Dagblaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 16
16
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976.
iSg)
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir laugardaginn 6. marz.
Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Einkamál þin
valda þér einhverjum áhyggjum. Vel gæti gerzt
að þú yrðir beðinn um að taka að þér aukaverk-
efni í dag og að þú eigir eftir að búa lengi að því
hvernig til tekst.
Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Þetta er heilla-
dagur þeim sem hafa áhuga á eða starfa að
listum. Fólk fætt i fiskamerkinu getur vanalega
treyst á að brunnur hugmyndaauðgi og frumlegra
hugdetta þorni ekki upp.
Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Gættu þess að
eyða ekki um efni fram — þér er hætt við að
ofmeta fjárhagsaðstöðu þína. Það lítur út fyrir að
kynni þín og gamals vinar endurnýist núna. Þú
hefðir gott af að fara út að skemmta þér i kvöld.
Nautið (21. april—20. mai); Vel gæti gerzt að þú
yrðir spurður hálfasnalegrar spurningar um ein-
hvern annan. Þér er hollast að láta bara alveg
vera að svara henni. Reyndu að skilja málin frá
sjónarmiði annarrar manneskju heima fyrir.
Tviburarnir (22. mai—21. júni): Það litur út fyrir
að þú verðir óvenju önnum kafinn i dag. Það gæti
komiðtil deilnaheima án þess að þú hafir nokkuð
búizt við því. Nú kynni að rætast ósk þin um að
fara i ferðalag.
Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þetta er heilladag-
ur húsmæðra og liklegt að hversdagslegur gangur
mála verði rofinn af skemmtilegum atburði. Þetta
er góður dagur til innkaupa. Yngri manneskja á
það til að gera þér lifið erfitt öðru hverju.
Ljónið (24. júlí—23. ágúst); Þú hefur ástæðu til
að vera mjög ánægður með útkomu i persónuleg-
um málum. Það eru likur á vandræðum í kvöld
vegna lítils samstarfsvilja yngri manneskju. Fé-
lagslíf þitt virðist vera að auðgast af fólki og
atburðum.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Gættu að heilsu-
fari þinu. Þú vinnur mjög mikið og eins og svo
margar meyjar ertu mjög skyldurækinn. Þú skalt
eyða kvöldinu i ánægjulegum félagsskap og mun
þér þá takast að slaka á.
Vogin (24. sept.—23. okt.): Þú virðist hafa tekið
að þér og mörg verkefni núna. Með kurteisi og
lagni ætti þér að takast að losa þig við einhver
þeirra. Hafirðu átt i deilum skaltu varast að láta
stolt koma í veg fyrir að þú reynir að bæta það
upp.
Sporðdrekinn (24. okt.—22.nóv.): Með því að
vera snöggur að hugsa gætirðu sloppið við að
lenda í erfiðri aðstöðu i dag. — Spáð er tilfinn-
ingasveiflum í dag. HaFirðu lofað að koma eða
hitta einhvern á ákveðnum tima skaltu lika koma
á réttum tíma.
Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Láttu ekki
draga þig inn i deilur i dag — spáð er spennu í
loftinu i dag. Nýr vinur þinn leitar ráða til þín
um ástamál sin og munt þú þurfa á allri tillits-
semi þinni og lagni að halda er þú svarar.
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þú hefur nú meiri
tima fyrir sjálfan þig og einhver maður tekur sig
til og hjálpar þér við erfitt og timafrekt verkefni.
Það eiga sér stað breytingar hjá þér sem eiga eftir
að bæta fjárhag þinn.
Afmælisbarn dagsins: Mikið verður um að vera í
félagslifinu hjá þér og þú eignast marga nýja vini.
Spáð er auknum ferðalögum, og gæti það þá
verið i viðskiptaerindum. Eitthvað verður um
rómantik, en þú verður samt að mestu upptekinn
við önnur mál.
© Kíng FeMuros Syndicoto, Inc.. 1975. World fights reserved. ITértAd I
,,Mér er sagt a& konan þin tali ekki við þig þessa
dagana, Astvaldur. Hvernig gaztu komiö þessu i
kring?”
llÆsra
'//wfaiNi&s
HlU TfxfUL.10
0-3o
„Viljið þér ekki athuga hvort prentvillur eru i
vinningaskránni? Það var auglýst að f jórði hver
miði fengi vinning.”
FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og
19.30-20.
BARNASPÍTALI HRINGSINS: Kl.
15-16 alla daga.
REYKJAVIK: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
KÓPAVOGUR: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
HAFNARFJÖRÐUR: Lögreglan sími
51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
51100.
Akureyri: Lögreglan sími 23222.
Slökkvi- og sjúkrabifreið sími 22222.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666.
Slökkvistöðin 1160.
Keflavík: Lögreglan sími 3333.
Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222.
Apétek
Kvöld- og helgidagavarzla vikuna 27.
febrúar til 4. marz er í Lyfjabúð
Breiðholts og Apóteki Austurbæjar. Það
apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt
vörzluna á sunnudögum, helgidögum
og almennum frídögum, einnig
næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9
að morgni virka daga en til kl. 10 á
sunnudögum, helgidögum og al-
mennum frídögum.
HAFNARFJÖRÐUR — GARÐA-
BÆR
NÆTUR- OG HELGIDAGA-
VARZLA, upplýsingar á slökkvistöð-
inni í síma 51100.
Á laugardögum og helgidögum eru
læknastofur lokaðar en læknir er til
viðtals á göngudeild Landspítalans,
sími 21230.
Upplýsingar um lækna og lyfjabúða-
þjónustu eru gefnar í símsvara 18888.
SJúkraiiús
BORGARSPÍTALINN: Mánud. -
(ostud. kl. 18.30 - 19.30. Laugard. -
sunnud. kl. 13.30- 14.30 og 18.30- 19.
HEILSUVERNDARSTÖÐIN: Kl. 15
- 16 og kl. 18.30- 19.30.
FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og
19.30 - 20.
FÆÐINGARHEIMILI
REYKJAVÍKUR: Alla daga kl. 15.30 -
16.30.
KLEPPSSPlTALINN: Alla daga kl. 15
- 16 og 18.30- 19.30.
FLÖKADEILD: Alla daga kl. 15.30 -
17.
LANDAKOT:
Kl. 18.30-19.30 mánud.-föstud.,
laugard. og sunnud. kl. 15-16.
Barnadeild alla daga kl. 15-16.
GRENSÁSDEILD: Kl. 18.30 - 19.30
alla daga og kl. 13 - 17 á laugard. og
sunnud.
' HVÍTABANDIÐ: Mánud. - föstud. kl.
19 - 19.30, laugard. og sunnud. á sama
tlma og kl. 15 - 16.
KÓPAVOGSHÆLIÐ: Eftir umtali og
kl. 15 - 17 á helgum dögum.
SÓLVANGUR HAFNARFIRÐI:
Mánud. - laugard. kl. 15 - 16 og kl.
19.30 - 20. Sunnudaga og aðra helgi-
dagakl. 15- 16.30.
LANDSPÍTALINN: Alla daga kl. 15"-
16 og 19- 19.30.
SjUKRABIFREIÐ: Reykjavík og
Kópavogur simi 11100, Hafnarfjörður
sími 51100.
TANNLÆKNAVAKT er í Heilsu-
verndars töðinni við Barónsstígaila laug-
ardaga og sunnudaga kl. 17 - 18. Sími
22411.
REYKJAVÍK — KÓPAVOGUR
DAGVAKT: Kl. 8-17. Mánud. -
föstud., ef ekki næst i heimilislækni,
sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl.
17-08 mánud. — fimmtud. sími 21230.
Á laugardögum og helgidögum eru
læknastofur lokaðar, en læknir er til
viðtals á göngudeild Landspítalans,
sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfjabúða-
þjónustu eru gefnar i símsvara 18888.
Bilanir
RAFMAGN: I Reykjavlk og Kópavogi
sími 18230. I Hafnarfirði i sima 51336.
HITAVEITUBILANIR: Sími 25524.
VATNSVEITUBILANIR: Simi 85477.
SlMABILANIR: Simi 05.
Bilanavakt
borgarstofnana
Sími27311
Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis
til kl. 8 árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá að$toð borgarstofnana.
fÖ Bridge
S>
Það getur skapað veikingu að reyna
að ná svíningarstöðu, en skiptir ekki
máli ef svíningin heppnast. En þegar
hún mistekst er félagi allt annað en
hrifinn, þegar spilari hefur lagt mikið á
sig til að tapa spili, skrifar Alfred
Sheinwold. Vestur spilar út
tíguldrottningu í fjórum hjörtum
suðurs.
Norður
A ÁK7
D92
0 83
* KG1063 *
Austur
Vestur
* 1063
K5
0 DG1074
* 984
* DG94
874
0 K952
* Á7
SUÐUR
A 853
92ÁG1063
<0 Á6
*D52
Taktu útspilið á tígulásinn og sjáðu
hvað skeður ef þú reynir að svína
hjarta. Þú spilar spaða á kóng blinds og
hjartadrottningu frá blindum. Svínar.
Því miður heppnast svíningin ekki.
Vestur á hjartakónginn — tekur slag á
tígulgosa og spilar svo spaða. Tekið á ás
blinds og þegar laufaásinn er drifinn út
tekur austur slag á spaða. Tapað spil.
Þessi staða hefði ekki komið upp ef
hjartasvíningin hefði heppnazt.
Varnarspilararnir hefðu ekki getað náð
út fyrirstöðunni í spaðanum og þú
hefðir fengið 11 slagi.
En aðalatriðið er að vinna sögnina og
það er einfalt með því að reyna ekki
svíningu í hjarta — veikja ekki spaðann
til þess.
Eftir að hafa tekið útspilið,
tíguldrottningu, á ás er allt'og sumt.
sem suður þarf að gera, að spila
hjartaás og meira hjarta. Gefa
mótherjunum slag á hjartakóng. Þeir
taka tígulslag sinn — ráðast síðan á
spaðann. En það skiptir ekki máli.
Tekið á spaðakóng — síðan síðasta
trompið og laufaásinn drifinn út. Nú
getur ekkert hindrað suður í að kasta
tapslag sínum í spaða á frílauf blinds.
Það er ekkert rangt að svína hjarta —
hættan lá í því að nota til þess aðra
fyrirstöðuna í spaða.
1
í? Skák
Á danska meistaramótinu í Herning
1958 kom þessi staða upp í skák Egil
Pedersen, sem hafði hvítt og átti leik,
og Gemzöe.
Rxf4 — Hf8 38. g3 — g5 39. Da3 Hf7
40. Re6! — Hfl + 41. Kg2 — HÍ2 +
42. Kh3 og svartur gafst upp.