Helgarblaðið - 26.06.1992, Síða 5

Helgarblaðið - 26.06.1992, Síða 5
Helgar 5 blaðið RgPSl|| n1 Allar líkur eru á ab Jón Páll Sigmarsson taki bátt í keppninni um sterkasta mann heims sem naldin ver&ur hér á landi i ágúst. menn heimsins til íslands Sterkustu Ráðgert er að 10 sterkustu menn heimsins keppi hér á landi í ágúst og verður keppnin kvikmynduð fyrir sjónvarp. Meðal keppenda verða væntanlega tveir ís- iendingar, þeir Magnús Ver Magnússon og Jón Páll Sig- marsson. Sjónvarpsmyndin verður sýnd hér á landi og hinum Norðurlöndunum og i gangi eru viðræður við BBC um að sýna myndina þar um áramót. Það er fyrirtækið Tónkó sem sér um undirbúning keppninnar, en það fyrirtæki hyggst hasla sér völl hér á landi með því að standa fyrir tónleikum, íþróttamótum og ýmsum öðrum stórum uppá- komum. Fyrr í þessum mánuði stóð fyrirtækið fyrir tónleikum bresku þungarokkhljómsveit- arinnar Iron Maiden. Að sögn Rikhards Eyfeld hjá Tónkó, tókust tónleikamir vel að öllu leyti, utan að aðsókn hefði þurft að vera betri. Fyrirtækið tapaði 7 miljónum króna á tónleikunum, en allar skuldir hafa þegar verið gerðar upp. „Við gerum ekki einsog aðrir sem að svona tónleikum hafa staðið, að hlaupa burt frá öllum skuldum,“ sagði Rik- hard. Tónkó er útibú ffá stóru bresku fyrirtæki, TKO, sem sér um tónleika en er jafn- ffamt umboðs- og útgáfúfyrir- tæki á tónlist og kvikmyndum. Að sögn Rikhards ætlar fyrir- tækið að hasla sér völl hér á landi og var alltaf búist við að tónleikar Iron Maiden myndu koma út með tapi, einkum vegna slæmrar reynslu tón- leikagesta að undanfomu. „Tónleikamir voru m.a. haldnir til að byggja aftur upp traust á svona uppákomum og það tel ég að við höfúm gert, því enginn varð fýrir von- brigðum með tónleikana og við höfum staðið við allar skuldbindingar okkar,“ sagði Rikhard. Keppnin um sterkasta mann heims verður tekin upp á tveimur til fjórum stöðum hér á landi og em menn m.a. að horfa til Þingvalla, Gullfoss og Geysis í því sambandi, enda sjónvarpsmyndin jafn- framt hugsuð sem landkynn- ing. Launin ekki í sam- ræmi við ábyrgðina „Þetta er að mörgu leyti mjög skemmtilegt starf en getur um leið verið afar eril- samt. Þá getur sjálf vinnan verið æði fjölbreytileg eða allt frá þvi að afla gagna út á sjó til tölfræðilegrar úr- vinnslu", segir Bjöm Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og trúnaðarmaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga hjá Hafrannsóknastofhun. Eins og kunnugt er þá hefúr Haf- rannsóknastofnun nýlega lagt fram skýrslu sína um ástand nytjastofna og tillögur um hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Eins og svo ofl áður em skiptar skoðanir um þessar til- lögur stofnunarinnar en þó sérstak- lega þær sem varða þorskinn enda miklir hagsmunir í húfi. Þegar stofnunin leggur ffam jafn um- fangsmikla skerðingu á þorskstofn- inum em fiskifræðingum sendar kaldar kveðjur og störfúm þeirra fundið nær allt til foráttu. Aftur á móti em þeir hafnir upp til skýj- anna þegar þeir mæla með meiri veiði. Bjöm Ævarr segir að það sé ekkert skemmtilegt að verða fyrir persónulegum svívirðingum í fjöl- Fiskifræðingur miðlum og á fundum. „En þetta venst eins hvað annað“. Hann segir að fiskifræðingar séu meira og minna að allan sólar- hringinn og langt í frá að þeir „slökkvi á gráu sellunum klukkan 1600“. Hjá Hafrannsóknastofnun vinna á annan tug fiskifræðinga við svokallaða stofnstærðarút- reikninga en alls munu sérfræðing- amir hjá stofnuninni vera hátt í sextíu talsins. Starfsins vegna þurfa vísindamennimir á Hafrann- sóknastofnun að sækja sjóinn á rannsóknaskipum stofnunarinnar við gagnaöflun og aðrar vísinda- rannsóknir. Sumir þeirra geta því verið á sjó í nokkra mánuði á ári hverju en aðrir aðeins í nokkrar vikur. Erlendis til náms Þrátt fyrir að fískifræðingar séu einatt mikið í fjölmiðlum og ábyrgð þeirra í starfi sé mikil virð- ist ekki vera mikil ásókn í starfið. Þar fyrir utan er ekki hægt að fúll- mennta sig í faginu hérlendis og því verða verðandi fiskifræðingar að leita erlendis til náms. Bjöm Ævarr segir að það séu aðeins þrír til fjórir „hugsjónamenn" við nám erlendis. Sjálfur lærði hann í Kiel í Þýskalandi en einnig hafa menn numið fræðin í Bandaríkjunum, Englandi og Noregi svo dæmi séu nefnd. „Það er ekki glæsilegt fyrir ungan fiskifræðing að koma hing- að til starfa eftir að hafa lokið kannski sjö ára framhaldsnámi er- lendis með tilheyrandi skulda- bagga á bakinu og vera aðeins boð- ið uppá 90 þúsund krónur í mánað- arlaun. Sérstaklega þegar það er hafl í huga að viðkomandi þarf ein- att að byrja á þvi að koma sér þaki yfir höfuðið. Hins vegar er vinnu- aðstaðan hér á Hafrannsóknastofn- un góð en launin em ekki í neinu samræmi við þá ábyrgð sem á okk- ur er lögð í þessu starfi". Bjöm Ævarr segir að frá dögum Bjama Sæmundssonar hafi töluvert breyst í starfi fiskifræðingsins. Á tímum ftumkvöðlana í fiskifræð- inni snerist starfið meira og minna um það að kynnast þeim fiskteg- undum sem í hafinu em í kringum landið og finna fisk í veiðanlegu magni. „Síðustu tvo áratugina hafa fiskifræðingar hins vegar unnið að- allega við að meta stærð fiski- stofna og skynsamlega nýtingu þeirra". Þótt fiskifræðingamir séu flestir starfandi á Hafrannsóknastofnun er þá einnig að finna hjá Veiðimála- stofnun og víðar. Fiskifræðingar hjá Veiðimálastofnun vinna aðal- lega með ferkfiska á meðan þeir hjá Hafró sinna sjávarfiskum. Starfs síns vegna þurfa fiskifræð- Bjöm Ævarr Steinarsson fiskifræbingur vinnur vib stofnstærbarútreikninga á Hafrannsóknastofnun. Myndir: Kristinn. ingar hjá Hafró ekki aðeins að sitja ráðstefnur og fundi bæði hér segja að við störfum meira og vinna úti á sjó heldur em þeir einn- heima og erlendis í hinum ýmsu minna í alþjóðlegu umhverfi". ig mikið á ferðinni. Þeir þurfa að ráðum og stofnunum. „Það má -grh Fiskseljendur Fiskkaupendur Bjóðum upp fisk alla virka daga kl. 10:30. Höfum kaupendur um allt land. Uppboðsskjáir eru staðsettir á Faxamarkaði, Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði og Fiskmarkaði Þorlákshafnar. Veitum lipra og góða þjónustu. Reynið viðskiptin. FISKMARKADUR VESTMANNAEYJA HF. SÍMAR: (98J-13220-13221, og 985-36820 FAX 98-13222 Föstudagurinn 26. júní

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.