Dagblaðið - 20.10.1975, Page 6

Dagblaðið - 20.10.1975, Page 6
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975. Fœr Karen Quinlan að devia? Réttarhöld hefiast í Josephog Julia Quinlan koma fyrir rétt í Morristown í New Jersey í Bandaríkj- unum i dag þeirra erinda að biðja um að dóttir þeirra, Karen Anne, fái að deyja. Karen hefur verið meðvitundarlaus í sex mánuði og hefur orðið fyrir svo miklum heilaskemmdum, að læknar telja útilokað að hún geti lifað og starfað sem venjuleg manneskja framar. Haldið á lífi í stál- lunga Henni er haldið á lifi i stál- lunga, sem hún getur ekki verið án nema i nokkrar stundir i mánuði. Quinlan-hjónin hafa farið fram á, að stállungað verði tekið úr sambandi. Samkvæmt fylkislögum New Jersey væri slikt morð. Fulltrúar laganna, sem rann- sakað hafa málið, segja meðvit- undarleysi Karenar stafa af of- neyzlu deyfilyfja og áfengis en lögfræðingur fjölskyldunnar heldur þvi aftur á móti fram, að orsökin fyrir ástandi stúlkunnar — sem er 21 árs — sé óþekkt. Engu lík orðin — hef ur lézt niður í 27 kíló Karen Anne hefur legiðá gjör- gæzludeild sjúkrahúss ná- grannaborgar allt siðan hún fannst meðvitundarlaus að morgni 15. april. Að sögn þeirra, sem hafa séð hana þar, er hún engu lik, með opinnmunn og augu og hefur létzt niður i um það bil 27 kg. Quinlan-hjónin eru strangtrú- aðir kaþólikkar og njóta stuðn- ings prests sins og fjölskyldu i baráttu sinni fyrir þvi, að Karen fái að deyja „með sæmd”, eins og Joseph Quinlan orðar það. Dómi áfrýjað, hvernig sem hann verður Búizt er við hörðum deilum i réttarhöldunum og hefur mál þetta vakið athygli um gjörvöll Bandarikin. Hver sem niður- staða réttarins verður, er búizt við að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þetta er ein af mörgum tegundum af hjónarúmum, sem við erum með. Komið til okkar áður en þér kaupið hjóna- rúm, einstaklingsrúm eða springdýnur og athugið gæði og úrval Opið frá kl. 9-7 og laugardaga frá kl. 10-1 BRJOSTIN STÆKKA — a.m.k. í V-Þýzkalandi Brjóst kvenna fara mjög stækk- andi, að minnsta kosti i Vestur- Þýzkalandi. Nærfataframleiðendur i Stutt- gart skýrðu frá þvi um helgina, að meðal brjóstmál þýzkra kvenna sé 96,5 cm, sem er aukn- ing um hálfan aiinan sentimetra á undanförnum fimm árum. Létu framleiðendurnir þess getið, að þessi þróun ætti við um alla Evrópu. Mögulegar skýringar töldu þeir vera pilluna og betri og næringar- rikari fæðu. Eftirspurn eftir brjóstahöldum i stórum C-númerum fer stöðugt vaxandi, sagði framkvæmda- stjóri sambands nærfataframleið- enda á fundi i Stuttgart um helg- ina. „Skýringin kann að vera sú, að hérlendis er fögur kona talin vera sú, sem er mikil um sig. Þvi geta þýzkir barmar virzt stærri en annars staðar i Evrópu.” Hann bætti þvi siðan við, að vitaskuld héldu aðrar þjóðir ekki jafn nákvæmar tölur yfir slika hluti og Þjóðverjar gerðu. íOi%£ Springdýnur Heiluhrauni 20, s: 53044 Hafnarfirði Sjónvarpskoupendur athugið Vorum að fá hin frábæru Ferguson sjónvarpstæki. Engir lampar. Mjög gott verð. Fullkomin viðgerða- og varahluta- þjónusta. Verð á tæki með 24” skermi kr. 71.325,- Sjónvarpsmiðstöðin s.f. Þórsgötu 15, Reykjavik. Simi 12880. Alisjafn árangur Sakharov-réttarhalda „Hér hefur ekkert nýtt komið fram” — sagði Eugene lonesco og hœtti þátttöku Leikritaskáldið Eugene Ionesco stormaði út úr réttarsalnum, þar sem hin svonefndu Sakharov- réttarhöld fóru fram i Kaup- mannahöfn um helgina. Ionesco sakaði eitt vitnanna um skort á þolgæði og lýsti þvi yfir, að hann myndi ekki verða viðstaddr er réttarhöldunum lyki. Það var i gærkvöldi. Ionesco var i hópi þeirra, sem leiddi vitnaleiðslurnar með spurningum til vitnanna um meint brot á mannréttindum i So- vétrikjunum. Hann hafði fyrr um daginn spurt sovézka útlagann og aðventistann Eyyenie Brsenden hvort sovézkir kynvillingar væru ofsóttir. Ionesco sagði er hann var kom- inn út úr réttarsalnum i danska þinghúsinu, að vitnið hefði skipað honum að halda spurningum sin- um að málefnum ofsóttra vegna trúarbragða þeirra og skeyta ekki um þjófa og glæpamenn. „Ef hann er þeirrar skoðunar að kynvillingar séu glæpamenn,” sagði Ionesco við fréttamenn, ,,þá er ég þeirrar skoðunar að þetta fólk eigi ekki skilið stuðning, vegna þess að það skilur ekki hvað frelsi er.” Leikritaskáldið, sem er nú 62 ára, sagði að hvort sem er skiptu réttarhöldin ekki miklu máli. Allt sem þar hefði verið sagt hefði þegar komið fram á Vesturlönd- um, þar sem fólk léti eins og þvi kæmi málið ekki við. Hraustir strákar Judo-œfingar stráka upp að 14 ára aldri eru byrjaðar að Brautarholti 18, R. Kennt er á mánudögum og föstudögum kl. 18-19. Nýir félagar velkomnir Judófélag Reykjavikur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.