Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 3
DAUBLAtm). I'KIÐ.IUDACUH 27. AFKII, 1978 3 Hvað heldur ríkis- stjórnin að hún geti blekkt þjóðina lengi? — hver ber ábyrgð á hraðbáta- blekking- unni? Björn Ingvarsson tækniskólanemi skrifar: Hvað heldur ríkisstjórnin aö hún geti blekkt þjóðina lengi? Heldur hún kannski að dómgreind okkar sé eins slæm og Breta? Hvað sem því líður er mín þolinmæði löngu þrotin. Hvernig var það annars meó þessa bandarísku hraðbáta sem átti að fá handa Landhelgis- gæzlunni? Þeir eru auðvitað Bandaríkjamenn hafa hér fri afnot af íslenzku iandi, en ekki eru þeir greiðviknir við okkur í staðinn. löngu komnir á miðin. Þeir eru bara svo litlir og hraðskreiðir að þeir sjást ekki. Nei, það eru engir hraðbátar komnir og koma ekki. Spennan i þjóð- félaginu var á tímabili orðin of mikil, það varð að gera eitthvað til að minnka hana og ekkert var betur til þess fallið en þykjast ætla áð útvega Land- helgisgæzlunni hraðskreiða fallbyssubáta. Svo segjum við, þjóöin þegar um hægist að Bandaríkjamenn og Rússar hafi ekki átt neina báta handa okkur og þá erum við laus allra mála. En kæru vinir, lífið er nú ekki svona einfalt. Það er ekki endalausl hægt að láta þjóðina vaða reyk og Landhelgisgæzlan gengur ekki f.vrir hrósyrðunum einum saman öllu lengur. Við skulum snúa okkur að efninu. Af hverju fáum við ekki hraðbáta frá Bandaríkja- mönnum? Svörin eru á tvo vegu: í fyrstalagi: ríkisstjórnin vill ekki fá neina báta, í öðru lagi: Bandarikjamenn vilja ekki láta okkur hafa neina báta. Svona einfalt er þetta. Af hverju vill stjórnin ekki fá margumtalaða báta? Eru Bretar ekki búnir að berja nógu mikió á okkur? Megum við ekki vera vondir við „vina- þjóð” vora Breta. Við erum nú reynslunni ríkari í þeim efnum, og vitum hvers mikils virði það er að eiga „vini í raun.” Norðmenn hafa bara ekki ráðið við sig í stuðningi sínum við okkur, ég er reyndar hissa á því að þeir skuli ekki fyrir löngu vera búnir að segja Bretum stríð á hendur eins og ákafi þeirra virðist vera mikill, svo ekki sé minnst á Dani og Svía, sem öllu vilja fórna fyrir okkur. Nei, sannleikurinn er sá, að þótt við værum hneppt í ánauð öll með tölu þá myndu þessar blessaðar vinaþjóðir okkar ekki hreyfa litla fingur okkur til hjálpar ef það stangaðist eitt- hvað gegn hagsmunum þeirra. „Lengi lifi norræn samvinna.” Höfum við ekki efni á því að taka einn eða tvo báta á leigu? Þegar maður hefur í huga ævintýramennsku eins og málmblendiverksmiðjuna og Borgarfjarðarbrúna á maður bágt með að trúa því. Erum við að fara út í víg- búnaðarkapphlaup við Breta? Þeir, sem halda því fram ættu að leggja hausinn í bleyti og athuga það að Bretar eru ekki í þeirri aðstöðu að geta sent hingað hraðbáta. Slíkir bátar þurfa að geta leitað hafnar í slæmum veðrum. Bretar þyrftu að rassskellast til Skrotlands undan hverju óveðri. Heldur hæpin útgerð það. Og til þeirra sem farast á taugum, þegar minnst er á her ætla ég að beina eftirfarandi spurningu: Er 200 tonna hrað- bátur eitthvað frekar herskip heldur en 900 tonna varðskip? Þá erum við komin að hinu atriðinu. Vilja Bandaríkjamenn ekki láta okkur hafa bátana? Harla ótrúlegt er það þegar höfð er í huga fremur veik staða varnarliðsins hér. Þvi ekki að setja Bandaríkja- mönnum tvo kosti, að þeir láni okkur umtalaða báta eða ella verði varnarsamningurinn endurskoðaður. Nei, við erum svo stoltir Islendingar að það er ekki hægt að prútta og pranga með varnir landsins, betra er að láta Bretann sverta okkur og svívirða. Og á meðan er landið selt erlendum Iánastofnunum og menn hvattir til að bregða sér til sólarlanda og sóa þar gjaldeyri og einn góðan veður dag verðum við slegin hæst- bjóðanda eins og hvert annað illa rekið fyrirtæki. Hvar verður þá okkar þjóðarstolt? Eitt er víst að einhverjum verður kennt um þessa hraðbátablekkingu, og hver sem á sökina, þa er það öruggt að skuldinni verður skellt á sjalfstæðismenn og skyldi engan undra. Litli heimilis- vinurinn Ronnie Corbett kemur f ólki í gott skop S. Hólm skrifar: „Ég hef sérstaka ánægju af að horfa og hlusta á sjónvarps- þáttinn „Nei, ég er hérna”. Þetta er sá albezti gaman- myndaþáttur, sem ég hef horft á um dagana. Hann hefur staðið og fallið með litla heimilisvin- inum okkar honum Ronnie Cor- bett. Síðast þegar þessi þáttur var á dagskrá hló ég svo mikið að konan mín hótaði að senda mig „express" i stóra húsið inni við sundin blá, ef ég hætti ekki. En ég læt það sem vind um eyrun þjóta og hlakka til að sjá þenn- an vin minn aftur og vonandi sem fyrst. Ronnie og eiginkonan í þættin- um „Nei ég er hérna”. 5 Mæður í Revkjavík mættu með börn sín í skrúðgöngu þó þau væru í vagm, enda engin ástæða til annars. SKÁTARNIR BÖNNUÐU BARNAVAGNA f SKRÚÐGÖNGU SINNI Sigurborg Oskarsdóttir hringdi: „Daginn fyrir sumardaginn fyrsta dreifðu félagar i skáta- félaginu í Kópavogi miðum í hús. A þeim stóð að þeir æsktu þess ekki að komið væri með barnavagna í gönguna. vegna þess að það skemmdi fyrir þeim. Þetta finnst okkur hús- mæðrum í Kópavogi í meira lagi skrítin ákvörðun og getum við ekki séð að vagnarnir skaði á nokkurn hátt skátagönguna. Augljóst er að margar mæður verða að sitja heima með börn sin sem hafa gaman af skrúð- göngum. en eru ekki orðin það stálpuð að geta farið ein. Hringið i síma 83322 Raddir lesenda kl. 13-15 Dagblaðið eða skrifið Siðumúla 12 Reykjavík s ÍSpurning Hver er uppáhalds teiknimyndasagan þín? Ásta Björk Björnsdóttir nemi: Engin sérstök, þær eru allar ágæt- ar og ég les þær allar. Inga Arnardóttir nemi í MT: Það er hann Högni hrekkvísi, mér finnst hann regluléga góður. Smá- fólkið er líka mjög skemmtileg saga. Atli Vigfússon nemi í MT: Það er Andrés Önd auðvitað. Annars er hann Högni hrekkvísi alveg ofsa- legur, ég les hann á hverjum degi. Ragnhiidur Skarphéðinsdóttir nemi í MH: Smáfólkið finnst mér skemmtilegast. Það kemur manni í létt skap og það er fyrir öllu. Jenný Ólafsdóttir vinnur í gjald- eyrisdeild bankanna: Högni hrekkvísi finnst mér alveg frábær á allan hátt. Hann er svo lúmskt hrekkjóttur. Samúel Þórarinsson nemi: Högni hrekkvisi. hann er alveg a'ðislegá lyndinn og svo er hann svo vel teiknaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.