Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 11
Pagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. Bók menntir ÓLAFUR JÓNSSON langt i land. Hann hafði séð fjöldann allan af fólki, i þjóð- búningum Kúrda, i þorpum i Kirkuk-héraðinu. En i suðurhluta Iraks er einn- ig annar hópur fólks — og tilvist hans hefur verið staðfest af em- bættismönnum stjórnvalda. bað eru flóttamennirnir sem snúið hafa aftur frá tran eftir að frest- urinn, sem stjórn traks veitti þeim til að koma heim, rann út i lok mai. Pishdari telur að um sé að ræða rúmlega 50 þúsund manns. Hver fjölskylda fær 100 dinara (50 þúsund kr.) þar til henni hefur verið útveguð vinna i suðri. Hinir nýju ibúar suðurhluta traks, Kúrdarnir, eru sagðir vera aðallega i héruðunum Nas- riya og Diwaniya. Flestir stunda landbúnaðarstörf. Aætl- anir eru uppi um að flytja inn egypzka bændur til starfa á þessum svæðum en ekki er vitað til að sá innflutningur sé hafinn. Sumir em bættisma nna stjórnvalda hafa látið I ljós það álit að Kúrdarnir séu hinir nyt- sömustu þegnar i nýjum heim- kynnum sinum þar sem þeir séu miklu betri jarðræktarmenn en Arabarnir sem þar voru fyrir. Aftur á móti virðist vafasamt hvort landbúnaðarreynsla Kúrdanna getur orðið að góðu gagni i svo óliku loftslagi og landi sem suðurhlutinn er fyrri heimkynnum þeirra. Og Barzani gamli: hann er siður en svo á þeim buxunum að gefast upp i baráttu sinni fyrir sjálfstæði kúrdisku þjóðarinnar. Frá tfmum vopna viðskipta Kúrda og stjórnarinnar i Bag- dad. Myndin er tekin i hálendinu i norðurhluta íraks. Að sögn ráðherrans hafa allir þeir, sem fluttir hafa verið, fengið „rikulega” bættan allan þann skaða sem þeir kunna að hafa orðið fyrir við landflutn- ingana, hvort heldur um er að ræða land, hús eða eigur. „Sumir hafa fengið þúsund din- ara (rösklega hálf milljón króna) fyrir hús sem kostar að- eins helminginn af þvi. Sumir hafa flutt inn i ný hús sem stjórnin hefur látið reisa. Þeir hafa ýmist fengið land eða vinnu á vegum stjórnarinnar, og þeir, sem hvorugt hafa, njóta fjárhagsstuðnings hins opin- bera.” Bakr Mahmoud Pishdari, stjórnarfulltrúinn sem hefur umsjón með iraska Kúrdistan, hefur einnig rætt „öryggisráð- stafanirnar”. Hann segir stjórnina forðast það af öllum mætti að Kúrdarn- ir séu áfram i landamærahéruð- unum, þar sem þeir voru áður. Hann vill ekki útskýra nánar hvaða héruð hann á við, en telja má að það sé við landamæri Ir- ans og Tyrklands. I báðum þeim löndum eru Kúrdar fjölmennir. Astæðan fyrir þessari stefnu stjórnarinnar i Bagdad er vafa- laust sú að i landamærahéruð- unum njóta Kúrdar stuðnings bræðra sinna handan landa- mæranna. Vestrænir fréttamenn hafa vitnað i heimildir i Bagdad sem herma að i Khanaqin, nærri landamærum Irans, séu ekki nema örfáir Kúrdar eftir. Hinir hafa verið sendir suður á bóg- inn. Aðrir heimildarmenn halda þvi fram að stjórnin vinni skipu- lega að flutningum Kúrda til suðurhluta landsins. Tilgangur þessara fólksflutn- inga er talinn vera að binda enda á langvinna deilu um oliu- svæðin miklu i Kirkuk. Kúrdiski lýðræðisflokkurinn, undir stjórn sins aldna höfðingja, Mullah Mustafa Barzani, lagði á það rika áherzlu i viðræðum sinum við stjórnina i Bagdad að Kirk- uk tilheyrði sjálfstjórnarhéruð- um Kúrda. Þessi krafa var ein af aðalástæðunum fyrir þvi að samningaviðræðurnar fóru út um þúfur á siðasta ári og bar- dagar hófust á ný. Fréttamaður brezka blaðsins Times segist þess fullviss, að séu skipulagðir fólksflutningar raunverulega stefna stjórn- valda i Irak þá eigi sú stefna Hví fórstu í þetta leíkhús? Thor Vilhjálmsson: FUGLASKOTTtS isafoldarprentsmiðja hf. 1975. 252 bls. 1 hinni nýju skáldsögu Thors Vilhjálmssonar er fyrir að fara reglulegum söguþræði, höfund- urinn heldur i þetta sinn i heiðri forna venju um samhengi i per- sónusköpun, atburðarás, stað og tima i sögunni. Samkvæmt þessu má i stystu máli segja um Fuglaskottis að sagan gerist á svo sem sólarhring, sögusvið er ítalia, væntanlega Rómaborg og nágrenni, aðalpersónur fjórir islendingar sem berast þar saman nánast af tilviljun. Sagan segir þá frá degi og nótt sem þau eiga saman við gleð- skap og önnur erindi. Nýja sagan minnir að þessu leyti meira á frásagnir Thors Vilhjálmssonar i Foldu en hinar fyrri stóru skáldsögur hans, Fljótt fljótt sagði fuglinn og Óð bjöllunnar sem orðlagðar urðu fyrir það hversu óaðgengi- legar þær væru og ógreiðfært um þær. Það má vera að hinu raunsæislega frásagnarefni, áþreifanlegum efniskjarna i Fuglaskóttis og Foldu sé þá ætl- andi eitthvert viðlika hlutverk i frásögninni og hinum „goðsögu- legu” frásagnarmynstrum sem i fyrri sögunum mátti greina að baki hinu margbreytta mynd- striða frásagnarefni og stils- hætti þeirra. Einnig að þvi leyti tekur Fuglaskottis i streng með Foldu •að viða i sögunni er brugðið á ýkjufengið skop um ýmisleg kunnugleg samtlðarefni, mann- gerðir og atburði. Þetta á við um Ármann söguhetju, is- lenskan nútima-burgeis sem staddur er I sögunni i einhvers konar pólitiskri boðsferö að skoða hershöfðingja og her- stöðvar. Honum er lögð i munn nær upphafi sögunnar harla kostulega frásögn af kynnum sinum og skiptum við þessa höfðingja. Margt það skemmti- legasta I Fuglaskottis er af þessu tagi kátlegra útúrdúra og innskota, svo sem dálitið ágrip af ameriskri biómynd um hina merku Rómanoff-keisaraætt frá Rússlandi og raunir hennar, sem einnig er eignuð Ármanni, eða þá frásögn i seinni hluta sögunnar af morgunverkum einnar auðdrósar, einhvers kon- ar alþjóðlegrar tiskufrúr, að þvi er virðist, sem lögð er i munn Bernódusi listamanni, málvini og förunaut Ármanns I sögunni. En það sem þar gerist er allt á einhvern hátt tengt þessum tveimur óliku islendingum, sjón þeirra og skynjun og reynslu úti i hinum stóra heimi. Oft færist lika frásögnin I stil öfgafengins farsaleiks, þar sem atvilegerast með miklum hraða, læst i fáránlega keðju i litsterkri uppmálandi frásögn, og eru ýmsir kátlegir sprettir af þvi tagi I bókinni, svo sem af ferð þeirra félaga út I sveit með löndu sinni, Alfeu Magnhildi, að vitja um barn hennar, eða I súrreallskum þætti um syrgj- andi konu og sönginn sem berst um borgina I seinni hluta sög- unnar. t þessum og þvllikum frásögnum nýtur sin til hlítar hugarflug höfundar og sifrjó imyndun með miklum ærsla- brag og áhyggjulausri skemmtun. Annað mál er svo vitanlega það hvernig lesandan- um vinnst að tengja þessi sundurleitu efni saman innan ramma frásagnarinnar. Það eru sem sé engin ósköp sem „gerast” á hinu bók- staflega eða raunsæislega frá- sagnarsviði i Fuglaskottis. Eins og algengt er hjá Thor fer sagan mikils til fram á gildaskálum og glaumbæj- um, með nokkrum útúrdúr- um út um götur og torg hins stóra útlenda staðar. I fyrri hluta segir frá för þeirra Ar- manns og Bernódusar ásamt Alfeu að sækja barnið og kynn- um við stöllu hennar, Þjóð- björgu, sem býr með amerisk- um körfuboltaleikára svörtum, Sál að nafni, 2ja metra löngum eða meir. Þau snæöa saman á veitingahúsi langan og mikinn hádegisverð með ýtarlegri uppmálun þess sem fyrir sjónir ber á þeim stað, samfléttuðum samtölum og frásögnum þeirra af sér og sinu lifi. í seinni hluta greinar frá alþjóðlegu nætursamkvæmi sem þau sitja á vegum Bernó- dusar hjá dularfullum gest- gjafa, einhvers konar auð- og listamanni af amerisku negra- kyni með ættir aftur I Abessiniu, Wil helm von Wilhelm, prins að nafnbót, og þvi aðals-, auð- og listafólki sem safnast saman i kringum hann. Þar er drukkið og reykt hass og gott ef ekki tekið kókain i nefið og talað og talað og talað, fléttast saman og vixlast frásagnarefnin og vex mynd úr mynd, hinn sjónræni frásagnarháttur sifellt að snú- ast i uppmálun hugskynjana, draumheims. Það er i erindum Armanns að reyna að heimta að minnsta kosti barn Alfeu Magnhildar heim úr óhollu lifi, ef ekki hana sjálfa. Það tekst honum ekki, stúlkan vill vera um kyrrt. Aftur á móti er hin stúlkan, Þjóðbjörg, á heimleið i sögulok- in ásamt sinu barni, körfubolta- leikarinn Sál floginn til Singa- pore. Þar skiljast leiðir og lýkur sögunni þar sem rennur upp nýr dagur að nóttinni liðinni. Hér á við að tala um sögu- þráð: þessar manngerðir og einfalda rás atburða er i Fugla- skottis notuð til að halda saman margbreyttu og sundurleitu frá- sagnarefni i hinum litrika og myndskrúðuga stilshætti Thors Vilhjálmssonar sem nú virðist orðinn honum alveg áreynslu- laus i sinum sifelldu mynd- brigðum. Spursmál er bara hvort áhugi lesanda á þessum fjórmenningum, burgeis og listamanni og stúlkunum tveim- ur, hrekkur til að greiða leið um sjónarheim sögunnar sem I senn er svo létt og leikandi dreginn og virðist á einhvern hátt einkaleg- ur, ótilkvæmur. Einhæfni hans er sem sé eins og áður annar þáttur hins myndrika, málandi stilsháttar með öllum sinum sjónhverfing- um: maður dáist að leikni og tækni höfundar og undrast um leið áhuga hans á þvi fólki og heimi þess sem hann er að lýsa. Það er engum lesanda láandi þótt hann taki áður en lýkur Fuglaskottis undir með Ar- manni og beini spurningum hans við Bernódus að höfundi sjálfum og bókinni. „Hvi fórstu með okkur hingað segir Ármann og settist: hvað ertu að gera með svona fólki? Hvað græðirðu á þvi? Getur þetta fólk sagt manni nokkuð? Sem er ekkert nema hégómleik- inn? Skuggamyndir. Hreyfan- legar skuggamyndir. Afskræmt endurskin af einhverju öðru. Skripi. Hvað getur það sagt okkur? Hvað varðar okkur um það sem höfum náttúrusam- band. Sem erum komnir af bændum og fiskimönnum, og honum Agli Skallagrimssyni sem var að minnsta kosti mesta skáld á norðurhveli jaröar... Ég vildi hitta venjulegt fólk, segir Ármann: eða þá frábært. Hvi fórstu með mig hingað I þetta leikhús? Ég er bara hreinn og beinn maður að norðan. Og við erum fróöleiks- 'fúsir þingeyingar enda flestir skáldmæltir. Við erum ekkert fyrir gervimennsku. Ég hefði heldur viljað fara i dýragarð- inn... ... Eða sirkus þá. Eða þá bara þar sem hægt er að tala við fólk sem hlustar á mann. Sem lifir lífinu. Sem minnir mann ekki á dauðann. Auðvitað eiga allir að deyja. En það er óþarfi að maður sé minntur á það. Það er óþarfi að vera alltaf að hugsa um það.” En kannski megi lika greina innra samhengi i myndmáli sögunnar, sifelldri umræðu hennar um list og listamenn, manngervingum og sjónhverf- ingum hennar, hinum sibrugðnu frásagnar- og myndefnum”. Sagan gerist um aðfaranótt al lr aheilag ra messu þegar dauðir risa úr gröfum og lifend- ur vitja dauðra: kannski er tiskuheimur sögunnar einhvers konar dauðraheimur um leið, hvað sem burgeis og listamaður og glaðsinna stúlkur af íslandi hafa þangað að sækja. Alténd er leit, leit manns að einhverju, að sjálfum sér, eins konar leiðar- stef i sögunni, hvaða svör sem finnast þar að lokum. En ekki fer hjá þvi að lesandi spyrji yfir bókinni hvert hin út- farna sögutækni Thors Vilhjálmssonar mundi leiða hann ef hún beindist að öðrum viðfangsefnum, kannski nærtækari myndbreytingum veruleikans en þvi riki dauðans og tiskunnar sem hann málar með svo miklum hagleik i Fuglaskottis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.