Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1975, Qupperneq 24

Dagblaðið - 20.10.1975, Qupperneq 24
Kveiktu þjófarnir í verk- smiðjunni af gremju einni? Um kl. 6.25 i gærmorgun var slökkviliðinu i Hafnarfirði gert, aðvart um eld i húsi Þakpappa- verksmiðjunnar i Silfurtúni i Garðahreppi. Er slökkvibilar komu á staðinn var allmikill eldur laus i birgðageymslu og verkstæði i verksmiðjunni og tók um 2 tima að ráða niðurlög- um hans. Húsið er mikið skemmt af vatni og sóti, þvi að mikinn reyk lagði af plasti og þakpappa, sem framleitt er i verksmiðjunni. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar i Hafnarfirði er hér um ikveikju að ræða. Reynt hafði verið að brjótast inn i verzlun verksmiðjunnar og farið inn á lager og verkstæði, sem er áfast honum. Mikið magn af einangr- unarplasti var afgreitt frá verk- smiðjunni á laugardag, svo mildi var að ekki fór verr. Nokkrir menn hafa verið teknir til yfirheyrslu, en ekkert er hægt að segja um málið að svo stöddu, sögðu þeir hjá rann- sóknarlögreglunni i Hafnarfirði. Að sögn Ragnars Báðarsonar forstjóra mun rekstur verk- smiðjunnar ekki stöðvast þar eð þeir hafi verið svo heppnir, að eldurinn náði ekki efri húsun- um, þar sem aðalvélarnar eru. Þó hafi orðið töluvert tjón á efni, sem geymt var á lagernum og skemmdir á húsum væru tals- verðar. Sagði Ragnar, að sér þætti þetta undarlegt óeðli hjá mönnum, þvi að svo virtist sem þeir hafi hreinlega kveikt i verksmiðjunni i gremju sinni yfir þvi að komast ekki inn i sjálfa verzlunina. Væri hægt að rekja slóð mannaiina, frá þvi að þeir hafi fyrst reynt að brjóta rúðu i verzluninni og siðan átt eitthvað við hurð að henni, en siðan komizt inn á lagerinn til þess að fara þaðan i verzlunina. Þegar það hafi ekki tekizt, hafi mennirnir hreinlega kveikt i og hraðað sér á brott. HP Þannig var þakpappaverksmiðjan útleikin eftir eldinn, sem innbrotsþjófar hafa trúlega lagt að verksmiðjunni. (DB-mynd Björgvin). Komust ekki inn í verzlunina: frjálst, nháð dagblað Mánudagur 20. október 1975. Urgur í sjó- mönnum: Meðan við lœkkum, — þó hœkka Norðmenn „Það er ekki beint til þess fallið að auka ánægjuna hjá okkur, þegar við lesum um hækkanir á fiskverði til kollega okkar i Noregi á sömu fisktegundum og eru lækkaðar hjá okkur,” sagði Jóhann Sig- urgeirsson, skipstjóri á skut- togaranum Skafta á Sauðár- króki, þegar Dagblaðið ræddi við hann i morgun. „Engin stétt vill lækka i launum, ekki við sjómenn heldur. Fiskverðið býður þó engan veginn upp á annað. Það er augljóst mál að við verðum að taka til okkar ráða, enda eru sjómenn um allt land mjög gramirút i stjórnvöld, — það hefur loksins soðið upp úr hjá okkur. Hvort við siglum og lokum hafnarkjaftinum i Reykjavik eða gerum eitthvað annað skal ég ekki fullyrða, en eitthvað verðum við að gera.” Jóhann kvað frændur vora Norðmenn hafa hækkað verðið til að sinna sjómanna um 9—10 krónur á ufsakilóið en hér lækkaði verðið. Rækjuverðið i Noregi hækkaði til sjómanna um 21 krónu, en hér lækkaði verðið. Sjómenn telja að reynt sé að blekkja stéttina með hækkun- um. Þær hækkanir séu aðallega á fisktegundum sem þeir fái sárasjaldan. Þær teg- undir sem skipta máli séu hins vegar lækkaðar i verði. BP— Norðmenn reyndu og reyndu: FUNDU LAUSNINA SVO í GARÐINUM „Þetta er lausnin.” sagöi norski þurrfiskssamlagsforstjór inn, Per Breivik, frá Alasundi, þegar hann hafði séð himnudrátt- arvélina vinna i fiskverkunarstöð Guðbergs Ingólfssonar, suður i Garði. .jNorðmenn hafa varið hundruðum þúsunda króna i til- raunir við smiði slikrar vélar, en án árangurs.” Himnudráttur hefur verið bæði seinvirk og leiðinleg vinna fyrir þá sem saltfiskverkun stunda, en nú hefur maður að nafni Jón Leósson, búsettur suður i Garöi, smiðað vél sem annar þessu hlut- verki bæði fljótt og vel, — betur en mannshöndin. „Frumkvæðiö að vélarsmiðinni átti Guöbergur Ingólfsson, en hann hefur gengið á undan öðrum fiskverkendum i að notfæra sér nýjá tækni i fisk- verkun, en himnudráttarvél hafði honum ekki tekizt að fá. Þvi fór hann þess á leit við mig, að ég reyndi að finna lausn á þessum vanda”, sagði Jón Leósson, er við ræddum við hann um véiina. „Guðbergur bauðst til að veita mér aðstöðu og greiða kostnaðinn við tilraunir og smiði vélarinnar, ef ég kæmi fram með álitlega hugmynd,” sagöi Jón, „og eftir hálfan mánuð hóf ég smiðina, sem ég vona að tekizt hafi eins og til var ætlazt en framtiöin mun skera úr um það”. Eftir að Per Breivik kom til Noregs að lokinni hálfs mánaðar- dvöl á tslandi, kom hann að máli við Kaare Haahjem forstjóra Haahjem Meckaniske AS i Ala- sundi, sem framieiðir margar gerðir fiskvinnslutækja og skýrði honum frá uppfinningu Jóns. 1 endaðan september kom Haa- hjem til tslands og kynnti sér himnudráttarvélina. Leizt honum svo vel á vélina, að nú hefur sam- izt um, að Jón fari til Alasunds og vinni þar að undirbúningi fjölda- framleiðslu á vélinni, en mjög mikill markaður er talinn vera fyrir hana, bæði i Noregi, Færeyj- um, tslandi og ef til vill Kanada. emm- aa TEL MIG MIKINN GÆFU- skotvopns: MANN AÐ EKKI FÓR VER — segir pilturinn, sem varð þess valdandi að skot hljóp úr byssu og sœrði eiganda byssunnar „Ég hélt fyrst að skotið hefði farið út i hliðina á bilnum, en svo sá ég að Þorsteinn stirðnaði upp. Þá leit ég i framsætið og sá gatið á peysunni hans. Ég hljóp út úr bilnum og opnaði hurðina hjá honum.” Þetta er hluti af frásögn Gunnars Guðlaugssonar á Seyð- isfirði. Hann var svo ólánssam- ur með ógætilegri meðferð haglabyssu að valda þvi, að vin- ur hans, Þorsteinn Baldvinsson, varð fyrir slysaskoti. Þennan föstudagseftirmiðdag var Gunnar ásamt öðrum manni staddur niðri á bryggju við fiskverkunarhús Norður- sildar. Þeir voru nýlega konnir úr róðri á Farsæli SF 65, sem er 12 tonna bátur, sem hefur róið með linu undanfarið. Að þessu sinni höfðu þeir fengið tæplega 2 tonn af fiski. Mest var það þorskur, nokkuð af ýsu og stein- bit, en ein lúða. Þarna var Gunnar við annan mann að landa aflanum, þegar Þorstein Baldvinsson bar þar að á bifreið sinni, sem er af gerð- inni „Fiat—125”. 1 bilnum með Þorsteini var maður i framsæti. Komu þeir báðir út úr bilnum. „Við hættum að landa og tók- um, tal saman, enda var Þor- steinn landmaður á Farsæli”, • sagði Gunnar Guðlaugsson, „og maðurinn, sem með honum var, kunningi okkar lika. Þeir fóru siðan inn I bilinn en við kláruðum að landa úr bátn- um. Þá fór ég inn i bilinn lika. Þar lá þá haglabyssan ásamt skotpakka og skotbelti. Steini var að koma af skytterii utan af Vestdal með 6 rjúpur, sem hann hafði fengið. Þegar við vorum að leggja af stað, stöðvaði okkur maður á planinu og bað um að fá akstur heim. Ég hélt þá á byssunni og lá skeftið i kjöltu minni en hlaupið i sætinu. Ég spurði um leið og ég færði hlaupið fram, svo að maðurinn gæti setzt: „Er skot i byss- unni?” Þorsteinn svaraði þvi neitandi, en bætti við: „annars er öryggið á.” Ég ætlaði að opna byssuna, en hefi komið við gikkinn i staðinn fyrir lásinn — og skotið hljóp úr byssunni. Ég gerði mér litla grein fyrir þvi, hvað gerðist þarna næst. Byssan sló ekki mikið, að mig minnir, en i henni var skot með höglum nr. 4, „Seller-Bellon”. Ég hélt fyrst að skotið hefði farið út um hlið- ina á bilnum en ekki bakið á framsætinu. Svo sá ég að Þor- steinn stifnaði upp i sætinu, og ég sá gatið á peysunni hans.” Gunnar kvað Þorstein hafa talað við sig. Hefði hann ekki misst meðvitund þarna niður frá. „Það var Sigurður Július- son, sem hljóp og hringdi i lækni. Var farið með Steina upp á spitala og siðan suður til Reykjavikur. Ég var niðurbrotinn maður eftir þetta, og ég tel mig mikinn gæfumann, að ekki skyldi fara verr. Ég og við félagar Steina hér heima biðjum fyrir kveðjur til hans. Við óskum þess eins, að honum batni til fulls og það sem allra fyrst, svo að hann geti kom ið hingað austur heim til sin”, sagði Gunnar Guðlaugsson að lokum. —BS—

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.