Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 1976. MMjBUUHÐ írjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Evjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pctursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason fþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. i-jósmyndir: tíjarnleifur Bjarnleitsson, Björgvin Baisson, ivagnar Fh. Sigurosson. tjjaldkeri: Þráinn Þorlcifsson Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Askriftargjald 800 kr. á mánuði inhanlands. f lausasölu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þeir sjá um sig Það er dæmigert fyrir norsk viðhorf í landhelgisdeilunni, er Frydenlund utan- ríkisráðherra segir nú, að Norðmenn geti ekki útvegað Islendingum hrað- skreitt varðskip, þar sem þeir séu í varnarbandalagi bæði með Bretum og íslendingum og megi ekki gera upp á milli þeirra. Okkur hefur aldrei verið neinn umtalsverður stuðn- ingur í Norðmönnum í landhelgisdeilum okkar. Þeir höfðu hægt um sig, meðan við vorum að berjast fyrir fjórum og tólf mílum. Þegar þeir voru búnir að láta íslendinga eina um baráttuna, komu þeir jafnan í kjölfarið og uppskáru fyrirhafnarlitla útfaérslu sinnar fiskveiðilögsögu. Norðmenn héldu eins að sér höndum, þegar við vorum að ná okkur í 50 mílna fiskveiðilögsögu. Þeir hafa að vísu ekki enn treyst sér til að fylgja í kjölfarið, en augljóst er, að þeir muni á næsta ári fylgja í 200 mílna kjölfar íslendinga. Þar á ofan hafa Norðmenn sumpart hagnazt á deilum okkar við Breta. Steingrímur Hermannsson alþingismaður upplýsti á þingi í síðustu viku, að hann hefði í Flugráði beitt sér fyrir því, að norskt tilboð um sölu flugskýlis var tekið fram yfir brezkt, þótt norska tilboðið væri töluvert óhagstæðara. Norðmenn eru einna hörðustu keppinautar okkar í sölu sjávarafurða, einkum frystra fiskafurða á Banda- ríkjamarkaði. Þeir eru ríkir af iðnaði og verzlun og geta leyft sér að ríkisstyrkja sinn sjávarútveg, meðan við verðum að láta okkar sjávarútveg standa .undir sam- neyzlu okkar, landbúnaði og ýmsu öðru óhófi. Norskir og íslenzkir embættismenn eru nú að ræða um undanþágur fyrir Norðmenn í 200 mílna fiskveiði- lögsögu Islands. Norðmenn vilja, að hin ríkisstyrktu skip sín fái að veiða á Islandsmiðum til að bæta enn frekar samkeppnisaðstöðu sína gagnvart Islendingum á Bandaríkjamarkaði. Hinir íslenzku embættismenn mega ekki ganga að slíkum viðræðum með óhóflega skandinavíska frænd- semisglýju í augum. Þeir hafa hingað til talið sér kleift að leyna þjóðina því, hvað sé verið að tala um mörg norsk skip og mikinn norskan afla á íslandsmiðum. Það er ekki verið að segja, að Norðmenn eigi hér engar undanþágur að fá, þótt þess sé krafizt af hinum íslenzku samningamönnum, að þeir láti ekki Norðmenn hafa sig að fífli. Óvœnt skot í horn Lögfræðileg bragðvísi hefur öldum saman verið ein af iþróttum íslendinga. Dómsmálaráðuneytið hefur staðið sig vel í þessari þjóðaríþrótt með því að finna í varnarsamningnum við Bandaríkin ákvæði, sem túlka má á þann hátt, að Bandaríkjum sé skylt að lána okkur hraðskreið varðskip, svo sem dómsmálaráðuneytið hefur lagt til. Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt upplýst, að Landhelgisgæzlan hafi svipaðan áhuga á bandarískum skipum af Asheville-gerð og sovézkum skipum af Mirka-gerð. Fróðlegt verður að fylgjast með, hvernig bandaríska stjórnin verst þessu óvænta og skemmtilega markskoti dómsmálaráðuneytisins. SJÓNVARPIÐ í S0VÉT- RÍKJUNUM SÝNIR EIGINK0NU MA0S F0RMANNS SEM GLÆPAMANN — hugmyndastyrjöldinni milli Kína og Sovétríkjanna œtlar aldrei að linna Svo virðist sem valdabaráttan í Kína hafi engin áhrif á utanríkisstefnu landsins. Flokksblað- ið, Dagblað alþýðunnar, hamast stöðugt gegn ráðamönnum í Sovét- ríkjunum vegna endurskoðunar- stefnu þeirra og núna hefur Sjtjoko- lov innanríkisráðherra fengið sinn skerf af gagnrýninni. Og í Sovétríkjunum sjálfum er stjórnmálastríðinu haldið áfram og hefur nú tekið á sig nýja mynd með sýningu á svonefndri héimildar- kvikmynd, þar sem íbúar Kína eru sýndir sem undirokuð og skoðana- kúguð þjóð og á Maó formaður að vera þar fremstur í flokki kúgara. Kvikmyndin, sem ber nafnið „Handan óttamúrsins”, var sýnd á bezta sýningartíma sovézka sjón- varpsins og hefur mikið verið rætt um hana og ritað í dagblöðum. Þetta er lengsta heimildarkvikmynd sem sýnd hefur verið í Sovétríkjunum til þessa og sagt er að í henni séu atriði sem ekki hafa verið sýnd áður. Þarna eru klipptar saman heimildarkvikmyndir frá Sovétríkj- unum og Vesturlöndum, en einnig eru þar sýnd atriði úr kínverskum kvikmyndum. Svo eru þar viðtöl við Kínverja, sem flúið hafa land, og röð sjald- gæfra atriða sem kvikmynduð hafa verið við landamæri Kína og Sovét- ríkjanna, m.a. sjást þar bardagar sem háðir voru seint á sjötta áratugnum. Kínverjar hafa enn ekki sagt neitt um myndina sem er bæði hatursfull og villandi í þeirra garð. Einhvern veginn hefur Rússum tekizt að ná í gamlar kvikmyndir sem kona Maós, Chiang Ching, lék í seint á þriðja áratugnum og teknar voru í syndabælinu mikla, sem þá var, Shanghai. Þar getur maður séð konu formannsins veifandi skammbyssu sem aðalkvenhetjan í lélegum glæpa- og kúrekamyndum sem enskt- kínverskt kvikmyndafélag lét gera er vændi og heróín var daglegt brauð í Shanghai. Eitt af aðalatriðunum í myndinni er þó það sem Rússar segja að sé raunverulega handtaka kínversks njósnara er hann reynir að laumast inn á rússneskt yFirráðasvæði. „Hann kemur eins og þjófur á nóttu, — sem njósnari,” segir rödd þularins. í einu atriði myndarinnar eru sýnd kínversk börn sem eru að leik með byssur. Þulurinn segir : „Langflest börn í heiminum leika sér einhvern tíma með byssur. í Kína eru börniii neydd til þess að leika sér aðeins að Stjórnlogabreyting er aðkallandi Þann 8. nóvember sl. haust birti Dagblaðið grein eftir undirritaðan undir fyrirsögninni „Nefndin vaknar”. Vel má líta svo á, að eftirfarandi grein sé framhald hennar, þar sem hún fjallar um skyld málefni, enda skýrt tekið fram í grein minni, að fleiri greinum varðandi sama málefni yrði skotið á prent, þegar ástæða þætti til. Þegar íslenzka þjóðin öðlaðist sjálf- stæði og reif sig lausa undan yfirráð- um Dana á því minnisstæða ári 1944, urðu alþingismenn nauðugir viljugir að breyta stjórnarskránni í samræmi við hinar nýju aðstæður. Breyting sú, sem þá átti sér stað, var að vísu afar takmörkuð og varðaði einungis það atriði, að valdalítill forseti kæmi í konungs stað. Síðan var reglugerð um forsetaembættið meira eða minna sniðin að þeim lögum, sem áður giltu um konungdæmið. For- setinn var í skyndi fluttur út að Bessastöðum, að því er virðist til að koma honum í nokkra fjarlægð frá fólkinu. Engu líkara en þar væri kominn lítill kóngur. Síðan átti það að heita, að hann væri sameiningar- tákn íslenzku þjóðarinnar. í þau 30 ár, sem liðin eru frá því að þjóðin fékk sjálfstæði, hefur hvað eftir annað verið bryddað á því, að nauðsynlegt væri að breyta stjórnar- skránni í samræmi við breytta tíma. Lítill áhugi virðist samt hafa verið hjá -stjórnmálamönnum okkar fyrir breytingum, þar til loks á þinginu 1972, að samþykkt var tillaga til þingsályktunar um skipun sjö manna nefndar til að endurskoða stjórnar- skrána. Sé litið á stöðu íslenzkra stjórn- mála á undanförnum árum, þá er augljóst, að þörfin fyrir stjórnlaga- breytingu er, þegar orðin aðkallandi. í hvert sinn sem valdastaðan í þing- inu nálgast jafntefli, er þjóðfélagin’u * og lýðræðinu mikil hætta búin, vegna þess að stjórnarandstaðan, hver sem hún er, notfærir sér veika aðstöðu ríkjandi stjórnar með því að trufla og fella frumvörp, án þess að taka nokkurt tillit til þjóðarhags- muna, en aðeins í því skyni að fella ríkjandi stjórn með þá von í huga að komast sjálf til valda. Sé flett upp í sögu Alþingis, má benda á mörg dæmi, sem sanna þetta. Nokkuð svipað því, sem hér hefur verið bent á, hefur þegar gerzt meðal annarra þjóða. Lítum t.d. á Frakka. Á þriðja tug aldarinnar, og þó ekki síður á árunum 1944-58, var stjórnarfar þeirra orðið svo sjúkt, að venjulega stóðu ríkisstjórnir þeirra ekki lengur en örfáa mánuði eða vikur í senn. Álltaf var verið að mynda nýjar ríkisstjórnir, og jafnóðum voru þær felldar. Franska. þjóðin var að glata trausti sínu Jijá nágrannaþjóðunum. Talað var um úrkynjun og mikill glundroði ríkti í athafnalífi þeirra. Það var á þessum árum sem ferðamenn höfðú það að gamanyrði, að þeir færu til Englands til þess að sjá skipt um lífvörðinn hjá brezku konungshöllinni, en'til Frakk- lancls til þess að sjá skipt um ríkis- stjórn. Eitthvað svipuð íslenzku stjórnarskránni hefur sú franska eflaust verið á þessum árum. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar kom sterkur stjórnmálaleiðtogi fram á sjónarsviðið í Frakklandi, de Gaulle. Enginn vafi leikur á því, að de Gaulle er sá maður, sem stærstan þátt hefur átt í því að hefja frönsku þjóðina upp úr niðurlægingu og glundroða og gera Frakkland að stór- veldi á ný. En til að svo mætti verða varð hann að breyta stjórnarskrá lýð- veldisins. Þá ákvörðun sína tókst honum að knýja í gegn, og gekk stjórnarskrá fimmta lýðveldisins í gildi 1958. Eflaust má með sanni segja, að gildistaka þessarar nýju stjórnarskrár hafi verið lykillinn aði þeirri fyrirætlan de Gaulle að endur- reisa hag og virðingu Frakklands. Samkvæmt stjórnarskrá Fimmta lýðveldisins hefur forseti Frakklands mikil völd. Hann útnefnir forsætis-^ ráðherra og skipar aðra ráðherra samkvæmt meðmælum hans. Auk þess eru ákvæði í stjórnarskránni, sem heimila forsetanum að grípa inn í gang mála, þegar þörf krefur og á hættutímum. Til að sýna hve glundroðinn í frönskum stjórnmálum var orðinn óheyrilegur í tíð fjórða lýðveldisins, skal þess getið, að allt frá frelsun Frakklands 1944 og fram í maí 1958 voru 25 ráðuneyti við völd og meira en fjórðungur þingmanna í neðri málstofunni, að kommúnistum undanskildum, hafði gegnt ráðherra- embætti. Þetta jafngildir því, að hver ríkisstjórn hafi á þessu fjórtán ára tímabili setið að vóldum í rúma sex mánuði hver að meðaltali. Gæti ekki farið svo að stjórnarfar okkar íslendinga þróaðist í svipaða átt á komandi árum, ef ekkert verður aðhafzt til þess að sporna við því?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.