Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. 3 ENGLENDINGAR ATU FISK MEÐ BEZTU LYST Sigurður Gislason skrifar: „Englendingar sem telja sig ' guðs Utvalda þjóð, verndara smáþjóðanna með meiru, hafa á sinum langa ferli lent i þeim ósköpum að smáþjóðin Islend- ingar bjargaði þjóðarskútu þeirra, með kóngafólk, aðals- menn krata og vændiskonur, presta og prangara innanborðs, frá algeru strandi i þeirra orða fyllstu merkingu. Ef forsjálni og skaphörku islenzku rikisstjórn arinnar hefði ekki notið hefðu þeir orðið heimaskitsmát i hildarleiknum við Hitler sáluga. Vikjum nú að forsögu málsins. Á árunum fyrir siðustu heims- styrjöld leituðu Hitlerssinnar eftir aðstöðu hér, vildu byggja flugvelli og fleira fyrir Islend- inga án þess að taka gjald fyrir. íslenskum valdamönnum varð ekki um sel, töldu fláttskap und- ir bUa og synjuðu þessara mála- leitana. Um svipað leyti flaug enski forsætisráðherrann öðru hvoru á fund Hitlers með regn- hlif og ráptuðru að tryggja frið- inn. Þegar ekkert gekk gaf hann Hitler landskika til þess að hann hætti vopnaskaki og öskri. Hann gaf ekki sneið af Englandi held- ur Tékkóslóvakiu. Þrátt fyrir kukl enska forsætisráðherrans hófst önnur heimsstyrjöldin. Þegar Churshill var orðinn for- sætisráðherra, en hann er eini mikli persónuleikinn af enskum stjórnmálamönnum sem til valda hefur komizt siðustu ald- irnar, viðurkenndi hann að Is- lendingar hefðu orðið fyrsta þjóðin til að risa gegn yfirgangi Hitlers og að það hefði bjargað Englendingum frá ósigri að Þjóðverjar höfðu ekki hernað- araðstöðu á íslandi. Þetta eru staðreyndir. Þegar Englending- ar lentu i bobba i átökunum við Hitler hernámu þeir ísland, það mun hafa verið fyrsta afborgun- in af björgunarlaununum! Við að veiða og flytja fisk af Is- landsmiðum til Englands á striðsárunum biðu íslendingar það mikið tjón á mönnum og skipum að jafngilti þvi að Is- land hefði verið styrjaldaraðili. Englendingar átu fiskinn með beztu lyst, en gleymdu að vernda skipin sem fluttu þeim björgina. Hvað hefir siðan gerzt? Hafa hinir sjálfumglöðu og kvenhollu Englendingar glatað minninu? Hafa þeir ekki virt björgun tslendinga á þjóðarskUtu þeirra að verðleik- um? Litum á gerðir Englendinga, þær eru ekki rismiklar. 1. Þeir hernámu landið. 2. Þeir settu siðar löndunar- bann á þá sem fluttu þeim björg i bú er verst stóð á hjá þeim. Þá fiskuðu þeir ekki á íslandsmiðum ogglötuðu þar með imynduðum „hefð- bundnum rétti”. 3. Þeir hafa þrisvar gert innrás i islenzka fiskveiðilögsögu meö herskipum og flugvélum og látið dólgslega. Svonalagaðar sannenskar trakteringar getum við ekki tekið sem björgunarlaun. Eng- lendingum er það kannski kappsmál að vinna sér nokkuð til frægðar eftir óhöpp og hrak- farir liðinna áratuga. Eftir höfðatölureglunni telja þeir sig- urinn visan. Þeir hafa ekki minna en 200 Englendinga gegn Raddir lesenda hverjum íslendingi. Ég tel ekki Skota, íra né WalesbUa með Englendingum, þær þjóðir eru þjáningabræður okkar, vina- þjóðir og heiðursfólk. En þetta þriðja þorskastríð vinna Eng- lendingar ekki. tslendingar eru ekki vanir að flýja af hólmi, að skilja vopn sin og verjur eftir i óvinahöndum. Við eigum að heimta 1 milljarð sterlings punda af Englendingum i björg- unarlaun með vöxtum og vaxta- vöxtum frá 1940 að telja. Ef Englendingar telja sig og sitt land minna virði en svo að slfk björgunarlaun teljist réttmæt væri hægt að koma eitthvað til móts við þá og semja um málið áður en stjórnmálasambandi landanna verður slitið.” Þá aátu menn snúið sér til sendiráðsins — eltlti lenflur Valtýr Guðmundsson skrifar: „I sumar var ég i Kaup- mannahöfn og þurfti á smá- vægilegri aðstoð að halda. Ég talaði við nokkra unga menn sem voru búsettir þar. Þeir sögðu við mig: Þú skalt ekki koma nærri sendiráðinu ef þú Ánœgjuleg sýning Jón Sigurðsson hringdi: „Mig langar að lýsa ánægju minni yfir þvi framtaki Fim- leikasambands íslands og iþróttakennara að hafa fim- leikasýningar i Laugardalshöll. Um leið vil ég lýsa furðu minni á að ekki skuli hafa komið fleiri til aö sjá þessar ánægjulegu sýn- ingar.” ert i vandræðum þvi að sú stofn- un gerir ekki neitt. En það er maður hér, sem hefur hjálpað mörgum íslendingum og heitir Vilhjálmur Guðmundsson, um- boðsmaður Flugleiða. Við snú- um okkur flestir til hans enda er hann manna liðlegastur. Það kom lika á daginn. Ég fór til sendiráðsins. Þar virtist eng- inn vera við, að þvi er mér var sagt. Þess vegna fór ég til Vil- hjálms og hann hjálpaði mér. Þegar Gunnar Thoroddsen var sendiherra tslands i Kaup- mannahöfn virtust allir geta snúið sér til sendiráðsins. En nú gera menn það ekki lengur. Mig langar þvi að spyrja Einar AgUstsson utanrikisráðherra: Hvað borgar islenzka þjóðin fyrir sendiráðið i Kaupmanna- höfn? Hvert er verkefni þess? Á það kannski aðallega að taka á móti listamönnum i hanastél? tslendingar i Kaupmannahöfn mundu óska eftir svari sem ekki er loðið.” ...LEIÐINLEG GRÁMYGLULEG SLEPJA" A.I. skrifar: „Ég las grein i blaðinu mið- vikudaginn 26. þ.m. eftir Aðal- stein Ingólfsson myndlistar- gagnrýnanda sem fjallar um myndskreytingu i bókinni Haustskipi Björns Th. Björns- sonar. Ég sé ekki alveg hvað það er sem hrifur þennan ann- ars prýðilega listgagnrýnanda svo mjög og fær hann til að lýsa ágæti þessara myndskreytinga svo fjálglega. Þó væri ekki að undra að hið gifurlega málskrúð og léttleiki islenzkumannsins Björns Th. hafi hrifið Aðalstein og hafið hann yfir alla gagnrýni á verkum hins fyrrnefnda og myndavali. Hilmar Helgason virðist hafa litla anatómiska tilfinningu sem hann leynir með ofnotkun klæðafellinga og óhóflegri skyggingu sem annaðhvort er gerð með fingrum eða pikkuð með penna og rennur saman i leiðinlega grámyglulega slepju. Til dæmis má nefna hlutföll i kvenpersónunni á mynd á blað- siðu 47 sem er einna mest afger- andi dæmi um lélega anatómiu, ég sé ekki annað en læri „Play- boy”-stúlkunnar sé losnað frá likama hennar, og virðist i lausu lofti. Það má ganga Ut frá þvi að þá fyrst, þegar þú hefur hlutföllin á valdi þinu, megir þú fara að leika þér að þeim, en það vald virðist Hilmar skorta. Hann breytir hlutföllum, eða svo virð- ist, til að ná fram meiri áhrif- um, sbr. mynd á bls. 171, en þetta tekst misjafnlega. Hendurnar leika Hilmar grátt. Þar er honum leikur á borði að færa sér i nyt tján- ingarform handarinnar til á- herzlu i myndsköpuninni og tjáningu en þar er aðeins að finna illa gerðar, steinrunnar og tilþrifalausar krumlur sem segja ekki neitt en verða aðeins til að kafsigla þessu einhverju mesta stórvirki i islenzkri bók undanfarinna ára, svo að notuð séu orð Aðalsteins.” ís” 2í í? Hmstskip í ■ MÉ ‘ ^ \ ; ■ Ntiiotíincnnin^ Hvaö er að vera Gaf lari? Friðrik Sigmundsson nemi: „Ég veit það nú ekki, — ef það er eitt- hvað um Hafnfirðinga, þá er ég heldur ekki fæddur hér.” Kristrún Bjarnadóttir húsmóðir: „Það var sagt um okkur Hafn- firðinga að við himdum gjarna undir húsgöflum og ræddum mál- ið hér áður fyrr. Við notum þetta nú mest sem grin sjálfir.” Gyða Einarsdóttir afgreiðslust.: „í gamla dagastóðu menn hér undir húsgöflum og skeggræddu. Þetta er nú mest grin og örugg- lega mest notað af okkur sjálf- um.” Helgi Sæmundsson, vinnur á hjól- harðaverkstæöi: „Þetta er gam- alt orðtak, sennilega Ur krepp- unni, — þar sem sagt var að Hafnfirðingar hefðu ekkert annað að gera en að ræða málin undir húsgöflum.” Sveinn Guðmundsson gangavörð- ur: „Þetta hef ég oft heyrt en get ekki skýrt það. Er nýfluttur.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.