Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 17
Oagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975.
17
Veðrið
Norðvestan gola og bjart
veður i dag, en þykknar
siðan upp með suðaustan
kalda. Viðast hvar er
frost en fer að hlýna vest-
anlands i dag.
Ándfát
t
Sólveig Sigurðardóttir,
Stóra-Lambhaga, lézt 28. nóvem-
ber. Hún verður jarðsungin frá
Leirárkirkju 6. desember kl. 14.
Guðrún Brynjólfsdóttir,
frá Patreksfirði lézt 29. nóvem-
ber. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun kl.
13.30.
Ásgeir Magnússon,
Fálkagötu 27, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 5.
desember kl. 10.30.
Valgeir Magnússon,
Háteigsvegi 17, lézt i Landakots-
spitalanum 2. desember.
Guðmundur Pálsson
Hólagötu 3, Ytri-Njarðvik, lézt i
Borgarspitalanum 2. desember.
Guðfinna Andrésdóttir,
lézt i sjúkrahúsi Isafjarðar 3.
desember.
Jólamarkaður F.E.F.
Félag einstæðra foreldra
heldur jólamarkað að Hallveigar-
stöðum laugardaginn 6. desem-
ber og hefst hann kl. 14.
Á jólamarkðinum verður á
boðstólum mikið úrval af gjafa-
vörum, og má nefna tusku-
dúkkur, kertastjaka galdra-
nomir, sprellikarla, hvers konar
hannyrðavörur og fatnað. Þá
verða seldir treflar i litum
iþróttafélaganna, sömuleiðis
bakkelsi, sem vel geymist til jóla.
Allur ágóði rennur i hús-
byggingar- og minningarsjóð
Félags einstæðra foreldra.
Basar Sjálfsbjargar
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra i
Reykjavik, heldur basar I Lindar-
bæ sunnudaginn 7. desember.
Húsið verður opnað kl. 14.
Styrktarfélag vangefinna
vill minna foreldra og velunnara
þess á að fjáröfiunarskemmtunin
verður 7. desember n.k. Þeirsem
vilja gefa muni i leikfanga-
happdrættið vinsamlegast komi
þeim i Lyngás eða Bjarkarás
fyrir 1. desember n.k. Fjár-
öflunarnefndin.
Frá Skátafélaginu
Kópum
Skátafélagið KÓPAR heldur sinn
árlega "basar i Félagsheimili
Kópavogs laugardaginn 6. des. kl.
3. — Seldar verða kökur, lukku-
pokaro.m.fl. SkátafU URTÚR.
Kvenfélag óháða
safnaðarins
Félagskonur og velunnarar
safnaðarins, sem ætla að gefa
hluti á basarinn næstkomandi
sunnudag, eru góðfúslega beðin
um að koma gjöfum i Kirkjubæ
laugardaginn 6. desember frá kl.
1-7 og sunnudag frá kl. 10-12.
Kvenstúdentafélag
íslands:
Jólafundur verður haidinn
fimmtudaginn 4. des. kl. 8:30 i
Átthagasal Hótel Sögu.
Skemmtiatriði og jólahappdrætti.
Jólakort Barnahjálparinnar
verða til sölu. Mætið vel og takið
með ykkur gesti.
Bahái trúin
Allir eru velkomnir á kynningu á
Bahái trúnni i kvöld, fimmtudag,
kl. 8 að Óðinsgötu 20. Baháiar i
Reykjavik.
'Leikvallanefnd Reykjavikur veit-
ir upplýsingar um gerð, verð og
uppsetningu leiktækja, svo og
skipulagningu leiksvæða, alla
virka daga kl. 9—10 f.h. og 13—14
e.h. Siminn er 28544.
Blin dra vin a f éla g
íslands
Dregið var i happdrætti Blindra-
vinafélags Islands i siðustu viku.
Upp kom númer 23635 og er vinn-
ingurinn flugferð fyrir tvo til
Kaupmannahafnar.
Golfklúbburinn Keilir
Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis
verður haldinn 8. desember.
Fundurinn verður i Skiphóli og
hefst kl. 20.
Hið árlega jólablað VIKUNNAR
er komið út. Að venju ersérstak-i
lega vandaðtil þessa blaðs, sem er:
96 siður að stærð, með fjölbreyttuj
elni.
Hulda A. Stefánsdóttir fyrrver-
andi skólastjóri Kvennaskólans á
Blönduósi skrifar greinina „Björt
voru bernskujólin”, þar sem hún
lýsir undirbúningi jólanna á
bernskuheimili sinu Möðruvöll-
um i Hörgárdal upp úr aldamót-
unum.
Minningar Axels Thorsteins-
sonar rithöfundar eru frá svipuð-
um tima, en hann átti sin
bernskuár i Reykjavik, nánar til-
tekið við Austurvöll. Grein hans
nefnist ,,Þá var Austurvöllur
miðdepill alls”.
Tvö viðtöl eru i blaðinu. Annað
við Sigriði Hagalin, eina af okkar
mikilhæfustu leikkonum. Nefnist
það „Var ákveðin i að kveðja
leiklistina”. Hitt viðtalið, „Eitt
kiló aö austan” er við vöðvahnyk-
ilinn Skúla Óskarsson, íslands-
methafa i kraftlyftingum. Þá
svara nokkrir kunnir karlar og
konur spurningu VIKUNNAR:
Eru jólin trúarhátið?
Margt fleira gott efni er i blað-
inu, svo sem hin ágæta saga Jóns
Trausta „Spilið þið kindur”. Þá
er greinin „Látum jólin vera
hátið barnanna”, sem byggð er á
bók barnasálfræðingsins kunna,
Aase Gruda Skard. Þá er litið inn
i kirkjur höfuðborgarinnar og
komið við á tsafirði. Auk þess er i
blaðinu jólaföndur, hátiðarmat-
seölar, jólagetraun, prjónaupp-
skrift, efni fyrir börn, jólakross-
gáta, jólakvæði og margt fleira.
Upplag Jólavikunnar er 19000
eintök, en venjulega kemur hún i
um 12.000 eintökum. Ritstjóri er
Kristin Halldórsdóttir.
Þórscafé: Trió 72
Óðal: Diskótek.
Klúbburinn: Júdas og Haukar.
Röðull: Stuðlatrió.
Sesar: Diskótek.
Sigtún: Jóla-stórbingó hand-
knattleiksdeildar Fram.
Templarahöllin: Bingó.
Blaðburðar
börn
óskast strax
i eftirtalin hverfi:
Háagerði
Langagerði
Fálkagata
Aragata.
Dagblaðið, afgreiðsla,
Þverholti 2, R.
8
Til sölu
D8
Matvæli
D
Til sölu
Tan Sad barnavagn, mjög vel
með farinn, notaður fyrir eitt
barn, einnig hvitur siður módel-
brúðarkjóll. Uppl. i sima 41304.
Sem nýr
Westinghouse rafmagnshitakút-
ur, 120 litra, til sölu að Borgar-
holtsbraut 38. Simi 40711 siðdegis.
Til sölu tvö rúmteppi,
annað er tvibreitt úr næloni og
hitt úr frotté. Litur lillablátt.
Upplýsingar i sima 92-2916.
Til sölu
tekkborðstofuskápur (skenkur),
svefnbekkur, rauðrósótt áklæði,
simastóll (palesander), tækifær-
iskjóll og tvö loftljós. Uppl. i sima
43444 eftir kl. 19.
Leikjateppin
með bilabrautum til sölu að
Nökkvavogi 54. Simi 34391. Hring-
ið áður en þér komið. Megið koma
e.ftir kvöldmat.
Vandaðir
tveggja manna svefnsófar til
sölu. Verð aðeins kr. 45.600.
Bólstrun Jóns og Bárðar, Auð-
brekku 43, Kópavogi. Simi 40880.
ódýrt'.
Perur, heildós á kr. 249,-. Ferskj-
ur, heildós á kr. 262,-. Saltað fol-
aldakjöt á kr. 200,- kg. Reykt fol-
aldakjöt á kr. 250,- kg. Egg á kr.
390,- kg. Flórsykur 1/2 kg á kr.
100,-. Sykur á kr. 142,- kg.
Hveiti á kr. 109,- kg. Verzlunin
Kópavogur, simi 41640.
Brno haglabyssa nr. 12.
til sölu, undir og yfirhlaup, og
Marlin riffill 22 cal. sjálfvirkur
með kiki. Uppl. i sima 41151 eftir
kl. 19:30.
Tízkuvörur
Til sölu
ýmis fatnaður fyrir dömur á
sanngjörnu verði. Uppl. i sima
85137.
8
Vetrarvörur
Skiði, skór,
bindingar og stafir, allt glænýtt
og ónotað til sölu. Simi 25667 eftir
kl. 18.
Verzlun
Þriþættur lopi
Okkar vinsæli þriþætti lopi er á-
vallt fyrirliggjandi i öllum sauða-
litunum. Opið frá 9-6 alla virka
daga og til hádegis á laugardög-
um. Magnafsláttur. Póstsendum
um land allt. Pöntunarsimi 30581.
Teppamiðstöðin Súðarvogi 4,
Reykjavik.
Verkfæri.
Fjórtán mismunandi gerðir af
toppa- og verkfærasettum, bæði i
tommu- og millimetramáli.
Skrúfjárn, allar stærðir, einnig
höggskrúfjárn, skrúfstykki litil,
smergill 3ja og 4ra tommu, hnoð-
tengur fyrir járn, plast og fl., sex-
kantasett, snittasett, gúmmi- og
plasthamrar, stálhamrar, tré- og
fibersglass-sköft, alls konar teng-
ur og klippur, sérstök verkfæra-
sett til að hafa I bilum, liðsköft,
framlengingar, kertatoppar,
einnig smávegis af litið notuðum
verkfærum, rafm.sagir og rafm.
heftivélar. Verður selt næstu vik-
ur að Snorrabraut 22 (miðbúð).
Opið kl. 3—6.
Jólamarkaðurinn
er i fullum gangi. Mjög gott úrval
af gjafavörum á góðu verði. Gerið
góð kaup. Blómaskáli Michelsens
Hveragerði.
Uýmingarsala
á öllum- jólaútsaumsvörum verzl-
unarinnar. Við höfum fengið fall-
egt úrval af gjafavörum. Vorum
að fá fjölbreytt úrval af nagla-
myndunum vinsælu. Við viljum
vekja athygli á að þeir sem vilja
verzla i ró og næði komi á morgn-
ana. Heklugarnið okkar, 5 teg. er
ódýrasta heklugarnið á, íslandi.
Prýðið heimilið með okkar sér-
stæðu hannyrðalistaverkum.
Einkunnarorö okkar eru „ekki
eins og allir hinir”. Póstsendum.
Simi 85979 — Hannyrðavcrzlunin
l.ilja Glæsibæ.
Jólamarkaður:
Munið jólamarkaðinn við
Hlemm. Opiðalla daga frá kl. 9 til
6. Jólamarkaðurinn v/Hlemm.
Útsölumarkaðurinn
Laugarnesvegi 112. Rýmingar-
sala er hafi á öllum vörum, þar
sem við hættum bráðlega.
Skófatnaður alls konar, barna-
peysur, barnafatnaður, dömu-
kjólar og dragtir, kuldastigvél
kvenna og margt fleira selt gjaf-
verði. Útsölumarkaðurinn,
Laugarnesvegi 112.
Kron matvörubúðir,
seljum rauð og gul Delicious epli
á 695 kr. háifan kassann meðan
birgðir endast. Kron matvöru-
búðir.
Kópavogsbúar.
Jólasveinninn er kominn i glugga
Hraunbúðar. Full búð af ódýr-
um jólavörum. Hraunbúð,
Hrauntungu 34.
Það eru ekki orðin tóm
að flestra dómur verði
að frúrnar prisi pottablóm
frá Páli Mich i Hveragerði.
Blómaskáli Michelsens.
Mikið úrval
af Baby Budd-vörum, barnafatn-
aði til sængurgjafa og jólagjafa,
peysur i miklu úrvali. Hjá okkur
fáið þið góða vöru á hagstæðu
verði. Barnafataverzlunin
Rauðhetta H allveigarstig 1
(Iðnaðarhúsinu).
Til jólagjafa:
Þið getið fengið allar jólagjafirn-
ar á einum stað, naglalistaverkin
eru fyrir fólk á öllum aldri, jafnt
fyrir konur sem karla. Falleg
hannyrðalistaverk i gjafa-
pakkningum, fallegt borðskraut i
gjafapakkningum, fjölbreytt úr-
val af gjafavörum. Ekki má
gleyma fallegu barnaútsaums-
myndunum okkar, þær eru fyrir
börn á öllum aldri, garn og
rammi fylgja, verð frá kr. 580.
Einkunnarorð okkar eru ekki eins
og allir hinir, póstsendum, simi
85979. Hannyrðaverzlunin Lilja
Glæsibæ.