Dagblaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Föstudagurð. marz 1976.
Katta-
vma-
félagið:
Siðferðiskenndin númer
eitt gagnvort dýrum
rysjóttu vetrarverði kýs kisa að halda sig innan dyra, gónir út í vatnsveður
íarzmánaðar og lætur sér fátt um finnast. (Ljósmynd Árni Páll
íhannsson).
Guðrún Á. Símonar, — þekktasti
kattaaðdáandinn hérlendis. (DB-
mynd Bjarnleifur)
Kettir Guðrúnar Á. bregða á leik.
,Já kettirnir eiga marga óvini,
fordómar í garð katta eru einnig
ótrúlega miklir, fólk álítur ketti boða
þetta og hitt,” sagði Guðrún Á.
Símonar okkur þegar við spurðumst
fyrir um nauðsyn þess að stofna
kattavinafélag á íslandi. Guðrún er
einn af stjórnarmönnum þess félags
og sennilega sú persóna hér á landi
sem hvað þekktust er fyrir ást og
umhyggju sína á köttum. Sagði hún
það of algengt að þegar kettir eru
teknir inn á heimiii sem kettlingar
fari börnin með þá eins og
tuskudúkkur, togi í þá og poti. Síðan
þegar kettirnir stækki og börnin
hætti að hafa gaman af þeim sé þeim
hent út á gaddinn, þar sem þeir
verða sjálfir að sjá sér farborða. Hér á
landi vantar algjörlega dýraheimili
þar sem flækingsköttum og öðrum
útigangsdýrum er séð farborða.
Meira að segja í Ghana, þar sem
húdýrum er skipað upp úr skipum
með því að setja band um hálsinn á
þeim, er til slíkt heimili fyrir
flækingsdýr í borgum.
„öiöferðilega ætti fyrst og fremst
að reyna að hjálpa þessum köttum
en ef það gengur ekki, þá lóga
þeim.” Hefir Guðrún sjálf unnið að
því að sjá heimilislausum dýrum
fyrir skjóli og tók m.a. við köttum frá
Vestmannaeyjum vegna gossins.
Einnig hefur fólk lagt kött á hús-
tröppurnar hjá henni, hringt
bjöllunni og hlaupið svo í brott, sá
köttur er hjá henni ennþá.
Félagar á stofnfundi kattavina-
félagsins voru 80 og fer fjölgandi og
virðist „almennur áhugi fyrir því að
rétta hlut kattarins,” að sögn
Svanlaugar Löve formanns Katta-
vinafélags íslands. Aðrir í stjórninni
eru Hildegaard Þórhallsson, Eyþór
Erlendsson, Gunnar Pétursson,
Hörður Pétursson og Guðrun Á.
Símonar, sem fyrr sagði.
-BH.
Kaupmenn ósammóla
um laugardagana
Kaupmenn eru ósammála um,
hvort búðirnar skuli vera opnar á
laugardögum.
Matvörukaupmenn vilja hafa
verzlanir lokaðar á laugardags-
morgnum. Reynslan hjá þeim hefur
orðið, að viðskiptin hafa flutzt yfir á
aðra daga, föstu- og mánudaga.
Aðrir kaupmenn vilja yfirleitt hafa
búðir sínar opnar á laugar-
dagsmorgnum.
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði
í morgun, að hann teldi, að
laugardagar mundu verða meiri
verzlunardagar í framtíðinni en verið
hefur. Hins vegar stæðu mál nú
þannig, að allar verzlanir skyldu vera
lokaðar tíu laugardaga yfir sumar-
tímann. Ástandið mundi líklega lítið
breytast á næstunni.
-HH.
Skuttogararnir
á Neskaupstað
enn í verkfalli
Skuttogararnir Barði og Bjartur þess að aflétta verkfallinu hafa verið
frá Neskaupstað eru enn ekki komnir mistúlkuð. Munu þeir ekki fara út
á sjó þótt víðast hvar annars staðar á fyrr en samið verður og getur það í
landinu hafi verkfalli verið frestað fyrsta lagi orðið eftir helgi þegar
eða aflýst. Ástæðan mun vera sú að fyrsti viðræðufundur útgerðarinnar
sjómenn álíta orð sín um heimild til og sjómanna hefur verið boðaður. BH
Jarðskjálftasvœðið:
SKJÁLFTAVIRKNIN
MINNKAR STÖÐUGT
— orðin svipuð og sl. sumar
Slöóugt hcfur dregið úr jarðskjálfta-
virkni á jarðskjálftasvæðinu á Norð-
Austurlandi nú síðasta mánuðinn og að
sögn Páls Kinarssonar hjá Kaunvísinda-
slofnun Háskólans cr hún nú komin
niður í það scm hún var í suiiiar og
hausl sl.
Sagði Páll að minukunin liafi vcrið
alvcg stöðug og jöln þcmiaii -ts.na og
væri breyting ekki sjáanleg á þeirri
þróun. Þrátt fyrir þetta sagði hann
virknina þó enn teljast óeðlilega mikla
og athugaverða, enda taldist hún það
cinnig sl. haust.
Þrátt fyrir þessa þróun að undan-
förnu, vildi Páll engan vcginn útiloka
mögulcika á cldgosi á svæðinu á næst-
unni, ástandið væri cnn óeðlilegt. G.S.
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt
Sófasett í háum gœðaflokki — en lágum verðflokki
ÞAÐ KOSTAR AÐEINS KR.160.400
Staðgreiðsluafsláttur eða afborgunarkjör
Hringbraut 121 - Sími 28-601