Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 21
Helgar 21 blaðið
JQ
-Q
O
*
ö)
O
o
Iifleg spilamennska
Sumarbridge í Reykjavík
hefur gengið mjög vel.
Meðalþátttaka á kvöldi er
nálægt 35 pörum (ef öll
kvöldin eru tekin með) en
um 40 pör ef 2 slökustu
kvöldin eru tekin frá. Alls
hefur verið spilað í 16
skipti (er þetta er skrifað).
Þröstur Ingimarsson er
með örugga foiystu í stiga-
keppni einstaklinga. Hefur
skorað um 250 stig til
þessa, sem er afbragðs
góður árangur.
Talsvert hefur verið um „ný“
andlit í Sumarbridge. Er það af
hinu góða og ljóst að starf Guð-
mundar Páls í bridgeskólanum er
ein mesta lyftistöng bridgestarfs-
ins hér á landi. Vonandi mun
Guðmundur geta sinnt lands-
byggðinni af krafti næsta vetur,
en þar hefur sárlega vantað
kennslu síðustu árin. Áhuginn er
nægur.
Sumarbridge er spilaður alla
mánudaga, þriðjudaga (hefst báða
dagana kl. 19), fimmtudaga (hefst
kl. 17) og laugardaga (hefst kl.
13.30). Spilað er í húsi BSÍ við
Sigtún 9.
44
Nýtt bridgeblað er komið út.
Það er fyrsta tölublað þessa árs,
en útgáfu þess hefur seinkað tals-
vert. Stafar það m.a. af nýrri
tækni sem ritstjóri þess, Guð-
mundur Páll Amarson, hefur tek-
ið í þjónustu sína. Bridgeblaðið
er öllum ómissandi, þeim sem
hafa raunverulegan áhuga á fram-
gangi íþróttarinnar hér á landi.
44
Nokkrir bikarleikir verða á
dagskrá á sunnudaginn (í Sigtúni
9). Annars er frekar rólegt enn í
keppninni og trúlega ekki nema
tveimur leikjum lokið til þessa.
Áður hefur verið getið um sigur
Tryggva Gunnarssonar gegn
Karli G. Karlssyni og um síðustu
helgi áttust svo við sveitir Ingi-
bergs Guðmundssonar og Eiríks
Hjaltasonar. Ekki er vitað um úr-
slit þessa leiks.
44
Nokkurrar óánægju gætir hjá
liðsmönnum íslenska kvenna-
landsliðsins. Stafar það af fyrir-
komulagi Norðurlandamótsins,
sem að þessu sinni er haldið í
bænum Umeá, norðarlega í Sví-
þjóð. Fyrir það fyrsta er það stað-
setning mótsins og þeir erfiðleik-
ar sem fýlgja því að koma sér á
milli staða í Svíþjóð. í öðm lagi
er það sjálft keppnisformið. Spil-
uð eru 28 spil (?) milli sveita.
Fyrsta daginn verða 2 leikir, ann-
an daginn er frí (?), þriðja og
fjórða daginn eru 3 leikir hvom
daginn og síðasta daginn verða 2
leikir. Þessi undarlega dagskrá
stafar af því að eina hótelið á
staðnum er með veislu (ekki fyrir
bridgefólkið) á öðrum degi.
Hnika þarf því mótinu til.
44
Epson-alheimstvímenningurinn
er á dagskrá Bridgesambandsins í
kvöld. Spilað er á þremur stöðum
á landinu; í Reykjavík í Sigtúni,
Akureyri og Reyðarfirði.
Notast er við Mitchell- fyrir-
komulag og fær hvert par að lok-
inni spilamennsku bók með spil-
unum og umsögn um hvert spil
eftir Omar Sharif. Fyrirfram
skráning er hjá BSI.
Lárusson
44
Stefnt verður að því í lok Sum-
arbridge að klykkja út með veg-
legu helgarmóti. Undirbúningur
er á byrjunarstigi, en sárlega hef-
ur skort á að boðið sé upp á helg-
armót (2 daga mót) hér syðra síð-
ustu árin, eða síðan Hótel Arkar-
mótin voru spiluð. Lifa þau mót
enn í minningu margra spilara.
44
Norðurlandamótið í Opnum
flokki og kvennaflokki hefst nú í
enda júní. Spilað er í Svíþjóð. Lið
íslands að þessu sinni skipa; Op-
inn flokkur: Karl Sigurhjartarson,
Sævar Þorbjömsson, Matthías
Þorvaldsson og Sverrir Ármanns-
son. Fyrirliði án spilamennsku er
Bjöm Eysteinsson.
Kvennaflokkur: Esther Jakobs-
dóttir, Valgerður Kristjónsdóttir,
Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá
Baldursdóttir. Fyrirliði án spila-
mennsku er Jón A. Hjaltason.
44
Líkindafræðin í bridgeíþrótt-
inni lætur ekki að sér hæða. Lög-
mál Ieiksins eru byggð á líkind-
um; gallinn er sá að allflestir
muna ekki stundinni lengur í
hverju sá galdur er fólginn.
Lítum á dæmi;
4 G9762
Á84
O 106
* 1053
4 D1083
K1053
O K73
4* 86
4 Á
S?7
O ÁDG9852
* ÁKG4
Spilið kom fyrir í EM í leik
milíi Austurríkis og Sviss fyrir
nokkmm árum. Sagnir gengu;
Suður Norður
2 tíglar 2 grönd
3 tíglar 3 spaðar
4 lauf 4 tíglar
4 grönd 5 tíglar
6 tíglar Pass
Ut kom hjartadrottning. Vanda-
mál sagnhafa er þetta; Hvort er
betra að fara í tígulinn eða laufið?
Við sem sjáum allar hendurnar
veljum sjálfsagt tígulinn, en
sagnhafi var ekki í þeirri stöðu.
Kostur A: Spila tígultíu í öðrum
slag. Sem gengur ef Austur á
kóng (allt nema íjórða) og einnig
(eftir að kóngur lá á bak við) ef
laufadaman er stök, eða önnur í
Austur. Tölfræðin segir okkur að
tígulkóngur náist í 45% mögu-
leika en laufadaman í 19% til-
vika, með aðferð A. Þessi 19%
gefast þó ekki nema í ákveðnum
hundraðshluta þegar þeirra er
þörf, þannig að heildarútkoman í
þessu tvennu er um 55% mögu-
leiki.
Kostur B: spila Iágu laufi á
gosa. Það gengur þegar Austur á
dömuna staka, aðra eða þriðju
eða samtals 1 plús 8 plús 18 eða
samtals 27% möguleiki. Samt
sem áður; í allt að helmingi til-
vika mun daman vera á eftir gosa,
þannig að sagnhafi kemst inn á
tíuna í borði og tekur svíninguna
í tígli, eftir allt saman. Sem er
19% möguleiki. Til viðbótar
þessu er sá möguleiki að Austur
eigi dömuna ljórðu í laufi og
Vestur tígulkóng. Þá gerum við
bcst með að halda áfram laufa-
sókn til viðbótar. Samtals kostur
B: 27 plús 4=50% möguleiki.
Kostur A er því lítillega betri,
enda trúlega flestir valið þann
kost. En hvað gerist ef Vestur
„dúkkar“ laufagosann? Unnið
spil breytist í tapað spil, alltaf.
Svona er íþróttin.
4 K54
O DG962
04
* D972
Föstudagurinn 19. júnl
Loftárás á
Seyðisfjörð: '
Óháð listahá- J
tíð í Reykja- J
vík. Stendur
til 28. júní.
Sýningar,
tónleikar, leikhús, dans, uppákomur,
kvikmyndasýningar, upplestur og
endalaust fleira í Héðinshúsi, Bergs-
stöðum, Djúpinu, 22, Splitt, Ingólfs-
stræti, MIR, Geysi, Hlaðvarpanum,
Gallerí 1 1, Púlsinum, Borgarleikhús-
inu, Fossvogskirkju og Á næstu grös-
um.
Myndlist
Kjarvalsstaðir:
Joan Miró. Lýkur 12. júlí.
Jóhannes Kjarval, úr sathi Eyninar
Guðmundsdóttur. Lýkur 2. ágúst.
Listasafn íslands:
2000 ára litadýrð. Mósaík, búningar
og skart frá Jórdaníu og Palestinu.
Lýkur 26. júlí.
Nýlistasafnið:
Sýning á verkum Francois Perrodin
og Michel Veijux. Lýkur 28. júní.
Norræna húsið:
Yfirlitssýning á verkum Hjörleifs Sig-
urðssonar. Lýkur 5. júlí.
Anddyri: Bent Hansen sýnir leirlist og
Jan Lohmann gull- og silfúrsmíði.
Lýkur 28. júní.
FÍM-salurinn Garðastræti 6:
Yfirlitssýning á verkum Hjörleifs Sig-
urðssonar. Lýkur 5. júlí.
Ásmundarsalur:
Arkitektar sem hönnuðir. Lýkur 21.
júni.
Nýhöfn:
Sýning á verkum Kristjáns Davíðs-
sonar. Lýkur 24. júní.
Listasafn ASÍ:
Mot Natten. Sýning á verkum Bjöms
Brusewitz. Lýkur 28. júní.
Gerðuberg:
Verk í eigu Rcykjavíkurborgar til sýn-
is.
Hafnarborg, Hafnarfirði:
Opið kl. 12 til 18 alla daga nema
fimmtudaga opið til kl. 21.
Yfirlitssýning á verkum Gests og
Rúnu, Gests Þorgrímssonar og Sig-
rúnar Guðjónsdóttur. Lýkur 29. júní.
Bandaríska listakonan P. Lynn Cox
sýnir smámyndir í Kaffistofu Hafhar-
borgar. Sýningin nefnist „Studies in
Icelandic Landscape". Lýkur 5. júlí
Menningarstofnun Bandarikjanna:
P. Lynn Cox sýnir „The Saga of lce-
landic Landscape."
Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4a:
Nina Roos sýnir.
Listmunahúsið, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu:
Sýning á verkum Amars Herbertsson-
ar. Lýkur 30. júní.
Sölugallerí á annarri hæð.
Kringlan:
Islensk nútímahöggmyndalist.
Galleri Sævars Karls:
Nini Tang sýnir málverk. Lýkur 30.
júní.
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju:
Trójuhesturinn sýnir verk. Með hest-
inurn ferðasl Anna Eyjólfsdóttir,
Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún
Kristjánsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir,
Sigrid Valtingojer, Sigurður Örlygs-
son og Sólveig Eggertsdóttir. Lýkur
21. júní.
Laugavegur 37,2. hæð:
Gunter Umberg. Opið miðvikudaga
kl. 14-18 eða eftir samkomulagi.
G 15, Skólavörðustíg:
Opið daglega 10-18, laugardaga 10-
14.
Wilhelm Buchert og Ute Buge sýna
skartgripi. Lýkur 4. júlí.
Haukur Dór sýnir málverk. Lýkur 4.
júlí.
Gallerí Úmbra, Torfunni:
Opið þriðjud.-laugard. 12-18 og
stmnud. 14-18.
Edda Jónsdóttir sýnir. Lýkur 8. júlí.
Tónlist
Klúbbur Listahátíðar Hressó:
Föstud. kl. 22: Júpiters og Sirkus Ba-
balú.
Pintop Perkins, Cicago Beau og
Vinir Dóra:
Púlsinum föstudag, Edinborg í Kefla-
vik laugardag.
Bubbi Morthens:
Iþróttahöllin Akureyri sunnudag 21.
júni, Félagsheimilinu Blönduósi
mánud. 22. júni, Félagsheimilinu
Hnífsdal þriðjud. 23. júní, íþróttahús-
inu Keflavik miðvikud. 24. júni,
íþróttahúsinu Selfossi fimmtud. 25.
júní.
Djúpið:
Jass: Móheiður Júlíusdóttir föstudag,
Kristjana Stefánsdóttir laugardag.
Sumarsólstöðutónleikar
í Fossvogskirkju sunnudag kl. 20.30:
Sverrir Guðjónsson og Sigurður Hall-
dórsson meðal flytjenda.
Tveir vinir:
Todmobile með útgáihtónleika í
kvöld, föstudag. 2603 nefhist platan.
Leikhús
Þjóðleikhúsið:
Kæra Jelena í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri fostudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld íd. 20.30.
Leikfélag Reykjavíkur:
Þrúgur reiðinnar: föstudag, laugardag
og sunnudag. Síðustu sýningar leik-
ársins.
íslenska óperan:
Rigoletto föstudag kl. 20
Annaó:
Akranes 50 ára:
Föstudagur: Landsbankamót drengja í
knattspymu kl. 18. Kvöldskemmtun
tileinkuð alþjóðadegi kvenna á sal
Fjölbrautaskóla Vesturlands kl. 20.30.
Laugardagur: Trimmdagur fjölskyld-
unnar. Landsbankamótið í knatt-
spymu. Gönguferð um Botnsdal á
Þingvelli kl. 9. Gönguferð á Heiðar-
hom kl. 10. Kvennahlaup ÍSÍ kl. 14.
Dimmalimm á sal Brekloibæjarskóla
kl. 14. Fjömferð kl. 14.30.
Sunnudagur: Lokadagur Landsbanka-
mótsins í knattspymu. Göngu-
ferð/skokkferð í skógræktinni kl. 14.
Útimarkaður föstudag og laugardag.
Útvaip Akranes alla daga.
Þjóðminjasafnið: Bogasalur:
Sýning á munum í eigu safnsins sem
tengjast Skálholti. Tilefnið útkoma
þriðja bindis ritverks I larðar Ágústs-
sonar og Kristjáns Eldjáms um Skál-
holtsstað.
Hana nú:
Vikuleg laugardagsganga. Lagt af
stað frá Fannborg kl. 10.
Reykjavíkurhöfn:
Hafnargöngur þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöld frá Hafharhúsinu kl. 21.
Einnig laugardagkl. 14.
Sögusýning í llafnarhúsinu við
Tryggvagötu vegna 75 ára afmælis
hafnarinnar. Opið daglega kl. 13-18
fram til hausts.
Hafnardagur í tilefhi 75 ára afmælis
hafnarinnar laugardag kl. 10-17 í
Sundahöfh. Grillveisla aldarinnar
kl.12-15.
Árbæjarsafn:
Það var svo geggjað...sýning um
hippaárin í Prófessorsbústaðnum.
Skólahald um aldamót, sýning 1 risi
Prófessorsbústaðarins. Opnunartimi
safhsins frá kl. 10 til 18 alla daga
nema mánudaga.
Minjasafnið á Akureyri:
Minjasafhið og Laxdalshús opin dag-
legafrákl. 11 til 17.
Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði:
Sýning um Skipaútgerð íslands. Opið
alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Félag eldri borgara í Kópavogi:
Spilað og dansað í kvöld, föstudag, að
Auðbrekku 25 kl. 20.30.
Norræna húsið:
Föstudagur: Kvikmyndasýning, Island
under fyra árstider á norsku eða
dönsku kl. 13, á finnsku kl. 13.30.
Fyrirlestrar í tengslum við norræna
kirkjutónlistarmótið 9-17.
Laugardagur: Island under fýra ársti-
derkl. 13 og 13.30. Samnorræn Jóns-
messuhátíð kl. 20.
Sunnudagur: Island under fyra ársti-
der kl. 13. ísland í dag, fyrirlestur og
umræða um islenskt þjóðlíf, Einar
Karl Haraldsson stjómar umræðum.
Ásvöllur, Hafnarfirði:
Vígsluhátíð á gervigrasvelli Hauka
sunnudagkl. 14.
Sumarhátíð á Kópavogshæli 21.-27.
júní. Skemmtidagskrá sunnudag og
miðvikudag undir bemm himni við
Kópavogshæli.
Súlnasalur Hótel Sögu:
Þarf að breyta stjómarskránni vegna
EES-samningsins. Opinn borgara-
fundur Lögfræðingafélags íslands í
samvinnu við Rás 1 laugardag kl.
13.30-16.
Heimspekiskólinn:
Matthew Lipman heldur fyrirlestra
sunnudag kl. 17 og þriðjudag kl.
17.15 í Odda um siðfræðikennslu
á grunn- og framhaldsskólastigi.