Dagblaðið - 20.10.1975, Side 3

Dagblaðið - 20.10.1975, Side 3
DagblaöiP. Mánudagur 20. október 1975. 3 Fiskifræðingar telja að með hagkvæmri nýtingu fiskistofna á íslandsmið- um meig auka veiði botn- lægra tegunda verulega eða í 850 þúsund tonn. Segja þeir íslenzka fiski- skipaflotann fullfæran um að veiða það magn. Það sé því mjög þýð- ingarmikið, að útlend- ingar hætti öllum fisk- veiðum á íslenzka land- grunninu nú þegar vegna augljósrar ofveiði að öðrum kosti. Telja þeir, að aldrei hafi nauðsyn hagkvæmrar nýtingar verið meiri en nú, þar sem mikilvægustu fiskstofnar okkar séu begar alvarlega ofveiddir. Ennþá sé þó von til þess að forða háskalegri ofveiði, þar sem nú hilli loks undir það,að Is- lendingar fái sjálfir fullkomna stjórn á nýtingu stofnanna með útfærslunni í 200 milur. Sóknin f þorskinn er alltof mikil, segja fiskifræðingar. I skýrlsu fiskifræðinga um ástand fiskstofna og nauðsyn- legar friðunaraðgerðir, sem legið hefur hjá stjórnvöldum frá þvi 13. þessa mánaðar, segir m.a., að stærð hrygningar- stofnsins hafi minnkað ört á. siðastliðnum árum. Að óbreyttri sókn eigi það enn eftir að minnka verulega frá þvi, sem nú er. Leggja fiskifræðingar til, að sóknin i þorskstofninn verði minnkuð um helming. Myndi það þýða nokkurn veginn sama aflamagn á land, þegar til lengdar lætur, og i rauninni verði veiðarnar mun arðbærari en fyrr. Nú þegar þarf að friða alger- lega 3 ára þorsk og yngri, draga verulega úr sókn i eldri hluta stofnsins á næstu árum, þannig að þorskaflinn 1976 fari ekki fram yfir 230 þúsund tonn. 1977 má auka aflahámarkið i 290 þúsund tonn. Ef þorskveiðum verður fram- haldið með núverandi sókn, mun aflinn næstu 2-3 árin haldast i um 340-360 þúsund tonn en fara siðan ört fallandi. Meginhluti aflans yrði smáfiskur við óbreytta sókn, og vertiðarafli þá enn minnka frá þvi sem nú er. Hlutdeild útlendinga i heildarsókn islenzka þorsk- stofninn var 37% siðastliðnu ári. Er þvi ljóst, að islenzki fiski- skipastóllinn er of stór til hag- kvæmrar nýtingar eins og sókn flotans er háttað i dag. Til þess að ná hámarks- afrakstri þorskstofnsins, sem talinn er geta orðið um 500 þúsund tonn á ári, þarf að gera eftirfarandi: ®Minnka núverandi sóknar- þunga i þorskinn um helming, og Að koma i veg fyrir veiði smáfisks, þriggja ára og yngri og draga verulega úr veiðum á 4 ára fiski. ||Til þess að ná þvi markmiði barf að beita þessum aðferðum: ©Ákvæðum um lágmarksstærð. ^Lokun eða friðun veiðisvæða, ýmist timabundið eða allan ársins hring. Akveða hámarksafla. #!Auka möskvastærð. #Setja strönd ákvæði um leyfis- veitingar meðal annars með hreyfanlegri svæðaskiptingu. Lagt er til, að hámarksafli þorsks árið 1976 verði þvi úm 230 þúsund tonn, hámarksafli ýsu verði 38 þúsund lestir, hámarks- afli af karfa verði 50 — 60 þúsund tonn, grálúðuveiði fari ekki fram úr 15 þúsund tonnum, svo nokkuð sé nefnt Hafrannsóknastofnunin telur augljóst, að hámarksafkasta- getu fiskstofnanna verði ekki náð nema með ströngum afla- takmörkunum. Islenzki skipa- flotinn sé meira en nógu stór til að tryggja varanlega hámarks- nýtingu og sé þvi sýnt, að nýting stofnanna verði ekki hagkvæm fyrr en erlend veiðiskip hverfi af Islandsmiðum. —BS— Austrið og norðrið mœtast Kinversku fjöllistamennirnir gerðu heldur en ekki lukku i Laugardalshöll um helgina. Sýningar þeirra þóttu með af- brigðum skemmtilegar og vel upp færðar. Hér er á ferðinni listafólk i fremstu röð, á þvi leik- ur enginn vafi. Svo mikil var aðsóknin að sýningum Kinverjanna að i gær kl. hálftvö var fólk farið að biða útifyrir dyrum Laugardalshall- • ar, en sýningin sjálf átti að hefj- ast kl. þrjú. Þessar tvær stúlkur eru nokk- uð ólikar, sú ljósa er islenzk eins og sjá má á búningi hennar og yfirbragði, hin er kinversk. Hér mættust austur og norður i Laugardalnum. Nýkomið geysifjölbreytt úrval hinna vinsœlu, glœsilegu og ódýru HAMLYN-bóka Bókaverzlun Snœbjarnar Hafnarstrœti 9

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.