Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 24
í stað gengisfellingar? Krónan látin „síga" Gengi krónunnar er að „siga”. Gengissig hefur á ýmsum timum komið i stað gengis- lækkunar. Það gerist með hægfara breyting- um frá degi til dags i stað snöggra breytinga gengislækkana. Stjórnvöld hafa ekki staðfest, að til standi að láta gengið siga talsvert áfram, en það hefur vissulega komið mönnum i hug. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra hefur margsinnis sagt að undanförnu, að gengislækkun komi ekki til greina að svo stöddu. Gengissigið nú gerist með þeim hætti, að Bandarikjadollar hefur hækkað á alþjóðlegum markaði og islenzka krónan ekki verið látin fylgja honum i hækkuninni. Yfirleitt hefur þeirri stefnu hins vegar verið fylgt að láta gengi krónunnar fylgja gengi dollars með litlum frávikum. A aðeins nokkrum dögum hef- ur gengi krónunnar lækkað þó nokkuð gagnvart dollar. Dollar- inn kostaði 165,90 krónur hinn fyrsta þessa mánaðar en var kominn upp i 168,50 krónur i morgun. Þetta er verðhækkun á dollar, sem nemur 2,60 krónum. Dollarinn er langmikilvæg- asta myntin i viðskiptum okkar. Aðrir gjaldmiðlar hafa litið breytzt. Pundið var i morgun á 344,35 krónur en var 344,40 krón- ur 1. nóvember. Vestur-þýzkt mark kostar tæplega 64,92 kr. en kostaði tæplega 64,99 1. nóvember. Dönsk króna er nú á tæplega 27,84 islenzkar, saman- borið við rúmlega 27,81 1. nóv. Gengi norsku krónunnar er rif- lega 30,45 islenzkar en var tæp- lega 30,41 hinn fyrsta þessa mánaðar, og sænsk króna hefur hækkað úr rúmlega 38,21 is- lenzkri i tæpar 38,30. — HH Innbrot hjá Sveini Egilssyni: 5-600 DÖLUM OG 50 ÞÚSUND KRÓNUM STOLIÐ Miklar skemmdir unnar í skrifstofunum Skrifstofurnar hjá Sveini Egilssyni urðu illa úti i nótt af völdum innbrotsþjófa. Skrifstof- urnar eru i húsi fyrirtækisins i Skeifunni og var farið inn um glugga á þaki hússins. Ekki er að fullu kannað hverju stolið var,en ljóst er, að a.m.k. 50 þús. krónum i seðlum og 500-600 doll- um hefur verið stolið. Mikil spjöll voru unnin á húsnæði firmans. Peningaskáp- ur var tættur i sundur, skrif- borðsskúffur brotnar. Mjög hefur verið rótað i skjölum og af þeim sökum er enn ekki að fullu ljóst, hvort meira hefur horfið en áður er nefnt. Þá var og i nótt brotizt inn hjá Ræsi við Skúlagötu. Þar var farið inn um glugga og ráðizt að peningakassanum. í honum voru um lOþús. kr. i skiptimynt og voru þær horfnar. Skemmdir voru ekki unnar að ráði. ASt. Keppni Norðurlandanna í hárgreiðslu: ELSA MISSTI, - HÁRFÍNT, AF FYRSTA SÆTINU Elsa Haraldsdóttir I starfi. um nema Elsa, en liðið fékk þann dóm að það hefði jafnbeztu keppendunum á að skipa. Norðurlandameistarakeppni i hárgreiðslu er haldin á tveggja ára fresti. Næsta keppni verður væntanlega haldin á Islandi árið 1977, og þá gefst vonandi tæki- færi til að launa Norðmönnum lambið gráa. — AT — Hér sjáum við sigurvegarann, norsku stúlkuna Grete Nervold, ásamt módeli sinu, Gerd Gamst. Mjög litlu munaði, að Elsa meistari hreppti Norðurlanda- Haraldsdóttir hárgreiðslu- meistaratitilinn i hárgreiðslu.. Hún og sú, sem hreppti fyrsta sætið, skildu jafnar að stigum eftir keppnina, voru báðar með 85 st.ig, en eftirá var Elsa lækk- uð. Keppni þessi var haldin i Noregi um siðustu helgi. Sú, sem vann, er Grete Nervold Noregsmeistari i hárskurði. Að sögn Arnfriðar Isaksdóttur for- manns Félags hárgreiðslu- og hárskerarneistara, báru Elsa og Grete af hinum keppendunum. í islenzka liðinu, sem keppti i Noregi, voru fimm manns. Eng- inn komst i þrjú af efstu sætun- Vilja að bœjarstjórinn nýi víki: „ÉG MUN SVARA í DAG" — segir Sigfinnur Sigurðsson, bœjarstjóri í Eyjum — minnihluti bœjarstjórnar innar ásakar hann um gróft misferli í fjárreiðum bœjarins Minnihluti i bæjar- stjórn Vestmannaeyja krafðist þess á fundi hennar i fyrradag, að bæjarstjóranum, Sig- finni Sigurðssyni yrði vikið frá vegna þess er þeir álitu gróft misferli i fjárreiðum bæjarins. Telur minnihlutinn risnu bæjarstjóra óeölilega háa og nefndu töluna ' eina og hálfa milljón i þvi sambandi. Segja þeir að Sigfinnur, sem sam- kvæmt samningi er meö um 200 þús. krónur i mánaðarlaun, hafi greitt sjálfum sér fyrirfram upp i laun 900 þús. kr. og hefur húseign hans á Selfossi verið dregin inn i umræðurnar. Sig- finnur hefur ekki fast aðsetur i Vestmannaeyjum enn sem komið er og býr fjölskylda hans i Reykjavik. ,,Það var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum að fara ofan i málið”, sagði Jóhannes Kristinsson, bæjarstjórnarfull- trúi, er við höfðum samband við hann. „Tveir gagnrýnir endur- skoðendur, Sigurður Jónsson bæjarstjórnarfulltrúi og ég, eig- um að kanna feril bæjarstjóra undanfarna þrjá mánuði.” „Ekkert er hæft i þessum ásökunum og á misskilningur- inn eftir að koma fram seinna i dag,” sagði Sigfinnur Sigurðs-. son i viðtali við DB. ,,Málið hef- ur yfir sér megnan pólitiskan ofsóknarblæ þar sem staðhæf- ingar minnihlutans eru alger- lega úr lausu lofti gripnar og frjálslega farið með tölur.” Mun ég svara þessum ofsóknum með málaferlum á hendur hlutað- eigandi aðilum”. HP Srjálst, óháð daghlað Föstudagur 21. nóvember 1975. ÓK í SÆLU- VÍMU — á Ijósastaur Rétt fyrir klukkan átta i gærkvöldi var bifreið ekið á ljósastaur. Atburðurinn gerð- ist i Norðurfelli i Breiðholti móts við Æsufell. Áreksturinn var mjög harður og er billinn illa leikinn eftir. Hér var á ferð ökumaður, sem lögreglan kannast vel við. Ekki hafði maðurinn neytt vins, aðþvi ertaliðvar.Eigi að siður var hann vægast sagt i annarlegu ástandi af völdum lyfjainntöku, og þvi á engan hátt fær um akstur. Hann gisti hjá lögreglunni i nótt. ASt Slökkvi- liðið dœldi bensín- gusu óeld- inn Eldur kom upp i vélbátnum Sporði NS 10 þar sem hann lá i Seyðisfjarðarhöfn um kl. 9 i gærkvöldi. Svo vel vildi til að maður var við vinnu i næsta bát, sá eldinn og gerði viðvart. Kom þvi slökkvilið staðarins fljótt á vettvang. Slökkvistörfin urðu þó nokkuð fumkennd i fyrstu. Gerðist það m.a. að slökkviliðsmenn, sem ætluðu að sprauta kvoðu á eld- inn tóku feil á kútum og spraut- uðu óvart bensini á eldinn. Upp- götvuðust mistökin þegar og ekki varð skaði af. Gárungarnir sögðu þó sin á milli, að fyrst hefði brunaliðið komið á vett- vang en siðan slökkviliðið. Orsök eldsins var einhver bil- un i rafkerfi bátsins og brunnu rafmagnskaplar og leiðslur. Sporður er 8 tonna bátur, smiðaður 1954 úr furu og eik. Hann hefur verið á linuveiðum, en mun nú hafa verið hættur þeim. OJ/ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.