Dagblaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. Úrval af röndóttum og einlitum rúllukragabolum ó börn og fullorðna. Einnig ódýrar, brugðnar rúllukragapeysur. Prjónagarn í mörgum litum. Sœngur- og gjafavörur. Sendi í póstkröfu um allt land. Prímo, Hagamel 67, sími 24870 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í um- dæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir októ- ber, nóvember og desember 1975, og nýálagð- an söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóra- skrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. mars 1976 Sigurjón Sigurðsson Auglýsing Norrœnir iðnfrœðslustyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa íslendingum til náms við iðnfræðslustofnanir í þessum löndum. Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir til að gera íslenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir: 1. þeim, sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfsmenntun á íslandi, en óska að stunda framhaldsnám í grein sinni. 2. þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu í iðnskólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sérframhaldsmenntunar, og 3. þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem ekki eru kenndar á íslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhalds- nám fyrir þá, er lokið hafa sveinsprófi eða stundað sérhæfð störí í verksmiðjuiðnaði, svo og nám við listiðnaðarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræðinám. Hugsanlegt er, að í Finnlandi yrði styrkur veittur til náms í húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviðum, er að framan greinir. Styrkir þeir, sem í boði eru, nema í Danmörku 10.000 d. kr., í Noregi 8.100 n. kr., í Svíþjóð 6.000 s. kr. og í Finnlandi 6.000 mörkum, og er þá miðað við styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tíma breytist styrkfjárhæðin í hlutfalli við tímalengdina. Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir, þrír í Finnlandi, fimm í Noregi og jafnmargir í Svíþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. apríl n.k. í umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða námsstofnanir. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. M ENNTAMÁLARÁÐU NE YTIÐ 4. mars 1976. Til leigu er nú þegar 300 íerm skrifstofu- eða iðn- aðarhúsnæði nálægt Hlemmi, geymsluris getur fylgt. Upplýsingar í síma 27220. FRAKKLAND: Tveir létu lífið í nýrrí vínstyrjöld Mestu óeirðir, sem orðið hafa í Frakklandi um langan tíma urðu í gær og leiddu til þess, að einn lögreglu- maður og bóndi féllu í skotbardögum. Ástæða: Vín. Skotbardaginn stóð í rúma hálfa klukkustund, þar sem lögregla og' bændur skutust á með vélbyssum og rifflum, eftir að bændurnir höfðu rifið upp járnbrautarteina á fimm hundruð metra löngum kafla og kveikt í þrem járnbrautarvögnum. Alls særðust 27 lögregluþjónar og átta bændur í þessum bardaga, auk mannanna tveggja sem létu lífið í átökunum. Bardaginn var hápunkturinn á óeirð- um, sem herjað hafa héruð í nágrenni Norbonne og annarra stærri borga í vínræktarhéruðum Frakklands, sem hafa mótmælt innflutningi á ódýrum ítölskum vínum. Hafa þau verið flutt inn í krafti tollalaga í Efnahagsbanda- laginu og orðið enn ódýrari vegna gengislækkunar lírunnar nú á dögun- um. Herskáir vínræktunarbændur létu því til skarar skríða er yfirvöld létu innflutning þennan sem vind um eyrun þjóta, — brenndu niður skattainn- heimtur og sprengdu í loft upp rafveitu, þannig að rafmagnslaust varð um allt héraðið. Harðnandi átök í Mosambique: MEÐ 0LÆKNANDI TAUGAKIPPI í ANDLITINU Jerry Lewis, grínistinn heims- frægi, er nýstiginn af sjúkrabeði. Lewis, sem m.a. er þekktur fyrir brjálæðislegar andlitsfettur, þjáist af ólæknandi taugasjúkdómi. Einkenni hans eru ákafir kippir í andliti. Eftir þriggja daga spítalavist hefur málunum verið komið í lag, a.m.k. í bili. KISSINGER AÐ- VARAR KÚBUMENN Bandaríkin hafa nú blandað sér í harðnandi deildu Rodesíu og Mosam- bique. Kissinger utanríkisráðherra beindi eindregnum tilmælum til Kúbu að forðast það að blanda sér í átökin og að þeir „eigi að vega og meta aðstæður vandlega” áður en til slíks kæmi. Sagði Kissinger nefnd fulltrúadeildar þingsins, að íhlutun Kúbu mundi valda „miklum vandræðum.” Um ellefu þúsund hermenn frá Kúbu börðust í borgarastyrjöldinni í Angóla og hefur Castró lýst því yfir, að þeir séu reiðu- búnir til þess að styðja Mosambique í baráttu þeirra gegn Rodesíu. í ræðu sinni lagði Kissinger áherzlu á, að Bandaríkjamenn væru fylgjandi stjórn blökkumanna í Rodesíu og sagði, að stjórn hvíta minnihlutans í Salisbury væri sennilega eina vonin til þess, að friðsamleg lausn fengist á vandamálinu vegna þess, að þeir hafa viðurkennt rétt blökkumannanna til stjórnar og hafið samningaviðræður við þá. Lockheed: Stjónwrmömum hafa borízt morðhótanir . Forstjóri Lockheed verksmiðjanna, Robert Haack, segir að mútugreiðslur fyrirtækisins, og hneykslið í kjölfar þeirra, hafi nú haft þrjár morðhótanir og mikið viðskiptatap í för með sér. Sagði hann sérstakri þingnefnd, sem rannsakar mútugreiðslur þessar, að hneykslið hafi haft í för með sér mikið tap fyrir fyrirtækið og þessar milljón dollara mútugreiðslur skaðað fyrirtækið óbætanlega og leitt til hótana um „líkamsmeiðingar og jafnvel dauða” til handa mönnum innan stjórnar þess. Hann vildi þó ekki nefna nein nöfn. Sagði hann ennfremur, að fyrirtækið tapaði stórfé með hverjum deginum sem liði vegna þess, að erlcnda flug- vélaverksmiðjur greiddu áfram mútur til þeirra, er völdin hefðu. Því væru Lockheed verksmiðjurnar nú hættar, í samræmi við nýja stefnu í viðskipta- málum sínum. Fyrirtækið hefur viðurkennt að hafa greitt allt að 20 milljónir dollara í mútur, auk 200 milljóna í sölulaun til ríkisstjórna cða annarra háttsettra emb- ætissmanna. Rannsóknir á mútugreiðslum Lock- heed fyrirtækisins, fara nú fram i Japan, Hollandi, Italíu og í Columbíu og eru þær byggðar á upplýsingum sem rannsóknin í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós. Hins vegar hefur fyrirtækið neitaó, enn sem komið er, að láta erlendum ríkjum í té nokkuð af sínum upplýsingum, vegna þess að þær séu að mörgu leyti byggðár á kjaft^sögum og munnmælum. Hægri maðurinn Yoshio Kodama sést hér á sjúkrabörum, þar sem hann var fluttur úr sjúkrahúsi til heimilis síns í Tokyo. Hann er talinn eitt af höfuðvitnum í mútumáli Lockheed verksmiðjanna í Japan. Þótti draga til tíðinda við spítalann þegar fréttamenn tróðust að dyrum þar, svo að sjúkra- bifreiðin var að snúa við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.