Dagblaðið - 20.10.1975, Side 13
Slæmt þetta
Rólegur, þjálfi -U ^e'r eru fljótari og s)
markvoröurinn eins og^
' ------\i ____steinveggur___
Gaman að vita j
hvers vegna þú err
kallaöur Bommiy
I leikhléi er staöan enn 1-0 fyrir heimaliöiö
Strákar, þiö verðið að
„auka hraðann^- _
Syndirale. Inc.. 1974. World rights reserved.
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975.
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Enn skorar
Guðgeir!
Þeir komu greinilega ákveðnir i þvf að
haida jöfnu — léku 4-4-2, og það tókst. Þetta
var mikill leikur, sagði Ásgeir Sigurvinsson
við Dagblaðið i morgun, en liðið, sem hann
leikur með, Standard Licge, gerði i gær jafn-
tefli við frægasta lið Beigiu, Anderlecht.
Við höfðum undirtökin i leiknum og Gorod
skoraði i fyrri hálfleik, en i þeim siðari tókst
Anderlecht að jafna. Það var mikil stemning.
Ahorfendur um 35 þúsund.
Charleroi vann aftur — sigruðu Malines 4-1
á heimavelli og liðið hefur ekki tapað i sið-
ustu fjórum leikjunum. Ég talaði við Guðgeir
i gær, sagði Asgeir ennfremur, hann var afar
ánægður — skoraði eitt markanna, og hefur
nú skorað þrjú mörk i siðustu f jórum leikjun-
um.
Lokeren og Waregem eru nú efst með 15 stig
eftir 11 umferðir. Molenbeek og Antwerpen
hafa 14 stig, en við hjá Standard erum
skammt undan með 12 stig. Beringen er neðst
i deildinni með fimm stig — fimm lið eru með
sjö stig og er Charleroi meðal þeirra.
Crslit i 11. umferð i Belgiu urðu þessi:
Standard Liege—Anderlecht 1
Charleroi—Malines 4
Antwerpen—Berchem 0
Lokeren—Waregem 1
Brugeois—Brugge 1
Beringen—Beveren 1
Malinas—Lierse 4
Molenbeek—Louviere 3
Beerschot—Liegeois 3
Sá stœrsti í
Evrópukeppni
Ungverjar unnu stærsta sigurinn i Evrópu-
kcppni landsliða I gær, 8-1. Þessi sigur á
Luxemborg er nokkur sárabót fyrir Ung-
verja, sem hafa verið gagnrýndir heima fyrir
lélegan árangur undanfarið. Staðan I hálfleik
var 4-0 og jafnt og þétt juku Ungverjar for-
skotið. Nyilasi var hetja Ungverja, skoraði 5
mörk. Pinter, Varadi og Wollek skoruðu eitt
mark hver. Fyrir Luxemborgarmenn
skoraði Dussier. Staðan i 2. riðli er nú:
Wales
Austurriki
Ungverjaland
Luxemborg
Einn leikur er nú eftir, Wales-Austurriki og
fer hann fram I Wrexham I Wales. Þar nægir
Walesbúum jafntefli.
Er von hjá
Skagamönnum?
Dynamo Kiev tapaði stórt I deildakeppn-
inni sovézku á föstudaginn. Já, þótt ótrúlegt
megi virðast tapaði liðið 5-0 fyrir Paktakor
frá Taskjent.
Meö átta af fastamönnum liðsins, þar á
meðal Blokhin Muntyan og Onichenko, ætl-
uðu þeir aö sýna leikmönnum Taskjent
hvernig ætti að spila fótbolta — jú, boltinn
gekk manna á milli en nálgaðist aldrei mark
Taskjent sem voru fljótir að komast á bragð-
ið og Kænugarðs-liðið gjörsamlega hrundi
niður. Sjálfsagt spilar þreyta inn i þennan
ósigur — Liðið stendur i Evrópukeppni lands-
liða, Evrópukeppni meistaraliða, þeir eiga
að leika við Akurnesinga á miðvikudaginn,
léku i „stór-bikar” á móti Bayern Munchen
og svo standa þeir i erfiðri deildakeppni i
Sovétrikjunum, mikið álag þaö. Engu að
siður er Kænugarðsliðið efst i deildakeppn-
inni. Sovézkum blöðum hefur orðið tiðrætt
um þennan ósigur. Segja að meistararnir
hafi engan rétt til að tapa svona stórt.
Vonandi aö Akurnesingar „komist á
bragðið” i leik sinum við meistara
meistaranna á miðvikudaginn i höfuöbong
Ckrainu, Kænugarði.
h.halls
HvarerVIkingsvörnin. Arnór Guðmundsson alveg frir á linu og skorar fyrir Hauka. DB mynd Bjarnleifur.
MEISTARARNIR KAFSIGLDIR
Haukar unnu stórsigur ó íslandsmeisturum Víkings í Hafnarfirði á laugardag, 22-14
Þennan sigur vil ég fyrst og
fremst þakka samstillingu. Við
höfum æft mjög vel og lagt mikla
áherzlu á að bæta vörnina,
breiddin i liðinu er góð og i þess-
um leik small allt saman hjá okk-
ur,” sagði Elias Jónasson, þjálf-
ari Hauka, eftir óvæntan sigur
þeirra gegn islandsmeisturunum,
Vikingi.
Já, Islandsmeistararnir mættu
ofjörlum sinum i Firðinum á
laugardaginn, sáu aldrei glætu.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn,
Vikingar voru yfirleitt á undan til
að skora og tiu minútum fyrir hlé
voru þeir yfir 6-5. Hvað eftir ann-
að fengu þeir tækifæri til að auka
forskot sitt — en þeir ætluðu alltaf
að skora tvö mörk i staðinn fyrir
eitt i hverri sóknarlotu. Afleiðing-
in varð sú, að Haukarnir skoruðu
þrjú siðustu mörk hálfleiksins, 9-6
i hálfleik.
„Það getur ekki vérið að
Vikingarnir eigi annan hálfleik
jafn lélegan þessum”, sagði
áhorfandi i hálfleik. Hann hafði
ekki rétt fyrir sér, Vikingar voru
enn lélegri i siðari hálfleik. En
menn verða að muna, lið er aldrei
betra en andstæðingurinn leyfir.
Haukar voru grimmir i vörninni
og sigu jafnt og þétt fram úr. Vik-
ingar gátu beinlinis ekki brotið
niður sterka vörn Hauka — þeir
reyndu að taka Hörð og Elias úr
umferð en vörnin hjá þeim var
eins og gatasigti fyrir vikið.
öruggur sigur Hauka var stað-
reynd, 22-14.
Hjá Haukum, sem hefðu unnið
hvaða lið hér. á laugardag, var
Hörður Sigmarsson markahæstur
með 6 mörk. Elias Jónsson gerði
5, Jón Hauksson 3. Ólafur Ólafs-
son og Guðmundur Haraldsson
skoruðu 2 mörk hvor, Arnór,
Sigurgeir, Ingimar og Svavar
gerðu eitt mark hver.
Það munaði mestu hjá Viking-
um að Páll var ekki sá bógur, sem
hann hefur verið undanfarið og þá
er ekki að sökum að spyrja. Páll
var markahæstur með 4 mörk, 1
viti, Viggó og Skarphéðinn skor-
uðu 3 mörk hvor, Stefán, Magnús,
Þorbergur og Erlendur skoruðu 1
mark hver.
Nú er gullstraumur
til Bandaríkjannal
— Sundkeppnin byrjuð ó Ameríkuleikjunum í Mexikóborg
Nú streyma verðlaunapen-
ingarnir til bandarísku keppend-
anna á Amerikuleikjunum i
Mexikó-borg. Sundkeppnin er
hafin og i fjórum af fimm fyrstu
greinunum sigruðu keppendur frá
Bandarikjunum. Mótsmet i öllum
greinum og á öðrum vettvangi
var einnig gullstraumur til
Bandarikjanna. Hlotið 15 fleiri en
Rólegur dagur
hjó FH-ingum
Leikur FH og Gróttu bauð ekki
upp á mikil tilþrif fyrir hina fáu
áhorfendur, sem lögðu leið sina i
tþróttahúsið i Firðinum á laugar-
daginn.
Já, bæði liðin virkuðu þung —
þó auðvitað væru leikmenn
Gróttu sýnu verr á sig komnir.
Viðar og Geir stóðu upp úr hjá
FH, þó svo Geir sé ekki kominn i
fulla þjálfun enn — a.m.k. virkar
hann þungur. Að visu lék
Guðmundur Svéinsson ekki með
FH og munar þar um minna, en
hann kemur inn i næsta leik
vegna félagaskiptanna.
Eftir fremur jafnan fyrri hálf-
leik tóku FH-ingar af skarið i
þeim siðari og i raun ógnuðu leik-
menn Gróttu þeim aldrei — til
þess er liðið i allt of litilli þjálfun.
Lokatölur urðu 25—18 og tvö auð-
tekin stig komin i safn FH. Hjá
FH var Viðar sterkastur og skor-
aði 8 mörk, þar af 4 viti. Geir var
einnig drjúgur, skoraði 5 mörk,
þar af 1 viti. Þórarinn er drjúgur
við að skora úr hornunum og sex
ERFITT HJA ÞROTTI I VETUR
Þessi leikur er prýðilegasta
svefnmeðal, sagði áhorfandi i
Laugardalshöll I gærkvöldi, þeg-
Enn glataði Fram góðu
forskoti gegn Ármanni
Það var auðvitað gott að vinna
muninn upp, en það var alltof
mikið um mistök til að maður geti
verið ánægður, sagði- Pétur
Bjarnars ., þjálfari Ármanns, eft-
ir að lið hans hafði unnið upp sex
marka forustu Fram, 8—2, og
jafnað úr vitakasti alveg i leiks-
lok i 12—12.
Þetta átti sér stað i Laugár-
dalshöllinni i gærkvöldi i 1. deild
og enn einu sinni urðu áhorfendur
vitni að þvi, að Fram-liðið kastaði
frá sér öruggum sigri gegn Ár-
manni. Furðulegt eins marga
leikreynda menn og Fram hefur i
liði sinu. En allskonar heimska
varð liðinu að falli — já, það er
ekki hægt að tala um annað en
fall. Kjánaleg brot, sem kostuðu
brottrekstur, og við það komst
Armann á sporið.
En slappur var leikurinn — ekki
handbolti samboðinn 1. deild.
Fjögur mörk fyrsta stundarfjórð-
unginn 2—2, en siðan allt i baklás
hjá Ármanni — tvö viti misnotuð
— og staðan i hálfleik 6—2 fyrir
Fram. Aðeins átta mörk.
Fram skoraði tvöfyrstu mörkin
I s.h., 8—2, og virtist stefna i stór-
sigur. Armann hafði ekki skorað
mark i 26 min. þegar tveimur úr
Fram var visað af velli, Pétri
Jóhannssyni og Jóni Rúnarssyni,
og þá tókst Armanni auðvitað að
skora — reyndar tvö mörk. 8—4.
Hannes Leifsson skoraði 9. mark
Fram — en siðan fór allt i baklás
hjá Fram-liðinu. Það skoraði ekki
mark í 16 min. og Armann minnk-
aði muninn i 9—8. Hafði tækifæri
til aö jafna alveg, þegar Jens
komst frfr upp að markinu i
hraðaupphlaupi. Hitti ekki mark-
ið — Fram fékk boltann og skor-
aði 10—8. Sex min. eftir og þær
voru það eina, sem spennandi var
á þessu 3ja leikkvöldi mótsins.
Hörður Kristinsson skoraði fyrir
Ármann úr víti — en Arnar Guð-
laugsson kom Fram aftur tveim-
ur mörkum yfir 11—9. Gunnar
Traustason skoraði fyrir Armann
— en Sigurbergur svaraði og að-
eins tvær min. eftir 12—10 og
meira að segja það hefði átt að
nægja Fram. En það varð ekki
reyndin. Jens skoraði fyrir Ar-
mann — og Armann náð aftur
boltanum. Sex sek. fyrir leikslok
var dæmt viti á Fram. Það nýtti
Hörður Kristinsson vel — 12—12.
Lokakaflann var þremur leik-
mönnum Fram visað af velli —
ekki þó samtimis fyrir ákaflega
kjánaleg og vanhugsuð brot. Það
kostaði Fram stig. Astæðulaust
að ræða frammistöðu leikmanna
eftir þessi ósköp, en mörk Fram
skoruðu Pétur 3, Hannes 3,
Gústav Björnsson 2, Arnar 2,
Pálmi og Sigurbergur 1. hvor.
Fyrir Armann skoruðu Jens 4,
Hörður Kristinsson 3 (2 viti),
Gunnar Traustason 2, Pétur
Ingólfson 2, en hann var bezti
leikmaðurinn á vellinum, og
Stefán Hafstein 1. Dómarar Helgi
Þorvaldsson og Kjartan Stein-
bach.
ar Valur og Þróttur léku i 1. deild.
Já, þar var litið til að hrópa húrra
fyrir, þó svo Valsliðiö næði sér
nokkuð á strik, 'þegar liða tók á
leikinn — en betur verður Valur
að leika ef liðið ætlar sér stóran
hlut á mótinu. Fyrstu 20 min.
leiksins voru skoruð þrjú mörk —
Valur 1, Þróttur 2. Þetta var eins
og skorun i knattspyrnuleik — eða
slökum kvennahandbolta.
Að visu var markvarzla óla
Ben. hjá Val og Marteins Árna-
sonar, Þrótti, góð — en skot á
mark voru lika léleg. En eftir að
Gunnar Björnsson, nýliði hjá Val
úr Stjörnunni, hafði jafnað i 2—2
— slðan komið Val yfir 3—2,fór að
birta til hjá Val og staðan i hálf-
leik var 7—2. Marteinn varði tvö
viti snemma leiks.
í siðari hálfleiknum héldu Vals-
menn áfram að skora, staðan
varð 11-3, siðan 13-5, 17-5 — en
þá tóku leikmenn Þróttar aðeins
sprett. Skoruðu þrjú mörk i röð
17—8. Sigur Vals öruggur. Loka-
tölur 20—10.
Valsliðið er jafnt, þó Stefán
Gunnarsson og Óli Ben. beri tals-
vert af — og ungu leikmennirnir
eru að falla betur inn i liðið. En
liðið verður ekki dæmt af þessum
leik — mótstaða Þróttar litil sem
engin — nema hjá Marteini — og
erfiður vetur er framundan hjá
liðinu. Breidd vallarins ekkert
nýtt og annað eftir þvi. Skotnýt-
ing afar slæm, einkum hjá Bjarna
Jónssyni, þó svo hann skoraði
helming marka liðsins.
Mörk Vals: Stefán 5 (1 vfti),
Jón P. Jónsson 3 (1 viti), Gunnar
3 (1 viti), Jón Karlsson 2, Bjarni
Guömundsson 2, Þorbjörn
Guðmundsson 2, Jóhannes
Stefánsson 1, Steindór Gunnars-
son 1 og Jón Ingi Gunnarsson 1.
Mörk Þróttar Bjarni 5 (1 viti),
Friðrik Friðriksson 3, Halldór
Bragason 1 og Gunnar Gunnars-
son 1. Dómarar Gunnlaugur
Hjálmarsson og Jón Friðsteins-
son. —hsim.
STAÐAN
Úrslit i leikjum helgarinnar:
Ilaukar —Vikingur....22-14
FH—Grótta............25-18
Valur — Þróttur......20-10
Fram — Ármann .......12-12
Staðan i 1. deild
Valur..... .2 2 0 0 44-26 4
Haukar.... 1 1 0 0 22-14 2
FII....... 1 1 0 0 25-18 2
Víkingur..2 1 0 1 ]39-36 2
Fram.......1 0 1 0 12-12 1
Armann.....2 0 1 1 26-37 1
Þróttur... 1 0 0 1 10-20 0
Grótta.....2 0 0 2 34-49 0
sinnum sendi hann boltann i net-
ið, 1 viti.
Sigurður Aðalsteinsson,
Kristján Stefánsson og Guðmund-
ur Stefánsson skoruðu 2 mörk
Hjá slöku liði Gróttu var Atli
Þór drýgstur með 5 mörk, Björn
Pétursson skoraði 4, þar af 3 úr
vftum. — Annars munar mestu
hjá Gróttu, að Björn er ekki enn
kominn i neina viðhlitandi þjálf-
un. Magnús Sigurðsson, Árni
Indriðason og Axel Friðriksson
skoruðu 2 mörk hver.—h.halls
Kúba.
1 frjálsíþróttakeppninni töpuðu
Bandarikin i fyrsta skipti i 110 m
grindahlaupi frá þvi Amerfku-
leikarnir hófust 1951 — Kúbumað-
urinn Casanas sigraði á 13.44 sek,
og USA fékk ekki einu sinni verð-
laun. John Smith, Bahamas, varð
annar — Arnoldo Bristol, Puerto
Rico, 3ji. í 400 m hlaupi sigraði
Ronald Ray, USA, hins vegar
óvænt á 44.45 sek. — fjórði bezti
timi, sem náðst hefur á vega-
lengdinni. Þrir þeir beztu náðust
allir á sömu braut á Olympiuleik-
unum 1968. Kúbumaðurinn
Juantorena, sem talinn var sigur-
stranglegastur, varð annar á
44.80 sek. Hunoey, USA, sigraði i
hástökki kvenna 1.89 m og
Colson, USA, i spjótkasti með
83.78 m.
Þar var slys — spjót eins
keppandans lenti i mexikönskum
ljósmyndara, og var hann fluttur
á sjúkrahús. Þá hefur lögreglan
haft i ýmsu að snúast. Bandarisk-
ir karlmenn, keppendur, klæddir
eins og kvenmenn, hafa tvö kvöld
i röð verið handteknir, þegar þeir
hafa verið að reyna að komast inn
i kvennahúsin. Þar er strangur
vörður, þó tveggja metra há
Áhugi Islendinga beinist nú mjög að þýzkum handknattleik —
fimm Islendingar leika með þýzkum liðum. Til þess að fá sem bezt-
ar fréttir af þvi, sem er að ske i þýzkum handknattleik, hefur
iþróttasiða Dagblaðsins fengið þá Axel Axelsson og Ólaf H. Jónsson,
sem báðir leika með Dankersen, til að skrifa vikulega þætti i blaðið.
Þeir munu skrifa um deildakeppnina eins og hún gengur fyrir sig —
um einstaka leiki og það helzta, sem er á döfinni i þýzkum hand-
knattleik. Ræða við leikmenn — islenzka sem þýzka — eftir þvi sem
ástæður leyfa. Ekki þarf að efa að þessar greinar þeirra félaga
munu falla i góðan jarðveg handknattleiksunnenda sem annarra
lesenda blaðsins.
Fyrsta grein þeirra fer hér á eftir — skrifuð 14. október. Þar sem
hlé verður á þýzku deildakeppninni nú um sinn vegna landsleikja
Vestur-Þjóðverja, munu þeir taka fyrir annað efni i næstu grein.
Deildakeppnin hefst aftur 2. nóvember. En þá taka Axel og Ólafur
við. Gerið þið svo vel.
Dankersen 14. október.
Aður en 10. leikárið i
Bundesligunni hófst höfðu orðið
miklar mannabreytingar i lið-
unum I Bundcsligunni. Sem
kunnugt er þá skiptist
Bundesligan, — 1. deildar-
keppnin i V-Þýzkalandi — i tvær
deildir, Norðurdeild og Suður-
deild. f hvorri deild leika 10 lið.
Leikin er tvöföld umferö, heima
og hciman. Þetta er talin vera
harðasta 1. deildarkeppni i
heimi.
i Norðurdeild leika eftirtalin
lið:
Gummersbach
Dankersen
Phönix Essen
Derschlag
Altenholz
Hamburg
Wellinghofen
Bad Schwartau
Rheinhausen
Kiel.
1 Suðurdeildinni leika eftirtal-
in lið:
Rintheim
Hofweier
Grosswallstadt
Leutershausen
Reinickendorfer Fuchse
Dietzenbach
Milbertshofen
Huttenberg
Göppingen
Neuhausen
Eins og i upphafi var sagt
urðu miklar mannabreytingar
hjá liðunum. Ef litið er á
Norðurdeildina, þá urðu liðin
Dankersen, P. Essen —
Schwartau og Rheinhausen
fyrir miklum áföllum vegna
þess hve margir leikreyndir
leikmenn yfirgáfu félögin, ann-
að hvort hættu þeir eða fóru i
neðri deildirnar.
Eins og fyrir Bundesliguna i
fyrra, þá eru Þýzkalandsmeist-
ararnir Gummensbach álitið
sigurstranglegasta liðið i deild-
inni, enda hefur það ekki misst
einn einasta leikmann. Liðið
byggir á mjög leikreyndum
mönnum, „harðjöxlum” sem
hafa oft orðið Þýzkalands- og
Evrópumeistarar. Til þess að
komast I undanúrslit um Þýzka-
landstitilinn, þá verður lið að ná
öðru sæti i riðlinum. Þannig að
búast má við, að baráttan um
annað sætið i Norðurdeildinni
vérði geysihörð.
Þegar þetta er skrifað virðist
baráttan ætla að verða milli lið-
anna Dankersen, Wellinghofen
og Essen, en aðeins fjórar um-
ferðir eru búnar, og óvist
hvernig málin skipast.
t Suðurdeildinni hafa ekki
orðið eins miklar mannabreyt-
ingar og i Norðurdeild. Má
segja að eina liðið, sem virki-
lega hafi orðið fyrir áföllum sé
Göppingen. Baráttan um efstu
sætin i deildinni stendur á milli
Joao Oliveira, Braziliu, i metstökkinu sinu fræga i þrístökkinu á
Amerikuleikjunum, 17.89 m.
girðing sé umhverfis húsin. Þeir
sluppu þó við ákæru — þetta er
hlutur, sem alltaf er að ske á stór-
mótum.
Verðlaun efstu þjóða skiptast
nú þannig.
G S B Samt.
Bandarikin 47 42 21 110
Kúba
Kanada
Brazilia
Mexikó
Aðrar þjóðir koma langt á eftir
— Argentina næst með átta
verðlaun samtals.
Rintheim, Hofweier, Leuters-
hausen og Grosswallstadt.
1 fyrstu leikjunum i Suður-
deildinni hafa liðin deilt með sér
stigum, og ekki verður séð að
eitthvert ákveðið lið skeri sig
úr.
Þar sem fjórar umferðir eru
þegar búnar, þá yrði of langt
mál að segja frá hverri umferð
fyrir sig, og þvi aðeins fjallað
um úrslit siðustu umferðar.
Norðurdeild:
Rheinhausen — Gummersbach
17-25.
I þessum leik voru yfirburðir
Gummersbach miklir, og i hálf-
leik stóð 13-7. Hansi Schmidt var
bezti maður vallarins, og skor-
aði 9 mörk.
Bad Schwartau
Pankersen
17-17.
Dankersen tók strax forystu i
leiknum, komst i 6-2, 7-4 en i
hálfleik stóð 9-9.1 siðari hálfleik
byrjaði Dankersen aftur með
góðum kafla og komst i 12-9, 15-
12,17-14, en á siðustu 5 min. náði
Schwartau að jafna, — skoraði
17. markið á siðustu min. úr
vitakasti. 1 þessum leik kom
fram, að Dankersen er ekki enn
búið að yfirstíga ýmsa erfið-
leika, sem eru samfara upp-
byggingu nýs liðs. Kom i ljós að
reynsluleysi háði liðinu siðustu
minúturnar eins og tölurnar
gefa til kynna (17-14) Bezti
maður Dankersen var Ólafur H.
Jónsson. Skoraði 5 mörk, og
fiskaði tvö viti. Hinir þýzku
landsliðsmenn Dankersen eru i
mikilli lægð um þessar mundir,
og er það einkennilegt hversu
mikið þeir eru látnir spila i
hverjum leik, miðað við getu.
Hafa heyrzt miklar óánægju-
raddirvegna þeirra, hjá áhang-
endum liðsins.
Hamburg — Derschlag 16-14.
Eftir mjög siæma byrjun i
deildinni tókst Hamborg i sinum
fyrsta heimaleik að sigra. Einar
Magnússon átti góðan leik með
Hamborg, ólikt betri en gegn
Dankersen vikuna áður. Skoraði
5 mörk, þar af 2 úr vitum.
Kiel — Wellinghofen 12-16.
Þetta var mikill baráttuleik-
ur, og úrslit réðust ekki fyrr en á
siðustu minútum. Þessi sigur
Wellinghofen sýnir hversu
sterkt liðið er, og mun það ör-
ugglega blanda sér i toppbarátt-
una.
Or Suðurdeildinni er það að
frétta að Göppingen vann mjög
óvænt Hofweier, sem sigraði i
Suðurdeildinni i fyrra 22-17. Is-
lendingurinn hjá Göppingen,
Gunnar Einarsson, sýndi sinar
beztu hliðar og átti stórgóðan
leik, skoraði 9 mörk og 2 þar af
úr vitum. Lyftist brúnin á
áhangendum Göppingen við
þennan sigur mjög mikið, þar
sem þeir höfðu búizt við að
Göppingen yrði að berjast harð-
ari baráttu fyrir tilveru sinni i
deildinni.
Staðan nú:
Norðurdeild
1. Gummersbach
2. Dankersen
3. Essen
4. Wellinghofen
5. Schwartau
6. Altenholz
7. Derschlag
8. Hamborg
9. Kiel
10. Rheinhausen
Suðurdeildin
1. Leutershausen
2. Fuchse
3. Rintheim
4. Grosswallstadt
5. Huttenberg
6. Hofweier
7. Milbertshofen
8. Dietzenbach
9. Göppingen
10. Neuhausen
4 leikir 8 stig
4 leikir 5 stig
2 leikir 4 stig
3 leikir 4 stig
4 leikir 3 stig
1 leikur 2 stig
2 leikir 2 stig
4 leikir 2 stig
3 leikir Ostig
3 leikir Ostig
4 ieikir 5 stig
4 leikir 5 stig.
3 leikir 4 stig
4 leikir 4 stig
4 leikir 4 stig
4 leikir 4 stig
3 leikir 3 stig
2 leikir 2 stig
2 leikir 2 stig
4 leikir 1 stig
Ólafur H. Jónsson o|
Axel Axelsson