Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975 13 Beztur — með sjö mörk — og áhrifamesti leikmaður Dankersen var Axel Axelsson. Hér jafnar hann í 2-2 — skoraðieinnig fyrsta markið — og það er landi hans, Óiafur H. Jónsson (nr. 3) sem myndaði glufuna, skrifaði NW með þessari mynd að ofan. AXEL SNJALL Það var Axel Axelssyni að þakka, að Dankersen tapaði ekki í fyrsta skipti á heimavelli gegn Altenholz, sagði Neue Westfalische eftir leik iiðanna i Bundesligunni á sunnudag. Axelsson, Jonsson (Ólafur H.) og Walthe eru nú sterkasta sóknartrió i þýzkum handknatt- leik, segir Mindener Tageblatt eftir sama leik. Axel fær mjög góða dóma I blöðunum þýzku fyrir leik sinn með Dankersen. Það mátti strax merkja i leik Dankersen, þegar Axel var hvildur, þvi hann var hinn eini, sem skoraði með flötu skotunum, segir Neue Westfalische — og i viötali við ' þjálfara liðsins i sama blaði segir, að Axel hafi verið mjög atkvæðamikill I leik sinum, en nauðsynlegt að hvila hann til þess að úthaldið væri sem bezt i siðari hálfleik. Greinilegt á blöðunum, að þau voru ekki hrifin, þegar Axel var hvildur. Olafur M. Jónsson Handboltapunktar >n frá V-Þýzkalandi Melitta 17.nóvember Úrslit i sjöttu umferð i Bundesligunni, sem leikin var um siðustu helgi, komu ekki mjög á óvart. Þó má segja að sterkur varnarleikur Kiel i norðurdeildinni gegn Hamborg hafi vakið athygli — og i suður- deild kom á óvart, að Göppingen tapaði fyrir neðsta liðinu, Neu- hausen. Hér á eftir verður rakið i stuttu máli hvernig einstaka leikir þróuðust i þessari sjöttu umferð. NORÐURDEILD Gummersbach — Phönix Essen 15-9 Gummersbach er ennþá á toppnum i deildinni eftir örugg- an heimasigur gegn Phönix. Liðið, sem sex sinnum hefur orðið Þýzkalandsmeistari, hef- ur ekki tapað stigi til þessa. Þrátt fyrir öruggan sigur átti Gummersbach i meiri erfiðleik- um með Essen-liðið en búizt hafði verið við. Hansi Schmidt skoraði aðeins eitt mark og það úr viti á 50. minútu. Þó „markamaskinan” hafi ekki verið vel smurð i þessum leik, þá er ekki vafi á þvi, að hún verður komin á fulla ferð gegn Víkingi á laugardag. Westebbe, bezti linumaður Þýzkalands, átti einn sinn bezta leik og skor- aði fjögur mörk. Fyrir Essen skoraði Kleinbrink 5 mörk. Þess má geta, að Vlado Stensel landsliðsþjálfari hefur valið Kleinbrink i landsliðshópinn gegn Belgíu 29. nóvember. Af Gummersbach verður erf- itt að vinna stig og á heimavelli liðsins er nær ómögulegt að krækja i stig eftir þvi, sem fróð- ustu menn segja. Enn er þó ekki öll nótt úti. GWD — Altenholz 16-10 Frammi fyrir 2500 áhorfend- um i Minden átti GWD til að byrja með i miklum erfiðleikum með nýliðana Altenholz. f fyrri hálfleik gekk hvorki né rak hjá báðum liðum. I hálfleik stóð 7-6 fyrir Altenholz. GWD hafði þá átt ótal dauðafæri, en annað hvort urðu stangirnar fyrir eða markmaður varði. I/ , í siðari hálfleik „fann GWD sig” og með þvi að spila vörnina mjög framarlega og með hreyt- anleika i sókn varð fljótt ljóst að hverju stefndi. Þetta kom nýlið- unum gjörsamlega i opna skjöldu, enda varð útkoman sú, að þeir skoruðu ekki nema þrjú mörk i hálfleiknum. Það sem háir Altenholz er, að liðiö hefur engri skyttu yfir að ráða. Liðið er jafnt og með nokkuð góða linu- og gegnumbrotsmenn, en enga stórskyttu. Markahæstu leikmenn hjá GWD — það er Dankersen — voru Axel Axels- son með sjö mörk — eitt viti — og Kramer 3. Kiel — Hamborg 13-7 Eftir ágæta sigra i tveimur siðustu leikjum sinum bjuggust menn við, að Hamborg mundi krækja sér i tvö stig i Kiel, þar sem Kiel er i næstneðsta sæti i deildinni og hafði ekki sýnt góða leiki það sem af er. En úrslit eru aldrei ákveðin fyrirfram i hand- bolta. Yfir 5000 áhorfendur sáu, þeg- ar Kiel vann sinn fyrsta sigur i vetur. Ekki hafa okkur borizt frekari fréttir af leiknum, en úr- slitin gefa til kynna, að Ham- borgararnir hafi átt slakan dag. Landsliðsmaður þeirra Pickel skoraði aðeins eitt mark — en ekki er vitað hvað Einar Magnússon gerði mörg mörk. Þess má geta, að GWD á að leika i Kiel á miðvikudag 19. nóvember og eftir þennan sigur Kiel gegn Hamborg þá hefur Kielarliðið eflaust endurheimt sjálfstraustið. Þeir verða þvi erfiðir heima að sækja. Búast má lika við 7000 áhorfend- um.sem hvetja sina menn þann- ig, að stemmningin verður gif- urleg. (Skýrt var frá úrslitum i þessum leik i blaðinu i gær. Kiel sigraði 12-8. Innskot, hsim). > NORÐURDEILD 1. VfL Gummersbach 6 6 0 2. TSV GW Dankersen 6 4 1 3. TuS Wellinghofen 6 4 C 4. Phönix Essen 5 2 1 5. VfL Bad Schwartau 6 2 1 6. TSV Altenholz 4 2 0 7. TuS Derschlag 5 12 8. Hamburger SV 6 2 C 9. THW Kiel 5 11 10. OSC Rheinhausen 5 0 0 Dcrschlag — Wellinghofen 10-14 Nýliðar Derschlag höfðu ekki heppnina með sér i þessum leik. Hjá Wellinghofen gekk allt upp. Lavrnic og Ufer, aðalskotmenn Derschlag, áttu mjög erfitt með að koma knettinum framhjá markverði Wellinghofen. Well- inghofen verður það lið, sem blandar sér i baráttuna með Gummersbach og Dankersen um að komast I 4ra liða úrslit. (Það eru tvö efstu lið úr hvorri deild). Derschlag hefur tapað tveimur siðustu leikjum sinum og virðist liðið hafa sprungið eftir mjög góða byrjun. En það er aðeins sex umferðum lokið og þvi engan veginn hægt að af- skrifa liðið. Bad Schwartau — Rheinhaus- en 19-14 BadSchwartau vann auðveld- an sigur gegn neðsta liðinu i norðurdeild og það átti liðið markverði sinum Dogs að þakka. Hann varðihvorki meira né minna en fimm vitaköst. Það þykir mjög gott i einum leik. En þrátt fyrir markvörzlu Dogs sýndi Bad Schwartau þó allan timann betri leik. Úrslitin voru þvi réttlát. Kluth skoraði sex mörk og var markhæstur Schwartana. SUÐURDEILD t suðurdeildinni tapaði Göpp- ingen gegn neðsta liðinu og urðu það mikil vonbrigði fyrir áhang- endur Göppingen. Gunnar Ein- arsson mátti sin litils einn — hefur ekki nógu sterka meðspil- ara. Hann er sá eini, sem eitt- hvað kveður að hjá Göppingen. Liðið er einfaldlega ekki eins sterkt og það var áður. Þvi má bæta við, að einn af sterkustu leikmönnum Göppingen er i leikbanni fram i janúar 1976 og er það mikil blóðtaka fyrir Axel 7 Axelsson Göppingen. Eins og við sögðum i siðustu punktum — þá héldum við fram, að hin langa hvild — einn og hálfur mánuður — sem Göppingen hefur fengið i Bundesligunni mundi hafa slæm áhrif á liðið. Það er nú orðin raunin, eins og tapið gegn neðsta liðinu sýnir. Neuhausen vann leikinn á baráttu og leik- gleði allra leikmanna. Gunnar skoraði niu mörk — þar af sjö úr vitaköstum. Rintheim heldur sér á toppn- um með sigri sinum yfir Gross- wallstadt 19-18 á heimavelli þeirra siðarnefndu. Það var hraðar spili og harðari vörn að þakka, að Rintheim tók bæði stigin. Með sigri Milbertshofen yfir Dietzenbach 16-15 á heima- velli þeirra siðarnefndu þá kom Milbertshofen sér þægilega fyrir i 2. sæti deildarinnar. Það sem skipti sköpum i þeim leik voru þrjú vitaköst, sem mark- maður Milbertshofen varði. TUS Hofweier vann verð- skuldaðan sigur gegn „Berlinarbragðarefunum” Reinickd. Fuchse 19-11 á heima- velli Hofweier. Markakóngur deildarinnar i fyrra Simon Schobel átti mjög góðan leik og skoraði 6 mörk. TV Huttenberg vann svo 19-15 gegn Leutershausen og eru litl- ar fréttir af þeim leik að segja, nema það, að Horst Spengler, fyrirliði þýzka landsliðsins, skoraði sjö mörk. Fleiri fréttir eru ekki i bili. Við vonum að einhverjir hafi haft gaman af þessu. Við biðjum kærlega að heila öilum heima og þar sem i bigerð er að undirrit- aðir komi heim i næstu viku til æfinga og landsleikja, þá viljum við senda baráttukveðjur til allra landsliðsfélaga okkar. „Auf wiedersehen” Ólafur H. Jónsson Axel Axelsson SUÐURDEILD 0 126:89 12:0 1 108:89 9:3 2 91:81 8:4 2 82:90 5:5 3 86:93 5:7 2 51:68 4:4 2 82:86 4:6 4 80:97 4:8 3 77:81 3:7 5 75:94 0:10 8:2 7:3 6:6 6:6 1. TSV Rintheim 5 4 0 1 95:78 2. TSV Milbertshofen 5 3 11 81:76 3. TV GroBwallstadt 6 3 Ö 3 94:86 4. TuS Hofweier 6 3 0 3 98:99 5. TV Huttenberg 6 3 0 3 100:103 6:6 6. Reinidcend. Fiichse 5 2 1 2 79:85 5:5 7. SG Leutershausen 6 2 1 3 100:101 5:7 8. SG Dietzenbach 4 2 0 2 64:61 4:4 9. TV Neuhausen 6 1 1 4 95:110 3:9 10. FA Göppingen 3 1 0 2 49:56 2:4 Karl Benediktsson segir hér Þorbergi Aðalsteinssyni hvernig fara eigi að — Skjóttu niður, þar er hann veikastur fyrir. DB-mynd Bjarnleifur. Getur orðið leikur til að muna eftir „Einhvern veginn hefur vantað ákafann — viljann til að berjast — I Vikingsliðið. Þeir hafa ekki keyrt á fullu i eyður — eða blokkerað, eins og einkenndi þá i fyrra,” sagði Karl Benediktsson, þjálfari Vikings þegar við hittum hann að lokinni æfingu Vikings i gærkvöldi. „En ég hef þá trú, að strákarnir séu að átta sig á hlutunum. Það er eins og eitthvað hafi losnað — nú þegar fyrri umferðin er af- staðin. A æfingunni áðan virtust þeir frjáls- ari og ánægðari — eru að öðlast trú á það, sem þeir gera. Svipað og i fyrra. — Þá lögðu sig allir fram, þvi þeir trúðu á sjálfa si£ — trúðu á sigur I mótinu. Auðvitað er Gummersbach geysisterkt lið — það er engum vafa undirorpið. En ég er ekki I nokkrum vafa um, að ef strákarnir ná upp góðum varnarleik eins og þeir hafa sýnt sig að geta — og ef markvarzlan helzt I hendur við vörnina, þá vinnum við Gummersbach hér heima. Það er engin spurning um það — ef við náum toppleik getur þetta orðið leikur til að muna eftir.” »Jlpp WStóU'-xSÖx..;: 'V ^ '4 Hœgt að verja skot Hansa! „Það er með þennan leik eins og alla leiki, sem maður spilar. Maður fer inn á til að vinna — reynir að gera sitt bezta,” sagði Rósmundur Jónsson, þegar við hittum hann að lokinni æfingu i gærkvöldi. „Ég skal segja þér Hallur, það var eins og þungu fargi væri létt af manni eftir leikinn við Gróttu. Við fórum illa af stað — strax tap fyrir Haukum. Siðan hefur hver leikur- inn fylgt öðrum — við höfum ekki haft tíma til að átta okkur á hlutun- um. Þrátt fyrir þetta erum við með átta stig — einu minna eftir fyrri umferðina I fyrra. ViHingsliðið er skipað mönnum, sem geta spilað góðan handbolta. — En eins og ég sagði áðan þá ein- hvern veginn hefur mótlætið I ís- landsmótinu setið i okkur — en nú trúi ég að við séum á réttri leið. Við höfum allt að vinna — engu að tapa gegn Gummersbach og munum þvi ganga óþvingaðir til leiks. Skotin hans Hansa? Auðvitað verða þau föst — en það er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að verja þau.” ÞÁ VAR BITIÐ KÝLT OG JAFNVEL KLORAÐ! — sagði Geir Hallsteinsson, þegar hann lenti í klónum á Hansa Schmidt og félögum hans í Gummersbach. Evrópuleikur Víkings og Gummersbach ó morgun Gummersbach er frægt fyrir harðan og grófan handknattleik. Með Hansa Schmidt i broddi fylk- ingar og að sjálfsögðu „primus mótor” i áflogum hefur félagið verið sigursælasta lið i Evrópu siðasta áratuginn. Geir Hallsteinsson fékk heldur en ekki að kenna á Hansa þegar hann lék með Göppingen — „það var ekki handknattleikur, heldur var bitið, kýlt og jafnvel klórað,” sagði Geir eftir leik gegn Gummersbach. Hansi Schmidt er sennilega þekktasti handknattleiksmaður Evrópu — geysisterkur og skot- fastur. Sex ár i röð varð hann markhæstur i Bundesligunni — sex sinnum hefur hann orðið Þýzkalandsmeistari. Svo virðist sem aldurinn sé ekkert farinn að há honum — 33 ára og enn i fullu fjöri. En Gummersbach er ekki bara Hansi — markvörðurinn þeirra, Kater, var i heimsliðinu, sem lék gegn v-þýzka liðinu. Kater er frægur fyrir að verja viti — þegar Valur lék við Gummersbach — þá varði Kater fjögur viti. „Þegar við lékum við þá úti — þá átti Ólafur Jónsson 12 skot — ekkert mark og ég átti 10 skot — 2 mörk. Hann beinlínis greip frá okkur. Og Hansi var helv... ruddi,” sagð Jón Karlsson, úr Val. En Gummersbach er ekki bara Hansi og Kater. Þegar v-þýzka landsliðið lék við heimsliðið á dögunum þá voru ásamt Hans og ► Dæmigert fyrir Gummersbach. Hansi Schmidt ógnar og dregur að sér varnarmenn — hvorki fleiri né færri en þrjá og siðan gefur hann inn á línu. — Þar er Jochen Brand einn á báti og eftir- leikurinn auðveldur. Kater þeir Brandt og Petrop i heimsliðinu og Dechram og Dart léku með landsliðinu. — Þannig átti Gummersbach fimm fulltrúa — segir það ekki meira en mörg orð um'styrkleika liðsins — eða hvað finnst ykkur lesendur góðir? Leikur Islandsmeistara Vik- ings og v-þýzku meistaranna Gummersbach hefst i Laugar- dalshöllinni á laugardag kl. 15. Dómarar verða frá Noregi — Odd Cooper og Terje Antonsen. For- sala aðgöngumiða verður í dag i tjaldi við Otvegsbankann kl. 4—7. Miðasalan hefstsiðan i Höllinni á morgun kl. 1. Ekki er að efa að mikil stemmning verður i Höllinni — og viljimenn tryggja sér miða, þá er betra að gera það fyrr en siðar. Gummersbach leikur hér auka- leik gegn Haukum og hefst hann kl. 3 á sunnud. Verður fróðlegt að sjá hvernig Haukum — for- ystuliðinu i 1. deild — tekst upp gegn þessum v-þýzku snillingum. —h.halls Þá verða frœgir kappar á Laugardalsvellinum! Það verður eins og i forkeppni HM 1974 — íslenzka landsliðið leikur við Holland og Belglu i 4. riðli Evrópu i forkeppninni fyrir heimsmeistarakeppnina i Argen- tinu 1978. Fjórða landið i riðlinum verður Norður-trland — Noregur var i riðiinum 1973. Róðurinn verður erfiður næsta sumar hjá íslenzka lands- liðinu — leikið við tvö meðal beztu landsliða Evrópu og um leið heimsins, HoIIand og Belgiu, og Norður-trar hafa skemmtilegu liði á að skipa. Næsta sumar eigum við þvi möguleika að sjá Cruyff og Neeskens, Piot og van Himst, Jennings og Mcllroy á Laugardalsvelli. Æfingin byriar snemma næsta morgun... Einn, tveir, einn, tveir,/ hraðar! J~ ‘Y'f' Við verðum aö . An Polla og án Lolla/ sigra,fyrir Vþú biðurum kraftaverk. Straufría sængurfataefnið er nú i fyrirliggjandi í mörgum mynztrum | og litum. i Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.