Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 24
Skýrsla fréttamannsins fró BBC Treysti orðum skipstjóra — um londgönguleyfi og ferðafrelsi „Archie McPhee, frétta- maður BBC, fer um borð i eftir- litsskipið Miröndu fyrir eða um hádegið i dag. Skipið er á leið hingað inn á fjörðinn og mun væntanlega leggjast svona 200 m úti fyrir og gúmbátur ferja manninn til skips”. Þetta sagði Böðvar Bragason, bæjarfógeti á Neskaupstað, i viðtali við Dagblaðið i morgun. Fréttamaðurinn fékk her- bergi i ibúð bæjarfógetans til umráða i nótt. Hann var ekki i stifri gæzlu en gát á honum höfð. 1 gærkvöldi sat fréttamaður- inn við og skrifaði eigin skýrslu um mál sitt. Kveðst hann hafa farið i land i trausti þeirra um- mæla skipstjórans á Miröndu, að búið væri að tryggja öll ferðaleyfi hans i þvi sambandi. Þeim orðum skipstjórans hafi hann treyst. Böðvar Bragason kvaðst ekki hafa frekari fyrirmæli frá dómsmálaráðuneytinu en þau að koma fréttamanninum um borð i Miröndu aftur. Þvi boði yrði fullnægt um hádegisbilið. Hvort ummæli fréttamannsins i skýrslunni varðandi fullyrð- ingar skipstjórans um ferða- frelsi fréttamannsins yrðu sannreynd, vissi bæjarfógetinn ekki. Gott veður er i Neskaupstað en verra úti fyrir. ASt Lœknir kœrður til Sakadóms: „Mér var kastað út af slysadeildinni" — segir maður sem beið eftir sjúkri konu sinni — Maðurinn var til truflunar, segja lœknarnir ,,Mér var kastað út af Slysa- varðstofunni af lækni þar og sið- an veittist hann þannig að konu minni með orðum þar sem hún lá inni á slysadeildinni, að ég á- kvaðað kæra framkomu læknis- ins til sakadóms,” sagði ungur maður i viðtali við Dagblaðið i gærkvöldi. Læknirinn sem hér um ræðir og Haukur Kristjánsson yfir- læknir Slysadeildar sögðu þaö rétt vera að manninum hefði verið visað út af deildinni fram á biðstofuna, þar sem aðstand- endum slasaðra er ætlað að biða. Hefði maðurion haft sig um of i frammi og truflað fólk i starfi. Hjá þeim á slysadeildinni væri yfirleitt mikill erill i þröngu húsnæði, og til þeirra kæmu auk þess sjúklingar, sem ekki ættu erindi á slysadeild, heldur á aðrar deildir sjúkra- húsanna. Maðurinn'sem hér um ræðir, kvaðst hafa þurft aö flytja konu sina meðvitundarlausa á sjúkrahús kl. hálfátta i gær- morgun. Þjáðist hún þá af sjúk- dómi, sem hefur hrjáö hana lengi. Hefur hún af hans völdum orðið að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. Farið var með kon- una á slysavaröstofuna, enda þótt ekki væri um slys að ræða. Þar var konan lögð i rúm og fór að brá af henni seinni hluta morgunsins. Maðurinn beið sið- an fram eftir degi, en þá segir hann að læknar hafi talið að kon- an gæti snúið til sins heima. Sjálf treysti hún sér ekki til að fara heim og kvaðst vilja fara á Landakotsspitala, þar sem hún hafði veriö til meðferðar. Upp úr þessu spratt ágrein- ingur milli eiginmanns og lækna, sem lauk með þvi að einn læknanna kastaði eiginmannin- um út. „Hypjaðu þig út”, hafði læknirinn kallað á eftir mannin- um að sögn hans. um leið og hann kastaði honum fram á bið- stofunar. Þegar þetta gerðist hafði maðurinn beðið i sjö klukkutima á slysavarðstof- unni, matarlaus og allslaus. Maðurinn kvaðst hafa verið hreint niðurbrotinn eftir þessar móttökur. Hann kvaðst skilja vel vandamál læknanna hjá Slysadeildinni, erfiðan húsa- kost, fámenni og annað. En hins vegar gæti hann ekki unað fram komu læknisins i þessu tilviki, ekki sizt eftir að kona hans sagði honum aö læknirinn hefði komið þar sem hún lá fyrir og veitzt að henni með blautlegum athuga- semdum og kallað mann hennar öllum illum nöfnum. Maðurinn kærði til sakadóms, og kvaðst hann gefa dómnum skriflega skýrslu um atburða- rás og orðaskipti við lækninn. —JBP— Ekki vitum við hvað hún er að hugsa um, þessi unga kona, sem Ragnar ljósmyndari rakst á á Barónsstignum i gær, en tæplega er það neitt sprenghlægilegt. Það skyldi þó ekki vera innbrota- faraldur, ástandið i bankamálunum eða önnur spilling, sem æðir yfir þessa dagana? -• fijáJst, úháð daghlað Fimmtudagur 4. desember 1975. Morf íni stolið úr bóti í Reykjavík t nótt var brotizt inn i há- setaklefa báts i Vesturhöfn- inni i Reykjavik. Gengið var hreint til verks, enda var verið að leita að ákveðnum efnum. Lyfjakassi bátsins var brotinn upp og þaðan teknar morfinsprautur. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er alltaf eitthvað um slik innbrot i skip, en heldur fer þeim fækkandi. HP. * Fíat að bíða- eftir strœtó Litill rauður Fiat, árgerð 1966, stóð einn og yfirgefinn á strætisvagnastöð uppi i Rofa- bæ, þegar lögreglan átti leið fram hjá i morgun. 1 stað þess að leyfa honum að fara með strætó, athuguðu lögreglu- menn hann nánar, enda var enginn i fylgd með bilnum og hann skilrikjalaus, og ómerkt- ur. Tók lögreglan á Arbæjar- stöðinni bilinn i sina vörzlu og biður hann eiganda sins þar. HP. Ölvaður með stolið veski Mikil rólegheit voru yfir borgarlifinu í gær og i nótt, enda dregur sjaldan til tiðinda svona i miðri viku. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af einum ökumanni, er stöðvaður var á bfl sinum fyrir utan Hótel Borg siðdegis i gær. Reyndist maðurinn hafa feng- ið sér eitthvað hjarta- styrkjandi i strekkingnum i gær en þegar betur var að gáð reyndist hann einnig hafa fengið „lánað” fyrir veigun- um, þar sem á honum fannst veski, sem skilrikjum annars manns. 1 þvi voru 16.700 krón- ur. Maðurinn er málkunnugur lögreglunni og gisti hjá henni i nótt. HP. „Trúarbragðastyrjöld" flugfélaganna fœr byr undir vœngi rétt einu sinni Afborgun af láni, sem Air Viking hafði tekið erlendis vegna flugvélakaupleigusamn- ings, var greidd siðastliðinn mánudag. Nær samtimis voru greiddar ávisanir, sem reynzt höfðu innistæðulausar við sið- ustu ávisanakönnun Seðlabank- ans og gefnar voru út af Air Vik- ing á reikning hjá Alþýðubank- anum. Tókst Guðna i Sunnu þannig að ráða fram úr erfið- leikum vegna rekstrarf jár- skorts, að minnsta kosti i bili, og senda flugvél utan til þess að standa við mjög hagstæðan samning um fíutning á pila- grimum. Hefur flugvél frá Air Viking nú flutt pilagrima dag og nótt frá ýmsum löndum múhameðs- trúarmanna til hinnar helgu borgar þeirra, Mekka. Er Guðni Þórðarson nú staddur erlendis þessara erinda. Um margra ára skeið hefur veriðháð harðskeytt samkeppni i flugreksturs- og ferðaskrif- stofuheiminum islenzka. Hefur þessara átaka eðlilega mest orðið vart hér heima, en raunar einnig erlendis. A islenzkan mælikvarða eru hér gifurlegir viðskiptahags- munir i húfi. Snerta þeir meðal annars öll stærri flugfélögin, oliufélögin og tryggingarfélög- in. Margvislegir hagsmuna-' þræðir liggja siðan beint inn i is- lenzk stjórnmál. Fyrir utan látlaust auglýs- ingastrið og samkeppni margra fyrirtækja, sem annast skipu- lagningu ferða fyrir tugþúsund- ir íslendinga, bera sumar flokksskrifstofur stjórnmála- flokka fremur yfirbragð ferða- skrifstofa en landsmálamið- stöðva. Samningar þeir, sem þessar ferðaskrifstofur stjórn- málaflokkanna ná við flug- rekstrarfyrirtæki, eru betri en þeir, sem starfandi ferðaskrif- stofum standa yfirleitt til boða. Nokkur hundruð manna starfa við þennan rekstur beint og óbeint. Bankafyrirgreiðslur og góð samskipti við stjórnvöld eru þessum fyrirtækjum nauð- synlegir þættir. Sannleikurinn er sá, að islenzkum viðskipta- bönkum er yfirleitt um megn að veita lán og fyrirgreiðslu til kaupa og reksturs á flugvélum. Má i þvi tilliti minna á, að is- .lenzka rikið hefur oft á tiðum talið rétt að koma þar til skjal- anna, meðal annars með rikisá- byrgðum. Hjá hinum minni viðskipta- bönkum hafa oftar en einu sinni skapast timabundnir erfiðleik- ar, þegar þeir hafa reynt að sinna viðskiptaþörfum umsvifa- mikils flugreksturs að nokkru marki. Hefur bankaeftirlit Seðlabankans gætt þeirrar skyldu sinnar að hafa leiðsögn og marka stefnu þeirra, þegar þess hefur þótt þurfa. Vegna mikilla samskipta ferðaskrifstofu Alþýðuorlofs og Air Viking og Alþýðubankans hafa verið uppi tilgátur um sllk afskipti bankaeftirlitsins nú. Ekki hefur þó fengizt staðfest- ing á þeim. Hafi til þess komið, er það eflaust eðlilegt og sjálf- sagt, enda með öllu utan við „trúarbragðastyrjöld” flug- reksturs- og ferðaskrifstofu- hagsmuna, sem fær byr undir vængi alltaf öðru hverju. —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.