Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975, Jafntefli hjá Tékkum Tékkneska landsliðið i knatt- spyrnu, sem komið er i úrslita- keppni Evrópumóts landsliða, náði jafntefli i Vinarborg i gær i undan- keppni Olympiuleikanna. Lék þá við Austurriki og var ekkert mark skorað i leiknum. Tékkar léku með nær sama liði og sigraði England i Evrópukeppninni. t Blois sigraði Frakkland Rúmeniu i sömu keppni — öðrum riðli. Heimsmetið í þrístökki Hinn 21 árs Braziliumaður Joao Carlos de Oliveira setti sem kunn- ugt er nýtt heimsmet i þrlstökki á Amerikuleikjunum i Mexikóborg á dögunum — stökk 17.88.795 metra. Þaö var hækkað i 17,89 m — og Braziliumaðurinn bætti fyrri ár- angur sinn um 1.15 metra'.! Beztu afrekin i þristökki f heiminum eru nii: 17.89—Oliveira, Braziliu, 1975 17.44—Sanejev, Sovét, 1972 17.40 — Perez, Kúba, 1971 17.31 — Drehmel, A-Þýzkal. 1972 17.27 — Prudencio, Brazilfu, 1968 17.22 — Gentile, ítalíu, 1968 17.20 — Bariban, Sovét, 1973 17.20 — Haynes, USA, 1975 17.12 — Corbu, Rúmeniu, 1971 17.07 — Smith.USA, 1972 tslandsmet Vilhjálms Einarsson- ar er 16.70 m — enn frábær árang- ur. Náð 1960 hér i Reykjavik — þannig, að þunna ioftið hjálpaði honum ekki eins og flestum stökkvurunum, sem nefndir eru að framan. Sænska metið i þrfstökki er t.d. 16.06 m. Fyrsta opinbera heimsmetið var 15.52 m sett 1911 af Daniel Ahearne USA. A Olympiuleikunum i Berlin 1936 stökk Japaninn Naoto Tajima 16.00 m. Það met stóð I 16 ár — en 1960 var fyrst stokkið yfir 17 m., | Josef Schmidt, Póllandi, 17.03. Heimsmetiö frá 1960 hefur þróazt þannig: 17.03 — Schmidt, Póllandi, 1960 17.10 — Gentile, ttaliu, 1968 17.22 — Gentile, italiu, 1968 17.23 — Sanejev, Sovét, 1968 17.27 — Prudencio, Braziliu, 1968 17.39—Sanajev, Sovét, 1968 17.40 — Perez, Kúbu, 1971 17.44 — Sanejev, Sovét. 1972 17.89 — Oliveira, Braz. 1975 Hœttir í HM Það var tilkynnt i aöalstöðvum FIFA — alþjóöaknattspyrnusam- bandiö — IZurichí gær, aðeitt land heföi dregið sig til baka úr heims- meistarakeppninni i knattspymu. Sri Lanka — áður Ceylon — hefur hætt við þátttöku I undankeppninni, þar sem stjórnvöld vildu ekki greiða keppnisgjaldið, 1000 svissneska franka — rúmlega fimmtiu þúsund islenzkra króna. Þátttökulönd i undankeppninni verða þvl 103 — 105 I allt i keppn- inni, þar sem Argentina, — þar veröur úrslitakeppnin háð — og heimsmeistarar Vestur-Þýzka- lands komast beint i úrsUt. Stefán á leið inn I teiginn eftir aö Tyrdal hafði gefið honum mjaðmahnykk — Arni er við öllu búinn og Páll fylgist spenntur meö. Þarna var hins vegar dæmt á Tyrdal — frikast. DB-mynd Bjarnleifur. Éícki heil brú eftir góða byrjun íslands — enn sigruðu Norðmenn þrútt fyrir 8-6 forustu íslands í húlfleik Aftur mátti islenzka landsliðið bita i það súra epli að tapa fyrir norsku landsliði, 14-18— liði, sem Islenzk landslið undanfarinna ára hefðu unnið eins og það lék i gær. Menn segja að i islenzka liðið vanti máttarstólpa. — Vissulega cr þaðrétt en i gærkvöld var slikt ráðleysi rikjandi i siðari hálfleik að ótrúlegt var. Enginn hafði kraft né getu til að taka af skarið og brjótast i gegn um sterka og oft á tiðum grófa vörn Norð- manna, sem léku mjög framar- lega og trufluðu sókn tslending- anna með þvi. t vörninni hopuðu islenzku leikmennirnir i stað þess að fara á móti — afleiðingin varð sú að norsku leikmennirnir áttu greiöa leið að markinu. En ef viö snúum okkur að leikn- um — þá byrjaöi islenzka liöið svo sem nógu vel. Björgvin skoraði glæsilegt mark af linu þegar i upphafi — Grislingaas jafnaöi. Þá tók Olafur Einarsson mikinn kipp og skoraöi næstu 3 mörk og Viggó bætti þvi 5. við. Staðan 5-1 eftir 15 minútna leik. Hreyfan- leiki I vörninni var mikill og kom- ust Norðmenn litt áleiðis — og að baki stóð Ölafur Benediktsson og varði mjög vel. — En islenzku leikmennirnir voru of bráðir — ó- timabær skot og ólafur missti viti, kom norskum á bragöið — sem jöfnuðu 5-5. Aftur tók is- lenzka liðið kipp og Páll og Ólafur Einarsson skoruðu 2 næstu mörk og staðan i hálfleik var 8-6 og menn bjartsýnir á sigur gegn slöku norsku liöi. Það átti ekki eftir að verða — i stað ákveðni var hik bæði i vörn og sókn. Allt miðaðist viö að brjótast inn miðjuna — þar sem norskir eru sterkastjr. Hvorki gekk né rak — ráðleysi, þreyta og ótti einkenndi leik liðsins — leik- skipulag liösins gjörsamlega i molum. Norðmenn sigu örugglega fram úr og Islendingar skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 10. minútu — þá úr viti, Jón Karlsson — þá hafði Pal Bye variö viti frá Páli skömmu áður. Eftir 17minútna leik var staðan 10-15. Markvarzla og vörn i mol- um og ráöleysi i sókn. íslendingar skoruðu næstu tvö mörk — en Norðmenn gátu skorað nánast þegar þeir vildu. Lokastaðan varð 18-14 — svona rétt til að kóróna allt varði Pal Bye viti frá Jóni Karlssyni að leiktimaloknum, þannig fóru 3 vfti forgörðum. Greinilegt er að islenzka lands- liðið án Ólafs H Jónssonar, Axels Axelssonar, Einars Magnússonar og Gunnars Einarssonar er hvorki fugl né fiskur — hér heima eru ekki til afgerandi leikmenn. Páll átti ekki sama stjörnuleikinn og i fyrri leiknum — ekki nema von bæði meiddur og þreyttur. Ólafur Einarsson átti góðan leik i fyrri hálfleik og skoraði þá 5 mörk — en þess á mUli gerði hann slæmar skyssur —og braut illa af sér I vörn. Þó verður hann að telj- ast bezti maður liðsins i gær- kvöldi. Sigurbergur stóð fyrir sinu og skoraði gott mark. Stefán Gunnarsson var sivinnandi og skoraöi fallegt mark. Björgvin og Ami voru góðir i vörn — Björgvin hættulegur inni á linu. Norðmenn þurftu sifellt að hafa gætur á hon- Tottenham skoraði siö Tottenham vann stórsigur á 4. deildarliði Doncaster i átta liða úrslitum deildabikarsins enska i gærkvöld. AUs skoruðu leikmenn Tottenham 7 mörk — John Duncan var iðinn við kolann — 3svar sinnum sendi hann boltann i mark Doncaster, sem þó skoraði fyrsta mark leiksins. Annars urðu úrslit þannig: Burnley — Middlesbrough 0-2 Man.City — Mansfield 4-2 2. deild: Charlton —Luton Slæm mistök markvaröar Notts County, Eric McManus, snemma i leiknum gegn Newcastle nægðu til að koma 1. deildarliöi New- castle áfram i undanúrslit deilda- bikarins I fyrsta sinn i sögu fé- lagsins. öllum á óvart stóö Mansfield i Manchester City á Maine Road — Newcastíe —Notts County 1-0 Tottenham — Doncaster 7-2 það var diki fyrr en Hartford skoraði 4. mark City að þeir voru öruggir — þar með er Mansfield úr bikarnum eftir frækilega frammistöðu en við tekur fallbar- áttan i 3. deild — liöiö er nú lang- neðst þar. Leikur Burnley og Middlesbro á Turf Moor I Burnley var eini leik- urinn milíi 1. deildarliða — sann- færandi sigur liðsins hans Jackie Charlton, Middlesbro, kom alls ekki á óvart eftir slaka frammi- stöðu Burnley i vetur. —h.halls ■■II um — en það vantaði menn til að mata hann á linunni. íslenzka liðið vantar samæf- ingu — og vonandi að Danmerk- urferö landsliðsins verði liðinu drjúg. Við getum ekki án „útlend- inganna” verið — það fer ekkert á milli mála. Þar eigum við við vandamál að striöa — alltaf hlýt- ur að vera erfitt að koma æfing- um saman við slikar aðstæður. Ég er aldeilis sannfærður um, að meö fullu liöi — ekki varaliði - myndu Islendingar vinna þetta norska lið. Leikmenn eru stórir og þungir en islenzka vörnin sýndi i fyrri hálfleik að tiltölulega einfalt er að stoppa norsku sókn- ina. Bezti maöur norská liðsins var Pal Bye — góður markmaður og var það svolitiö furðulegt að hann skyldi aðeins hafa verið not- aöur i siöari hálfleik. Tyrdal átti góöan siðari hálfleik — en skelf- ing leiðinlegur leikmaður. Inge Hansen fékk alltof mikið að fetta upp á sig i siöari hálfleik og kom- ast framhjá varnarmönnum - alltaf eins. Mörk tslands skoruöu Ólafur Einarsson 6, Jón Karlsson 3, Björgvin Björgvinsson, Viggó Sigurðsson, Páll Björgvinsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Stefán Gunnarsson skoruöu sitt! markiö hver. Lundberg var markhæstur Norðmanna meö 5 mörk — 4 viti. Tyrdal skoraði 4, Hansen, Grislingaas og Hunsager 3 mörk hver. Dómarar leiksins voru sænskir Per Dahlöf og Lars Erik Jersmyr — ekki er hægt aö segja aö þeir hafi veriö hagstæðir. Ekki stóð á að dæma töf á islenzka liöið I fyrri hálfleik .— hins vegar máttu Norðmenn hnoða endalaust án allrar ógnunar I lok leiksins. - h.halls Dagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. 13 EKKI MAR EKKI STIG! — hjá Kýpur í Evrópukeppni landsliða Portúgal sigraði Kýpur 1-0 i Setubai i siðasta leiknum i 1. riðli Evrópukeppni landsliða i gær.Or- slit leiksins skiptu engu máli, þar sem Tékkar höfðu þegar tryggt sér rétt i úrslit Evrópukeppninn- ar. Aðeins fjögur þúsund áhorfend- ur sáu leikinn. Innherjinn Alves skoraði eina mark leiksins á 20. min. eftir sendingu Victor' Batista. Rétt i lokin reyndu leik- menn Kýpur mjög að jafna — en tókst ekki — og tókst þvi ekki i sex leikjum sinum i riðlinum að skora mark eða hljóta stig. Lokastaðan i riðlinum var þessi: Tékkar 6 4 11 15-5 9 England 6 3 2 1 11-3 8 Portúgal 6 2 3 1 5-7 7 Kýpur 6 0 0 3 0-16 0 Fimm fóru í keppnisbann Fjórir leikmenn portúgalska liðsins Oporto voru settir i leikbann, þegar aganefnd Evrópusambandsins kom saman á fund I Bern I gær, frá tveimur upp I fjóra leiki. Brot þeirra áttu sér stað i hinum mikla æsingaleik Hamburger SV og Oporto i UEFA-keppninni i Hamborg I sið- asta mánuði. Aganefndin sektaði Oporto um 7000 svissneska franka — um 300 þúsund islenzkrar krónur vegna framkomu leikmanna i Hamborg. Þetta var fyrri leikur Hamburger SV og Oporto I þriöju umferð — og leikmenn sýndu dómara og linu- vörðum mikla óvirðingu. Hamburger SV sigraði I leikn- um 2-0 — og hlaut einnig sekt 3000 svissneska franka vegna þess, að áhorfendur köstuðu flöskum á eftir dómara, linuvörðum og leik- mönnum Oporto eftir leikinn. Fyrirliöi Oporto, Oliveira An- tonio hlaut keppnisbann i fjóra leiki — allt vegna framkomu sinnar við dómarann i leiknum og eftir hann. Þriggja leikja bann fékk kantmaðurinn Mendes Gabriel, en hann var rekinn af velli i leiknum eftir brot á Vol- kert, Hamborg. Þá sprakk blaðr- an hjá fyrirliðanum Antonio, sem neitaði að taka ákvörðun dómar- ans til greina. Þá hlaut Dinis Jaoquim tveggja leikja bann vegna bókunar i leiknum — fyrir grófan leik. Hann hafði áður verið bókaður i leik i UEFA-keppninni. Einn leikmaður i liði Ham- burger SV hlaut eins leiks keppnisbann — Hans Ettmayer, austurriskur leikmaður, sem fékk að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins — önnur bókun hans i !UEFA-leik. Sigrún Guðmundsdóttir hampar bikarnum að loknum sigri Vals gegn Fram I úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Valsstúlkurnar urðu meistarar — sigruðu Fram 6-4 í framlengdum leik í úrslitum Reykjavíkurmótsins Á iindan landsleik íslands og Noregs i gær- kvöldi fór fram úrslita- Þá skeður það óvænta ' Best til USA Framkvæmdastjóri Los Angeles-féiagsins Aztek skýrði frá þvi, að George Best mundi koma til Bandarikjanna i næsta mánuði og leika með félaginu I vetur. Frá þessu var skýrt I frétt hjá BBC f gær. leikur Reykjavikur- mótsins i kvennaflokki. Þar áttust við Valur og Fram — hvað annað. Rétt einu sinni báru Valsstúlk- urnar sigurorð af Fram — sem var án Arnþrúöar Karlsdóttur 6-4. En Valur þurfti að hafa fyrir sigr- inum — staðan i hálfleik var 3-2 Fram i vil og að loknum venjuleg- um leiktima 4-4. Þvi var framlengt og þá reyndist Valur sterkari og lokatölur urðu 6-4. Mörk Vals skoruðu Björg 2—1 viti, Sigrún 2 —1 viti. Elin og Ragnheiður skoruðu sitt markið hvor. Oddný, Guðrún, Jóhanna og Jenný skoruðu sitt markið hver fyrir Fram. Rétt einu sinni höfðu þær betur — Reykjavikurmeistarar Vals eftir sigur gegn Fram I gærkvöld. DB- myndir Bjarnleifur. Gummersboch vann stórt Gummersbach sigraði Danker- sen með talsverðum mun i Bundes- ligunni I gær eða með niu marka ! mun, 21-12. Leikið var á heimavelli Gummersbach og þar er liðið al- gjörlega ósigrandi. Vikingur leikur viö Gummers- bach í Evrópukeppninni á sunnu- dag. Leikið verður I Köln — og ts- landsmeistarar Vikings halda utan á laugardag. Markaregn í kvenna- handbolta — Júgóslavnesku stúlkurnar skoruðu 41 mark ó HM í Sovétríkjunum Heimsmeistarakeppnin i hand- knattleik kvenna stendur nú yfir I Sovétrikjunum. Mjög stórar tölur komu fyrir i leikjunum i gær — þannig skoruðu júgósiavnesku kon- urnaryfir40 mörk gegn Túnis, sem er einhver mesta markaskorun I kvennahandknattleik, sem um get- ur. Júgóslavia sigraöi i leiknum með 41-13 eftir 20-2 i hálfleik. Leik- urinn var háður i Rostov. Þá unnu sovézku konurnar einnig stórsigur á þeim bandarisku — 29 marka sigur i Kiev. I.okatölur Sovétrikin 33 — Bandarikin 4.1 öðr- um leik i Kiev léku Austur-Þýzka- land og Pólland og þar sigruöu austur-þýzku stúlkurnar með mikl- um yfirburðum 24-6 eftir 9-4 í hálf- leik. i Vilnius sigraði Tékkóslóvakia Noreg með nokkrum yfirburðum 21-12 eftir 11-6 í hálfleik og i siðari leiknum þar vann Rúmenia Japan með 24-18 eftir 12-8 i hálfleik. í Rostov sigraði Ungverjaland Danmörku 17-9, þar sem dösnku stúlkurnar stóðu i þeim ungversku i fyrri hálfleik, 7-6 I leikhléi fyrir Ungverjaland, en siöan sprungu þær dönsku á limminu. Á fyrsta keppnisdeginum, mánu- dag, vann Tékkóslóvakia Japan með 21-13, Júgóslavia vann Dan- mörku meö 16-9 og Sovétrikin og Austur-Þýzkaland gerðu jafntefli 10-10 i Kiev. Jónas Ásgeirs- son formaður Skíðafélagsins Fimmtudaginn 27. nóvember var aðalfundur Skiðafélags Reykjavik- ur haldinn i Skiðaskálanum I Hveradölum. Formaður félagsins Leifur Muller setti fundinn og fund- arstjóri var kosinn Stefán Björns- son, heiðursformaður Skiöafélags Reykjavikur. 1 skýrslu formanns kom fram aö Skiðafélag Reykjavikur hefur á s.l. ári eins og undanfariö starfað á mjög breiðum grundvelli. Skiðafé- lagið hefur staöið fyrir fjölda skiðamóta. 1 stjórn fél. eru nú: Jónas Ásgeirsson formaður, Leifur Muller, sem hefur verið formaður félágsins I fjölda ára, baöst undan endurkosningu vegna annrik- is.Ennfremur eru i stjórn Skarp- héðinn Guðmundsson, Páll Guð- björnsson, Baldur Asgeirsson, Haraldur Pálsson og Ellen Sighvatsson og Leifur Muller. Félagið mun eins og undanfarið beita sér sérstaklega fyrir norrænu skiðagreinunum stökki og göngu fyrir almenning og keppendur. Við skiðaskálann i Hveradölum er mjög góð aðstaða fyrir skiðaiðkun og með tilkomu steypibaðs i kjallara hefur aðstaðan fyrir æfingar og keppnir batnað mjög mikið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.