Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 19-76. PEaaÉgjffei • ] 1A S 1 81 1J, 5 Ali keppir í Munchen Ákveðið hefur verið að Muhammad Ali, heimsmeistari í þungavigt, keppi í Munchen 24. maí við Bretann Richard Dunne og verður heimsmeistaratitillinn undir. Þessi Richard Dunne verður þó áður að sigra Vestur- Þjóðverjann August, en þeir munu keppa um Evrópumeistaratitilinn, sem er laus síðan Joe Bugner hætti, í Lundúnum 6. apríl. Ef Dunne tapar þar verður ekkert af leiknum við Ali. TBR vann KR í liðakeppninni í badminton Liðakeppni Badmintonsambands Islands hélt áfram um síðustu helgi og þá urðu úrslit þessi: EFRI FLKOKKUR K.R. a—T.B.R. 6:7 T.B.R. b 2 leikir 2 stig 17:9 T.B.R. a 3 leikir 2 stig 18:21 K.R. a 3 leikir 0 stig 20:19 NEÐRI FLOKKUR 2. riðill Víkingur—Í.A. 2:11 U.M.F.N—K.R c 6:7 Gerpla—U.M.F.N 9:4 Í.A. 3 leikir 3 stig 34:5 K.R. e 4 leikir 3 stig 27:25 Vikingur 4 leikir 2 stig 22:30 Gerpla 3 leikir 2 stig 20:19 U.M.F.N. 3 leikir 0 stig 8:31 Meistaramót í fimleikum Meistaramót Fimleikasambands íslands fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands laugardaginn 27. marz 1976 fyrir pilta og sunnudaginn 28. marz fyrir stúlkur. Keppt verður um meistartitil í eftirfarandi aldursflokkum: 12 ára og yngri 13-14 ára 15-16 ára 17 ára og eldri. Auk þess verður tekin upp sú nýbreytni að um flokkakeppni verður að ræða í hverjum aldursflokki. Keppt verður í fimleika- stiganum. Þátttökutilkynningar þarf að senda til fimleikasambandsins fyrir 13. marz 1976. Stjoi ii» oi Dukla vann Dukla Prag, Tékkóslóvakíu; varð sigurveg- ari í 28. alþjóðaknattspyrnumóti unglingaliða, sem lauk í Viareggio á Ítalíu í gær. Mikill heiður þykir að sigra í þessu móti og í úrslitaleiknum sigraði Dukla AC Milanó, ftalíu meó 1-0. Keppnin um 3ja sætiö var alítalskt uppgjör. Torino sigraði lnter Milanó með 3-0. Ingemar Stenmark í keppninni í heimsbikarnum í vetur. Hann hefur sigrað í öllum meiriháttar svigmótunum — nema einu á Olympíuleikunum í Innsbruck — og er nú kominn með aðra höndina á heimsbikarinn. Stœrsta stund mín — heims- bikarinn aðal-takmarkið! — sagði Olympíumeistarinn Rosi Mittermaier eftir að hafa sigrað bœði í svigi og stórsvigi heimsbikarsins í Koparf jalli „Að hljóta olympísk gullverðlaun er yndislegt, en þetta er stærsti dagur í lífi mínu. Heimsbikarinn hefur verið tak- markið hjá mér svo lengi. Það eru mesti heiður sem skíðamanni getur hlotnazt á íþróttasviðinu,” sagði hin 25 ára vestur- þýzka stúlka Rosi Mittermaier, þegar hún hafði sigrað í svigkeppninni í heimsbikarnum í Koparfjalli á sunnu- dag og þar með tryggt sér sigur í keppni kvenna um heimsbikarinn. Lengi hefur hún staðið í skugga önnu Maríu Moser-Pröll — Nú er hún sjálf meistar- inn mikli. Sigurvegari í heimsbikarnum — og með tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun frá leiknum í Innsbruck. Með því að setja sigurinn í heims- bikarnum ofar olympíuverðlaununum er Rosi sama sinnis og Frakkinn frægi Jean-Claude Killy, sem einnig vann heimsbikarinn og gullverðlaun á Olympíuleikum á sama keppnistíma- bili. Reyndar vann Killy þrenn gull- verðlaun á leikunum í Grenoble 1968 — en samt sagði hann sigurinn í heims- bikarnum þýðingarmeiri. Eins og Killy hefur hin frábæra vestur-þýzka skíðakona lengi orðið að bíða eftir því að komast á efsta tindinn. Frakkinn var að bíða í sex ár eftir fyrsta stórsigri sínum — Rosi hefur verið tíu ár í alþjóðlegri keppni án þess að hljóta meiri háttar sigur þar til nú. Sigur hennar í sviginu á sunnudag var aðeins 3ji svigsigur hennar í vetur, en fjölhæfni hennar hefur sópað inn stigunum — afrek, sem aðeins Ingimar Stenmark hefur leikið eftir „taktmælir snjósins” eins og hann er nú kallaður. í svigkeppninni hlaut Rosi samtals 110 stig, en næst kom Lise Marie More- rod, Sviss, með 90 stig og Danielle Debernard, Frakklandi, varð þriðja með 65 stig. Svigið í Koparfjalli var lokasvig- keppni heimsbikarsins í vetur. Staðan í keppni kvenna í heims- bikarnum er nú þannig, en aðrir kepp- endur geta ekki náð stigatölu Rosi. 1. Mittermaier, V-Þýzkaland, 272 2. Morerod, Sviss, 189 3. Zurbriggen, Sviss, 168 4. -5. Debernard, Fakklandi, 130 4.-5. Totschnig, Austurríki, 130 6. Kaserer, Austurríki, 126 7. C. Nelson, USA, 107 8. F. Serrat, Frakklandi, 104 Aðrar stúlkur hafa færri stig. í keppni karla er Ingemar Stenmark svo gott sem búinn að tryggja sér sigurinn — aðeins 19 ára að aldri. Hann hefur verið frábær í vetur. Aðeins skuggi í sambandi við Olympíuleikana — þar tapaði hann sinni einu svig- keppni. Ingemar hefur nú 216 stig, Piero Gros, Ítalíu, er annar með 178 stig, en hann sigraði í keppninni um heimsbikarinn 1974. Gustavo Thoeni, Ítalíu, sigurvegarinn í fyrra og þrívegis áður, er 3ji með 175 stig. Franz Klammer, brunsnillingurinn austur- ríski, hefur 156 stig, en aðrir keppendur koma langt á eftir. Um næstu helgi verður keppt í heimsbikarnum í Aspen, Colorado. Vörðurinn kemur inn til að1 athuga hvað er á seyði © Xinn f’e»lure» Syndicíle. Inc 1974 World right* reierved Þegar beygt er er reynt að halda skíðunum vel saman. Þetta er gert á sama hátt og þegar skíðin cru höfð sundur, þunginn fluttur á skíðin til skiptis. Notið stafina þegar þið beygið. Þeim er stungið í snjóinn nokkru áður en skíðin eru sveigð til hliðar og nokkuð fyrir framan fótinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.