Dagblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 20
Þjóðverjar veiddu ekki nema 68 þúsund tonn — Nú boðin 60 þúsund EFTIRGJÖF ÞJÓÐVERJA Afli Vestur-Þjóðverja verður aðeins skertur um rúm átta þús- und tonn, eöa um þrettán prósent, ef samningsdrögin við þá verða samþykkt. Þeir veiddu i fyrra samtals 68.144 tonn af fiski, en i drögunum er gert ráð fyrir, aö þeir fái 60 þúsund. Þorskafli Vestur-Þjóöverja var i fyrra 5.554 tonn og 6.839 tonn árið 1973. Þeir veiddu i fyrra rúmlega 36 þúsund tonn af karfa, rúm 18.600 tonn af ufsa, tæp 1800 tonn af grálúðu og rúm 1200 af ýsu á ls- landsmiðum. Mörgum þykir, að vonum, sem það sé litið, sem Vest-, ur-Þjóðverjar gefi eftir, miðað' við fyrri afla. Þeir stóðu hins vegar lengi I samningaviðræð- unum á því, að þeir ættu að fá 85 þúsund tonn, en féllu frá þvi undir lokin. Samningsdrögin vérða lögð fyrir Alþingi, eftir að rikis- stjórnin hefur fjallað um þau. Pétur Guðjónsson, einn aö- standenda Samstarfsnefndar um vernd landhelginnar, sagði i viðtali við Dagblaðið, að þetta væru afleitir samningar. Jafn- vel ihinum illræmda Haagdómi segir, að lslendingar eigi rétt á forgangi við veiðar umhverfis landið að þeim mörkum sem is- lenzka þjóðin sé sérstaklega háð fiskveiðum fyrir lifsafkomu og efnahagslega þróun sina. Pétri þótti skjóta skökku við, að viö semdum svo af okkur, sem samningsdrögin við Vestur-Þjóðverja gæfu til kynna, meðan jafnvel Haag- dómurinn ætlaði okkur ekki verri hiut en þetta. — HH „ALLT UM VERNDUN GAMALLA HÚSA" Þessi skringilega skrúðganga var farin af fyrsta árs ncmend- um úr Myndlista- og handiða- skólanum. Eru þau að vekja at- hygli á útisýningu eldri skólafé- laga sinna við „Bernhöftstorf- una.” Atján nemendur úr skól- anum hafa unnið mýndirnar á sýningunni, sem þau kalla „Bjáikinn i augum okkar”, i sameiningu. Myndefnið er Grjótaþorpið og „allt um vernd- un gamalla húsa” cins og krakkarnir sögðu okkur. Nem- endurnir unnu þetí^ýerk undir leiðsögn kennara sfcisýKjartans Guðjónssonar. Útisýningin verður á „Torf- unni” um helgina. I.jósm. Kagnar Th. A.Bj. „Það er slæmt ástand í efna- hagsmáium sem eykur áhuga fólks fyrir „Monopoly”, sagði Bretinn, Alan Garrott. „Ástæðan fyrir þvi að ég er kominn hingað eru þær helztar að mönnum þótti kringumstæð- ur Evrópumeistaramótsins mjög sérkennilegar,” sagði Koss Thompson, sem hingað er kominn alla leið frá Ástraliu. „Monopoly er geysivinsælt i minu heimalandi en auk greina um keppnina mun ég að sjálf- sögðu skrifa um land ogþjóðen ég ætla alls ekki að koma nálægt Frakkinn, Pierre Milet, 22ja ára fjárinálastjóri snyrtivörufyrir- tækisins Max Factor, varð Evrópumeistari f „Monopoly” hér I Reykjavik. Hér heldur hann á silfurdiski, f hópi stjórnenda mótsins. Max Factor vann á „Monopoly-mótinu: SVONA MÓT KOSTAR UM 69 MILLJÓNIR KR. — en það er þess virði Það kostar litlar 69 milljónir islenzkra króna að halda Evrópu- og heimsmeistaramót i „Monopoly” hér á tslandi og i Washington. Fyrirtækin, sem framleiða spilið, eru heldur ekki að skera hlutina við nögl, — Ross Thompson var kominn alla leið frá Astraliu, en ætlaði sér ekki að skrifa staf um land- heigismálin. segja framleiðendur bjóða hingað auk 24 keppenda, um 50 blaðamönnum frá öllum heimshornum og siðdegis i dag flaug 105manna hópur á vegum fyrirtækisins til Bandarikjanna. „Allir þessir blaðamenn eru i boði fyrirtækianna, sem fram- leiða ,,Monopoly”-spilið’,’ sagði Einar Blandon umboðsmaður fyrirtækisins Woddington. Fyrirtækið er einn stærsti fram- leiðandi spilsins i Englandi. „Blaðamennirnir eru um 50 talsins og eru komnir alls staðar að úr heiminum, einn alla leið frá Ástraliu.” Ekki kvaðst Ein- ar geta gert sér grein fyrir þvi hversu mikið svona mót kostaði, en gat þess að kostnaðurinn hér á landi yrði ekki undir 7 milljón- um og væri þar aðeins talinn hótelkostnaður og kostnaður við mótið sjálft hér. „Það er von á þvi að mót sem þetta veki mikla athygli erlendis en það kemur okkur Islendingum auðvitað nokkuð spánskt fyrir sjónir, þar eð spilið hefur aldrei náð neinni útbreiðslu hér, þrátt fyrir þaö að seldar hafa verið einar 80 milljónir spila viðs vegar um heim,” sagði Einar ennfremur. landhelgismálinu, til þess er það of fjarlægt okkur Ástralíu- mönnum.” 1 hópnum, sem var að leggja af stað til Washington á heims- meistaramót f greininni, var meðal annarra blaðamanna Alan Garrott, ritstjóri timarits- ins Reveille. Sagði hann spilið vinsælt með Bretum og hefðu þær vinsældir heldur færzt i aukana. Kenndi hann um aukn- um fjárhagsvandræðum al- mennings, en spilið gengur sem kunnugt er út á það, að þykjast kaupa og selja fasteignir og göt- ur eins og i matador. Það spil sagði Garrott vera stælingu á „Monopoly”. HP 15 kindur og fjðgur hross hafa drepizt Það sem af er þessu ári hafa 15 kindur og 4 hross drepizt af völdum umferðarslysa i umdæmi Árbæjarlög- reglunnar. Það nær frá Elliða- ám upp undir Blikastaði á Vesturlandsvegi og eftir Suðurlandsvegi upp i Svinahraun. 1 mörgum þessara árekstra hefurorðið mikið tjón á bilum. 1 sumum tilfellum hefur fólk oröið fyrir varanlegum áföll- um eftir slysin. Von lögreglunnar er að úr þessu muni nú draga vegna nýrrar girðingar við Suður- landsveg. Um slikt er þó ekki hægt að segja með vissu þvi ferðir sauðkindarinnar eru órannsakanlegar. —ASt frjálst, oháð dagblað Laugardagur 22. nóvember 1975. Neyðarbjalla Verzlunar- bankans hringdi Neyðarbjallan frá Verzlunarbankanum i Banka- stræti hringdi skyndilega kl. 9.50 i gærmorgun i aðalstöð lögreglunnar. Þar eru bjöllur frá öllum bönkum. Er þvi fljótlegt að kalla til lögreglu, ef eitthvað ber út af. Aðalstöðin kallaði til miðborgarlögreglunnar og hún brá sér á vettvang. Ekki reyndist hér nokkur hætta á ferð. Gjaldkeri hafði rekið sig i bjölluhnappinn og kallið var komið af stað án orða sem um bankarán hefði verið að ræða. Það er ekki neitt einsdæmi að svona atvik komi fyrir. Flest slik köll til bankanna hafa til þessa orðið fyrir álika tilviljun eða slysni og þetta. ASt Brúðuleikhús í leikför til Bandaríkjanna Myndin sýnir atriði úr brúðu- leikriti sem er á leiðinni i „leikför”' til Chicago. Það er Leikbrúðuland sem hér á i hlut en meðlimir þess eru Erna G uð m a r s d ó 11 i r, Bryndis Gunnarsdóttir, Hallveig Thor- lacius og Helga Stefensen. Þær bjuggu brúðurnar til og stjórna þeim einnig. Leikþátturinn, sem þær sýna, er eftir Jón Hjartarson en Alan Boucher hefur snúið textanum á ensku fyrir ferðalagið. Kunnir leikarar hafa lesið hann inn á segulband og þjóðlög I útsetningu Siguróla Geirssonar, eru leikin undir af honum og Frey Sigur- jónssyni á flautu og fagott. Það er tslendingafélagið i Chicago sem stendur straum af ferðinni. Hópurinn tekur þátt i alþjóðlegu hátiðahaldi, sem haldið er i „Museum of Science and Industry” og er liður i kynn- ingu á jólasiðum ýmissa landa. Leikþátturinn fjallar um ýmsar gamalkunnar þjóðsagnapersónur og koma bæði jólasveinar, álfar, litli drengurinn og amma hans við sögu. Ekki má gleyma Grýlu og Leppalúða, en þau eru „hálf mennsk” i sýningunni. Að lokinni Bandarikjaferðinni verður leikurinn sýndur á sunnudögum fram til jóla að Frikirkjuvegi 11. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.