Dagblaðið - 19.01.1976, Side 8
8
Pagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976'
UNGT
SKÁKFÉLAG
- EN
STERKT:
Mjölnir vann
Sunnlendingana
— og hefur trygga forystu í deildakeppninni í skák
Yngsta taflfélag landsins,
Mjölnir sem stofnað var
8. september sl., sama
dag og Dagblaðið hóf göngu
sina, virðist ætla að vinna sigur
i deildarkeppninni í skák. I gær
bættu þeir Mjölnismenn einum
sigrinum i safn sitt, unnu Skák-
samband Suðurlands með 6
gegn 2. Aður hafði Mjölnir unnið
Taflfélag Reykjavikur og Tafl-
félag Hafnarfjarðar. Eftir eru
Kópavogur, erfiður mótherji að
mati Svavars Guðna Svavars-
sonar, formanns Mjölnis, Akur-
eyringar, Keflvikingar og Skák-
félag Hreyfilsbilstjðra.
t gær var teflt á 8 borðum i
Vélskóla Islands og fóru leikar
svo: Ingvar Ásmundsson vann
Gunnar Finnlaugss., Ólafur
Magnússon vann Hannes Ólafs-
son, á þriðja borði tapaði Björg-
vin Viglundsson fyrir Ölafi
Bjarnasyni, Sunnlendingi, en
hann var sá eini frá SS, sem fór
með sigur af hólmi. Á fjórða
borði tefldu Jónas Þorvaldsson
og Vilhjálmur Þór Pálsson og
varð jafntefli. Jón Þorsteinsson,
sá gamalkunni kappi, sneri sig
út úr erfiðri stöðu gegn ungum
skákmanni frá SS, Guðbirni
Sigurmundssyni, og sigraði Jón
i skákinni.
Sverrir Norðfjörð, SM, og
Svavar Guðni Svavarsson, —
formaður Mjölnis, hins unga
félags sem sér fram á sigur i
deildakeppninni.
Sveinn Sveinsson gerðu jafntefli
á 6. borði, en á 7 borði vann Árni
Björn Jónasson og Stefán
Aðalsteinsson og á 8. borði vann
Sigurður Danielsson Þórhall
héraðslækni i Hveragerði Ólafs-
son.
Jón Þorsteinsson (til hægri) sá við hinum unga Guð-
birni Sigurmundssýni, enda þótt staðan væri orðin
hæpin undir lokin hjá hinum gamalkunna kappa.
Ingvar Ásmundsson og Gunnar Finnlaugsson voru
fyrsta borðsmenn.
Hér hugsa þeir djúpt Ólafur Magnússon og Hannes
Ólafsson. (Ljósmyndir PB, Björgvin Pálsson).
Loðnubrœðsla
hefst senn ó
Raufarhöfn
„síldarsvipur" á kauptúninu
„Hingað eru nú komin um 14
hundruð tonn af loðnu úr f jórum
skipum,'’ sagði Árni Sverrisson,
verksmiðjustjóri Sildarverk-
smiðju rikisins á Raufarhöfn, i
viðtali við Dagblaðið i gær-
kvöldi. ..Hingað er von á 6 skip-
um með 18—19 hundruð tonn i
kvöld", sagði Árni ennfremur.
Á Raularhöfn er þróarrými
íyrir 9 þúsund tonn af loðnu, en
afkastageta verksmiðjunnar er,
að sögn Árna Sverrissonar 600
tonn á sólarhring. Hann sagði,
að loðnan kæmi til þeirra á
Raufarhöfn nokkru fyrr en
menn hefðu búizt við, heldur
fyrr en á siðasta ári.
Er nú verksmiðjan senn tilbú-
in að fara i gang og verður þá
unnið á 8 stunda vöktum. Um
það bil 60 menn starfa i verk-
smiðjunni, þegar brætt er. Sá
mannafli er fyrir hendi á
Raufarhöfn og nágrenni. Mikill
hugur er i mönnum nyrðra, ekki
sizt þeim, sem muna lif og önn
sildarsumranna þar. —BS
ÁTTA ÚTKÖLL
SLÖKKVILIÐS
Það sem af er árinu hefur
verið óvenjulega rólegt hjá
Slökkviliði Reykjavikur. Ails
hefurátta sinnum verið kallað á
liöiö. i öllum tilvikum hefur
verið um mjög óverulegan eld
að ræða og i sumum engan.
Sumar af þessum ferðum hafa
verið farnar af þvi að fólki sýnd-
ist vera um eld að ræða á
ákveðnum stöðum, en er liðið
kom á vettvang reyndist um
misskilning að ræða. Átta útköll
á 15 dögum er óvenjulega litið.
ASt
„ENGIR SAMNINGAR KOMA
NÚ TIL GREINA VIÐ BRETA",
— segir fundur í Starfsstúlknafélaginu Sókn
,,Engir samningar við Breta
koma nú til greina,” segir i
ályktun Starfsstúlknafélagsins
Sóknar . Mótmælir félagið
harðlega innrás brezks flota i is-
lenzka fiskveiðilögsögu og
itrekuðum ásiglingartilraunum
þeirra á islenzk varðskip að
skyldustörfum, sem leitt geta r.il
manndrápa hvenær sem er.
Jafnframt vitir félagið hik og
úrræðaleysi islenzku rikis-
stjórnarinnar, sem gæti gefið
Bretum þá alröngu hugmynd,
að tslendingar gætu bognað
fyrir ofbeldinu, og þannig boðið
heim hættu á áframhaldandi og
auknum ofbeldisverkum.
Fundurinn lýsir yfir fuilum
stuðningi við frumkvæði Suður-
nesjamanna og skorar á stjórn-
völd að lýsa nú þegar yfir úr-
sögn úr NATO.
Forboðnir
óvextir
Náunginn á myndinni var að
burðast með forboðna siga-
rettuauglýsingu, þvi það eru
þær utandyra samkvæmt reglu-
gerðum. Hann lét mynda sig i
bak og fyrir með auglýsinga-
klukku, sem hann hampaði fyrir
framan brjóstmyndina af borg-
arskáldinu Tómasi i Austur-
stræti. (Db-mynd Björgvin).
í pilluleit
ó Selfossi
Aðfaranótt laugardagsins
var brotizt inn i apótekið á Sel-
fossi. Voru þar að verki ná-
ungar úr Reykjavik i pilluleit
en litið höfðu þeir upp úr
krafsinu. Virtust þeir hafa
verið truflaðir við iðju sina,
þvi þeir höfðu sig hið skjótasta
á brott.
Varð þeim ekki kápan úr þvi
klæðinu þvi lögreglan á Sel-
fossi vissi á hvaða bifreið þeir
ferðuðust og var þvi hægt um
vik. Mennirnir voru handtekn-
ir og mál þeirra sent til rann-
sóknar.
HP.
Léleg nýting
fangageymsla
um helgina
EINN TEKINN
FYRIR
RÚÐUBROT í
NOKKRUM
VERZLUNUM
Að sögn lögreglunnar i
Reykjavik var óvenjulega litið
um að vera um helgina þrátt
fyrir leiðindafærð og veður.
Olvun var i algjöru lágmarki
og aðeins sex menn gistu
fangageymslur, sem verður
að teljast léleg herbergjanýt-
ing.
Einn maður var handtekinn
áberandi ölvaður, þar sem
hann braut rúður i Siggabúð á
Skólavörðustig. Hefur hann
játað að hafa fyrr á sunnu-
dagsnóttina T)rotið rúður i
Plötuportinu og einhverjar
kærur voru að berast um
rúðubrot viðar i miðbænum,
sem maðurinn er grunaður
um að eiga aðild að. Lögregl-
an heldur manninum i sinni
vörzlu.
Árekstrar i umferðinni yfir
helgina voru fáir og engin slys
urðu á mönnum.
HP