Dagblaðið - 09.12.1975, Side 23
Sjónvarpið i kvöld
kl. 21.30:
„Axelford
og engill
* f #
inn
Brezkt
gamanleikrit
Það gengur á ýmsu i brezka
gamanleikritinu „Axelford og
engillinn”. Axelford forstjóri
hefur helgað lif sitt fyrirtæki
sinu og lff hans gengið út á að
byggja það upp.
Hann hefur sinar föstu venjur
og lifsskoðanir sem hann kærir
sig ekkert um að breyta. Nú fær
hann einkaritara sem hefur
vægast sagt ýmislegt við skoð-
anir Axelfords að athuga. Svo
fer að einkaritarinn umhverfir
viðhorfum hans.
Meö aðalhlutverkin fara Julia
Foster, sem leikur Angel, lög-
regluforingjann Bob leikur Rob-
ert Raglan og Boris Axelford
forstjóra leikurMichael Bryant.
EVI
Aðalleikararnir i brezka gam-^
anieiknum „Axelford og engill-
inn”.
Sjónvarp
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. desember 1975.
Útvarp
r
Útvarpið í kvöld kl. 20.50: „Að skoða og skilgreina"
Störf fréttamannsins
— og ólœtin við Tónabœ
„Ég kynni starf fréttamanns
og tala af þvi tilefni við Braga
Guðmundsson á Visi, formann
blaðamannafélagsins, um
helztu staðreyndir,” sagði Guð-
mundur Arni Stefánsson, sem
sér um þáttinn „Frá ýmsum
hliðum”. Aðstoðarmaður hans
er Þorvaldur Jón Viktorsson.
Þá ræðir Guðmundur við
framkvæmdastjóra Tónabæjar,
Ómar Einarss., um blaðaskrif-
in sem orðið hafa vegna óláta
krakkanna við Tónabæ og
drykkju þeirra. Einnig tekur
hann nokkra krakka tali úti á
götu og ræðir við þá um áfengis-
neyzlu. Um 100 bréf berast þætt-
inum, en mest eru það svör við
„Hver var leynigestur þáttar-
ins”, en slikur gestur kemur i
hverjum þætti. Guðmundur
leggur áherzlu á að fólk skrifi og
sendi tillögur um efni eða semji
jafnvel sjálft efni sem hægt væri
að flytja. Hann les úr nokkrum
bréfum sem borizt hafa.
Fastur liður er að kynna af-
reksmann og að þessu sinni er
það langhlauparinn Sigurður
Péturson.
Loks segir ung skólastúlka úr
Kópavogi okkur hverju er á-
bótavant i almennri kurteisi i
þjóðfélaginu. EVI.
Þeir Guðmundur Arni Stefánsson og Þorvaldur Jón Viktorsson kynna meðal annars störf fréttamanns-
ins og langhlauparann SigurðPétursson i þættinum „Frá ýmsum hliðum". DB-mynd Bjarnleifur
V.
y
(
^ Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar,
20.40 Hagur þjóðarbúsins.
Umræðuþáttur. Umsjón
Eiður Guðnason.
21.30 Axelford og engillinn.
Breskt gamanleikrit. Axel-
ford forstjóri hefur helgað
fyrirtæki sinu lif sitt, en nýr
einkaritari umhverfir lifs-
skoðun hans. Þýðandi Jón
O. Edwald.
22.25 Leyniþjónusta Banda-
ríkjanna. Bresk heimilda-
mynd. t myndinni er rakin
saga bandarisku leyniþjón-
ustunnar, CIA, i ljósi þeirr-
ar gagnrýni, sem hún hefur
sætt á undanförnum mánuð-
um. Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
23.40 Dagskrárlok.
'q Útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
Við vinnuna. Tónleikar.
14.30 „Skrumskæling
konunnar” eftir Barbro
Bachberger. Guðrún Birna
Hannesdóttir byrjar að lesa
þýðingu sina.
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lensk tónlist. a. „ísland,
farsæla frón”, rimnalag og
rimnakviða eftir Jón Leifs
og ,,SO” eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Halldór Haralds-
son leikur á pianó. b. Lög
eftir Þorvald Blöndal,
Magnús A. Arnason, Bjarna
Þorsteinsson og fleiri.
Ragnheiður Guðmunds-
dóttir syngur, Guðmundur
Jónsson leikur á pianó. c.
Noktúrna fyrir flautu,
klarinettu og strokhljóm-
sveit eftir Hallgrim Helga-
son. Manuela Wiesler, Sig-
urður Snorrason og
Sinfóniuhljómsveit Islands
leika. Páll P. Pálsson
stjórnar. d. „Pourquoi
pas?” verk fyrir hljómsveit,
sópranrödd og kór eftir
Skúla Halldórsson við ljóð
Vilhjálms frá Skálholti
Sinfóniuhljómsveit Islands,
Svala Nielsen og Karlakór
Reykjavikur flytja, Páll P.
Pálsson stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir) Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn.
Finnborg Scheving sér um
timann.
17.00 Lagið mitt Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Framburðarkennsla i
spænsku og þýsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Eftirmæli eftirstriðs-
áranna. Björn Stefánsson
búnaðarhagfræðingur flytur
annað erindi sitt um efna-
hagsmál, stjórnmál og
félagsmál á Islandi eftir
strið.
20.00 Lög unga fólksins. Ragn-
heiður Drifa Steinþórs-
dóttir kynnir.
20.50 Frá ýmsum hliðum.
Guðmundur Arni Stefáns-
son sér um þátt fyrir
unglinga. Þorvaldur Jón
Viktorsson aðstoðar.
21.30 „Wesendonksöngvar”
eftir Richard Wagner.
Hanna Schwarts syngur
Homero Francesch leikur á
pianó.
21.50 „Ræninginn” ljóð eftir
Alfreð Noyes: Bragi Sigur-
jónsson þýddi. Gisli Hall-
dórsson leikari les.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Kjarval” eftir
Thor Vilhjálmsson. Höfund-
ur les (23)
22.40 Harmonikulög. Stanley
og Anthony Darrow leika.
23.00 A hljóðbergi. — Á
hundrað ára afmæli Rainer
Maria Rilke. Flutt verður
stutt hugleiðing um skáldið
og lesið úr ljóðum þess, bæði
á frummálinu sem i is-
lenzkri þýðingu.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.