Dagblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. desember 1975.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
Ibarruri fœr
orðu Október-
byltingarinnar
í Moskvu
Frú Dolores Ibarruri, sem
um áratuga skeið hefur veriö
formaður spænska kommún-
istaflokksins, fékk i gær
sovézku Októberbyltingarorð-
una. t tilkynningu frá stjórn-
inni i Kreml sagði að hún fengi
oröuna fyrir „mikla þjónustu
sina i baráttunni gegn fas-
isma.”
ibarruri.sem þekkter undir
nafninu ,,la pasionaira” fyrir
eldheitar ræður sinar á timum
borgarastríðsins á Spáni
1936-39, hefur búið i útlegð i
Moskvu i hartnær 40 ár. Hún
heldur i dag upp á 80 ára af-
mæli sitt.
Holland
5 lausir í Amsterdam —
Óbreytt staða í Beilen
Suður-Mólukkeysku byssu-
mennirnir i indónesisku ræðis-
mannsskrifstofunni i Amster-
dam létu fimm gisla sina lausa i,
gærkvöldi — fjóra unglinga og
sjúkan kennara. Eru það fyrstu
gislarnir af 27, sem látnir eru
lausir.
Fimmmenningarnir voru við
góða likamlega heilsu en úr-
vinda af þreytu og taugaóstyrk,
að sögn lögreglunnar. Kennar-
inn varð skyndilega veikur og
var sóttur skömmu siðar af
tveimur fulltrúum Rauða kross-
ins i Hollandi. Kennarinn er
hinn sami og byssumennirnir
létu standa á svölum bygg-
ingarinnar á föstudaginn með
snöru um hálsinn og byssu i
hnakkann. Hann heldur upp á 35
ára afmælisitt idag. Samkomu-
lag varð um frelsi unglinganna
fjögurra.
1 lestinni i Beilen, þar sem sex
Suður-Mólukkeyingar halda 29
farþegum i gislingu er allt við
það sama. Lögreglan hefur tek-
ið upp nýja baráttuaðferð, sál-
fræðilega að sögn. Hefur öllu
sambandi verið slitið við mann-
ræningjana og þeir gjörsamlega
einangraðir eftir að viðræður
um frelsi gislanna runnu út i
sandinn um helgina. Háværum
flutningafarartækjum er ekið
umhverfis lestina að næturlagi
og hún lýst með sterkum ljós-
kösturum.
Stjórn Indónesiu hefur algjör-
lega neitað að semja við hóp-
ana.
Hollenzk skytta úr sérsveitum
lögreglunnar biður átekta á
liúsþaki nærri byggingu ræöis-
mannsskrifstofu Indónesiu i
Amsterdam, þar sem suður-
mólúkkeyskir sjálfstæöissinnar
lialda fjölda manns i gislingu.
Thornton
Wilder
látinn
— höfundur m.a.
„Our Town"
Bandariski rithöfundurinn
Thornton Wilder lézt i gær, 78
ára gamall. Hann hafði m.a.
hlotið Pulitzer-verðlaunin fyr-
ir skáldsögur sinar og leikrit.
Wilder var látinn er komið
var með hann á sjúkrahús i
New Haven i Connecticut, en
hann bjó i nágrannaborginni
Camden. Dánarorsök var ekki
kunn, trúlega hjartaáfall.
Thornton Wilder var þekkt-
astur fyrir leikrit sitt frá 1938,
,,Our Town”. Sama ár kom út
frægasta skáldsaga hans,
,,The Bridge Of San Luis
Rey”.
Þessi tvö verk, ásamt leik-
ritinu „TheSkin Of Our Teet”,
unnu honum þrenn Pulitzer-
verðlaun. Hann skrifaði einnig
„The Matchmaker”, leikritið
sem var uppistaðan i söng-
leiknum vinsæla, „Hello
Dolly”.
Meðal annarra skáldsagna
hans voru „The Woman af
Andros”, „Heaven Is My
Destination” og „Theophilus
North”.
Metrakerfið i USA
innan tveggja ára
Oldungadeild Bandarikjaþings
samþykkti i gær ályktunartillögu,
sem hvetur til þess að metrakerf-
ið verði tekið upp i Bandarlkjun-
um innan tveggja ára.
Tillagan, sem nú verður send til
fulltrúadeildar þingsins til um-
fjöllunar, gerir ráð fyrir að skip-
að verði 17-manna „metraráð”,
sem undirbúi breytinguna yfir I
metrakerfiö.
Bandarikin er eina meiriháttar
iönaöarþjóðin, sem ekki notar
metrakerfið. Gert er ráð fyrir aö
breytingin kosti rúmlega hundrað
milljónir dollara.
Umsátrið um IRA-mennina í London:
Fá mat gegn frelsi
annars gíslanna
Irsku skæruliðarnir, sem halda
miöaldra hjónum i gislingu i ibúð
hjónanna i London, veröa i dag að
velja á milli þess að svelta eöa
sleppa öðrum gislipum fyrir mat
og sigarettur.
Lögreglan hefur sagt sig reiöu-
búna aö færa skæruliðunum mat
ef þeir lofi að láta eiginkonuna,
Sheilu Matthews, 53 ára, lausa
einni klukkustund eftir aö fyrsta
matarsendingin berst til þeirra.
írunum var gert þetta tilboð
seint i gærkvöldi i gegnum sima,
sem settur hefur verið i beint
samband við simann i ibúð hjón-
anna. Snemma i morgun höföu
þeir ekki svarað tilboði lögregl-
unnar. Skæruliðarnir eru félagar
i Irska lýðveldishernum (IRA),
sem berst fyrir brottflutningi
Breta frá Norður-lrlandi.
Skæruliðarnir — þrir eða fjórir
— eru grunaðir um að bera á-
byrgð á fjölda sprengjutilræða og
skotárása i London að undan-
förnu. Þeir hafa krafizt þess að fá
flugvél til að komast til Irlands,
en lögreglan hefur þverneitað öll-
um slikum málaleitunum.
w w
ÆÆOO!
Ford Bandarfkjalorseti kom við
á Kilipseyjuin á lieimleið frá
Kina. Þar dansaði hann þjóö-
daiisinn „Tinikling", en gætti
sin ekki nóg á bainbusstönguii-
uin. sem lioppa á yfir — eins og
sjá má á andliti forsetans.
Blóðþorsti innrásarherjanna á Tímor:
„SLÍTUM LIFRINA" ÚR
Stuöningsmenn Lýöræðissambands Timor (UDT), sem gengið hafa í
liö með innrásarherjum Indónesa I baráttunni gegn Fretilin, sem beitir
sér fyrir sjálfstæði Austur-TImor.
að. að forseti Fretilin-stjórnar-
innar. Zavier do Amaral og
„kommúniskir” hermenn hans
yrðu beittir hörðu ,.og tætt úr
þeim lifrin".
Eingar frekari fréttir hafa
heyrzt frá útvarpsstöð Fretilin-
hrevíingarinnar, sem sendi i gær
út frá fjallasvæðunum utan við
Dili.
Það liggur ljóst fyrir, að her-
mönnum og stuðningsmönnum
Fretilin verður engin miskunn
sýnd þegar — og ef — þeir nást. 1
útvarpssendingum innrásarhers-
ins og samstarfsmanna þeirra á
Dili hafa yfirlýsingar verið i stil
við áðurnefndar.
FORSETA FRETILIN
— segir í útvarpssendingum frá eynni
Útvarpsstöð i Dili á Austur-
Timor, sem Indónesar hafa á
valdi sinu. hefur hvatt landsmenn
til að taka þátt i leitinni að flúnum
leiðtogum vinstrihreyfingarinnar
Fretilin og ganga frá þeim i eitt
skipti fyrir öll. í útsendingum
stöðvarinnar sagði að þar væri
„Útvarp Dili” og var þvi m.a. lof-