Dagblaðið - 20.10.1975, Page 7

Dagblaðið - 20.10.1975, Page 7
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975. CBE-NEFND KEMUR TIL PORTÚGAL 06 RÆDIR EFNAHAGSADSTOD Fulltrúar Efnahagsbandalags Evrópu koma til Lissabon i Portúgal i dag til að ræða mögu- leika á að veita fé inn i veik- burða efnahagslif þjóðarinnar. Jose Pinheiro de Azevedo, forsætisráðherra stjórnarinnar sem sett var á laggirnar til að vinna bug á efnahags- og stjórn- málavandanum i landinu, mun að likindum gefa út yfirlýsingu um efnahagsaðgerðir á föstu- daginn, eftir að viðræðunum við EBE-nefndina er lokið. Viðræðunum verður haldið innan þess ramma, sem þegar rikir samkomulag um á milli Portúgals og Efnahagsbanda- lagsins. Verður einnig rætt sér- staklega um mögulega aðstoð við þúsundir flóttamanna frá Angola, sem fær sjálfstæði 11. nóvember. Forsætisráðherrann hefur sagt landsmenn verða að auka framleiðslu og draga úr neyzlu, þvi efnahagsástandið sé mjög alvarlegt. Reiknað er með, að fjárlagahalli ársins verði meira en 30 billjón escudos (rúmlega 180 milljarðar isl. kr.), sem er helmingi meira en búizt hafði verið við. 1 Lissabon fylgjast menn spenntir með þróun mála og bú- izt er við að til meiriháttar tið- inda dragi i þeirri stjórnmála- og hernaðarlegu spennu, sem rikt hefur að undanförnu. Einnig biða menn spenntir Jose Pinheiro de Azevedo, forsætisráðherra Portúgals: Leitar á náðir Efnahagsbanda- lagsins. eftir viðbrögðum við loforði Costa Gomes, forseta, um sakaruppgjöf til handa þeim, er skila þeim vopnum, er menn hafa ólöglega undir höndum. Hver sá sem ekki skilar vopn- um sinum aftur til hernaðar- yfirvalda, á yfir höfði sér þung- ar fjársektir og fangelsisdóma. Ráðstafanir þessar eru gerð- ar til að vinna bug á vel vopnuð- um hópum vinstrimanna — og i raun réttri gerðar beinlinis til að forða borgarastyrjöld, sem verið hefur — og er — yfirvof- andi. r r itil ÖMAR VALDIMARSSO ki L -= Erlendar fréttir k j i REUTER i í rúmið Franco skipað — að sögn Newsweek Læknar Francos, þjóðarleið- toga Spánar, hafa skipað honum að halda sig i rúminu vegna si- endurtekinna veikinda. Þessi sömu veikindi urðu til þess i fyrra, að hann varð að láta af embætti um tima. Bandariska fréttaritið News- week skýrði frá þessu i morgun Skýrði ritið einnig frá þvi, að aðstoðarmenn Francos legðu mikið á sig við að leyna þessari staðreynd. Meðal annars sögðu þeir frá þvi i siðustu viku, að hann hefði verið i forsæti á rik- isstjórnarfundi, en i raun og veru — að sögn Newsweek — hann meðvitundarlaus i rúmi sinu og stóðu læknar yfir hon- um. Talsmaður Francos sagði i morgun, að ekkert amaði að foringjanum nema smávægilegt kvef. „Slikt kemur fyrir okkur öll alltaf af og til,” sagði tals- maður Francos. „Það er ekkert alvarlegt.” Beame leitar á náðir þingsins Abraham Beame, borgarstjóri New York. bindur nú vonir sinar um efnahagsaðstoð rikisins við takmarkaða samúð þingsins i Washington. Beame kom fyrir bankamála- nefnd öldungadeildarinnar á laugardaginn og i dag kemur borgarstjórinn fyrir systurnefnd- ina i fulllrúadeildinni. Óttast menn nú, að til óeirða kunni að koma i borginni, enda bendir fátt eitt til þess, að hægt veröi að bjarga New York aftur er kemur að næstu eindögum 1. desember. Augljóst virðist nú, að komi ekki til umfangsmikillar efnahagsaðstoðar utan i frá — rikishjálp, ef farið verður að ósk- um Beames — þá verði ekki hægt að borga lögreglu- og slökkviliðs- mönnum borgarinnar kaup, og þvi siður verði hægt að borga tug- þúsundum ómagaslyrki sina. Harðir bardagar í Beirót í morgun Beirút, höfuðborg Libanons, logaði i bardögum og stórskota- liðshrið i morgun, rétt einu sinni. Aftur berjast hægri sinnaðir fal- angistar .og vinstri sinnaðir skæruliðar Palestinuaraba. Vfða um borgina mátti heyra skothrið úr vélbyssum og um tima fóru ungir menn um borg- ina og hvöttu fólk til þess, með sterku hátalarakerfi, að halda sig á neðri hæðum húsa i varn- aðarskyni. í alla nótt voru sprengingar ogskothrið iborginni, en ekki er vitað um tjón eða mannfall. 1 Beirút er i gildi vopnahlé og útgöngubann er þar einnig frá sólarlagi til sólarupprásar. Út- göngubannið hefur verið i gildi undanfarna 11 daga. Vinstrisinnaður skæruliði i Beirút með eldflaugarriffil sinn fær sér brauðbita i stuttu bardagahléi. VIETNAM-EITUR USA VELDUR KRABBAMEINI Vietnamskur læknir sagði á miðvikudaginn, að eiturefni, sem Bandaríkjamenn notuðu i Víetnam-striðinu, hefði valdið krabbameini i fólki. Giai Phong-frétta- stofan i Hanoi skýrði frá þessu i útsendingu, sem heyrðist i Hong Kong. Fréttastofan hafði eftir lækninum, prófessor Ton Thak Tung, að ,,auk þess tjóns, sem Bandarikja- menn unnu á náttúru landsins með eiturefn- um sinum, þá hafa þau valdið krabbameini.” Nánari fréttir af þessu hafa ekki borizt. Njósnir: VESTUR-ÞJÓDVERJAR SVARA FYRIR SIG Vestur-Þýzkaland hefur notað gagnnjósnara til þess að koma röngum upplýsingum inn i njósnanet Sovétrikjanna siðastliðna 15 mánuði, sagði Beriiner Morgenpost i Vestur-Berlin. Talsmaður borgarstjórarinnar og bandamanna vildi ekki úttala sig um málið, en áreiðaniegar heimildir segja, að njósna „heil inn” hafi flúið frá Vestur-Berlin fyrir nokkrum dögum, eftir að vestur-þýzk yfirvöid hafi fyrir- skipað gagnnjósnara sinum að hætta að hafa samband við hann, þar eð hann hefði gert sitt gagn. KGB deildin i Austur-Berlin hafi þá kailað „heilann” heim. Gagnnjósnarinn, 47 ára gamall rithöfundur, kynnti sér kerfi KGB og tókst að upplýsa vestur-þýzk vfirvöld um heilt njósnanet aust- antjaldslanda, auk þess sem hann lét Rússum i té rangar upplýsing- ar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.