Helgarblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 16
Ys og þys
út af umhverfinu
Þegar þetta er skrifað er
umhverfisráðstefhunni í Rio
de Janeiro ekki lokið. Nema
hvað meim vita að hún veld-
ur miklum vonbrigðum.
Kannski var hún ys og þys
út af engu?
Ysinn og þysinn voru reyndar út
afþví sem mestu skiptir: háskaleg-
um samskiptum manns og náttúru á
tækniöld. En ysinn og þysinn voru
líka miklu meiri en árangurinn, ef
svo fer sem að líkum lætur.
Vitanlega má segja sem svo að
ráðstefnan í Ríó hafi aldrei minna
gildi en það að beina meiri athygli
að umhverfismálum. Það hafa líka
komið fregnir um að settar hafi ver-
ið strangari reglur um losun eitraðs
úrgangs í sjóinn og megi íslending-
ar vera fegnir. Fleira jákvætt má
vafalaust til tína.
A& kjafta og gera lítih
En hitt er lakara, að enn og aftur
staðfestist það að þótt menn séu
reiðubúnir að viðurkenna að lífrikið
og það umhverfi og þær auðlindir
sem skapa mannfólkinu lífslíkur í
framtíðinni séu í hættu, þá fer
mönnum lítið fram í vilja (og getu)
til að GERA eitthvað sem um mun-
ar. Reyndar er eitt af því sem sjón-
vaip hefur vel gert fólgið í því að
almenningur veit miklu meira um
náttúrufar og umverfisvanda en áð-
ur. Umhverfismál eru búin að ná
þeirri stærð að allir telja sér skylt að
leggja eitthvað til mála. En sem
fyrr segir: menn kjafta meir en þeir
gera.
Og við sjáum fyrir okkur hvem
vítahringinn inni í öðrum. Fátæk-
ustu rikin hafa ekki efni á náltúru-
vemd (eins og vemdun regnskóga)
og vísa á iðnríkin. Iðnríkin játa
(misjafnlega fúslega) að þau beri
höfuðábyrgð á mengun og eyðingu
auðlinda, blátt áfram vegna gífur-
legrar neyslu. En þau segjast vera í
kreppu og hafa ekki efni á neinu
núna - auk þess sem þau hafa
mikla tilhneigingu til að koma af
sér athygli á sinni ábyrgð með því
að hamra mjög á því að fólksfjölg-
unarvandinn sé mestur í hinum fá-
tæka Þriðja heimi. Og í stuttu máli
sagt: það em beinharðir hagsmunir,
með öðrum orðum græðgin, sem
ráða rikjum. Bandarikin vilja ekki
skrifa undir sáttmála um vemdun
lífrikis vegna þess að þau telja hann
setja skorður arðbæmm umsvifum
bandarískra fyrirtækja. Olíuríkin
vilja ekki skrifa undir neitt það sem
stuðlar að olíuspamaði. Og svo
ffamvegis. Allir gjalda umhverfis-
vandanum varaþjónustu, en þegar
spurt er um aðgerðir er bent á aðra.
Þeir em verri en ég. Það er fyrr
komið að þeim en mér.
Margir sökudólgar
Semsagt: menn tala mikið en
gera þeim mun minna. Þegar spurt
er hvers vegna, þá virðist nægja í
bili að benda á þá græðgi sem er
innbyggð í lífshætti okkar og allan
ffamfaraskilning. Og endurspeglast
meðal annars í því að allar stjóm-
málahreyfingar aldarinnar hafa (allt
ffam á síðustu ár) gengið út ffá því
að þær þyrffu hver um sig að mæla
með sem fljótvirkastri áætlun um
að auka framleiðslu og neyslu,
helst á öllum sviðum.
Sökudólgamir em um allt. Ef
bjarga á jörðinni sem heimkynni
manna til lengri tíma er nauðsyn-
legt að draga úr fólksfjölgun og
helst stöðva hana - í ljósi þess er
bann kaþólsku kirkjunnar við getn-
aðarvömum
meiriháttar umverfisvandi. Það
er nauðsynlegt að gera áætlanir til
langs tíma um nýtingu auðlinda -
hrun hins sovéskættaða áætlunar-
búskapar (sem átti vegna valdsein-
okunar og ritskoðunar hægt með að
hundsa viðvaranir í umveríismál-
um) hefur komið óorði á áætlana-
búskap yfirhöfúð og gert menn
feimnari við að taka á málum en
ella væri. Vestrænt lýðræði tryggir
málfrelsi til að ræða umhverfis-
vandann, en það er skammsýnt, það
hugsar ekki fram í tímann (og
reyndar ekki sá atvinnurekstur
heldur sem reynir sífellt að smeygja
sér undan kostnaðarsömu tiliiti til
Árni
Bergmann skrifar
umverfisins á þeim forsendum að
hann þurfi að vera samkeppnishæf-
ur við fyrirtæki í öðrum löndum).
Bjartsýnin varasama
Svo em þeir líka til sem tclja það
part af líffræðilegu erfðagóssi
mannsins að neita að viðurkcnna í
verki staðreyndir um umhverfismál
ogþverrandi auðlindir jarðar. Þá er
sagt sem svo: maðurinn er dýrateg-
und sem er snillingur í því að lifa
af. Snar þáttur í þeirri gáfu er eitt-
hvað sem kalla má erfðabundna
bjartsýni: hvenær hefui ckki allt
reddasl? Þcssi bjartsýni er, segja
menn, svo rótgróin í þúsund kyn-
slóðir, að þegar sú staða er allt í
einu upp komin í fyrsta skipti í allri
sögu að niannfólkið þarf (ekki bara
scm einstaklingar heldur sem heild)
að stilla sig um að gera það sem
það vill (og getur!) þá er mönnum
ofviða að breyta um hugarfar,
skipta um hegðun.
Siöferói og ábyrgö
Hans Jonas heitir þýsk-amrískur
heimspekingur af gyðingaættum
sem hcfur velt fyrir sér siðemis-
vanda tæknialdar. Heimspckin,
segir hann, verður að færa sig á nýtt
svið. Siðfræðiglíma hennar hefur til
þessa snúisl um samband manns
við mann, en samband manns og
náttúru hefur verið vanrækt. Og
spurt er: geta menn alið upp það
sem Jonas kallar „ábyrgðarprinsíp-
ið“ - virðingu fyrir þeirri skyldu
okkar að skila jörðinni byggilegri
til komandi kynslóða? Taka þá sem
á eflir koma inn í okkar mennsku
samábyrgö?
Þetta er sú skylda sem verður
okkar höfuðviðfangsefni á næst-
unni, segir Hans Jonas. En hann
veit ofur vel að enginn getur gefið
sér það að mannfólkið sé vandan-
um vaxið. Svo mjög sem menn lifa
í fangelsi „efnahagslegrar nauð-
synjar“, svo auðvelt sem það er að
benda á aðra og segja: það gagnar
lítið þótt ég sjálfur skerði mína
neyslu í nafni framtíðarinnar - aðrir
fara sínu fram eins og ekkert væri.
Óttinn og viöleitnin
Það er ekki útilokað að hægt sé
að breyta hugarfari fólks í svo stór-
um stíl að um muni, segir Hans
Jonas ennftemur. En það er ekki
líklegt að það sé hægt. Því miður er
engu likara en að stórslysin (kjam-
orkuslys, mengunarslys, veðuifars-
slys) verði að kenna mönnum
nauðsynlegar lexíur án allrar mis-
kunnar. Það er að segja: að vandinn
verði svo nálægur, áþreifanlegur,
að menn geti ekki lengur varið sig
með því að „lifa í deginum í dag“,
þeir verði hræddir - og neyðist til
að gera eitthvað sem um munar.
Og það sem gera þarf er án vafa
tengt því að frelsi einstaklingsins
verður skert, um það er Hans Jonas
ekki í neinum vafa. Takmarkalaust
frelsi einstaklingsins til að „gera
það sem honum sýnist við sína pen-
inga og sínar eigur", það rekst í
vaxandi mæli á lífsnauðsyn mann-
fólksins í heild. Og það segir sig
sjálfl, að þar með eru menn komnir
inn á pólitískt hættusvæði: hvemig
er hægt að stýra mönnum inn á þá
nauðsynlegu afstöðu að „minna er
betra“ í mörgum greinum - án þess
að skerða þeirra mannréttindi að
miklum mun?
Þetta er ekki auðvelt: en svo
sannarlega er það rétt sem Hans
Jonas og hans líkar segja: það verð-
ur ekki hjá því komist að reyna.
Reyna afíur og aftur, hve óvænt
sem mönnum getur þótt um árang-
ur. Sæmileg lausn vandans er ekki
líkleg - en hún er ekki útilokuð. Því
manneskjan er sem betur fer ekki
með öllu útreiknanleg, hún býr allt-
af yfir einhveiju sem enn er ckki
fram komið...
Helgar 16 blaðið
Grigiry Goriatchev
Rússnesku
undrabörnin
Tónleikar rússnesku undrabam-
anna á vegum Listahátíðar í Þjóð-
leikhúsinu munu seint líða áheyr-
endum úr minni. Það er sannarlega
ekki á hverjum degi að við fáum að
heyra jafn marga unglinga gædda
afburðagáfum í listinni.
Undrabömin fimm eiga það sam-
eiginlegt að hafa hvert um sig hald-
ið tónleika víða um lönd og leikið
inn á plötur og hljómdiska frá unga
aldri. Frá þeim er svo sagt í efriis-
skrá Listahátíðar:
„Þau koma hingað til lands undir
merkjum samtaka er nefria sig New
Names (Ný nöfri) og voru þau
stofnuð í Rússlandi 1989 af alþjóð-
legri menningarstofriun rússneska
sambandslýðveldisins. Markmið
þeirra er að raekta og styðja ungt
hæfileikafólk á öllum sviðum
menningar, lista og vísinda og
koma þeim á framfæri, bæði heima
og eriendis í nafrii friðar og vináttu
milli þjóða.
Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir,
fyrirtæki og samtök hafa sýnt þessu
mikinn áhuga og styðja þetta fram-
tak með ráðum og dáð, ekki síst
með fjárframlögum sem gera sam-
tökunum kleift að halda tónleika og
senda ungu snillingana í tónlistar-
keppni; kaupa læki, hljóðfæri og
allt það sem til þarf svo starfsemin
nái tilgangi sínurn".
Tónleikamir hófust með pianó-
leik Olgu Púshetsníkovu sem er 15
ára og stundar nám í Moskvu. Hún
lék Islamei, fantasíu um austur-
lensk lög, eftir Milíj Balakírev.
Hefur þetta verk ekki þótt neitt
bamameðfæri. En Olga lék af yfir-
burðatækni og glæsileik. Síðar á
tónleikunum lék hún rapsódíu nr.
10 eftir Liszt og ekki var leikurinn
hennar síðri þar. Auk þess Iék hún
undir hjá öllum hinum og var sá
leikur vægast sagt óvenjulegur fyrir
það hve Iifandi og fjölbreyttur hann
var.
Næst lék hinn 15 ára fiðluleikari
Ilja Konovalov frá Novosibirsk.
Flutti hann vals og skersó eftir
Tsjækovskíj, spænskan dans eftir
De Falla, kaprísu nr. 24 eftir Pag-
anini og loks pólónesu eftir Wien-
iawski. Var leikur hans með mikl-
um snilldarbrag og meðferð hans á
kaprisu Paganinis jaðraði við það
ótrúlega.
Þá sté fram á sviðið gítarleikari
frá Pétursborg. Hann heitir Grígíríj
Goijatsjev og er 15 ára. Hann spil-
aði tvö lög eftir einhvem Sabican
og hétu þau Famkka og Bulerias.
Lék hann einstaklega fallega, létti-
lega og sjarmerandi á hljóðfæri sitt.
Þá lék hinn 12 ára Alexander
Kobrín ffá Moskvu á píanó, Ab-
egg- tilbrigðin op 1 eftir Schu-
mann, Fantasie Impromttu í cís-
moll op 66 eflir Chopin og Étude-
Tableu í Es-dúr op 39 eftir Rakh-
manínov. Ef eitthvað mætti setja út
á þessa tónleika væri það helst, að
efiiisskrá undrabamanna miðast
fyrst og fremst við að sýna leikni
þeirra og tækni, en minna hirt um
dýpri túlkun. Er þetta auðvitað
skiljanlegt út frá markmiði þessara
tónleikaferða. En það var fyrst og
ffernst efriisskrá Kobríns sem gaf
tilefrii til vemlegrar túlkunar dýpri
blæbirðga og tilfinninga. Og satt að
segja verður því ekki með orðum
lýst hve þessi tóif ára drengur spil-
aði Chopin og Schumann yndislega
og hve létt og af miklum krafti
hann lék landa sinn Rakhmaninov.
Einnig kom fram trompetleikar-
inn Vladimír Púshetsníkov en hann
er bróðir Olgu og er fjórtán ára.
Þvílík systkin! Hann blés Kamaval
eflir Arban, Fantasíudans eftir
Mendes og Lindina eftir Rakhman-
inov, sem í eíriisskrá heitir reyndar
Spring Wateis! Var snilld hans
Sigurður
Guðjónsson skrifar
hreint út sagt ótrúleg. Stundum var
sem hann blési í tvo lúðra.
I stuttu máli sagt: Það var ein-
stæð lífsreynsla, eiginlega eins og
opinberun frá æðri listheimi, að
heyra þessa ungu snillinga. Þeir
unnu hug og hjörtu allra. Ekki síst
hjörtun því framkoma þeirra á tón-
leikapallinum var einstaklega blátt
áfram og eðlileg. Og við skulum
fylgjast vel með þeim í ffamtíðinni.
Að lokum verður ekki hjá því
komist að mótmæla þeim dónaskap
Listahátíðar að bjóða íslenskum
áheyrendum sí og æ upp á það að
stafsetja rússnesk mannanöfri upp á
ensku. Fyrir því eru þó engin hljóð-
ffæðileg rök eða skynsemisrsök yf-
irleitt. Og ekki bætir svo úr skák
þegar nöfn laga á framandi tung-
um, öðrum en ensku, eru þó nefrid
á því máli eins og Lindin hans
Rakhmaninovs, Spring Waters!
Það er engin afsökun þótt allt komi
meira og minna á ensku í kynning-
argögnum sem Listahátíð berst að
utan. Jafn virðuleg stofiiun og
Listahátíð getur ekki sóma síns
vegna sem íslensk menningarstofn-
un boðið okkur upp á svona móðg-
anir ár eftir ár.
Föstudagurinn 19. júni