Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 1976. i þróttir Iþróttir róttir Hörkuskotið hofnaði í moiki, en dœmd var löf! — Lá við að mér vöknaði um augun, þegar Páll fótbrotnaði. Rœtt við Berg Guðna- son um Olympiuleikinn við Júgóslava, en íslenzka landsliðið kom heim i gœrkvöld Móttökur allar í Júgóslavíu voru hreint frábærar. Júgóslavnesku hand- knattleiksmennirnir báru okkur bein- línis á höndum sér — vildu allt fyrir okkur gera, sagði Bergur Guðnason, aðalfararstjóri íslenzka landsliðsins í handknattleiknum við Dagblaðið í mórgun, en íslenzku landsliðsmennirnir komu heim úr keppnisförinni í gær- kvöld. Ég hef sjaldan eða aldrei kynnzt annarri eins vinsemd í keppnisför og það var eins og Júgóslavarnir vildu endurgjalda sem bezt móttökur þær, sem þeir hafa fengið hér á íslandi. Já, ísland er efst á óskalista þeirra, þegar um keppnisferðir er að ræða, sagði Bergur ennfremur. Við fórum frá Zagreb og millilentum fyrst í Frankfurt, þar sem þeir Gunnar Einarsson og Jón Hjaltalín Magnús- son urðu eftir — Jón á leið sinni til Svíþjóðar, en Gunnar til Göppingen. Síðan var flogið til Luxemborgar og þar varð fyrirliðinn Ólafur H. Jónsson eftir — lið hans Dankersen á erfiða leiki framundan í Bundeslígunni og Evrópu- keppni. Við hinir komum heim í gærkvöld — Páll Björgvinsson slasaður, en allir aðrir heilir. Páll þurfti þó ekki að fara á sjúkrahús, heldur fékk að fara heim, en hann verður um tvo mánuði frá vinnu. Páll var að leika í gegn, þegar hann ’lenti í samstuði og féll illa. Hann bein- Hnis heyrði þegar leggurinn brotnaði rétt fyrir ofan ökklann á vinstra fæti. Við fórum strax til hans og, það lá við, að mér vöknaði um augun, þegar ég sá hvað hafði komið fyrir. Það var sorg- legt, sagði Bergur, og við fórum- strax með Pál á sjúkrahús, þar sem búið var um brotið. Páll hafði átt snilldarlegan leik — ég hef ekki séð hann betri í annan tíma. Hann var hreint frábær í vörninni og fljótt eftir að hann hvarf af leikvelli fengum við á okkur tvö mörk frá þeim punkti, sem Páll hafði verið í vörninni. Þetta er víst í áttunda skipti, sem Páll brotnar í keppni. Allan fyrri hálfleikinn — og reyndar nær allan leikinn, þegar Páll er frátal- inn — lékum við með sömu leikmönn- unum. Óli Ben. í marki, síðan Ólafur H. Jónsson, Bjarni Jónsson, Arni Indriðason, Páll, Jón Hjaltalín og bræð- urnir Gunnar og Ólafur Einarssynir skiptust svo á. Eftir meiðsli Páls kom Sigurbergur Sigsteinsson inn á. Liðið small saman — leikkerfin gengu frá- bærlega vel upp og skotnýting var um 60%, sem teljast verður mjög gott. Jóhann Ingi Gunnarsson, sem dvalið hefur á Júgóslavíu, reyndist okkur afar vel í undirbúningi fyrir leikinn — við bókstaflega vissum aJlt. um júgóslavn- esku leikmennina. Ólafur H. Jónsson komst strax í mik- inn ham og sýndi nú allar sínar beztu hliðar og Jón Hjaltalín var „brilliant.” Ég hef ekki séð hann betri áður. Bjarni vann ákaflega vel og Árni er orðinn mjög þýðingarmikill leikmaður fyrir liðið. Þá sáum við nýja hlið á ólafi Einarssyni. — Hann gaf oft fallega inn á línu, sagði Bergur Guðnason. Fyrir leikinn fengu allir leikmenn íslenzka liðsins stórgjafir og setning leiksins var hátíðleg. Það var leikið í nýrri íþróttahöll í Novamesto, þar sem 1500 manns rúmast, og byrjað var á býggingu hennar í september. Lokið í nóvember og hún var valin fyrir leikinn af 20 stöðum, sem um hann sóttu. Áhorfendur voru okkur erfiðir Þeir flautuðu og píptu, þegar Jón Karlsson kom inn á til að taka víti snemma í leiknum — og hávaðinn var enn meiri, þegar Jón kom aftur inn á stuttu síðar til að taka annað víti. Honum mis- heppnaðist og það láir honum enginn. Síðast í leiknum mistókst Gunnari Einarssyni einnig vítakast — eftir að hafa skorað áður úr tveimur. Tvö víta- köst fóru því forgörðum hjá okkur í leiknum — en ég held að Júgóslövum hafi mistekizt við eitt. Til marks um hvað leikflétturnar gengu vel upp má geta þess, að aðeins einu sinni var dæmd töf á íslenzka liðið • í leiknum — og sá dómur rúmensku dómaranna kom ekki á heppilegum tíma. Ólafur Einarsson var einmitt í uppstökki og augnabliki síðar lá knötturinn í marki Júgóslava. En við fengum ekki markið — Júgóslavar hins vegar knöttinn vegna dómsins. Þar munaði sekúndubroti og hvert mark var þýðingarmikið í þessum leik. Við erum ánÆgðir með útkomuna, sagði Bergur Guðnason að lokum, og samstilling innan landsliðsins er alveg einstök. Þar vilja allir allt fyrir alla gera. 4 Olafur H Jónsson Handboltapunktar m frá V-Þýzkalandi Meissen í febrúar. Enn heldur baráttan áfram á öllum vígstöðvum — barizt um efstu sætin eða reynt að forðast fa.ll. Eftir 13. umferðina — umferðirna.r eru alls 18 — er enn ekki ljóst hvaða lið úr norður- og suðurdeild koma til með að keppa um baráttusætin. Óvænt úrslit í þeim Fimm umferðum, sem eftir eru, munu eflaust setja strik í reikninginn. Ef við tökum stöðuna eins og hún er núna er greinilegt að Gummersbach sigrar í norðurdeild, en Dankersen og Phönix Essen berjast um annað sætið. Þrjú neðstu liðin Hamborg, Bad Schwartau og Altenholz eru í fall- baráttunni. Tvö neðstu liðin falla, en þriðja neðsta liðið í norðurdeild keppir við þriðja neðsta liðið í suðurdeild um tilverurétt sinn í Bundeslígunni. í suðurdeild hafa nýliðarnir, Dietzenbach; komið mjög á óvart og eru í efsta sæti « deildinni. Önnur lið, sem berjast um fyrsta og annað sætið eru Rintheim og Milbertshofen. í fallbaráttunni eru Göppingen, Reinisckend Fusche og Neuhausen. Eins og málin standa nú gæti svo farið, að Hamborg og Göppingen (bæði iið í 3. neðsta sæti í deildunum) keppi um sæti í Bundeslígunni innbyrðis í vor. Þar yrði þá um íslendingaslag að ræða, þar sem Einar Magnússon og Gunnar Einarsson leika með liðunum. Þetta er þó allt í óvissu enn, en staðan gefur þennan möguleika. Eftir 14. umferðina verður hálfs mánaðar hlé vegna undirbúnings og keppni þýzka landsliðsins við Austur- Þjóðverja. (Leikurinn var um helgina — og -Vestur-Þjóðverjar komust í úrslitakeppnina í Montreal, þrátt fyrir tap 11-8.). Hafa þessi hlé í Bundcslígunni komið misjafnlega niður á liðunum þ.e. viku- eða hálfsmánaðar- hlé. Þau lið, sem eiga landsliðsmcnn, Iiafa ekki getað aðlagað sig að þessu neina Gummersbach. Það er ljóst, að þcgar aðalpóstar í hverju liði geta ekki æft með liðum sínum nema með höppum og glöppum. Fyrir lið í heild næst ekki samspil sem skyldi. Má til dæmis benda á að Dietzenbach, sem ekki hefur einn einasta landsliðsmann, *er nú í 1. sæti í suðurdeild og hefur liðið sýnt nokkuð stöðuga leiki. önnur lið í efstu sætunum hafa sveiflazt upp og niður — átt góða leiki en fallið niður á milli og jafnvel tapað fyrir neðstu liðunum. í norðurdeild hefur t.d. Rheinhausen engan landsliðsmann og hefur nú unnið sex leiki í röð. Gummprsbach er með tvo landsliðsmenn, en á alltaf nokkuð jafngóða leiki. Liðið byggir á áralangri reynslu — hefur leikmenn, sem leikið hafa saman 4-6 ár og hafa ekki þurft að aðlagast nýjum leikmönnum. Nú þegar eru komnar dagsetningar fyrir næsta leiktímabil og þar kemur fram, að slík hlé eins og verið hafa í vetur, verða ekki á næsta keppnis- tímabili. Ekki er að efa að slíkt kemur til góða þeim félögum, sem fengu nýja menn síðastliðið haust, því þá næst meiri samæFing og hinn duldi skiln- ingur leikmanna á millum hvað varðar staðsetningar og fleira. En lítum aðeins á úrslitin í 13. umferðinni. Undanfarin ár hefur Hamborg alltaf unnið Dankersen á heimavelli sínum. Þetta — eftir því sem sagt er — virðist vera sálrænt tak, sem Hamborgararnir hafa á GWD. Þeir eiga alltaf mjög góða leiki gegn GWD á heimavelli. í byrjun leiks liðanna nú virtist þó ekki svo ætla að verða, því GWD byrjaði á því að skora tvö fyrstu mörkin í leiknum — en tvö mörk eru ekki mikill munur. Eftir það var leikurinn nokkuð jafn. í hálfleik stóð 7-7. Hafði GWD þá misst mann út af í tvær mínútur — Becker. — í byrjun síðari hálfleiks komst GWD aftur tveimur mörkum yfir, þrátt fyrir, að Becker var rekinn út af aftur. Nú í Fimm mínútur. Allan síðari hálfleikinn hafði GWD forustuna. í stöðunni 11-9 mistókst vítakast hjá GWD — og eftir það sóttu Hamborgarar í sig veðrið og jöfnuðu í 11-11, 12-12, og komust yfir á síðustu mínútunni 13-12. Þá hafði Pickel verið GWD mjög erfiður og virtist sama hvaðan hann skaut. Það sem fór framhjá vörninni náðu mark- verðirnir ekki að verja. Becker jafnaði fyrir GWD —Hamborg klúðraði knettinum í næstu sókn. Dankersen hafði því möguleika á að sigra og voru áhorfendur, um 1800, yfir sig spenntir — og taugar margra leikmanna brugðust þá. Fríkast og aftur fríkast. Axel Axelsson Um dómarana er ekki hægt að tala. Við getum fullyrt, að mörg íslenzk dómarapör eru klassa betri en starfs- bræður þeirra hér í Bundesligunni — ef starfsbræður er hægt að kalla!!! Einar Magnússon lék ekki með Hamborg — en það fer nú að styttast í að hann leiki á ný. Pickel skoraði átta mörk Hamborgarliðsins í leiknum, en hjá Dankersen skoraði ólafur H. fimm og Busch fjögur. í suðurdeildinni tapaði Göppingen fyrir nýliðunum Dietzenbach 16-20. Það voru einkum tveir menn, sem gerðu út um leikinn, þ.e. þeir Wehnert, fyrrum landsliðsmaður sem skoraði átta mörk, og Júgóslavinn Kirstic, sem skoraði Fimm mörk, eða 13 mörk saman fyrir Dietzenbach. í hálfleik stóð 9-4. í síðari hálfleik tóku leikmenn Göppingen sig saman í andlitinu og skoruðu 12 mörk gegn 11 í hálfleiknum, en það nægði ekki. Útlitið er því ekki bjart hjá Göppingen. Gunnar Einarsson skoraði þrjú mörk í leiknum og átti ekki einn af sínum góðu dögum. Áhorfendu i2200. Kveðja ólafur og Axel. Líkur aukast á að Palace komist í Wembley-úrslit Kemst 3 ju deildarlið í fyrsta sinn i úrslitaleik FA-bikarsins enska fyrsta laugardaginn í inaí á Wembley? Á því eru miklar líkur Þegar dregið var í undanúrslitin í gær lenti Crystal Palace gegn Southampton. Leikur liðanna verður á Stoamford Bridge, þar sem Palace sló Chclsea úr keppninni í fimmtu umferð og verður háður 3. apríl. Leikvöllur Crvstal Palace er í Suður-London eins og Stamford Bridge. í hinum leiknum í undanúrslitum leika Derby, sem nú er talið sigurstranglegasta liðið í keppninni, og annaðhvort Manch Utd. eða Úlfarnir. Þau lið leika á ný í 6. umferð í Wolverhampton í kvöld. Leikurinn í undanúrslitum verður á leikvelli Sheffield Wed. — Hillsborough. Þá var dregið í undanúrslit skozka bikarsins. Rangers leikur við annað- hvort Motherwell eða Hibernian á Hampden Park miðvikudaginn 30. marz, en Dumbarton við annaðhvort Montrose eð Hearts á Hampden 3. apríl. íþróttir Miðasala hafin ó Olympíuleikana Sala er nú hafin á miðum á hina ýmsu viðburði á Olympíuleikunum í Montreal í Kanada í sumar. Ekki stendur á mönnum að kaupa miða þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í undirbúningi leikanna. Til að mynda mynduðust langar biðraðir í gær — fólk sem var að kaupa miða. En sala á ■niðum hófst einmitt í gær í Kanada. Áætlað er að selja um 2.3 milljónir miða á fíina ýmsu viðburði í Kanada en erlendis verða seldir jafnmargir miðar. Þannig verða seldir hátt á fimmtu milljón miða á leikana, enda mikið um að vera og margt að gerast á Olympíuleikum. Ef til vill lítur sala á sjötta þúsund miða í Kanada á fyrsta degi ekki vel út, en framkvæmdaaðilar eru bjartsýnir á framhaldið og búizt við jafnri sölu fram að leikunum. Arthur Ashe kjðrinn tennis- leikari órsins Arthur Ashe, hinn kunni tennisleikari, var í gærkvöld kjörinn tennisleikari ársins í New York. Enginn sem þekkir til í tennisheiminum efast um réttmæti þessarar útnefningar því Ashe hefur verið fádæma sigursæll á síðasta 4ri — sigraði meðal annars í Wimbeldon keppninni ogl eins bar hann sigur úr býtum í heims- meistarakeppninni, sem fór fram í Stokk-j hólmi á síðast liðnu ári. í Wimbeldon sigraði hann Jimmy Connors í úrslitum og í Stokkhólmi bar hann sigurorð af Svíanum unga Björn Borg. En einmitt þeir Connors og Borg höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Fallbaróttan farin að sýna sig ó Englandi Nú er hin miskunnarlausa barátta fallsins farin að segja til sín í hinum ýmsu deildum á Englandi. í 1. deild stendur fallbaráttan milli fjögurra liða en þrjú lið falla. Þessi lið eru Birmingham 25 stig eftir 32 leiki, Burnley 23 stig eftir 34 leiki, Wolves 22 stig eftir 32 leiki og ShefField Utd. með 13 stig eftir 32 leiki. Nú er engan veginn ljóst hvaða lið fellur, þó Birmingham standi langbezt að vígi af þessum fjórum liðum. í 2. deild eru York og Portsmouth svo gott sem fallin' og Oxford stendur á barmi fallsins — Blackburn Rovers hefur engan veginn sloppið enn — liðið hefur hlotið þremur stigum meir en Oxford. í gærkvöld voru leiknir nokkrir leikir í 3. deild, og þar er einnig hin harða barátta fallsins farin að segja til sín. En lítum á úrslitin í gærkvöld: 3. deild: Mansfield-M illváll i-i Southend-Aldershot 0-2 W rexham-Cardiff 1-1 4. deild: Newport-Brentford 0-1 Mansfield sem lengst af keppnistímabilinu hefur verið í neðsta sæti 3. deildar er nú farið að færast af hættu- svæðinu — liðið hefur nú leikið 7 leiki í röð án taps. Hins vegar batnaði staða Southend ekki við tapið í gærkvöld gegn Aldershot en liðið er nú í fimmta neðsta sæti — fjögur lið falla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.