Dagblaðið - 19.01.1976, Síða 3
Pagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976
3
Hvenœr afsala alþingismenn
rétti sínum til launahœkkana?
Gunnar Gunnarsson skrifar og
gerir sér i lagi að umræðuefni
hlunnindi alþingismanna:
Alþingismenn
oft voru baðaðir margir i senn,
skófu undan nöglunum skitinn,
,,sgu”, ekki lttinn.
(Halldór Gunnlaugsson.)
Fyrir nokkru skrifaði undir-
ritaður fáeinar linur um grein i
Þjóðviljanum, er fjallaði um
„dugnað” þingmanna Alþýðu-
bandalagsins. Gekk sú atorka út
á það, aðallega, að ólmast i
bönkum og öðrum lánastofnun-
um i sambandi við vixlaaf-
greiðslur, húsnæðislán o.fl. Þar
var lýst með innfjálgum orðum
þjónustu þingmannanna við
„atkvæðin” og rætt þar að lút-
andi við þá Helga Seljan og
Stefán Jónsson. Umræður
spunnust um það i blöðum, sem
vonlegt var, hvort hér á Islandi
væri fremur verið að kjósa
sendisveina en þingmenn.
Undirritaður benti á, að málið
væri raunar mun alvarlegra:
Þingmenn væru að notfæra sér
aðstöðu sina á þann veg, að
spurning væri, hvort ekki kynni
að vera hér um hreint lögbrot að
ræða: misnotkun aðstöðu. —
Enginn hinna sextiu alþingis-
manna virðist hafa treyst sér til
að svara fyrrnefndri grein
undirritaðs, né heldur þvi, hvort
þeim sjálfum veitti ekki af ,
þrifaböðun og handahreinsun, i
þá veru, sem Halldór sálugi
læknir orti um forðum.
Nú hefur komið á daginn, að
auk riflegra launa, ókeypis
sima, ferðakostnaðar, risnu,
húsaleigustyrks, eins mánaðar
jólaleyfis, þriggja vikna páska-
fris (ef „vel” árar) og fjögurra
til fimm mánaða sumarleyfis,
hafa þingmenn úthlutað sjálfum
sér lifeyrissjóðsgreiðslum, sem
numið geta litlum þrjú hundruð
þúsundum króna á mánuði, er
þeir láta af sinu sligandi erfiði
fyrir þjóðfélagið (Eysteinn
Jónsson og „samlede venner”)
á meðan Dagsbrúnarmenn og
fleiri verða að láta sér nægja
tuttugu og niu þúsund á mánuði.
— Hvernig lizt nú „háttvirtum
kjósendum” á?
En það er meira blóð i kúnni,
og ekki verður komizt hjá þvi að
minna á fleiri atriöi i launamál-
um hákarlanna, sem viðar
leynast en i hópi alþingismanna,
þar sem virðist raunar vera
einna þykkast smurt. — Til
skamms tima, — og sennilega
enn — (óskast upplýst), hafa
dómarar (þar með taldir sýslu-
menn) fengið ein föt á ári
ókeypis, sem „einkennis-
klæðnað ?”, auk þess ógrynni
fjár i innheimtulaun (sbr. toll-
stjóraembættið), og ennfremur
fá sýslumenn umboðslaun frá
Tryggingastofnun 3 rikisins
(annars eru það skrifstofur
þeirra, en sjaldnast þeir sjálfir,
sem yfirleitt sinna þeim störf-
um). — Hverju nema þessar
aukagreiðslur, að viðbættum
húsaleiguhlunnindum o.fl.? Þá
má að endingu minnast á
bankastjórana með á þriðja
hundrað þúsund á mánuði i
laun, auk laxveiöihlunninda,
bifreibahlunninda, risnu-
kostnaðar etc., etc. Bein launa-
hækkun, nú, mitt i
„verðstöðvuninni,” um þrjátiu
þúsund krónur á mánuði.
Mál er að linni, — að sinni — ,
en fleiri þættir þessara mála
verða rifjaðir upp siðar, en
hvenær halda menn, að gerzt
gæti á tslandi eitthvað svipað
þvi, sem gerðist i Vestur-Þýzka-
landi (einu auðugasta riki
heims) i des. 1975, að þing-
menn og aðrir slikir afsali sér
rétti til launahækkana?
Fréttanef eða pólitískt nef?
Gtvarpshlustandi hafði sam-
band við Dagbiaðið vegna
fréttamats útvarpsins:
„A fimmtudag kom hingað til
lands dr. Josef Luns, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins. Erindi hans til
landsins er alþjóð vel kunnugt,
að reyna að miðla málum i hinni
harðvitugu landhelgisdeilu við
Breta. Dr. Luns hefur reynzt ts-
lendingum frábærlega vel i fyrri
landhelgisdeilum og fer ekki á
milli mála, að þessi mikli
áhrifamaður á vettvangi
alþjóðamála hefur bæði glöggan
skilning og mikla samúð með
málstað okkar.
Þvi hefði mátt ætla, að i aðal-
fréttatima hljóðvarpsins þetta
Hvor er mikilvægari tslending-
um um þessar mundir —Joseph
Luns eða Indira Gandhi?
kvöld hefðu fréttir af fundi
dr. Luns með fréttamönnum
verið meginefni og fyrsta frétt i
þeim tima. Þannig hlýtur hver
venjulegur hlustandi að álykta.
En fréttanef jieirra á frétta-
stofu útvarpsins virðist beinast
að annarri lykt. Frásögnin af
fundinum með Luns var kirfi-
lega jöruð seinast i fréttaauka,
rétt eins og verið væri að segja
frá tiðarfari og afkomu manna i
Hrisey eða norður á Ströndum.
Fréttastofunni þótti miklu
veigameinaað flytja landsmönn
um frásögn af tndiru Ghandi og
pólitikinni i Indlandi áður en
sagt væri frá þvi máli, sem
skiptir sköpum um hag og fram-
tið allrar islenzku þjóðarinnar.
Hvað er hér að gerast? Ég vil
ekki trúa þvi að fréttamenn
hljóðvarpsins hafi svona lélegt
fréttamat. Mér er miklu nær að
halda, að hér hafi pólitiskt nef
ráðið ferðinni, og helzt mætti
ekki vekja athygli á þeim miklu
áhrifum, sem dr. Luns og At-
lantshafsbandalagið geta haft
til farsællar lausnar á deilunni.
Þvi hafi verulegur hluti hlust-
enda verið svæfður með efni,
sem vægast sagt vekur tak-
markaðan áhuga, þótt vel sé
samið og flutt og þvi hafi frá-
sögninni af Luns fengið þennan
stað i fréttatimanum.
Fréttastofa hljóðvarpsins
kann að hafa aðrar skýringar á
þessu máli og væri fróðlegt að fá .
að heyra þær.”
HVAÐ MED SUDURLAND?
Suðurlandsbúi spyr:
„Mig langar að koma fram
einni fyrirspurn til sveitar-
stjórnarmanna á Suðurlandi og
til Almannavarna rikisins.
Hvað hefur verið gert i að skipu-
leggja björgunarstörf á Suður-
landi, með tilliti til jarðskjálfta?
Ég hef grun um að það sé næsta
litið. Þetta þarf ekki að vera
neinum að kenna. Þið á Dag-
blaðinu hafið gert jarðskjálfta-
hættunni á Suðurlandi góð skil
og eigið þakkir skildar fyrir að
vekja máls á þessu þarfa máli.
Suðurlandsundirlendið er eitt
versta jaröskjálftasvæði lands-
ins, og það sem gerðist á Kópa-
skeri er aðeins brot af þvi sem
gæti gerzt hjá okkur. Sveitar-
stjórnarmenn, vaknið af blund-
inum væra, setjið reglugerð,
hvar byggja má hlaðin hús og
pantið þið skipulag hjá al-
mannavörnum.”
Ef Suðurlandsskjálftar byrja,
þá er hætt við að meira hrynji
en bara úr hilium, eins og þessi
mynd frá Kópaskeri sýnir.
Hver getur lifað af 33
þúsundum ó mánuði?
1252—1294 skrifar vegna
þáttarins Kastljós, þar sem
fjallað var um kjör eliilaun-
þcga:
„Vafalaust er það þungbært
að vera orðinn svo gamall að
maður þurfi að þiggja ellilaun.
En skyldi það ekki vera enn
erfiðara að vera öryrki?
Tveggja ára gamall lenti ég á
sjúkrahúsi og var þar til tólf ára
aldurs. Eins og gefur að skilja
gáfust mér þvi ekki mörg tæki-
færi til að afla mér menntunár.
Er þeirri spitalavist lauk var ég
sendur út að vinna Eitt af þeim
störfum sem ég vann við fór svo
illa með mig að siðan hef ég litið
getað unnið.
Nú fæ ég greiddar 33 þúsund
krónur á mánuði. Með þeim
þarf ég að greiða allan lyfja-
kostnað og kaupa lifsnauðsynj-
ar. Einnig þarf ég að greiða af-
notagjöld af sima, og þau eru
svo sannarlega ekki gefin.
Ég spyr þá sem þetta lesa
hvort þeir telji að hægt sé að lifa
af 33 þúsundum króna á mánuði.
Ef þeir treysta sér ekki til að
svara þvi vona ég að þessi skrif
min vekji þá til umhugsunar.”
Les-
endur
Ef ykkur liggur eitt-
hvað á hjarta/ hringið
þá i'síma 83322 á milli
klukkan 13 og 14, at-
hugið milli klukkan 13
og 14 — eða sendið
okkur línu, Raddir les-
enda,
Dagblaðið
Sjðumúla 12
Reykjavík.
Spurning
dagsins
Fylgistu með lesendadálk-
um dagblaðanna?
Ragnheiður Hrefna Jónsdóttir,
fóstra. — Já, en ég les þá ekki
alltaf. Ég hef nú ekki notfært mér
þetta og komið skoðunum minum
á framfæri á þennan hátt. Annars
er þessi þjónusta ómissandi fyrir
þá sem hafa frá einhverju að
segja.
Sigurður Kristjánsson, vélstjóri:
— Nei. Ég les svo litið dagblöðin
yfirleitt. Þessir dálkar þjóna sin-
um tilgangi og eru ómissandi
fyrir þá sem liggur eitthvað á
hjarta.
Ketill Haiidórsson, nemi: — Já.
Ég hef nú aldrei skrifað neitt i
þessa dálka, en það er mjög
gaman að fylgjast með þessu. Ég
vildi alls ekki að þessu yrði hætt.
Unnur Einarsdóttir, starfsstúlka
hjá Viði: — Nei, ég les þá að
minnsta kosti mjög sjaldan. Ég
vildi samt ekki missa þetta úr
blöðunum vegna þess að þetta er
tilvalinn vettvangur til skoðana-
skipta.
Kristján Gislason.nemi: — Já, ég
geri það oftast. Mér finnst að þaö
mætti alls ekki fella þá niður. Þaö
mætti jafnvel auka það pláss,
sem fólk gæti notaö til að koma
skoðunum sinum á framfæri.
Hjördis Jósepsdóttir, húsmóöir:
— Jú, ég hef fylgzt með þeim, en
aldrei skrifað neitt sjálf. Mér
finnst skemmtilegt að fylgjast
með skoðanaskiptum fólks á
þessum vettvangi..