Dagblaðið - 09.12.1975, Page 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. desember 1975.
————
„BROTTREKSTUR TVIVEGIS
ORDAÐUR VIÐ MIG VEGNA
SKRIFA MINNA"
— segir Pétur Eggerz, sem sendir nú fró sér þriðju bókina sína, „Hvað var ég að gera öll þessi ór?"
Sendiherra ó
erfitt um vik
að skrifa
sannleikann:
Liklega munu margir velta
vöngum eftir að lesa nýjustu
bdk Péturs Eggerz sendiherra
Hvað varstu að gera öll þessi
ár? Þar er farið höndum um
ýmsa atburði, sem vitað er að
átt hafa sér stað undanfarna
áratugi, og greinilegt er að
reynsla sendiherrans i utan-
rikisþjónustunni undanfarin 33
ár skin þar viða i gegn.
í gærdag hittu Dagblaðsmenn
sendiherrann að máli. Það lá
beinast við að spyrja hvort hér
væri um að ræða skáldsögu eða
heimildarit.
,,Þvi er reyndar erfitt að
svara. Ætli þetta .sé ekki skáld-
saga svona öðrum þræði. Ann-
ars er bókin að nokkru byggð á
staðreyndum. Piltarnir þrir,
sem hittast I fyrsta sinni I vega-
vinnu á Þingvöllum, hittust I
raun og veru. Siðan fylgi ég
þeim eftir frá árinu 1928 til árs-
loka 1973 og segi frá högum
þeirra”. Inn i þessa lifssögu
þessara þriggja ma'nna fléttast
ýmislegur fróðleikur um utan-
rikisþjónustuna, auglýsinga-
starfsemina meðal manna i há-
um embættum vestur I Banda-
rikjunum, ýmislegt sem aflaga
hefur farið i þjóðlifi okkar
sjálfra.
— Nú var ekki skrifað undir
rós i tveim fyrri bókum þinum,
Pétur?
,,Nei, auðvitað verð ég að
gæta min i skrifum. Ráðuneyt-
isstjórinn i utanrikisráðuneyt-
inu hefur tvivegis orðað við mig
brottrekstur vegna skrifa
minna, taldi að þau ættu ekki
erindi til almennings”.
Pétur kvað fólk annars verða
að lesa bókina, og kveða siðan
sjálft upp úr með hvað rétt væri
og hvað ekki. Til dæmis væri
það staðreynd að fyrr á árum
hefðu nokkrir góðborgarar látið
hafa sig út i að njósna um ferðir
varðskipanna okkar. Siðan
hefðu þessir menn sent upp-
lýsingar sinar brezkum togara-
skipstjórum. I brezkum togur-
um fundust lika dulmálslyklar
sem dómsmálaráðuneytið og
sendiráð Dana hér i Reykjavik
notuðu til aö koma skilaboðum
til Islenzku og dönsku varðskip-
anna. Þá er það staðreynd að
tveir mikilsmetnir borgarar
voru hnepptir i varðhald, blá-
saklausir, þegar Islendingum
datt sú fásinna i hug að fá
brezkan lögreglumann til að
upplýsa þjófnað i Landsbankan-
um! Menn þessir voru grátt
leiknir, en voru sýknaðir, og eft-
ir að Bretinn fór leystu islenzk
lögregluyfirvöld málið.
Pétur Eggerz hefur starfað
sem fyrr segir i 33 ár við utan-
rikisþjónustu Islands, þar af var
hann 23 ár erlendis, i London,
Washington og Bad Godesberg.
„Það sem ég vildi undirstrika
með bókinni er þessi taumlausa
eftirsókn manna eftir frægð og
frama, dekrið viö útlendinga,
sem oft blindar menn á vegferð
sinni, og lifsgæðakapphlaupið I
heild sinni,” sagði Pétur að lok-
um.
—JBP—
PÉTUR EGGERZ, — hér handleikur hann þriðju bók slna, sem
Skuggsjá hefur gefiö út (DB-mynd Ragnar)
ÞÓRDÍS TRYGGVADÓTTIR SYNIR AMOKKA
Þórdis Tryggvadóttir opnaði
málverkasýningu á Mokka I gær.
Þetta er jólasýning Þórdisar og
stendur hún út desembermánuð.
Þarna eru sýndar sautján ollu-
pastelmyndir og ein vatnslita-
mynd. Þær eru allar málaðar á
timabilinu siðan Þórdis hélt sina
siðustu sýningu á Hallveigarstöð-
um i ágústmánuði siðastliönum.
Myndirnar eru allar til sölu og
kosta frá 33-35.000 krónur.
Þetta er sjöunda einkasýning
Þórdisar. Hún hefur einnig tekið
þátt I fjölda samsýninga. Þá
myndskreytti hún bækur fyrr á
árum og teiknaði jólakort.
—AT—
RAGNAR LAR — sleipur I eigin knattspyrnuspili.
fótboítaspil: MONOPOLY-
FYRIRTÆKIÐ KANNAR
ÚTGÁFU Á ÞVÍ
Knattspyrna er leikur, sem
enginn getur hent reiður á.
„Boltinn er hnöttóttur”, segja
sérfræðingarnir, og meina þá
að allt geti gerzt I knattspyrnu.
Og þannig er það lika i knatt-
spyrnuspilinu hans Ragnars
Lár teiknarans okkar hérna á
Dagblaðinu.
t gær var verið að dreifa Nýja
fótboltaspilinu, sem Ragnar
fann upp og hannaði sjálfur.
Fréttamaður blaðsins reyndi
sig gegn Ragnari; skoraðisjálfur
fyrstu þrjú mörkin, en úthaldið
brást, Ragnar jafnaði og komst
yfir. Sigur hönnuðarins var 5:4,
sem er skiljanlegt og i sjálfu sér
afsakanlegt. En skemmtilegt
var spilið og æsispennandi.
Næst sleppur Ragnar ekki!
Ragnar kvað Frimerkjamið-
stöðina, sem hefur með útgáfu
og dreifingu að gera, hafa haft
tal af umboðsmanni Monopoly
sem var hér staddur á dögun-
um. Hefði hann fengið mikinn á-
huga á spilinu vegna þess
hversu einfalt en þó spennandi
það væri. Væri nú i athugun
hvort spilið yrði gefið út erlend-
is.
—JBP
NÚ VITA HAFNFIRÐINGAR HVAÐ KLUKKAN ER
Hamazt viö aö gera viö klukkuna. — DBmynd Björgvin.
Klukkan i turni Þjóðkirkjunn-
ar i Hafnarfiröi hefur verið i
hálfgerðum lamasessi að und-
anförnu. Lýsingin bilaði á
tveimur af skifunum og einnig
hefur komizt ryk i gangverkið.
Að sögn sr. Garðars Þorsteins-
sonar prófasts þarf að endur-
nýja klukkuna á tiu til tuttugu
ára fresti. Hann bjóst við að
klukkan yrði komin i lag i seinni
hluta þessarar viku.
Hafnfirðingar mega þvi eiga
von á að heyra klukkuna sina
slá á réttum tima i framtiðinni
og þurfa ekki að eiga á hættu að
missa af strætó vegna þess að
hún gangi vitlaust. —AT—