Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 19
Helgar 19 blaÖið
Kvennahlaup um
Á morgun, laugardaginn 20.
júní, fer fram hið árlega
kvennahlaup og er þetta í
þriðja sinn sem það er hald-
ið. Að þessu sinni fer það
fram á sextán stöðum víðs
vegar um landið, en tilgang-
ur þess er öðrum þræði að
vekja athygli á íþróttaiðkun
kvenna.
Þær konur, sem áhuga hafa á að
taka þátt í kvennahlaupinu, geta
valið um þrjár mismunandi hlaupa-
lengdir; 2, 5 og 7 kilómetra. Byij-
endum hentar vel að reyna sig við
tvo kílómetra, þær sem lengra eru
komnar á æfingabrautinni ættu að
ráða vel við fimm kilómetrana, en
sjö eru hins vegar ætlaðir fyrir af-
rekskonumar og þær sem telja sig
vera í nógu góðri æfingu til að ráða
við þessa vegalengd. I hlaupi sem
þessu skiptir hins vegar höfuðmáli
að vera með og skiptir þá engu
hvort viðkomandi hleypur eða
gengur og það jafhvel með bama-
vagn og kerru, ef því er að skipta.
Af viðbrögðunum að dæma virð-
ist allt benda til þess að mun fleiri
land allt
konur taki þátt í hlaupinu á morgun
en verið hefur til þessa. Lovísa Ein-
arsdóttir í Garðabæ segir að mun
fleiri konur þar í bæ hafi komið á
sameiginlegar upphitunaræfmgar
fyrir hlaupið í ár en oft áður. Hún
segir að þessi mikli áhugi sé ekki
eingöngu bundinn við höfuðborgar-
svæðið heldur sé áhuginn á hlaup-
inu og á kvennaíþróttum almennt
að breiðast út um land allt. En til að
framkvæmd hlaupsins gangi
snurðulaust fyrir sig verða öku-
menn að sýna þátttakendum meiri
tillitssemi en þeim var sýnd i fyrra.
Þá vom sumir svo forskrúfaðir að
þeir óku á móti keppendum og virt-
ust alls ekki vera með á nótunum.
Lovísa segir að vonandi sé þetta
liðin tíð og að ökumenn sýni kon-
unum fyllstu tillitsemi í hlaupinu á
morgun.
Unglingalandsmót á Dalvík
A Dalvík sem vi&ar reyna þeir yngri meft sér i golfi enda áhugi á iþróttum mikill i bænum.
„Hér er allt á fullu við að
gera klárt fyrir unglinga-
landsmótið og mikill hugur í
fólki. Við stefiium að því að
hafa alla aðstöðu eins góða
og völ er á og m.a. bjóða
heimamenn keppendum
uppá góðan frjálsíþróttavöll
sem verður vígður við upp-
haf mótsins," segir Katrín
Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdasfjóri unglingalands-
mótsins.
Eftir fjórar vikur eða svo, helgina
10.-12. júlí, ferfram unglingalands-
mót á Dalvík fyrir 16 ára og yngri.
Búist er við að keppendur verði allt
að tvö þúsund talsins, víðs vegar af
landinu.
Ungmennasamband Eyjafjarðar,
sem er 70 ára á árinu og hefur innan
innan sinna vébanda sautján aðild-
arfélög, hefur veg og vanda af
þessu móti sem mun vera hið fyrsta
sinnar tegundar sem haldið er hér-
lendis. Þátttökurétt hafa allir ung-
mennafélagar sem verða sextán ára
á mótsárinu, þátttökufjöldi í keppn-
isgreinar er ótakmarkaður og lág-
mörk engin. Alls verða keppnis-
greinamar átta: knattspyma, fijálsar
íþróttir, sund, golf, hestaíþróttir,
glíma, skák og borðtennis. I hverri
grein verður keppt í einum til þrem-
ur aldursflokkum. Auk keppnis-
greina er ætlunin að Ieggja áherslu
á fjölbreytta afþreyingardagskrá þar
sem mótið er öðmm þræði hátíð
allrar fjölskyldunnar.
Til reynslu
Katrín Siguijónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri unglingalandsmóts-
ins, segir að markmið með móts-
haldinu sé að ná til sem flestra ung-
mennafélaga 16 ára og yngri og að
unglingar úr mismunandi íþrótta-
greinum með misjöfn áhugamál
kynnist. Og síðast en ekki síst að
stuðla að áframhaldandi þátttöku í
íþróttum og heilbrigðu Iífemi.
Hugmyndin að því að halda sér-
stakt unglingalandsmót kviknaði í
fyrrasumar þegar félagar í Ung-
mennasambandi Eyjafjarðar vom
að undirbúa íslandsmót 14 ára og
yngri. Þá var því varpað fram að
það gæti verið gaman að halda stórt
mót með þátttöku krakka úr fleiri
en einni íþróttagrein. Þá höfðu
menn m.a. í huga Norðurlandsleika
æskunnar sem ffarn fóm fyrir
nokkmm ámm á Sauðárkróki og
tókust vel.
1 framhaldi af því ákvað stjóm
UMSE að kanna áhuga á slíku
móti. Á haustfundi UMFÍ á Hall-
ormsstað í fyrra kynntu forráða-
menn UMSE þessa hugmynd sína
og á sambandsþingi UMFI á Húna-
völlum lögðu þeir ffam tillögu um
unglingalandsmót. Niðurstaða
þingsins var í stuttu máli sú að
UMSE var falið að halda fyrsta
Unglingalandsmót UMFÍ 1992 til
reynslu.
Jón Sævar Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Ungmennasambands
Eyjafjarðar, segir að ef vel tekst til
og áhugi verður mikill megi fast-
lega gera ráð fyrir að ffamhald
verði á mótinu.
-grh
Gróskumikið íþróttaár
Áhugafólk um íþróttir þarf
ekki að kvarta yfir því að
ekki sé nóg um að vera í
íþróttum á þessu herrans ári
sem senn er rétt hálfnað.
Það sem af er hefiir hver
íþróttaviðburðurinn rekið
annan og annað eins bíður
við næsta hom.
Það er því viðbúið að margur
maðurinn verði búinn að fá maga-
fylli og gott betur af íþróttum áður
en árið er á enda. En það er ekki að-
eins áhugafólkið sem fær fylli sína
því viðbúið er að allir hinir verði
einnig orðnir mettir því einatt eru
stærstu viðburðimir sýndir í beinni
útsendingu í sjónvarpi.
Sé stiklað á því helsta sem af er
og því sem koma skal má fyrst
nefna vetrarólympíuleikana í Al-
bertville í Frakklandi, B- heims-
meistarakeppnina í handknattleik
sem háð var í Austurríki og úrslita-
keppnina í Islandsmótinu í körfu-
knattleik og handbolta. Þá er Is-
landsmótið í knattspymu nýhafið
með óvæntum úrslitum, Evrópumót
landsliða er á fullum dampi í Sví-
þjóð og í næsta mánuði hefjast svo
sjálfir ólympíuleikamir í Barcelona
á Spáni, sem standa fram í miðjan
ágúst. Að þeim loknum, í septem-
bcr, taka svo við ólympíuleikar fatl-
aðra og þorskaheftra í Barcelona og
Madrid.
Handboltinn
í september
Eins og ofl áður munu Islending-
ar senda fríða flokka afreksmanna á
þessi mót, með tilheyrandi vænting-
um um verðlaunasæti. Svo kann að
fara að karlalandsliðið í handbolta
taki sæti fymim Júgóslavíu á ól-
ympíuleikunum í Barcelona í kjöl-
far refsiaðgerða Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna. Það mun þó ekki
ráðast fyrr en rétt áður en leikamir
heíjast eða um miðjan næsta mán-
uð. Þá er boltinn byijaður að rúlla í
forkeppni heimsmeistaramótsins í
knattspymu þar sem landinn státar
þegar af einum útisigri og einum
tapleik eftir tvo leiki.
Þegar líða tekur á haustið taka
við hinar svokölluðu inniíþróttir,
handbolti, körfubolti og fimleikar
svo fátt eitt sé nefht.
Samkvæmt drögum að mótaskrá
fyrir handknattleiksvertíðina hefst
íslandsmótið í ár mun fyrr en ella
eða þann 16. september. Hlé verður
svo gert á keppni I 1. deild í mars á
næsta ári þegar karlalandsliðið tek-
ur þátt í heimsmeistarakeppninni í
Svíþjóð.
Chicago meistari
Snillingamir í Chicago Bulls
sýndu það og sönnuðu aðfara-
nótt mánudagsins að þeir eru
með besla liðið í bandarísku
NBA-deildinni þegar þeir báru
sigurorð af Portland í úrslita-
keppninni.
Þetta er annað árið í röð sem
Chicago verður meistari og varð
þar með fjórða liðið í sögunni
sem leikur þann leik. Það blés
þó ekki byrlega fyrir meistumn-
um í sjöttu viðureigninni við
Portland því þeir vom undir nær
allan leiktímann og mestur var
munurinn sautján stig. En með
undraverðum hætti tókst Chic-
ago að snúa leiknum sér í vil og
síðustu stigin skoraði sjálfur Mi-
chael Jordan úr vítaköstum.
Þjóðveijarnir
koma
Ef að líkum lætur má búast
við skemmtilegum leikjum í
handboltanum um helgina þegar
íslenska landsliðið mætir því
þýska.
Heimsókn Þjóðverjanna hing-
að til lands er liður í undirbún-
ingi þeirra fyrir ólympíuleikana
i Barcelona á Spáni í næsta
mánuði. Alls mun liðið leika tvo
leiki við íslenska liðið og verður
sá fyrri i Víkinni við Stjömugróf
á morgun, laugardag, og hefst
klukkan 16. Seinni leikurinn
verður trúlega á Selfossi á
sunnudag og hefst klukkan
20.30.
Stangarstökkvarinn knái Sergei Bubka ver&ur án efa í eldlínunni i Barcelona i næsta mánu&i. Hann
setti á dögunum enn eitt heimsmetiö i stangarstökki þegar hann stökk 6,11 metra og bætti eigib met
um einn sentimetra.
Föstudaguriiin 19. júní