Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975 Gough Whitlam i hópi stuðningsmanna Ungfrú Puerto Itico, hin átjón ára gamla Wilnellia Merced, var i nótt kjörin Ungfrú Al- heimur f fegurðarsamkeppni i London. i öðru sæti var ungfrú Þýzkaland, þá Ungfrú Bret- land. Ungfrú Kúba, sem var sigurstrangleg, varð i 4. sæti. A myndinni er islenzki þátt- takandinn, Halldóra Björk, 4. frá hægri i annarri röð að neð- an. FRANCO VOTTUÐ VIRÐING Þúsundir Spánverja streymdu i morgun fram hjá likkistu Francisco Francos, þar sem hún stendur i Asiu- höllinni i Madrid. Undirbúningur utfarar hershöfðingjans er i fullum gangi. Undirbúningi undir krýningu Juans Carlosar til konungdóms á Spáni er nærri lokið. Opin kistan, sem Franco liggur i klæddur i búning æðsta hershöfðingja spænska hersins, verður látin standa þar unz útförin fer fram á sunnudagsmorgun. Linda McCartney sýknuð Dómari i Los Angeles hefur látið niður falla kæru á hendur Lindu McCartney, eiginkonu Pauls Bitils, fyrir að hafa mari- juana undirhöndum. Linda tók þátt i sex mánaða námskeið i Englandi, þar sem fjallað var um hætturnar, sem samfara eru notkun fikniefna. Linda var handtekin i Santa Monica i Kaliforniu i marz sl. er hún var i bil ásamt manni sin- um. 1 tösku hennar fannst marijuana. ÞOKKALEG SENDING HERREMA FAGNAÐ SEM ÞJÓÐHETJU í ÍRSKA LÝÐVELDINU Dr. Tiede Herrema, hollenzki iðnrekandinn sem var i haldi hjá irskum skæruliðum i 36 sólar- hringa, hefur farið fram á það að fá að snúa aftur til írlands til að taka við starfi sinu við Limerick stálverksmiðjuna. Þegar dr. Herrema snýr aftur til frlands snemma i næsta mán- uði verður honum fagnað eins og þjóðhetju. Tekið verður á móti honum á flugvellinum. Þar verða ráðherr- ar úr irsku rikisstjórninni og fleiri háttsettir gestir. t Limerick munu bæjarbúar þúsundum saman fagna iðnrekandanum er hann kemur aftur. Starfsmenn verksmiöju hans, Ferenka, hafa ráðið fimm lúðra- sveitir til að vera fyrir skrúð- göngunni. Borgaryfirvöld halda Herrema samsæti, gera hann að heiðursborgara og færa honum gjafir. Með þessu vilja frar sýna and- úð sina á aðferð skæruliðahópa og virðingu við dr. Herrema fyrir að snúa aftur þrátt fyrir það sem hann gekk i gegnum á trlandi. F'jölskylda Herremas kemur með honum. Þau munu búa i sama húsi og honum var rænt frá. Hann fær aukagæzlu irsku öryggislögreglunnar. Þetta er bréfsprengjan, sem Malcolm Fraser, forsætisráð- berra Astraliu, var ætluð á dög- unum. A umslagið var skrifað „Fréttatilkynning”. Ætlun tilræðismannanna var sú, að forsætisráðherrann lenti i sprengingunni um leið og umslagið væri rifið upp. Dr. Tiede lterrema sýnir fréttamönnum kúluna sem annar ræningja hans hafði ætlað honum —og gaf að skilnaöi. STJORN AZEVEDOS HANGIR Á BLÁ- ÞRÆÐI Ringulreið rikir hjá stjórnvöld- um i Portúgal eftirað rikisstjórn- in hætti stjórnarstörfum i gær. Hófsamir stjórnmálamenn i land- inu hafa lýst æðstu yfirmenn hersins ábyrga fyrir þessum sið- ustu vandræðum. Stjórn Azevedos forsætisráð- herra tilkynnti i gærmorgun, að hún hefði hætt störfum. Tilgang- urinn virðist vera sá að knýja herinn til að láta til skarar skriða gegn undirróðri vinstrimanna. 1 fréttatilkynningu rikis- stjórnarinnar var ráðizt gegn leiðandi herforingjum fyrir að láta undir höfuð leggjast að fylgja fyrirskipunum forsetans um að veita stjórninni stuðning hersins. Hersveitir i Lissabon og ná- grenni, sem eru undir stjórn hins róttæka COPCON-öryggisvarðar- foringja, Carvalhos, voru i gær- kvöldi við öllu búnar. Carvalho hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu og gera menn nú tilraunir til að draga út áhrifum hans og völdum. Neitun vinstrisinnaðra hersveita um að hlýðnast fyrir- skipunum, sem hermennirnir telja þvingunaraðgerðir, hefur ógnað tilveru stjórnarinnar, allt frá þvi að hún tók við völdum 19. september. Er tilkynning stjórnarinnar hafði verið gefin út, fóru um 20 þúsund stuðningsmenn kommúnista um götur borgarinn- ar. Héldu göngumenn þvi fram, að aðgerðaleysi stjórnarinnar þýddi i raun og veru, að hún hefði sagt af sér. Þúsundum saman streymdu göngumenn til forsetahallarinn- ar, þar sem Costa Gomes forseti ávarpaði mannfjöldann seint i gærkvöldi; Costa Gomes, sem einnig er yfirmaður alls herafla landsins, fór af mikilvægum fundi byltingarráðs hersins til að ræða við andófsmennina úti fyrir. Forsetinn varaði við borgara- styrjöld og sagði landsmenn þurfa frið og ró til að átta sig og endurskipuleggja stjórnarfar og félagskerfi. Lítið dregur úr atvinnu- leysi í Danmörku örlitið hefur dregið úr at- vinnuleysi i Danmörku. 2464 fengu vinnu i siðasta mánuði en samt eru enn tæplega 120 þúsund manns atvinnulausir. í vikulokin -29. október var atvinnuleysi i Danmörku 10,6% en var 10,9% i vikunni þar á undan. WHITLAM OG 4 ÖÐRUM STEFNT Hinum brottrekna forsætis- ráðherra Ástraliu, Gough Whit- lam, hefur ásamt þremur sam- ráöherrum sinum verið stefnt fyrir rétt. Þarf forsætisráðherr- ann fyrrverandi að svara til saka fyrir meint samsæri um að útvega erlend lán. Verði Whitlam dæmdur, á hann yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm. Stefnan, sem gefin var út af saksóknara Sydneyborgar, gerir mönnunum fjórum skylt að mæta fyrir rétt 8. desember, fimm dögum fyrir þingkosning- arnar i Ástraliu. Auk Whitlams eru nefndir i stefnunni þeir Lionel Murphy, fyrrum dómsmálaráðherra, sem nú er yfirréttardómari, Jim Cairns, fyrrum fjármála- ráðherra, og Rex Connor, fyrr- um námu- og orkumálaráð- herra. Lögfróðir menn i Astraliu telja, að vegna þingkosn- anna verði dómaranum nauð- synlegt að fresta réttarhöldun- um fram á næsta ár. Á rikisstjórnarfundi 13. desember i fyrra að sögn, ákváðu mennirnir fjórir að leggja til við landstjórann, Sir John Kerr, að hann legði blessun sina yfirlántökuna, sem hefði verið ólögleg, vegna þess, að samþykki sambandsrikjanna sex skorti til.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.