Dagblaðið - 26.01.1976, Qupperneq 13
Flug 157 endar í miðjum frumskóginum1
Læknir, — hann virðistHM
_ ekkianda. ;—y
Jæja, þaö tókst þó.
Aðgættu farþegana
Já, herra
og ekkert radiósamband
© King Fealures Syndicate, lnc„ 1974. World righl. reterved.
nœgði ekki
— Frábœr árangur á EM
í skautahlaupum
Sten Stensen, Noregi, setti glæsi-
legt heimsmet I 10000 m. hlaupi á
EM i skautahlaupum i Osló i gær —
hljóp á 14:50.31 min., en þessi frá-
bæri árangur i siðustu greininni
nægði honum ekki til að hljóta
EM-titilinn. Kay Stenhjemmet,
Noregi, varð meistari með 169.770
stig — en Stensen hlaut 169.775 stig.
Jafnasta keppni sem um getur i
sögu skautahlaupanna. Eidra
heimsmetið i 10 km. átti Victor
Varalamov. Sovét, 14:52.73 min.
Hann varð annar á 14:59.27 min.
Norðmenn höfðu algjöra yfir-
burði. Þriðji samanlagt varð Jan
Egil Storholt mcð 169.979 og fjórði
Araund Sjöbrend með 170.333.
Stensheim setti norskt met i 5000
m. skautahlaupinu, þegar hann
sigraði ó 7.15.76 min. Storholt varð
annar á 7:18.66 min. í 1500 m.
hlaupinu setti Stenshjemmet nýtt
norskt met — hljóp á 2:00.63 mín.
Sjöbrend varð annar á 2:01.29. min.
og van Ilelden, Hollandi, 3ji á
2:01.37 min.
Þrjú heimsmet
og Evrópumet
— í frjálsum íþróttum
innanhúss
Pólverjinn Tadeus Slusarski setti
nýtt Evrópumet i stangarstökki
innanhúss I Philadelpiu á
laugardag — stökk 5.46 m. Eldra
metið átti Kjell Isaksson, Sviþjóð,
og var það 5.29 metrar. Evrópu-
metið stóð þó aöeins nokkrar
klukkustundir, þvi á móti i Varsjá
stökk Wladyslaw Kozakiewicz 5.48
metra á laugardagskvöld.
Angela Voigt, Austur-
Þýzkalandi, setti nýtt heimsmet
innanhúss i langstökki á móti I
Austur-Berlin á laugardag, Hún
stökk 6.76 metra en eldra heims-
metiö var 6,73 m. og átti Tatyana
Schelkanova, Sovétrikjunum það.
Daginn eftir bætti Eugen Ray,
Austur-Þýzkalandi, eigið heims-
met i 100 m. hlaupi innanhúss,
þegar hann hljóp á 10.16 sek. Hinn
18 ára hlaupari frá Ilalle bætti met
sitt úr 10.21 sek., sett fyrr i þessum
mánuði. Doris Maletzki setti
heimsmet i 400 m. hiaupi kvenna —
hljóp á 51.9 sek. Eldra heimsmetið
átti Nadeshda llynia, Sovét, 52.44
sek. Árangur þessi náðist á austur-
þýzka meistaramótinu.
Karl Jóh. stangaður
IBK sigraði Fylki i 2. deild
Islandsmótsins i handbolta.
Leiknum lauk 13-10 IBK i vil. Það
sem hinsvegar varð þeim næstum
að falli var að leikurinn hófst 30
minútum á undan áætlun — og
beztu menn liðsins mættu i hálf-
leik!
Fyrir norðan lék Leiknir við Þór
og KA. Leiknir sigraði i fyrri
leiknum 24-23 — skoraði markið á
siðustu sekúndum. En eitthvað
virtist dregið af Leiknismönnum i
siðari leiknum — stórtap 22-36.
Karl Jóhannsson er enn iðinn
við kolann. Hann leikur nú með
HK og um helgina lék HK við
UMFN og tapaði 16-32. Karl
skoraði tvö mörk — og átti eina
linusendingu á þeim þremur
mintútum sem hann var inn á. Þá
var Karl bara stangaður á nefið
og varð að yfirgefa völlinn —
skrámaðurá nefi.
Kvennaboltinn var einnig i
gangi yfir helgina — Valur heldur
sinu striki i 1. deildinni. Liðið
vann stórsigur á UBK 25-4.
Armann átti i nokkrum erfiðleik-
um með Vfking — en sigraði þó
17-12. Þjáningasystur Vikings á
botninum i deildinni — IBK-voru
Fram engin hindrun. Fram sigr-
aði 21-12. FH sigraði KR 15-13.
h.halis
Dagblaðið. Mánudagur 26. janúar 1976.
Dagblaðið. Mánudagur 26. janúar 1976.
j v 'i ’ . V t'i v. ' ... ... ' . . ••,. • T»Ti»lT
Jón P. Jónsson skorar af miklu harðfylgi þrátt fyrir aö þrir Þróttarar
séu til varnar. Db-mynd Bjarnleifur
Nú blasir íslandstit-
illinn við Valsmönnum
— eftir sigur gegn Þrótti í gœrkvöldi. Sigurganga Þróttar stöðvuð eftir fimm leikí
Eftir tvo tapleiki I röð eru
Vaismenn aftur komnir á skrið —
i gærkvöld sigruðu þeir Þrótt 21-
19 i 1. dcild islandsmótsins i
handknattleik.
En þrátt fyrir sigur voru Vals-
menn alls ekki sannfærandi.
Siður en svo — léleg nýting Þrótt-
ara i góðum færum varð hinu
unga liði Þróttar að falli. Svo og
virtust innáskiptingar nokkuð
misráðnar — einmitt þegar Vals-
liðið var hvað ráðvilltast voru
Bjarni Jónsson og Friðrik
Friðriksson útaf. Eftir að Ólafur
Benediktsson hafði varið 3 vita-
köst i röð snemma i fyrri hálfleik
náðu Valsmenn góðu forskoti —
16-10. Allt gekk Þrótti i óhag á þvi
timabili og i 18 minútur skoraði
liðið aðeins 2 mörk. Þegar tiu
minútur voru eftir af leiknum var
staðan 18-12 Val i vil en þá tóku
Þróttarar góðan kipp og skoruðu
þrjú mörki röð. Við þetta virtist
Valsliðið ætla að brotna — mistök
á mistök ofan og Þróttur fékk
hvaðeftir annað að minnka mun-
Ólafur slasaðist
Dankersen tapaði
— en Göppingen vann enn sigur í suðurdeildinni og er
nú komið upp í miðja töflu. Tap hjó Donzdorf
Öjafur II. Jónsson slasaðist á
augabrún — varð að yfirgefa völl-
inn — þegar tiu min. voru eftir af
leik Dankersen og Rheinhausen i
Bundesligunni þýzku á laugar-
dag. Staðan var 13-11 fyrir
Dankersen — en Itheinhausen
skoraði fjögur mörk lokakaflann
gegn einu og sigraöi 15-14.
Dankersen lék með hálfgerðu
varaliði þá. Þrir aðrir leikmenn
liðsins höfðu slazast og orðið að
yfirgefa völlinn auk Ólafs. Einn
fékk heilahristing, annar meidd-
ist á hné, hinn 3ji á ökkla. Ólafur
fékk skurð á augabrúnina —
saumuð sex spor. Hann verður
frá leik um sinn — vonast þó til að
geta leikið um næstu helgi. Þetta
var ekki sama augabrúnin og
Ólafur slasaðist á i desember.
,,Við áttum báðir heldur slakan
Ágúst Ásgeirsson
brezkur meistarí
Ágúst Asgeirsson, hlauparinn
góðkunni úr ÍR, sigraði I 2000 m
hindrunarhlaupi á miklu frjáls-
iþróttamóti innanhúss i Wolver-
hamptoná laugardag. Hann hljóp
vegalengdina á 5:38.8 min. og var
eini erlendi sigurvegarinn á mót-
inu.
Þetta var á brezka meistara-
mótinu — svo Ágúst er brezkur
meistari i greininni. Andrea
Lynch vann aftur titil sinn i 60 m
hiaupi — hljóp á 7.3 sek., en
Bretar gera sér vonir um, að hún
hljóti verðlaun i Montreal. í 800 m
hlaupi sigraði Phil Lewis á 1:50.0
min. eftir ársfjarveru frá keppni.
Hann hlaut silfurverðlaun i þessu
hlaupi á EM 1971.
Afrek Ágústs i hlaupinu var
afar óvænt, þvi allir beztu
Bretarnir á vegalengdinni voru
meðal keppenda.
leik — ég og Axel. Það er afar er-
fitt að leika á útivöllunum i
Þýzkalandi. Ég veit ekki hvað við
skoruðum — held 2-3 mörk hvor.
Gummersbach lék i Hamborg
og vann 16-11. Einar Magnússon
lék ekki með. Kiel vann Phönix
19-12, Derschlag vann Altenholz
16-12 og Wellinghofen vann Bad
Schwartau 15-10. Gummersbach
hefur 18 stig — Phönix og Kiel 13
stig, Dankersen og Derschlag 11.
Wellinghofen og Reinhausen 10.
Liðin hafa leikið 10 leiki — nema
Kiel 11.
Göppingen lék við Grosswall-
stadt i suðurdeildinni og sigraði
með 15-13. Gunnar Einarsson
skoraði fimm mörk i leiknum —
fjögur viti. Göppingen er nú
komið með 10 stig — aðeins fjór-
um stigum á eftir efstu liðum, svo
þar getur allt skeð. Hofveier vann
Milbertshofen 16-14. Bæði efstu
liðin töpuðu, Neuhausen, neðsta
liðið vann það efsta Rintheim 16-
13 og Leutershausen vann
Dietzenbach 16-15.
1 2. deild tapaði Donzdorf enn —
lék við Rheinburger og tapaði 10-
12. ólafur Einarsson skoraði
fjögur mörk i leiknum — tvö viti.
Fjögur lið berjast þar nú um að
komast i 1. deildina.
inn enn frekar. En þá voru þeir
Friðrik og Bjarni fyrir utan —
tækifærum var klúðrað og Vals-
menn náðu að skora sitt 19. mark.
Eftir það var aldrei spurning
hver sigraði — Þróttur minnkaði
muninn i 21-19 en liðið hafði gefið
Val of mikið forskot.
Staðan í
I. deild
Úrslit leikja helgarinnar:
1. deild:
Valur — Þróttur 21-19
Ármann—Fram 17-18
2. deild:
Þór — Leiknir 23-24
KA—Leiknir 36-22
ÍBK — Fylkir 13-10
1. deild kvenna:
Ármann—Vikingur 17-12
Fram —ÍBK 21-12
KR — FH 13-25
Valur — UBK 25-4
Staðan i 1. deild karla:
Valur 11 7 1 3 217-186 15
FH 10 6 0 4 222-202 12
Haukar 10 5 2 3 189-173 12
Fram 11 5 2 4 185-180 12
Vlkingur 10 5 0 5 205-205 10
Þróttur 11 4 2 5 209-209 10
Ármann 11 3 1 7 179-229 7
Grótta 10 3 0 7 175-197 6
Markhæstu menn:
Friðrik Friðriksson, Þrótti 70/15
Páll Björgvinsson, Víking 63/22
Pálmi Páimason, Fram 60/17
Næsti leikur verður suður I
Firði á miðvikudaginn — þá eig-
ast við Grótta og FH.
Punktamót í
skíðagöngu
Punktamót i skíðagöngu var
háð i Hveradölum á laugardag.
Skiðafélag Reykjavikur sá um
mótið, en Jónas Ásgeirsson var
göngustjóri. Keppt var i tveimur
flokkum, og voru þátttakendur
skráðir frá ísafirði. Siglufirði.
Fljótum, ólafsfirði og Reykjavik.
ólafsfirðingar veðurtepptust —
en Trausti Sveinsson keppti ekki
á mótinu.
• Úrslit i flokki 20 ára og eldri
urðu þessi.
1. Magnús Eiriksson,
Siglufirði, 56.18
2. Þröstur Jóhannsson,
Isafirði, 58.56
3. Guðm. Sveinsson,
Reykjavik, 61.54
4. Guðjón Höskuldsson,
Isafirði. 63.36
Gengnir voru 15. km fyrir
neðan skiðaskálann.
I flokki 17—19 ára urðu úrslit
þessi — vegalengd 10 km.
1. Jónas Gunnlaugsson,
Isafirði 42.45
2. Björn Ásgrimsson,
Siglufirði 42,46
3. Hallgrimur Sverrisson,
Siglufirði 45.08
Jón Karlsson var atkvæða-
mestur Valsmanna og i markinu
stóð Jón Breiðfjörð mestan
timann. Jón varði mjög vel — og
Óli Ben. kom inn á rétt til þess að
verja þrjú viti i röð. Lið með slika
markverði er ekki á flæðiskeri
statt.
Leikur Þróttar var nokkuð
tröppukenndur — annað slagið
lék liðið mjög vel en þess á milli
datt liðið alveg niður. Sama gilti
um markverði — af og til voru góð
skot varin en þess á milli lak allt
inn. Segja má að þetta hafi
einkennt nokkuð marga leiki
Þróttar i vetur — og nokkrum
sinnum slapp allt fyrir hom — en i
gærkvöld gáfu þeir of mikið for-
skot til að vinna upp á of skömm-
um tima.
Mörk Vals skoruðu: Jón Karls-
son 6, Guðjón Magnússon,
Þorbjörn Guðmundsson og Jón P.
Jónsson 4 mörk hver.
Jóhannes Stefánsson skoraði 2
mörk og Steindór Gunnarsson 1
mark.
Friðrik Friðriksson skoraði 6
mörk fyrir Þrótt, Konráð 5,
Halldór Bragason 4, Sveinlaugur
3 og Jóhann 1. mark. hhalls.
Ásgeir skoraði —
stórtap hjú Charleroi
Ég byrja að æfa á morgun —
hcf verið frá i rúman hálfan
mánuð vegna meiðsla i læri, sagði
Guðgeir Leifsson, þegar Dag-
hlaðið ræddi við hann i Belgiu i
gær— og liann var þvi ekki með i
tapleiknum mikla hjá Charleroi I
gær. Waregem vann Charleroi 9-
I.
Staðan var 3-0 i hálfleik, en
samt lét þjálfari okkar liðið reyna
sóknarleik áfram með þessum
afleiðingum, sagði Guðgeir enn-
fremur. Ég vona að ég geti byrjað
að leika aftur um næslu heígi —
það er hroðalegt að vera svona
frá. Ég hóf leik of snemma á dög-
unum — var frystur og meiðslin
tóku sig upp.
Asgeir Sigurvinsson lék með
Standard og skoraði fyrra mark
liðsins gegn Berchem. Staðan var
1-0 i hálfleik fyrir Standard og i
hvrjun s.h. skoraði Gorat annað
mark Standard. Liðið virtist
stefna i sigur — en Berchem tókst
að skora og rétt fyrir leikslok var
dæmd vitaspyrna á Standard og
Berchem jafnaði. Mörgum þótti
hún mjög vafasöm. úrslit urðu
annars þessi i Belgiu um helgina.
Beerschot — Molenbeek 1-1
La Louviere — Beringen l-l
Malines — Ostende 1-1
Liegeois — Malinois 0-0
Enn sigur
Enn sigrar Borussia Mönchen-
gladbach i vestur-þýzku knatt-
spyrnu — sigraði Kaiserslautern
ú útivelli á laugardag með 3-0.
Það var i 19. umferð og önnur
úrslit urðu þessi.
Hertha-Brunswick 1-0
Bayern-Karlsruher 2-0
Duisburg-Schalke 1-3
Essen-Dusseldorf 2-2
Ein. Frankfurt-Bremen 2-0
Bochum-Uerdingen 3-0
Hannover-Köln 3-3
Ilamborg-Offenbach 2-0
Lierse — FC Brugge 2-3
Beveren — Lokeren 2-1
CS Brugge — Antwerpen 1-3
Waregem — Charleroi 9-1
Berchem—Standard 2-2
Andrés Bridde, Fram, hindrar Friðrik Jóhannesson og
Fram. DB-mynd Bjarnleifur
vlti var dæmt á
Lognmolla þegar
Fram vann sigur
— og Ármenningar eru því enn í fallhœttu
Fram sigraði Ármann með eins marks mun
Fram og Ármann léku siðari
leikinn i gærkvöld — Fram sigr-
aði 18-17. Þrátt fyrir litinn mun
var aldrei spenna — þarna áttust
við lið — annað hefur verið við
miðja deildlna án þess að ógna
efstu liðum og hitt i botnbaráttu
— og leikurinn var i samræmi við
þctta.
Litið sem ekkert gladdi augað
— og áhorfendur tindust smám
saman i burtu, enda litið við að
vera. Armenningar geta engum
öðrum en sjálfum sér um kennt
hvernig fór — upplögð tækifæri
gáfust til að vinna leikinn en þau
voru ekki nýtt og þvi féll sigurinn
Fram i skaut.
Ármann var lengst af yfir i
fyrri hálfleik en i hálfleik var
staðan jöfn 10-10. Ármenningar
voru yfir i byrjun siðari hálfleiks
en aldrei meira en eitt mark —
þrátt fyrir að mörg og góð tæki-
færi gæfust til að auka muninn.
Upp úr miðjum hálfleiknum
náði Fram tveggja marka forystu
sem reyndist Ármanni um megn
að brúa og sigur Fram var i höfn.
Framliðið leikur mjög einhæf-
an handknattleik .— sama hnoðið
fram og aftur. Hins vegar býr
margt i liðinu og þegar liðið hefur
jafnað sig til fulls á þeim blóð-
missi sem það hefur orðið fyrir,
þá fer Fram aftur að ógna efstu
liðum hér.
Enn á Ármann fall i 2. deild á
hættu. Liðið hefur verið mjög ó-
heppið i vetur — leikmenn hafa
Lauda vann
Heimsmeistarinn I kappakstri,
Austurrikismaðurinn Niki Lauda,
sigraði i fyrsta Grand Prix kapp-
akstrinum i ár I Interlagos i
Braziliu i gær.
verið meiddir og æfingaaðstaða
ekki sem skyldi. Ég trúi hins veg-
ar ekki fyrr en ég tek á þvi að Ár-
mann falli — en eftir eru þrir erf-
iðir leikir og hver veit hvað
Grótta gerir. Ármann lét gott
tækifæri sleppa úr hendi sér i
gærkvöld við að krækja i stig.
Ekki að Fram væri betra liðið —
heldur léleg nýting tækifæra Ar-
manns — tvö viti misnotuð.
Mörk Fram skoruðu: Hannes
Leifsson 5, Arnar 4, Pálmi og Pét-
ur Jóhannesson 3 hvor, Magnús
Sigurðsson 2 og Birgir Jóhanns-
son 1 mark.
Hörður Harðarson var mark-
hæstur Ármenninga með 7 mörk
— 4 viti. Jens 4, Björn Jóhannes-
son 2 og Hörður Kristinsson, Pét-
ur Ingólfsson, Vilberg Sigtryggs-
son og Friðrik Jóhannesson 1
mark hver.
Leikinn dæmdu Kristján örn og
Kjartan Steinbach. h.halls
Miklir yfirburðir Ingemars
en Franz Klammer sigraði í bruninu
: ' ‘ &
Ingemar Stenmark vann enn
merkan sigur á hinum itölsku
keppinautum sinum i stórsvigi
heimsbikarsins i Kitzbuel á
laugardag. Þriðji sigur hans i
vetur og það var yfirburðasigur.
Hann keyrði báðar umferðirnar á
107.74 min., en Gustavo Thoeni
varð annar á 108.10 min. og Piero
Gros 3ji á 108.60 min. Hinn ungi
Stenmark hefur nú 10 stiga for-
skot i keppninni um heimsbikar-
inn.
HBnHsnneRBBm
Thoeni var með 0.24 sek. betri
tima en Ingemar eftir fyrri um-
ferðina, en hafði ekkert að segja i
Sviann i þeirri siðari og Ingemar
náði þá sekúndu betri tima. Það
þótti hreint ótrúlegt afrek — og
Thoeni var afar óánægður eftir
keppnina þrátt fyrir annað sætið.
I bruninu i gær sigraði Franz
Klammer, Austurriki, með mikl-
um yfirburðum. Hann fór á
2:03.79 min. Erik Haker, Noregi,
sem keppti á ný eftir meiðsli,
varð annar á 2:05.85 min. og Josef
Walcher, Austurriki, þriðji á
2:06.47 min.
I stórsvigi kvenna i Kranjaska
Gora i Júgóslaviu sigraði
Lisa-Maria Morerod, Sviss — var
1.22 sek. á undan Rosi
Mittenmaier, Vestur-Þýzkalandi.
Stigatalan i keppninni er nú
þannig.
1. Ingemar Stenmark, Sviþjóð,
166
2. Franz Klammer, Austurriki,
156
3. Piero Gros, ítaliu, 155
4. Gustavo Thoeni, Italiu, 140
5. Walter Tresch, Sviss, 90
I kvennakeppninni er staðan
þannig:
1. Rosi Mittermaier, V-Þýzkal.
204
2. B. Zurbriggen, Sviss, 153
3. L.M. Morerod, Sviss, 145
4. D.Debernard, Frakklandi. 124
5. B. Totschnig, Austurriki. 119
6. Monika Kaserer. Austurriki.
103
Nánar verður sagt frá keppn-
inni á morgun.
Lugi nú í
3ja sœti
Við sigruðum Malmö i gær meðj
19-15 i Alsvenskan, sagði Jón
Iljaltalin Magnússon, þegar Dag-j
hlaðið ræddi við liann i morgun.:
Attum að vinna miklu stærri sigur. i
Mér gekk sæmilega — það var þój
cnginn stórleikur. Skoraöi tvöj
mörk — var ekki mikið með. Heim j
sigraði Malberget — liðið, sem
Agúst Svavarsson leikur með með!
27-21 i Gautaborg, en ég veit ekki.j
hvernig Agústi gekk. Þetta var:
fyrsti tapleikurinn siðan hann
bvrjaði að leika með liðinu. Heim :
og Ystad eru nú efst með 18 stig -
Lugi hefur 17 stig og Hellas er
fjórða sæti með 14 stig.
A miðvikudag lékum við i Lugi i!
Kristianstad og töpuðum 20-18. Það
var mikill klaufaskapur — misst-
um fjöidann allan af linuskotum.
Ég skoraði 3 mörk i leiknum, sagðií
Jón. Malmberget lék á föstudag viðj
Drott á útivelli og varð jafntefli 21-
21. Agúst fékk mjög góðan dóm
fyrir Ieik sinn. Skoraði 5 mörk I f.h.
og eitt i þeim siðari. Samtals sex og
liðið hlaut þarna sitt annað stig i|
keppninni, sagði Jón að lokum.
Gummersbach
hafði það
Þýzka meistaraliðiö Gummers-
bach vann það ótrúlega afrek á
föstudagskvöld i Dortmund að
sigra pólska liðið Slask Wroclawl
með 20-11 og komst þvi i útta Iiða
úrslit Evrópukeppni meistaraliða.
Staðan i hálfleik var 11-8.
Gummersbach vann samanlagt
35-33, en pólska liðið sigraði i
heimaleik sinum meö 22-15 eða sjö1
marka mun, sem svo ekki nægði.
Deckarm skoraði sjö mörk
Gummersbach — sex úr vitum —
og Hansi Schmidt útti frúbæran
leik. Skoraði afar þýðingarmikil
mörk á réttum augnablikum.
Þeir Axel Axelsson og Ólafur H.
Jónsson geta leikið siðari leikinn
við Luxemborg i Olympiukeppn-
inni i handknattleik, sem verður i
Luxemborg 28. febrúar. Dankersen
átti að leika við Bad Schwartau
þann dag — en leikurinn var færður
fram til 21. febrúar. Siðari leikur-
inn við Júgóslava verður 7. marz.
Reynt var að fá landsleik við
Frakka og V-Þjóðverja i milli-
tiðinni, en þeir svöruðu neitandi.
Enn er möguleiki á iandsleik við
Tékka — svo að leikjum við sterk
þýzk lið. V-Þjóðverjar hafa boðið
isl. landsliðinu æfingaaðstöðu.
Thoeni keppir
í öllum greinum
Þjálfari italska skiðalandsliðs-
ins, Cotelli, skýrði frá því i Róm i
gær, að núverandi heimsmeist-
ari, Gustavo Thoeni, mundi
kcppa i öllum þremur alpagrein-
unum ú Olympíuleikunum I Inns-
bruck. Aðrir i hinu sterka italska
olympiuliði verða Piero Gros,
Franco Bieler, Fausto Radici.
Herbert Plank, Erwin Stricker,
Rolando Thoeni og Diegi
Amplatz. ________
Nicklaus í
fyrsta sœti
Jack Nicklaus liafði forustu eftir
þrjár umferðir á Bing Crosby golf-
mótinu i Kaliforniu i gær. Hafði
leikið á 209 höggum. Næstu menn
með 210. Keppninni lýkur i dag.
Trausti til
Innsbruck
Trausti Sveinssón, Fljótum. var
valinn i islenzka Olympiuliðið ú
vetrarleikana i Innsbruck. sem
hefjast 4. febrúar. Trausti flaug
utan i morgun — en valið uin sætið
stóð milli hans og Magnúsar
Eirikssonar, Siglufirði.