Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 1976. 11 N byssum og engu öðru. Takmark Maós er að gera Kína að hásæti þar sem hann getur setið og til þess verður hann að gera Kína að herbúðum. Þaðan er kominn áróðurinn um þriðju heims- styrjöldina.!’ í ritdómi sovézku fréttastofunnar Tass segir að kvikmyndin sýni fyrst og fremst hvernig hópsálinni eru inn- prentaðar andsovézkar skoðanir og þær aðferðir sem maóistar noti til þess að æsa alla upp hvern á móti öðrum. Flestir Kínverjanna, sem átt er viðtal við, eru með andlitin hulin að einhverju eða öllu leyti. Nokkrir þeirra segja að ríkisstjórnarmenn hafi gjöreyðilagt kínverskt efnahagslíf. ,,Allt er á barmi hruns. Þeir ætla að taka frá okkur síðasta rísbollann,” segir einn þeirra. í myndinni má sjá ungan mann sem þýtur yfir sléttuna á hesti, veif- andi öllum öngum og húfunni að auki, unz hann kemst yfir rússnesku landamærin. ,,Þetta er einn hundr- aða fióttamanna,” segir þulurinn, „sem ár eftir ár leggja líf sitt að veði til þess að fiýja landið.” Ung móðir af ættbálki Uighuriska lýsir því hvernig börn hennar voru tekin af henni og send inn í landið, — inn á slétturnar. „Við snerum okkur til kínversku ráðamannanna og grátbáðum þá að taka ekki börnin frá okkur. Við stóð um þarna öll í hóp og biðum eftir svari. Þá skutu þeir bara á okkur með vélbyssum. Margir dóu en fieiri fengu skotsár, jafnvel lítil börn.” Og enn annað dramatískt atriði. Þulurinn hefur orðið: „Eftir nokkrar Kjallarinn r Okifur E. Einarsson í Vísi 20. febrúar sl. birtist grein eftir Vilmund Gylfason. Fjallar hún um Alþingi og afstöðu þings og stjórnar til alvarlegra málefna líðandi stundar. Ekki leikur neinn vafi á, að mikið er til í því, sem hann segir. Ég leyfi mér að birta hér stuttan kafia úr grein Vilmundar: „Alþingi er, því miður, orðin óvirðuleg stofnun. Um margt minnir hegðan þess á hrunadans Weimar- lýðveldisins í Þýzkalandi á árunum milli stríða. Upp til hópa sitja þar pasturslitlir menn og uppburðarlitlir hverju sem um er að kenna. Kannski er það fiokksræðið, kannski hið ofgerða fyrirgreiðslulýðræði, sem kallar á Hðlega sendisveina, en menn lítillar reisnar. Kannski er það hvort tveggja í einhverjum blöndungi. Og nú, þegar stjórnarandstaða á þingi hyggst notá sér kjaradeiluna til þess að koma ríkisstjórninni frá, þá er það enn ein áminningin um það, hversu hugmyndasnauðir þessir menn eru, hvernig þeir verða að spila sömu plötuna ár eftir ár, og hvers vegna sístækkandi hópur fólks snýr sér undan og vill heldur horfa á Esjuna en Alþingi.” Ólafur E.Ei narsson framkvæmdastjóri Rússum hefur tekizt að verða sér úti Maós formanns, Chiang Ching, lék í um gamlar kvikmyndir sem kona seint á þriðja áratugnum í Shanghai. mínútur mun þessi gamli maður, að sjá andlit gamals manns og augu kennari, verða drepinn.” Við fáum hans lýsa skelfingu og ótta. Umhverf- r """ Bókasöf n og / Frumvarp um „verkefni sveitar- félaga” er af bandormaættinni og ekki nýtt fyrirbæri. Ormsóféti sem þetta hlykkjast gegnum mörg lög, sem öllum verður að breyta eftir verkunum ormsins. Frumvarpi þessu var kastað inn í þing nokkrum dög- um fyrir jól illa undirbúnu, fiutt til þess að færa kostnaðarliði frá ríkinu til sveitarfélaga, alls um 500 millj. kr. Ekki var haft samráð við sveitar- stjórnir. Embættismönnum í fjár- málaráðuneytinu falið að leita uppi það sem henta þótti til þess að „plata sveitamanninn.” Tilgangurinn sá að geta sýnt V2 milljarðs lækkun á fjár- lögum handa hr. -Mathiesen til að fiagga með. Ekki króna spöruð, tilfærsla úr einum vasa í annan. Þannig er þetta litla og ósjálega gerviblóm í hnappagat ráðherrans. Sumum þingmönnum úr strjálbýl- inu leist ekki sem best á orminn — eða margfætlu — en gerðust samt guðfeður umskiptingsins að boði sinna herra. „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður,” sagði Káinn. Steingrímur Hermannsson gagn- rýndi þó frumvarpið harðlega. Hann sagði m.a.: „Allt er þetta fálmkennt, svo ekki sé meira sagt, og sum verk- efni þess eðlis að það er ekki við það unandi, að ríkið hætti þar þátttöku í kostnaði. EINS LIGGUR LJÓST FYRIR, AÐ SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA HEFUR EKKI LÝST SAMÞYKKI SÍNU VIÐ FRUMVARPIÐ í NÚ- VERANDI MYND.” Skal nú vikið að einum þætti frv., algerum niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til almenningsbókasafna. Lög um alm. bókasöfn á íslandi voru samin að frumkvæði Bjarna Benediktssonar þáv. menntamála- ráðherra og tóku gildi árið 1955. Rétt er þó að geta þess, að á þingi 1937 var fyrst samþykkt að lestrarfélög fengju hluta .af skemmtanaskatti. Nokkur bæjarbókasöfn fengu og um árabil sérstaka úthlutun á fjárlögum. Árið 1970 var skipuð nefnd til þess að semja ný bókasafnslög. í maí 1971 skilaði nefndin nýju frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn. Mcginkostur þessa frumvarps var sá. að söfnunum var ætlað rífiegt tillag úr ríkissjóði til bókakaupa og til bygginga bókhlaða. En stjórnvöld höfðu lítinn hug á að koma málinu fram. Menntamálaráðuneytið lá á frumvarpinu í þrjú ár. 15. október, á fyrsta starfsdegi þess þings, sem nú situr, lagði mennta- málaráðherra frv. fram og fylgdi því úr hlaði með fallegri ræðu. Ákvæðin um fjárframlög áttu vegna mikillar hækkunar að koma til framkvæmda á þrem árum, fyrst 1976 20 milljónir, 40 millj. 1977 og síðan 60 millj. kr. á ári. Dæmi um framlög til nokkurra bókasafna skv. frumvarpinu miðað við manntal 1. des. 1974: Kefiavík 2 millj. 169 þús., Akureyri 3 millj. 972 þús., Kópavogur 3 millj. 980 þús., Vestmannaeyjar 1 millj. 461 þús., Selfoss 1 millj. 153 þús., Sauðár- krókur 669 þús. og Hvolsvöllur 386 þús. kr. Þá skyldi ríkissjóður greiða HELMING byggingar- og hús- búnaðarkostnaðar bókhlöðu. Nokkrir þingmenn tóku til máls á eftir Vilhjálmi og lýstu allir yfir stuðningi við frumvarpið, einn þó með semingi. Þá er um það bil þrjár vikur voru liðnar af þvísa þingi brá Vilhjálmur ráðherra sér austur fyrir Fjall á góðra vina fund, kjördæmisþing fram- sóknarmanna á Suðurlandi. Á fund- inum, sem haldinn var á Hvolsvelli, fræddi ráðherrann samherja sína um ýmis þingmál, m.a. bókasafns- málið. Um það fórust honum svo orð: „Mörg önnur lagafrumvörp lágu frammi, og sum þeirra endurfiutt á þessu þingi. Svo er t.d. um frv. um bókasöfn, sem er mikið hagsmuna- mál fyrir strjálbýlið, ÞVÍ BÓKA- SÖFNIN HAFA VERIÐ VAN- RÆKT OG EKKI FENGIÐ EÐLI- LEGA FYRIRGREIÐSLU STJÓRNVALDA (leturbr. greinar- höf.), nema þar sem sveitarfélögin hafa rekið málið áfram af dugnaði og örlæti.” En hvað skeður? Á svo til sama tíma og V.H. boðar fagnandi betri tíð bókasöfnunum til handa sitja skriffinnar uppi í fjármálaráðuneyti við þá iðju að eyðileggja frumvarp menntamálaráðherrans. Kínverjar: í Sovétríkjunum eru þeir sýndir sem undirokuð og skoðana- kúguð þjóð. is hann ganga nokkrir ungir menn og láta kylfuhöggin dynja á honum. í síðasta atriði myndarinnar má sjá þúsundir Kínverja í algjöru upp- námi í Peking. Þeir bera allt að 4 metra háa styttu af Maó for- manni og þúsundir handa veifa litlu rauðu bókinni, sem allir kannast við, eða Ijósmyndum af formanninum. Nærmynd er sýnd af Maó og Rúss- arnir láta hann segja: „Við verðum að leggja jörðina að fótum okkar, um sólina getum við rætt síðar.” Og þulurinn segir: „Maóistarnir beittu fortíðina valdi og ætla sér nú að svíkja nútíðina. Þeir eru dæmdir til þess að tortímast og því eru þeir skelfingu lostnir og ráðvilltir handan óttamúrsins.” - bandormur / Ég efa þó ekki, að menntamálaráð- herra mælti af heilindum á lands- fundi bókavarða 1974, er hann lofaði að rétta hlut safnanna, og sjálfsagt líka á Hvolsfundinum í nóv. sl. Það sem gerst hefur er þetta: Góðviljaður bóndi og bókavörður í sinni sveit er „kominn í bland við tröllin.” Mathi- esen fjármálaráðherra og skriffinnar hans horfa á lífið gegnum krónugler- augun sín. Sú hirð álítur bókasöfn óþörf; þeir sem eiga nóg af krónum kaupa og lesa bækur ef þeir vilja, aðrir ekki. Danir eru meðal þeirra menn- ingarþjóða sem veita alm. bóka- söfnum peninga úr ríkissjóði. Þó lækkaði þessi fjárveiting með lögum 1975 úr 167,2 millj. d. kr. í 117.4 millj. Þessi lækkun olli hörðum deilum þar í landi. Blaðið Bibliotek 70 birti samtöl við nokkra forstöðu- menn bókasafna um þetta mál. í stuttu máli er niðurstaðan þessi: Nokkur bæjarfélög bæta söfnunum upp skerðinguna með aukagreiðsl- um, en víðast hvar verður að draga úr bókakaupum, stytta þann tíma sem söfn eru opin og jafnvel segja upp starfsfólki m.ö.o. samdráttur á fiestum sviðum. — Hvað skyldi verða uppi á teningn- um hér, eftir að fyrirvaralaust er skorið á framlög ríkisins? Til dæmis það, að Borgarbókasafn Rvíkur minnkar bókakaup sín um þriðjung og svo mun verða um fleiri. Ætla má, að kaupstaðabókasöfnin reyni að halda í horfinu þrátt fyrir stóraukinn reksturskostnað síðustu árin. Bóka- söfn í kauptúnum, héraðsbókasöfn og ýmis önnur söfn, hafa mörg barist í bökkum og viðbúið að sum þeirra leggi upp laupana. Fjárveitingar úr sýslusjóðum hafa víðast hvar verið skornar við nögl og lítið hefur ríkisstyrkurinn bætt úr skák. Bókasafnslögin hans Vilhjálms hefðu gerbreytt stöðu þessara safna. Þá má enn nefna, að sum safn- anna eru vart starfshæf vegna lélegs húsnæðis, hafa verið og eru „oln- bogabörn fiestra sveitastjórna og ríkisvalds,” eins og bókafulltrúi segir í Bókasafnstíðindum 1973. Hann lýsir ástandinu svo, en hann er starfs síns vegna gagnkunnugur málinu: „Ekki verður með sanni sagt, að Kjallarinn Haraldur Guðnason stjórnvöld hér á landi hafi áttað sig á mikilvægi almenningsbókasafnsins. Heil bæjar- og borgarhverfi eru skipulögð og reist án þess að rætt sé um bókasafn, hvað þá að því sé ætlaður viðhlítandi staður. Með bókaþjóðinni hefur almenningsbóka- safnið víðast hvar verið olnbogabarn stjórnvalda. Hefði ekki til komið lifandi áhugi vökulla einstaklinga víðs vegar um byggðir landsins væri ástandið í bókasafnsmálum vægast sagt fyrir neðan allar hellur. Má raunar segja, að víða sé það ekki á marga fiska, ef frá eru taldir nokkrir stærstu kaupstaðirnir.” — Með samþykkt „bandormsins” er stigið skref afturábak í menningar- málum. Bókasöfnin í landinu þurfa nú að auka bókakaup en ekki minnka, vegna þess að útlánin stóraukast. Samþvkkt VII. kafia laganna (um alm. bókasöfn) er tilræði við al- menningsbókasöfnin í landinu. Forsvarsmenn fiestra almennings- bókasafna á Suðvesturlandi og víðar héldu fund um miðjan febrúar. Á þeim fundi var þessari aðför mótmælt einróma og skorað á alþingi að samþykkja frumvarp mennta- málaráðherrans óbreytt. Haraldur Guðnason bókavörður, Vestmannaeyjum. - / V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.