Dagblaðið - 09.12.1975, Síða 2
2
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. desember 1975.
9
Jólagetraun Dagblaðsins:
„FINNIÐ
RÉTTA
TEXTANN!!"
Er litið um hugmyndir að
jólagjöfum? Ekki skuiuð þif
fara að dæmi mannsins hér á
sjöttu myndinni i jólagetraun-
inni. Klippið heldur út myndina,
þegar þið hafið fundið rétta
textann og geymið hana. Nú eru
aðeins tvær myndir eftir, þar til
hægt verður að draga um verð-
launin góðu!
A. „Nújá! — Hérsegir að það sé alvöru eldsneyti á eldflauginni.”
B. „Eru virkilega ekki fleiri jólagjafir?”
C. „Það verður aldeilis hægt að skipta á þriðja I jólum.”
W
RUSSNESKIFYRIRLIÐINN
VALDI CLARION
Þegar rússneska landsliðið
gisti tsland i haust er leið fóru
menn i verzlanir eins og gjarn-
an, þegar Rússa ber að garði,
enda vöruval ólikt meira en
heima hjá þeim. Rússneski
landsliðsfyrirliöinn hafði þó að-
eins áhuga á einu, og það var
einmitt Clarion — kassettutæki
eins og við höfum i verðlaun i
getrauninni okkar. Hér er
fulltrúi fyrirliðans (sá með gler-
augun) að ná i tækið hjá Auð-
unni Blöndal i' Nesco á Lauga-
vegi 10.
s
Furðulegt val lands-
liðsnefndar KKÍ
Húsmóðir úr austurbænum
skrifar:
Fyrir skömmu, nánar tiltekið
þriðjudaginn 2. des., birtust i
blöðunum nöfn þeirra leik-
manna sem koma til með að
skipa landsliðshóp KKt og verð
ég að segja að það val kom mér
vægast sagt mjög á óvart.
Ég er nokkuð kunnug isl.
körfuknattleik en samt kom ég
ekki öllum mönnunum fyrir mig
i fyrstu tilraun, t.d. Jónasi Jó-
hannssyni Njarðvik en hann var
valinn sem einn af miðherjun-
um. Ég tel að þarna hefði mátt
finna marga betri menn, t.d.
Jón Jörundsson 1R sem til að
mynda var i landsliðinu i fyrra,
en það var mikið betra en þessi
hópur. Einnig tel ég að Þorvald-
ur Geirsson úr Fram eigi meira
erindi i miðherjastöðuna en
fyrrnefndur leikmaður.
Næst varð mér litið á bak-
verðina og þar sá ég t.d. 3
KR-inga, en aðeins einn þeirra
hefur getu til að vera i landsliði,
þ.e. Kolbeinn Pálsson. Hinir
tveir, Eirikur Jónsson og Ámi
Guðmundsson, eru mjög efni-
legir en þeir eru bara alls ekki
eins góðir og margir aðrir, t.d.
Steinn Sveinsson 1S og Atli í Ár-
manni, einnig má nefna Rik-
harð Hrafnkelsson úr Val, en
hann hefur notið sin vel i mann-
fæðinni hjá Val það sem af er
vetrar og jafnan verið þeirra
bezti maður ásamt Torfa
Magnússyni. Þriðji bakvörður-
inn, sem ekki á heima i hópnum
að minu mati, er Arngrimur
Thorlacius úr Fram. Fram, sem
er frekar slakt 1. deildarlið, hef-
ur lítið þurft að nota þennan
leikmann en samt hefr landslið-
ið not fyrir hann?
Ég er nokkuð sátt við val
framherja en þó sakna ég þess
að sjá ekki nöfn eins og Þorstein-
Guðnason 1R, en hann er einn af
okkar tæknilegustu framherjum
þrátt fyrir mikla þyngd sina.
Það eitt að f liðinu eru aðeins 3
tR-ingar á móti t.d. jafnmörg-
um Frömurum sýnir hversu
undarlegt þetta val er. Framlið-
ið keppir nú sitt fyrsta ár i 1.
deild eftir skjótan frama i 2. og
3. deild. Fram hefur þó geysi-
lega efnilegu liði á að skipa en
það skorir reynslu.
Þegar maður sér þá 4
KR-inga sem i liðinu eru dettur
manni ósjálfrátt i hug að lands-
liðsnefnd sé að misnota landslið-
ið til að þjálfa upp menn i
KR-liðinu. Þess vegna væri
gaman að vita hverjir eru i
landsliðsnefnd og hvernig þeir
eru kjörnir.
Ég hef tekið eftir þvi að blöðin
hafa ekkert fjallað um þennan
hópogeru þau þar að bregðast
skyldu sinni sem gagnrýnendur
og hlaupast undan ábyrgð þeirri
sem þvf fylgir. Gæti ástæðan
verið sú að þeir hefðu ekki næga
kunnáttu eða þekkingu til slikra
skrifa? Morgunblaðið hefur
leyst þetta mál á þann hátt að
fá mann kunnugan körfubolta
til að sjá um fréttir og annað
sem viðkemur körfubolta, enda
er það eina blaðið sem eitthvað
fjallar um annað en úrslit leikja
og aðrar auðunnar fréttir. Ég
vil ráðleggja hinum blöðunum
að gera slikt hið sama.
Raddir
lesenda
Birgir örn Birgis og Kristinn Jörundsson I baráttu undir körfunni.
DB-mynd Bjarnleifur.
Stúdentahótíðin 1. des.
Jónas Jónsson skrifar:
„Stúdentar fögnuðu fullveldi
fslands þann 1. des. Þá voru 57
ár liðin siðan fsland hlaut full-
veldi. Rikisútvarpið flutti okkur
fagnaðarlæti hámenningarinn-
ar — þá frá „Hátiðarsamkomu
stúdenta i Háskólabió” eins og
sagði i dagskránni. Forstöðu-
nefndin, valin af áhugasnauðum
félagsskap, lét þó sannarlega til
sin heyra. Þar voru stúdentar
syngjandi um verkföll, brýnda
hnifa og fágaðar byssur. Er
þetta islenzkt viðhorf? Er verið
að vinna i anda Jóns Sigurðs-
sonar og hinna mörgu litt eigin-
gjörnu hugsjónamanna sem
náðu hinum mikilsverða áfanga
1918?
Einar Magnússon fyrrverandi
rektor ræddi um „daginn og
veginn” að kvöldi 1. des. Þar
minntist hann 1. des. og sagði
frá þvi hvernig stúdentar
minntust fullveldisins. Hann
lauk með svofelldum orðum:
„tilhögun þeirra og form hefur
breytzt og ékki meira um það”
En margir hefðu nú talið að
ekki væri úr vegi að tala einmitt
meira um það. Það kom fram i
fréttum útvarps að utan dag-
skrár á Alþingi hafði einn þing-
manna farið þess á leit að dag-
skrá stúdenta yrði endurflutt i
útvarpi. Þannig gæfist sem
flestum Islendingum tækifæri til
að kynnast þeim anda sem
rikjandi er meðal þeirra er i Há-
skólanum eru: Þeirra stúdenta
sem ætla sér að ráða i fram-
tiðinni, sigra auðvaldið,
kúgarana með brýndum hnifum
og fáguðum byssum og
syngjandi Internationalinn.
Ég fagna þessari tillögu og
vona að henni verði vel tekið.
Þannig geta ég og fleiri komizt
að niðurstöðu um það hvort ekki
er ósæmilegt og óþolandi að
bjóða þjóðinni þvilika dagskrá i
Rikisútvarpinu á fullveldisdegi
okkar íslendinga.”