Dagblaðið - 20.10.1975, Page 18
18
Dagblaöiö. Mánudagur 20. október 1975.
LÉT LÍFIÐ í BÍL-
SLYSI VIÐ BORGARNES
Stúlko flutt mikið meidd flugleiðis til Reykjavíkur
Dauðaslys varð skammt fyrir
ofan Borgarnes um kl. 18 á
laugardaginn. Mercedes-bifreið
frá Borgarnesi var á leið til
kauptúnsins en Toyotabifreið
var á leið frá Borgarnesi.
Rákust bilarnir harkalega
saman i beygju á blindhæð með
þeim afleiðingum að Halldór
Arndal frá Árdal i Andakil lézt
af afleiðingum meiðsla og ung
stúlka Úrsúla Kristjánsdóttir,
Hrisdal, Miklaholtshreppi
liggur mikið slösuð i gjörgæzlu-
deild Borgarspitalans.
1 beygjunni á blindhæðinni
þar sem bifreiðarnar rákust
saman er lausamöl og i hana
mótuð hjólför sem ökumenn
gjarna þræða. Rákust bilarnir
þvi svo til beint framan á hvor
annan. Þau Halldór og Úrsúla
voru i Toyotabifreiðinni, en
bræður voru i Mercedesbifreið-
inni.
Hin slösuðu voru þegar flutt i
sjúkrahús á Akranesi og þaðan
kom beiöni um þyrlu til að flytja
hin særðu til Reykjavikur. SVFt
fékk þyrlu varnarliðsins til
flugsins, en áður en hún komst á
loft kom tilkynning um að Hall-
dór væri látinn.
Þyrlan sótti Úrsúlu til Akra-
ness. Aðstoðuðu björgunar-
sveitarmenn SVFÍ við lendingu
og gekk flugið vel. Úrsúla er tvi-
lærbrotin og tvikjálkabrotin auk
innvortis meiðsla. Hún er nú á
batavegi.
Bræðurnir i Mercedesbilnum
voru minna meiddir, en báðir
skornir i andliti, annar allmikið
og e.t.v. kjálkabrotinn. —ASt.
Tilbúinn með
allar stœrðir
óvísana
Maður var rændur veski sinu er
hann var á heimleið frá Klúbbn-
um aðfaranótt laugardagsins.
Hann var einn á ferð er tvo unga
menn bar að og skiptum þeirra
lauk með þvi að þeir höfðu af hon-
um veski hans. Gat hann litla
mótspyrnu veitt sakir drykkju-
þreytu.
En hann hafði búið sig vel undir
kvþldið, þvi hann hafði fyrirfram
útfyllt ávisanir i hefti sinu til
kvöldeyðslunnar. Og þessar ávis-
anir hafa nú þjófarnir. Þær eru
allar á blöðum frá Búnaðarbank-
anum á Hlemmi og hljóða upp á
10 þús. kr.,2 stykki á 7 þús. kr., 6
þús. kr., 4 þúsund kr. og 2 þúsund
kr. Og nú ættu menn að passa sig
á þessum ávisunum. —ASt
Skildi 60 aura
eftir í kassanum
Brotizt var inn i útibú Kaupfé-
lags verkamanna á Akureyri að-
faranótt sunnudagsins. Var þar
gengið hreinlega til verks, rúða
brotin i útihurð, skotizt inn og náð
i peningakassann. tbúð er á efri
hæð og mun þjófurinn hafa óttazt
að til hans heyrðist og lét sér
nægja kassann. í honum voru þó
ekki nema 3—4 þús. kr. af skipti-
mynt. Kassinn fannst siðar i fjöru
smábátahafnarinnar og þá voru
eftir i honum 60 aurar.
—ASt
Óvenjulegt brúökaup fór
fram i Bústaöakirkju á laug-
ardaginn. Þar gekk Þorvarður
Ilelgason aö eiga Jónu Björk
Gunnarsdóttur, sem i sjálfu
sér er ekki í frásögur færandi.
i lok athafnarinnar heyrðust
nllt i einu kröftugir tónar niöur
af söngpallinum Þar var rokk-
hljómsveitin Paradis mætt og
flutti lagið „Tommy" eftir Jan
Akkerman, forsprakka hol-
lenzku hljómsveitarinnar
FOCUS. A eftir spilaði Para-
dis brúöarmarsinn. Þorvarður
var I eina tlö rótari hljóm
sveita og vann m.a. fyrir Pét-
ur Kristjánsson, söngvara
Paradísar. OB-mynd: HSS.
Poppbrúðkaup um helqina
Paradís lék
brúðarmarsinn
Veðrið
Suðaustan gola. Skýjað
en úrkomulitið. Hiti 8-11
stig.
Vinningsnúmer i Leikfangahapp-
drætti Thorvaldsensfélagsins 1975
307 6448 11503 18483 25039
1165 6609 11635 19589 25212
1601 6944 11710 19913 25872
1985 7092 12182 20307 26112
2106 8169 12820 20451 26271
2344 8175 12984 20476 26461
2873 8233 13306 20744 26592
3015 8480 13498 21064 27013
3612 8548 13931 21842 27015
3616 8566 14097 21907 27177
4333 8577 14249 22817 27215
4401 9026 14736 22990 27580
4520 9087 15696 23104 27836
4755 9384 15716 23149 28328
4897 9437 16047 23274 28534
4987 9633 16737 23356 28822
5614 10006 16848 23407 28948
5903 10337 18085 23697 29378
6290 10459 18376 23949 29390
6397 11000 18423 24426 29833
Mænusóttarbólusetning
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna
gegn mænusótt fara fram i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur á
mánudögum kl. 16.30 — 17.30.
Vinsamlega hafið með ykkur
ónæmisskirteini.
Sýningarsalur Menningarstofn-
unar Bandarikjanna: Helen C.
Frederick, bandarfsk listakona,
opnar sýningu á verkum sinum á
morgun, sunnudag milli kl. 14 og
17. Verkin, sem hún sýnir eru
svartlist og teikningar, um
fimmtiu talsins. Sýningin verður
opin til 24. október klukkan 13-18.
Galleri Súm: Tryggvi Ólafsson
sýnir. Sýningin stendur frá
klukkan 16-22 a.m.k. til mánaða-
móta.
Skákmótinu frestað:
Norræna húsiö: Agúst Petersen
sýnir. Stendur til 28. október. Op-
ýði dagfrá 5-10 en annars frá 2-10.
MAC MURRAY í ÞOKUNNI, -
LIBERSON HEILLUM HORFINN
Ekkert hefur enn heyrzt lr£ Hartston-Laine Timman-Ostermayer I fyrstu umferð situr Ribli
Israelsmanninum Vladimii Jansa-Zwaig Liberzon-Mac Murray yfir.
Liberzon, sem er einn keppend
anna á svæðamótinu I skák
Mótið átti að byrja i gær. En þai
sem hvorki Liberzon né Mac
Murray frá írlandi voru komnir
til leiks, var fyrstu umferð
mótsins frestað þangað til i dag.
Upphaflegri keppendaröð var
breytt með hliðsjón af þvi, að
þessir tveir keppendur voru
ekki mættir, og er þeim ætlað að
tefla saman i fyrstu umferð,
sem hefst klukkan 5 i dag á
Hótel Esju.
Mac Murray hafði sent skeyti
og greint frá seinkun flugvélar
vegna mikillar þoku, sem legið
hefur yfir Bretlandseyjum, en
frá Liberzon hefur ekkert heyrzt
frá þvi hann fór á stað frá tsrael
snemma s.l. laugardag,
t kvöld eigast þessir skák-
menn við:
Ólafsson-Parma
Þorsteinsspn-Hamann
Poutianen-Van Den Broeck
Iðnskolar i skurum og barnaheimilum:
IÐNNEMAR HÓTA NÚ
AÐ FARA í VERKFALL
Iðnnemar hafa hótað verkfalli
til þess að mótmæla stórfelldum
niðurskurði á fjárveitingu til
iðnnáms i hinum nýju fjárlög-
um. Munu þeir leggja niður
vinnu i skólum og á vinnustöð-
um 1 dag i fyrstu viku eftir setn-
ingu alþingis, 2 daga i annarri
viku, 3 i þeirri þriðju o.s.frv.,
þar til algjört verkfall er skollið
á.
t samþykkt 33ja Iðnnema-
sambandsþings segir að með
þessum aðgerðum vilji iðnnem-
ar mótmæla þeirri geigvænlegu
þróun er eigi sér stað. i iðn-
fræðslu á tslandi. Utan Reykja-
vikur búi iðnskólar ákaflega
illa, i lélegum timburskúrum,
barnaheimilum eða félagsheim-
ilum og séu kennarar i hinum
ýmsu fögum dauðþreyttir iðn-
aðarmenn sem taki að sér
kennslu i aukavinnu, enda sé ár-
angurinn eftir þvi. Tækjakostur
sé enginn og nú hafi fjárveiting-
arvaldið haft samþykktir sinar
frá 1966 i nýju iðnfræðslulögun-
um að engu með þvi að skerða
stórlega 43ja milljón króna fjár-
hagsáætlun Iðnfræðsluráðs.
HP.
Bogasalurinn: Minningarsýning
Drifu Viðar. Stendur til sunnu-
dagskvölds 26. október. Opið frá
3-10.
Listasafn tslands: Yfirlitssýning
á verkum Jóns Egilberts. Opið
frá 13.20-22 daglega til 18. nóvem-
ber.
Byggingarþjónusta arkitekta -viö
Grensásveg: Einar Hákonarson
sýnir. Opið frá 14-22 til 30. októ-
ber.
Sýningar i Brautarholti 6 á
teikningum eftir Jóhannes
Kjarval. Sýningin stendur til 25.
október og er opin frá 16—22 alla
daga.
Kja rvalsstaöir»Ragnar Páll.
Sýningin stendur til 23. október.
Opið frá 4-10.
Kjarvalsstaöir: Sýning á verkum
Jóhannesar S. Kjarvals er opin
alla daga nema mánudaga klukk-
an 16—22. Aðgangur og sýningar-
skrá ókeypis.
Kvenfclag Bæjarleiða: Aðalfund-
ur verður haldinn i Siðumúla 11,
þriðjudaginn 21. október kl. 20.30.
Aðalfundarstörf, myndasýning úr
sumarferðalaginu.
<i