Dagblaðið - 22.11.1975, Page 1
I.árg. — Laugardagur 22. nóvember 1975 — 63. tbl'. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
COLDWATER VANTAR FISK!
að kaupa
þorskblokk erlendis
Coldwater, fyrirtæki Sölu-
miðstöðvarinnar i Bandarikj-
unum, hefur vantað þorsk. Ekki
hefur fengizt nóg frá Islandi og
Færeyjum.
,,Við höfum orðið að kaupa
þorskblokk erlendis á
markaði,” sagði Eyjólfur lsfeld
Eyjólfsson,. forstjóri Sölu-
miðstöðvarinnar, i viðtali við
Dagblaðið. „Við höfum einnig
keypt af Sambandinu.”
Eyjólfur sagði, að birgðir
væru hér ekki af þorski um
þessar mundir. Verðið á Banda-
rikjamarkaði hefði haldizt eftir
hækkunina, sem varð fyrir
nokkrum vikum. Það hefði hins
vegar ekki haldið áfram að
hækka.
Dagblaðiðhafði frétt, að Cold-
water heföi leitað fyrir sér um
fiskkaup i Noregi. Þá spurði
blaðamaður Eyjólf tsfeld, hvort
rétt væri, að Coldwater hefði
leitað fyrir sér um fiskkaup hjá
hinni voldugu Eoss-samsteypu i
Bretlandi. Þvi neitaði Eyjólfur.
—HH
LUS I
ÁLFTA-
MÝRAR-
SKÓLA
Heldur hvimleiður gestur
er kominn til borgarinnar,
en upp er komin höfuðlús i
einum barnaskólanna."
Nemendur eins bekkjar i
Álftamýrarskólanum fengu
afhentan leiðarvisi um
aflúsun og meðal til hár-
þvotta er þeir fóru heim úr
skólanum i gær. Var talið að
lús hefði fundizt á a.m.k.
þrem stúlkum, og þvi
nauðsynlegt að allir
nemendur bekkjarins fengju
meðferð. A.Bj
Vörpuvír Real Madrid klipptur
39 erlend skip voru
í landhelgi í gœr
Varðskip kom að 15 brezkum
landhelgisbrjótum að veiðum i
Þistilfjarðardýpi um klukkan
fjögur i gær. Kom varðskipið
landhelgisbrjótunum i opna
skjöldu. Var siglt rakleiðis að
fyrsta brezka togaranum og
klippt á annan vörpuvir hans.
Hér reyndist á ferð togarinn
Real Madrid GY 674. Hinir land-
helgisbrjótarnir hifðu þegar inn
veiðarfæri sin og héldu burt
felmtri slegnir.
Með togurunum fimmtán á
Þistilfjarðardýpi var Dráttar-
báturinn Star Polaris.
Flugvél Landhelgisgæzlunnar
fór i landhelgisflug i gær.
Reyndust 39 brezkir togarar I
landhelginni. Voru þeir nú
dreifðari út af Austfjörðum og
NA-landi en áður. 011 skipin
eru þó á svæðinu frá Grimsey að
Hvalbak.
Af frásögnum Gæzlunnar
virðist augljóst að varðskipun-
um takist á árangursrikan hátt
að trufla landhelgisbrjótana við
iðju þeirra i landhelginni. Virð-
ast ensku sjómennirnir mjög
óttast varðskipin og þykir vernd
dráttarskipanna litils virði.
—Ast.
Nú hefst
þeirra
sœlutími
Nú fer í hönd mesti
sælutími ísbjarnanna,
veturinn. Eftir því sem
kólnar í veöri og við
mannfólkið verðum
leiðari þeim mun
glaðari verða þeir.
Birnirnir á myndinni
eru i Sædýrasafninu,
annar þeirra fær sér
sundsprett á meðan
hinn ,,sólar” sig á
bakkanum. Ljósm.
DB- Björgvin Pálsson.