Helgarblaðið - 26.06.1992, Qupperneq 10
Helgar 10 blaðið
Lýst eftir bjartsýni
Útgefandi: Helgarblaðið hf.
Framkvæmdastjóm:
Sævar Guðbjömsson,
Ami Þór Sigurðsson
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Ámi Þór Sigurðsson,
Sigurður Á. Friðþjófsson.
Fréttastjóri:
Guðmundur Rúnar Heiðarsson.
Ritstjóm:
Arnar Guðmundsson, G. Pétur
Matthíassson, Hildur Finnsdóttir,
Kristinn Ingvarsson, Sveinþór
Þórarinsson.
Auglýsingar:
Svanheiður Ingimundardóttir,
Unnur Agústsdóttir.
Dreifing:
Hrefna Magnúsdóttir,
Guðrún Geirsdóttir.
Heimilisfang:
Síðumúli 37,108 Reykjavík.
Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333.
Myndriti: 681935
Auglýsingasími: 681310 og 681331.
Prentun: Oddi hf.
Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Það er öllum holit að horfast i augu
við aðsteðjandi vanda og gera sér grein
fyrir umfangi hans og hvemig best sé að
kljást við hann. Hinsvegar veit það
aldrei á gott að mála skrattann á vegginn
svo dökkum litum að öllum fallist hend-
ur. Það hefur gerst nú enn einusinni í tíð
ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Öllu
verra er að forsætisráðherra hefur verið í
fararbroddi ýkjumálaranna og leikið sér
svo gáleysislega að tölum að heilu lands-
hlutamir hafa talið tilverugrundvöll sinn
í hættu.
Fátið sem greip um sig í stjómarher-
búðunum þegar ljóst var að draga þyrfti
vemlega úr þorskveiðum á næsta veiði-
ári, var með ólíkindum og höguðu for-
menn stjórnarflokkanna sér einsog ráð-
villtir smástrákar. Forsætisráðherra datt
ekkert betra í hug en að ráðast á nýgerða
kjarasamninga og utanríkisráðherra
hafði það eitt í bakhöndinni að drífa í
virkjun á Fljótsdal þrátt fyrir að ekkert
bendi til að hægt verði að seija þá orku
og þegar sé heil virkjun fyrir sem fram-
leiðir orku út i loftið. Að ráðast í Fljóts-
dalsvirkjun núna væri til þess eins að
gera samningsstöðu Landsvirkjunar að
engu, ef til þess kemur í framtíðinni að
samið verði um álver cða annan orku-
frekan iðnað á íslandi.
Um síðustu áramót var mikið Qallað
um þann bölmóð sem ríkti í þjóðfélaginu
og hver áramótahugvekjusmiðurinn á
fætur öðrum lýsti eftir bjartsýni. Voru
ráðamenn gagnrýndir fyrir að lama þrek
og framfarasókn landsmanna með eilífu
svartagallsrausi. Heldur virtist vera að
rofa til á vordögum þegar kjarasamning-
ar voru loks í höfn og atvinnuvegimir
fóru að undirbúa nýja sókn. Sú dýrð
varði þó ekki lengi. Tillögur erlendu
fiskifræðinganna um 40 prósenta sam-
drátt í þorskveiðum kom mönnum alls
ekki í opna skjöldu. Flestir höfðu búist
við einhverju í þá áttina. Viðbrögð for-
sætisráðherra voru hinsvegar einsog
blautur vettlingur í andlit launafólks,
sem var nýbúið að undirrita enn einu-
sinni mjög hógværa kjarasamninga, svo
vægt sé til orða tekið.
Forsætisráðherra talaði um 15 miljarða
skerðingu þjóðartekna vegna þorsksins.
Nú hefur hagfræðingur Vinnuveitenda
komið með eigin útreikninga og sam-
kvæmt þeim verður samdrátturinn ein-
ungis 4,5 miljarðar á næsta ári. Þar með
felldu vinnuveitendur Davíð á prófinu.
Þjóðin hefur reyndar ítrekað feilt ríkis-
stjómina í skoðanakönnunum að undan-
fomu. Kemur það ekki á óvart, því það
sem þjóðin þarfnast í dag eru djarfhuga
menn sem geta stappað stálinu í fólk.
Það getur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
ekki gert. Það eina sem hún virðist geta
er að draga þjóðina niður í þá forarvilpu
þar sem ríkisstjómin virðist sjálf þrífast
best.
Helgarblaðið
fer í fríið
Ákveðið hefur verið að stöðva útgáfu
Helgarblaðsins tímabundið. Ástæðan er
sú óvissa sem hefur skapast við gjaldþrot
Bjarka vegna þess tækjakosts sem Helg-
arblaðið hefur haft á leigu.
Þar með er ekki verið að leggja upp
laupana, heldur verða allir möguleikar
kannaðir á því að taka upp þráðinn í
haust.
Viðtökur lesenda Helgarblaðsins hafa
sýnt að þörf er á gagnrýnu blaði á vinstri
vængnum.
Um leið og við þökkum lesendum
Helgarblaðsins samfylgdina vonumst við
til að hitta þá aftur á hausti komanda.
-Sáf
Hvað er að gerast í heilsugæslu-
málum starfsmanna álversins?
Arum saman hefur ÍSAL
sniðgengið marg ítrekaðar
óskir verkalýðsfélaganna um
að fara að lögum um heilsu-
vemd starfsmanna og vamir
gegn atvinnusjúkdómum.
Forstjóri fyrirtækisins dr.
Christian Roth hefur rneira
að segja gengið svo langt að
neita að undirrita samkomu-
lag þess efhis við Heilsu-
gæslustöðina í Hafnarfirði.
Þrátt fyrir þctla frjálsræði virðast
stjómendur ÍSAL tclja aö heilbrigð-
isyfirvöld og hcimilislæknar hall of
nrikil alskipti afheilsufari starfs-
rnanna og gcra sig líklega til að
koma á fót eigin heilbrigðiskerfi,
þar sem yfirmenn fyrirtækisins geta
einir og án afskipta íslenskra heil-
brigðisyfirvalda og vcrkalýðsfélaga,
sagt til urn hvort starfsmaður er
vinnufær eða ekki.
Og það er ekki einungis að ÍSAL
vilji öllu ráða um heilsugæslu
starfsmanna, heldur krefst þess
cinnig að fá vald til einhliða ákvarð-
ana um vinnutíma þeirra, neyslu-
tínra og fæðuval. Fyrirtækið ællar
Formaður Hlífar
sér einnig að skammta þeim laun að
eigin geðþólta og er cina fyrirtækið
í landinu, scm neitar miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara. Sé þctta það
gjald, sem íslensku verkafólki er
gert að greiða lýrir vinnu hjá er-
lendum stóriðjufyrirtækjum þá
verðum við að endurskoða afslöðu
okkar gagnvart þeini.
Starfsmanna-
stefna ÍSAL
ÍSAL hcfur nú núvcrið látið
prcnta stcfnu sína um heilsugæslu
starlsmanna og nteðferð þeirra
mála. í bæklingi frá fyrirtækinu,
scm kallaður er „Starfsmannastefna
ÍSAL“, cr sagt hvcmig fyrirtækið
hugsar sér að koma frant við starfs-
nrcnn sína í veikindatilfellum. Þar
er ekki lagt til að farið sé að íslensk-
um lögunr eða kjarasamningum
heldur á aö taka upp heilsugæslu
cins og tíðkast meðal fyrirlækja í
þriðja heiminum.
I fyrrgrcindum bæklingi er m.a.
aö finna cftirfarandi um meðferð á
starfsmanni, sem verið hcfur veikur
í 6 skipti á s.l. 12 mánuðum og skil-
að inn læknisvottorðum til ÍSAL
eins og kjarasamningur gerir ráð
fyrir:
„Varðandi veikindafjarvistir skal
fyrst með milligöngu launadeildar
boða hann til trúnaðarlæknis ÍSAL.
Síðan fer fram viðtal sern yfirmaður
hans og deildarstjóri launadeildar
sjá um. Óski starfsmaður eftir því
að trúnaðarmaður sé viðstaddur, er
ckkert því til fyrirstöðu." Síðan seg-
ir: „Ut frá viðtalinu ætti yfirmaður
að fá nokkum skilning á aðstæðum
viðkomandi starfsmanns og geta
þannig sett markmið fyrir næsta
þriggja nránaða tímabil. Þar sem að-
stæður geta verið breytilegar, geta
markmiðin cinnig verið mismun-
andi. Markmiðin eiga að vera ná-
kvænrlcga tilgreind, t.d. ekki meira
en 2 ófyrirséðar fjarverur frá 1. maí
til 31. júlí og þau á að staðfesta
skriflega."
ÍSAL líti sér nær
Þessi starfsmannastefna ÍSAL er
svo langt frá íslenskum hugsunar-
hætti og rcyndar allri heilbrigðri
skynsemi að setja verður ISAL stól-
inn fyrir dymar nreð framkvæmd
hcnnar. Þegar fyrirtæki taka upp á
því að fara sínar cigin leiðir í heilsu-
gæslu án sanrráðs við heilsugæslu-
stöðvar og heimilislækna starfs-
nranna er korninn tími til að taka í
taumana. í stað þess að veitast að
slarfsmönnum sínum vegna ósköp
eðlilegrar veikindatjarveru ætti
ISAL að líta sér nær og taka til í
sínum eigin heimagarði og standa
bctur að þrifum og aðbúnaði á hin-
unr ýnrsu vinnustöðunr álversins,
þannig að ailskonar ryk og mengun
valdi ekki heilsubresti og veikind-
um nreðal starfsmanna.
Það hefur t.d. sitt að segja til hins
verra í heilbrigðismálunr starfs-
nranna að loftmengun í steypuskála
hefur sjaldan verið nrciri en nú frá
því að álverið hóf starfsenri sína og
það segir sína sögu að það er fyrst
núna í sunrar að lokið verður við að
setja upp sænrilegan loftlrreinsibún-
að í báða kerskálana. Hugsanlega
m'ætti rekja eitthvað af veikindum
starfsnranna til þessara þátta.
Það að loksins er búið að loka
kerjunr í kerskálunr og setja þar upp
lofthreinsibúnað er nokkuð sem
ÍSAL ætti ekki að hreykja sér af,
því það er síðbúin framkvæmd sem
hefði átt að gera fyrir nrörgum árum
og hátíðarhöld í því sambandi væru
hlægileg.
Verkalýðsfélögin og meirihluti
starfsmanna eru á móti því að ÍSAL
sjái unr læknisskoðunina og krefjast
þess að landslög þar að lútandi
verði látin ná yfir ÍSAL eins og aðra
atvinnurekendur. Félögin telja að
afskipti yfirmanna ÍSAL af veikind-
um starfsmanna séu óeðlileg og alls
ekki í samrænri við gildandi kjara-
samning eða lög í landinu.
Enginn annar aðili en Heilsu-
gæsluslöðin í Hafnarfirði á að sjá
unr lögbundna jæknisskoðun á
starfsnrönnunr ÍSAL og yfimrenn
fyrirtækisins eiga þar hvergi nærri
að koma. Þar fyrir utan eru heimil-
islæknar starfsnranna fullkonrlega
færir unr að sinna veikindunr þeirra.
íslensk lög skulu gilda
Vilji ÍSAL vita eitthvað nánar um
hcilsufar starfsnranna sinna eiga
þær upplýsingar ekki að konra fram
í viðtölunr inni á skrifstofum yfir-
nranna ÍSAL, heldur á trúnaðar-
læknir fyrirtækisins að fá þær frá
fyrrgreindum heinrilislæknunr.
Lög unr aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðunr kveða
skýrt á unr að heilsugæslustöðvar
sjái unr heilsuvemd starfsnranna
fyrirtækja, en 66. gr. laganna er
svohljóðandi:
„Heilsuvemd starfsmanna skal
falin þeirri heilsugæslustöð eða
sjúkrahúsi senr næst liggur og/eða
auðveldast er að ná til, sbr. 19. gr.
laga nr. 57/1978.
Hvert fyrirtæki skal gera skrifleg-
an sanrning við stjóm viðkomandi
heilbrigðisstofnunar (stofnana) um
fyrirkonrulag og franrkvæmd þeirrar
þjónustu, senr veita skal. Vinnueft-
irlit ríkisins skal sjá um, að slíkir
sanrningar séu gerðir, og hlutast til
unr að skorið sé úr ágreiningi, er
upp kann að koma milli heilsu-
gæslustöðvar, sjúkrahúss og at-
vinnurekenda.“
wm&Sm
MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR
Tilboðsverð
ímaíogjúní
Gott verð
ÞAK YFIR HOFUÐIÐ!
MEGA skffulaga álplöturnar ryðga
ekki og upplítast ekki. Þær eru
langtímalausnin sem þú ieitar að.
Fást í mörgum stærðum.
Yfir þijátfu ára reynsla á fslandi.
LANGTÍMALAUSN
SEM WJ LEITAR AÐ
SPARAÐU VIÐHALD
N0TAÐU ÁL
Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Pósthólf 1026, 121 Reykjavík.
Sími 91-680606. Fax 91-680208.
Föstudagurinn 26. júni