Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 1976. Aflatölur v-þýzku togaranna falsaðar? Svo virðist sem v-þýzku togararnir, sem hér hafa leyfi til veiða, fari nokkuð frjálslega með aflatölur af íslandsmiðum, enda geta þeir skráð hluta af aflanum héðan á önnur mið þar sem í samningunum við V- Þjóðverja er ekkert ákvæði um að togararnir, sem hér fá að veiða, veiði allan túrinn á íslandsmiðum. Því geta þeir sagzt hafa veitt svo og svo mikið af aflanum á Grænlandsmið- um eða við Færeyjar, svo eitthvað sé nefnt. íslenzkur skipstjóri varð vitni að því um mánaðamótin jan.-feb. sl. að vesturþýzkir togaraskipstjórar voru að ræða sín á milli hversu mikið af aflanum þeir ættu að skrá á önnur mið en íslandsmið, en þeir höfðu þá lengi verið við veiðar í Víkurál, lík- lega allan túrinn. Virtust þeir cin- ungis vera að komast að einhverju samkomulagi sín á milli um aflatöl- ur. Að sögn Jónasar Blöndals, skrif- stofustjóra Fiskifélags Islands, fær Fiskifélagið aflatölur v-þýzku togar- anna af íslandsmiðum frá þýzkum Fiskifræðingum sem taka þær saman af togurunum. Fiskifélagið hefur aldrei fengið beiðni frá yfirvöldum hér um að kanna sannleiksgildi þess- ara talna, að sögn Jónasar. Hins vegar benti hann á að gæfu V-Þjóðverjar upp aflatölur annars staðar af N-Atlantshafinu en við ísland, kæmu þær til frádráttar kvóta þeirra þar nema á Grænlands- miðum. Hins vegar hafa þeir lítið veitt þar til þessa og þar er lítinn fisk að fá nú svo varasamt væri fyrir þá að gefa upp óeðlilegar tölur þaðan. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að á vissum tímum væri hagkvæmara X íslenzkir sjómenn eru farnir að kalla veiðar v-þýzku togaranna sjálfsaf- greiðslu þar sem þeir séu eftirlits- lausir og geti hagað aflatölum að vild. að skrá hluta aflans af íslandsmiðum upp í kvóta annars staðar. G.S. Austantjalds- þjóðir vilja við- rœður um gró- lúðuveiðar hér — ísl. stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu Rússar, Austur-Þjóðverjar og Pólverj- ar hafa farið fram á viðræður við íslenzk stjórnvöld um samninga eða undan- þágur til grálúðuveiða hér við land innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar og jafnvel innan 50 mílnanna. Þessar þjóðir hafa um nokkurt skeið stundað grálúðuveiðar hér vestur af landinu á vorin og sennilega veitt tíu til 20 þús. tonn árlega. Veiðar þessar hafa mestmegnis farið fram utan 50 rnílna markanna en innan 200 mílnanna, svo í vor mun í fyrsta skipti reyna á hvernig þessar þjóðir virða 200 mílurnar. Að sögn Hans G. Andersen er langt síðan þjóðir þessar fóru fram á viðræður en íslenzk stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu í málinu. —G.S. Nýlega brautskráðust 23 sjúkra- liðar frá Landspítalanum og er það 10. hópur sjúkraliða, sem útskrifast þaðan, og jafnframt sá ■ síðasti þar sem Sjúkraliðaskóli íslands tók til starfa sl. haust. Fremsla röð talið frá vinstri: Rósa Sigurðardóttir, Anna Lísa Kristjáns- dóttir, Vigdís Magnúsdóttir for- stöðukona Landspítalans, Guðrún Áskelsdóttir hjúkrunarkennari, Guðrún Ásgerður Sigurvinsdótt- ir, Guðrún S. Hákonardóttir og gústa G. Ágústsdóttir. Miðröð t.f.v.: Jakobína S. Stefáns- dóttir, Jónína Jónsdóttir, Bára Böðvarsdóttir, Dagbjört Mickals- dóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Erna Kristinsdóttir, Ólöf Októsdótt- ir, Ingunn E. Viktorsdóttir, Jóna B. Gestsdóttir og Aldís Björnsdóttir. Aftasta röð t.f.v.: Helga Mogen- sen, Elsa Lára Blöndal, Hólmfríður Bjarkardóttir, Sólvej Duck Hansen, Nina S. Jónsdóttir, Sesselja B. Sig- urðardóttir, Soffía G. Jónsdóttir og Ingibjörg Júlíusdóttir. Ljósm.: Nýja myndastofan. 23 NÝIR SJÚKRAUÐAR Óvissa ríkir um framvindu mólmblendi- verksmiðjunnar Óvissa ríkir nú um framvindu mannvirkjagerðar á Grunda^tanga í Hvalfirði vegna fyrirhugaðrar málmblendisverksmiðju, en ekki hefur vcrið samið um neinar verklega framkvæmdir síðan 7. nóv. sl. og einu framkvæmdirnar því þær sem búið var að semja fyrir þann tíma. að verið væri að skoða stöðuna til hlítar og vildi að svo stöddu ekkert segja um hvaða niðurstöðu skoðunin kynni að leiða í ljós. Skoðunin væri unnin miðað við að verkinu yrði haldið áfram og væri það sín skoðun að það yrði gert, þótt einhver töf yrði á því á meðan grundvöllur væri að styrkjast. Á síðasta ári féll framleiðsla sams konar efna og fyrirhugað er að vinna á Grundartanga talsvert á heims- markaði og í jan. sl. varð enn 15% verðfall. Hins vegar er stálverðið nú aðeins á uppleið á heimsmarkaði. Að sögn dr. Gunnars Sigurðssonar, stjórnarformanns íslenzka járn- blendifélagsins, hefur þó engin ákvörðun verið tekin um að hætta við framkvæmdina, sem þegar kostar hundruð milljóna króna. Sagði hann Ekki er ljóst hvenær eða hvort framkvæmdir halda áfram á Grundartanga og sagði Gunnar að það kynni að leiða af sér að erfitt yrði að ná því takmarki að hefja fram- leiðslu í ársbyrjun 1978, eins og upp- haflega var áætlað. Var áætlað að iðjuverið keypti raforku fyrir um 350 milljónir króna fyrsta árið og er það skuldbundið til að greiða fyrir hana, nýtta eða ónýtta. —G.S. Athugasemd Örri Höskuldsson sakadómari hefur óskað cftir því' við Dagblaðið að fram komi að hann hafi ckki staðfcst það sem sagði í blaðinu í gær ^um rannsókn „Gcirfinnsmálsins”, að „þrcmcnningarnir hafi viðurkcnnt að hafa margsinnis farið ásamt Gcir- finni Einarssyni í sjóferðir frá Kcfla- vík”. —ÓV. JÓN KALDAL HEIÐURSFÉLAGI LJÓSMYNDARAFÉLAGS ÍSLANDS — núlifandi stofnendur félagsins eru nú fjórir Jón Kaldal ljósmyndari er af starfsfélögum sínum og öðrum, sem fylgjast með ljósmyndun, talinn hafa staðið hvað fremstur í flokki í iðngrein sinni í gegnum árin. Á þessu ári verður hann áttræður. í tilefni af því og enn fremur að Ljósmyndarafé- lag íslands verður fimmtíu ára á þessu ári, hefur félagið gert Jón að heiðursfélaga sínum. „Það, sem einkennir Jón Kaldal sem ljósmyndara, er að á öllum ferli hans hefur hann aldrei fylgt neinum tízkustefnum í gerð portretmynda,” sagði Heimir Stígsson formaður Ljós- myndarafélagsins er DB rædd við hann. ,Jón er sá síðasti af núlifandi stofnendum Ljósmyndarafélags ís- lands sem við gerum að heiðursfé- laga. Hinir eru Óskar Gíslason, Sig- urður Guðmundsson og Steinunn Thorsteinsson, sem mun vera elzti félagi í félaginu.” Jón Kaldal lærði ljósmyndaraiðn- ina í Danmörku. Á þeim árum lagði hann einnig stund á íþróttir og þótti þá mjög góður hlaupari. Hann setti þá mct í fimm kílómetra hlaupi, 15.23 mínútur, og stóð það met í fjölda ára. — Hann hefur legið á sjúkrahúsi síðasta árið og því ekki getað sinnst störfum sínum. —ÁT— Nýjasta myndin sem tekin var af Jóni Kaldal. Hann var á námsárum sínum í kringum 1920 einn af beztu íþróttamönnum íslands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.