Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.01.1976, Qupperneq 9

Dagblaðið - 19.01.1976, Qupperneq 9
Dagblaöið. Mánudagur 19. janúar 1976 f ....... „Við engan að sakast, innflutningur þjónar neytandanum betur" 9 N SÍPASTI VEFSTÓLLINN ÞAGNAR f NÆSTA MÁNUÐI Axminster hf. er eitt elzta fyrirtæki landsins i gólfteppa- framleiðslu. Hefur það, sem fyrr segir, snúið sér að innflutn- ingi. Flytur fyrirtækið einkum inn gólfteppi frá DLW og Dura, sem eru þýzk stórfyrirtæki, og einnig nokkuð frá brezkum aðil- um. Eru þegar komnar yfir 60 tegundir á sýningargrindur, en siðasti vefstóllinn hjá Axminster þagnar siðasta dag febrúarmánaðar næstkomandi. — rœtt við Hermann í Axminster um góifteppagerðina, sem hœttir senn „Neytandinn hefur kosið að hafa það vöruval, sem ekki er mögulegt að veita honum með innlendri framleiðslu eingöngu. Við leggjum þvi niður teppa- framleiðslu frá og með 1. marz næstkomandi og snúum okkur algerlega að innflutningi,” sagði Hermann Kjartansson, framkvæmdastjóri Axminster i viðtali við Dagblaðið. Hermann sagði að ógerlegt væri, vegna tilkostnaðar, að fylgjast með nútima vélvæðingu i þessarri framleiðslugrein fyrir islenzkan markað i samkeppni við erlenda stórframleiðslu. Af- kastageta fullkominna vefstóla og teppagerðarvéla en svo gifurleg, að nýting þeirra er ekki raunhæf fyrir islenzkan markað einvörðungu. ,,Um 1970 fór framleiðslan hjá okkur að dragast saman, en fyrir þann tima voru hér vef- stólar i gangi 24 stundir á sólar- hring. Það er ekkert launungar- mál, að við létum undan siga fyrir samkeppni innfluttra gólf- teppa”, sagði Hermann ,,og það er ekki einfalt mál að leggja niður iðnað, sem er orðinn gró- inn og i ákveðnum skorðum. En það er við éngan að sakast. Það á einfaldlega ekki að halda uppi iðn eða annarri starfsemi, sem ekki geturstaðiö á eigin fótum.” „Það er engin ástæða til þess að ráðast á stjórnvöld eða aðra aðila. Hér er ekki um að ræða of háa tolla á hráefni, heldur þróun i framleiðslu og val neytenda,” sagði Hermann Kjartansson. Hafa óhyggjur af framferði ungmenna sinna ó gamlórskvöld: Æsiskrifin rýra álit bœjarbúa út á við — segir í útskrift úr fundargerð bœjarstjórnar Sauðárkróks „Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur haft áhyggjur af fram- ferðibarna og unglinga i bænum á gamlárskvöld undanfarin ár og telur nauðsynlegt að taka upp aukið samstarf lögreglu, bæjarstjórnar og félaga i bæn- um um að reyna að beina at- hafnaþrá ungmennanna i já- kvæða átt,” segir i útskrift af fundargerð bæjarstjórnar Sauðárkróks nú á dögunum. „Hins vegar lýsir bæjarstjórn undrun sinni og vanþóknun á fréttum, sem birtar hafa verið i dagblaðinu Visi og fleiri blöðum um ástand og bæjarbrag á Sauðárkróki s.l. gafnlárs- kvöld. Bæjarstjórn telur ljóst að athuguðu máli að framkomnar ásakanir séu i nokkrum atriðum ýktar og rangar og fréttaflutn- ingur i heild villandi æsiskrif, sem virðist engum tilgangi þjóna nema rýra álit bæjarins og bæjarbúa út á við.” Ilermann Kjartansson stendur hér viö eina af rullugrindunum — yfir 60 tegundir af teppum i Axminster. Gífurleg útlánggukning í almenningsbókasöfnum Elzta safnið lónaði tiltölulega flestar bœkur Bókasafn Seltjarnarness lánaði út flestar bækur allra safna á höfuðborgarsvæðinu á siðasta ári miðað við ibúafjölda byggðarlaganna i þessum landshluta. Námu útlán bóka rúmlega 14 á hvern ibúa, en samkvæmt manntali voru 2.476 ibúari Seltjarnarneskaupstað 1. desember sl. Borgarbókasafn Reykjavikur kemur liklega næst með rúm- lega 12 útlán á hvern ibúa, en sameiginlegt er þaö öllum almenningsbókasöfnum, eftir þvi, sem spurnir eru af, að útlán bóka hafa aukizt stórlega frá þvi sem var árið 1974. Er það samdóma álit þeirra, sem blaðið hefur haft tal af, að þessu valdi einkum hækkað verðlag á bókum, þótt bætt afgreiðsla komi þar einnig til. Að sögn Finns Sigurjóns- sonar, bókavarðar á Seltjarnar- nesi, haföi 5. hver ibúi kaup- staðarins fengiö lánaða bók á árinu i safninu til 22. desember sl. Þess má geta, að bókasafn Seltjarnarness er elzta starf- andi almenningsbcjkasafn á Suðvesturlandi, það átti 90 ára afmæli i fyrra. —BS— ...hvertmeó sínumóti. FYRIR FEITTHÁR Bœjarstjórn Dalvíkur: „Enga samninga við Breta" Bæjarstjórn Dalvikur hefur samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum ályktun um landhelgismálið. Segir þar meðal annars, að vegna fram- komu Breta á miðunum hér við land eigi rikisstjórnin að slita stjórnmálasambandi við Bretland þegar i staö. Þá eigi hún að segja upp samningum um herstöðina á Keflavikur- flugvelli og tilkynna lokun hennar innan ákveðins frests. Ennfremur vill bæjarstjórn Dalvikur benda á, að ekki sé rétt að semja við Breta yfir- leitt um fiskveiðar hér við land þarsem þeir hafi með of- beldi sinu fyrirgert öllum rétti til slikra samninga. HP. 123.800 krónum var stolið frá Krabbameinsfélaginu Eins og skýrt var frá i Dag- blaðinu á miðvikudaginn var brotizt inn á skrifstofur Krabba- meinsfélagsins við Suðurgötu þá um morguninn. Var brotin rúða á bakhlið hússins og skápar i skrifstofum. Ekki var þegar ljóst, hve miklu hafði verið stolið. Nú hefur rannsókn farið fram á þvi og hurfu alls ^123.800 krónur i reiðufé. Allar ávisanir á staðnum voru skildar eftir. 'Málið er i rannsókn. tvar Hannesson rannsóknar- lögreglumaður tjáði blaðinu i gær að óvenjulegur innbrotafar- aldur hefði að undanförnu verið i Reykjavik. Athygli vekti að innbrotin væru flest framin i miðbænum á tiltölulega litlu svæði. ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.