Helgarblaðið - 19.06.1992, Side 18
Gaman að spila
fyrir norðan
Við forum hringinn í kringum landið í sumar og stoppum á öllum helstu
stöðunum, sagði Sigríður Beinteinsdóttir í Stjóminni þegar hún var spurð
hvemig landið lægi fyrir þeim í sumar.
„Við erum nú þegar búin að spila á Norðurlandi og Vesturlandi," sagði
Sigga og bætti þvi við að sér litist vel á böliin í sumar miðað við aðsóknina
undanfarið.
Næsta skref hjá Stjóminni er að spila á Suðurlandi og síðan verður haldið
austur á bóginn. „Þótt við séum búin að spila eitthvað á Norðurlandi eigum
við eftir að fara þangað aftur. Það er svo gaman að spila fyrir norðan,“ sagði
Sigga.
Uppáhaldsstaðir Siggu Beinteins em Idalir við Húsavík og Miðgarður í
Skagafirði. „Það ern tvær ástæður fyrir dálæti mínu á þessum stöðum. Ann-
ars vegar er fólkið sem kemur á böll þama alveg frábært, og hins vegar eru
svo stór svið á þessum stöðum. Fyrir hljómsveitir er alltaf skemmtilegt að
hafa stórt svið til umráða við spilamennskuna,“ sagði Sigga.
Sigga sagði að Stjómin spilaði eingöngu úti á landi í sumar, ekki væri gert
ráð fyrir neinni spilamennsku á höfuðborgarsvæðinu. „Munurinn á böllum í
Reykjavík og úti á landi felst aðallega í aldursmuninum á áheyrendum. í
Reykjavík kemur meira af eldra fólki á böllin hjá okkur heldur en á lands-
byggðinni. Við getum því rokkað meira úti á landi og það er ágætis tilbreyt-
ing lrá rólegu músíkinni sem við spilum á vetuma,“ sagði Sigga.
Enn er óráðið hvar Stjómin verður um Verslunarmannahelgina. Sigga
ságði þó að verið væri að athuga einhver hátiðahöld í Atlavík eða á Eiðum
fyrir austan. „Ef af verður er allt eins líklegt að við spilum þar,“ sagði
Sigga.
Stjómin ver&ur ó fleygiferó um allt land í sumar.
Bakarí Brauðbergs
að Hraunbergi 4
Nýbökuð brauð, gómsœtar
tertur og kökur í miklu
úrvali.
Mjólkurvörur ogfleira.
Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00,
laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og
sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00.
Brauðberg
Hraunberg 4, sími 77272
Helgar 18 blaðið
Todmobil hefur vakió athygli fyrir liflega og skemmtilega
svibsframkomu. Mynd: Kristinn.
Andrea Gylfadóttir í
Todmobil segir að hljóm-
sveitin eigi eftir að gera víð-
reist um landið í sumar. „Fólk
um allt land ætti að fá tæki-
færi til að beija okkur augum.
Við verðum meira og minna
á flakki og munum spila á
öllum helstu stöðunum í
kringum landið,“ sagði Andr-
ea.
Músíkin hjá Todmobil á
dansleikjunum í sumar verður
sambland af þeirra eigin
verkum og annarra. „Okkar
markmið er að hafa gaman af
hlutunum og til þess verðum
við að spila músík sem fólk-
inu finnst skemmtileg. Það
ætti þvi enginn að verða fyrir
vonbrigðum sem mætir á
böllin hjá okkur,“ sagði
Andrea.
Aðspurð um muninn á því
að spila á sveitaböllum og á
skemmtistöðum á höfuðborg-
arsvæðinu, sagði hún að
sveitaballastemmningin væri
ofl fjörugri. „Þar kemur yngra
fólk inn í húsin, flestir virðast
koma með nesti og nýja skó
með sér á staðinn. Oft er
meira um slagsmál á dans-
leikjum úti á landi, en ég hef
samt ekki orðið vör við nein
alvarleg meiðsl vegna þeirra.
Þetta virðist vera villtara en á
hefðbundnum skemmtistöð-
um,“ sagði Andrea.
Um Verslunarmannahelg-
ina spilar Todmobile á þjóð-
hátíð í Eyjum ásamt Sálinni
hans Jóns míns. Andrea segir
að þar verði mikið fjör í góðu
veðri, annað geti ekki verið.
Þegar hún var spurð hvar
uppáhaldsstaðurinn væri til
að spila á, sagðist Andrea
eiga eftir að finna þann stað.
„Ætli maður velji sér ekki
uppáhaldsstaðinn í sumar, og
að sjálfsögðu fer það eftir því
hvar mesta stuðið verður,“
sagði Andrea.
Yerðum með þrælgott prógramm
Stefán Hilmarsson í Sálinni hans Jóns míns sagðist lofa feikna stuði hjá þeim í sumar. „Við verðum með
þrælgott prógramm þar sem uppistaðan verður kynning á nýrri plötu sem er að koma út á næstu dögum og
síðan munum við spila efhi sem verður gefið út í haust,“ sagði Stefán.
Eins og aðrar vinsælar hljómsveitir gerir Sálin hans Jóns míns út á landsbyggðina í sumar. „Það verður
farinn þessi hefðbundni rúntur, þannig að allir sem kæra sig um það eiga tök á að koma á ball með okkur,“
sagði Stefán.
Aðspurður um muninn á að
spila fyrir landsbyggðarfólk og
höfuðborgarbúa, sagði Stefán að
hann væri heilmikill. „Það er eins
og fólkið úti á landi sé fijálsara
við að skemmta sér heldur en Re-
kvíkingar. Fólkið þykist ekki vera
eitthvað annað en það er. Mér
finnst sjálfum skemmtilegra að
spila fyrir þá sem geta sleppt ffam
af sér beislinu."
Að sögn Stefáns er algengt að
sömu andlitin sjáist aftur og aftur
á böllum hjá Sálinni. „Það gefúr
okkur aukna drift að sjá fólk jafh-
vel elta okkur um allt land. Fyrst
fólk getur lagt það á sig getum
við lagt á okkur að spila af fullum
krafti helgi eftir helgi,“ sagði
Stefán.
Uppáhaldsstaðimir hjá Stefáni
eru félagsheimilið í Olafsvík og
skemmtilstaðurinn 1929 á Akur-
eyri. „A þessum stöðum em svið-
in stór og það skiptir miklu máli í
þessum bransa að hafa nóg svig-
rúm. Annars em allir staðir
skemmtilegir ef fólkið sem kemur
á böllin er skemmtilegt,“ sagði
Stefán.
Um Verslunarmannahelgina
verður Sálin hans Jóns míns í
Vestmannaeyjum. „Við verðum
að spila í Eyjum ásamt Todmobil.
Auðvitað verður feikna stuð og
sólin mun skina alla daga,“ sagði
Stefán.
Stefón Hilmarsson í gó&um
fíling eins og alltaf.
Mynd: Kristinn.
Föstudagurinn 19. júnf