Dagblaðið - 09.12.1975, Síða 11

Dagblaðið - 09.12.1975, Síða 11
I Dagblaðið. Þriðjudagur 9. desember 1975. AÐALSTEINN INGÖLFSSON AÐ UTAN Þórður Ben Sveinsson Evrópu við góðan orðstir. t Hol- landi búa þeir bræður Kristján og Sigurður Guðmundssynir ásamt Hreini Friðfinnssyni, auk nokkurra yngri listamanna is- lenskra, og eru þeir þrir á föst- um styrk frá hollenska rikinu til listaðgerða. Er þetta mikill heiður þvi aðeins örfáir erlendir listamenn fá þann styrk. Verk eftir Hrein Friðfinnsson hafa verið á almannafæri i hol- lenskum borgum og vinnur hann nú að fleiri slikum. Verk Kristjáns Guðmundssonar, sem nýverið sýndi i Galleri SÚM, hafa verið sýnd viða um Holland og bróðir hans Sigurður hefur nýlega lokið við stórt myndverk fyrir útivistarsvæði. Var það byggt upp á linum úr ljóði hol- lensks skálds sem Sigurður út- færði i þrivitt Morse-stafróf sem börn gátu slðan leikið sér innan um, spilað fótbolta o.s.frv. Fyrir stuttu barst undirrituð- um mánaðargamalt hefti hins italska vikurits ,,L’Espresso” þar sem fjallað er um Biennal ungra listamanna i Paris en það er alþjóðleg listsýning þar sem listamenn undir 35 ára aldri sýna verk sin. Þar er minnst sérstaklega á framlag Þórðar Ben Sveinssonar en hann hefur að undanförnu starfað i Þýska- landi og tekið þátt i nokkrum samsýningum þar. Með grein þessari fylgir mynd af einu verki Þórðarsem byggter upp á Sigurður Guðmundsson i verki sinu „Study for horizon”. Kristján Guðmundsson Það hefur oftsinnis verið svo með islenska listamenn að þeir hafa þurft að afla sér frægðar erlendis áður en þeir hafa hlotið viðurkenningu hér heima og á þetta við bæði um rithöfunda og myndlistarmenn. Enginn er spámaður I sinu heimalandi segir máltækið. Þetta er þvi miður enn að gerast þvi margir af forkólfum SÚMara, sem af mörgum hérlendis voru taldir hin mestu úrhrök og niðurrifs- menn, starfa nú á meginlandi um nokkra íslenzka listamenn starfandi erlendis samspili ljósmyndar og lifandi blóma sem timaritið nefnir „táknmynd hins hversdags- lega”. Þessir listamenn islensk- ir eiga það sameiginlegt að þeir vinna allir að „hugrænni” (con- ceptual) listsem hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi en blómstrað um alla Évrópu og Ameriku. Það að erlend riki og stofnanir hafa tekið þessa ungu islendinga upp á arma sina er i sjálfu sér ekki trygging fyrir gæðum þeirra. En opinberar stofnanir og listunnendur hér ættu ekki að láta sem þeir séu ekki til. Listsköpun þeirra er staðreynd sem hverfur .ekki af yfirborði jarðar þótt við íátumst ekki sjá hana og meir en iiklegt er að við græðum eitthvað á þvi að rannsaka forsendur hennar. Það ætti allavega að gefa okkur tækifæri til að gera upp hug okk- ar gagnvart „huglægri” list með þvi'að efna til myndarlegr- ar sýningar á verkum þeirra i náinni framtið. N félagsstarfsemi ungmenna dauðri? jarðarför. í minu byggðarlagi er starf- andi æskulýðsfulltrúi, vel hæfur kennari. Honum eru greidd laun samkvæmt 25. launafl. Á sama tima er hann i 2/3 kennslu og fær að sjálfsögðu greiðslu frá rikinu fyrir það. Æskulýðsráð er kosið af bæjarstjórn eftir styrk- leikahlutföllum hinna pólitisku flokka. Ekkert samstarf er við hin starfandi æskulýðsfélög sem eru mörg og inna af hendi mjög merkileg störf. Eitt aðalverk- efni æskulýðsfulltrúa hefur ver- ið að halda dansleiki, oft i miðri viku frá kl. 8.30 til 11.30 eða 12. Þetta er gert þrátt fyrir að æskulýðsfélög, svo sem barna- stúka, skátar og ungtemplara- félag bjóði upp á svipaðar skemmtanir, að visu aðeins nokkrum sinnum á vetri. Og þetta er gert þrátt fyrir að i barnaverndarlögum sé kveðið á um að unglingar innan tiltekins aldur skuli ekki vera úti eftir kl. átta að kveldi. Afleiðingin: stöð- ugt kvabb barna og unglinga i foreldrum að iáta sig hafa pen- inga til þess að fara i diskótek. Utan við dansstaðinn er ætið ali- stór hópur sem annað hvort vill ekki kaupa sér aðgöngumiða, timir þvi ekki eða er undir á- hrifum áfengis og þvi brotlegur við settar reglur dansstaðarins. Þá er brugðið á það ráð að skeyta skapi sinu á nærliggjandi húsum og nægir i þvi sambaadi að visa á stöðugar kvartanir ná- granna Tónabæjar. Sömu sögu er að segja héðan úr Keflavik. Ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun að öðrum ung- lingnum, sem brauzt inn og skemmdi fyrir hálfa milljón til milljón i Gagnfræðaskóla Kefla- vikur á dögunum, hafði sama kvöldið verið úthýst úr Æsku- lýðsheimilinu. Hann þurfti að ná sér niðri á einhverjum Skólinn var talinn heppilegur i þvi augnamiði. 1 fáum orðum sagt: Vitahringur — þar sem skatt- borgarinn borgar brúsann og milljónum er sóað án sjáanlegs Hilmar Jónsson árangurs. Ég þykist skilja póli- tikusana. hvers vegna þeir daufheyrast við öllum aðvörun- um. Þeir hafa heyrt einhverja tala um unglingavandamál, að nauðsyn sé að gera eitthvað fyrir unglingana. Þeirra svar var æskulýðsráðin. Þá var hægt að vitna i upphæðir, stórar upp- hæðir sem við (þ.e. pólitikus- arnir) verjum til verndar æsk- unni. Og þið hafið nú heyrt i hverju sú vernd er fólgin. llilmar Jónssou. bókavörður. Keflavik.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.