulltrúa erlendrar leiklistar á þessa
hátíð. Þeim hefur ef til vill fundist
sem Norrænir leiklistardagar sæju
svo vel um gæðin að þeim væri
óhætt að slá af kröfunum, því varla
getur það verið að hér hafi verið á
ferðinni það besta sem völ var á af
erlendri lciklist utan Norðurlanda.
- Þá hefur að minnsta kosti
frönsku leikhúsi hrakað illilega á
undanfömum ámm...
Föstudagurinn 19. júní