Dagblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 4
Kvik
myndir
ÞORSTEINN
LILFAR
BJÖRNSSON
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
Hafin yfir alla stjörnugjöf þar sem
ÞETTA ER KVIKMYNDALIST
leiðtoga. Lock tekur upp án at-
hugasemda: „Kannski i fyrsta
skipti í sögunni, segir leiðtog-
inn, er saga stjórnarinnar sann-
leikanum samkvæm.” Stuttu
seinna segir kona Lockes við
hann: „Þú leikur í raunveruleg-
um atburðum en hefur enga
rullu.” Og Locke svarar á þá
leið að það séu vissar reglur
sem hann verði að fara eftir
jafnvel þótt þær séu rangar. Og
þá höfum við fengið vitneskju
um það í sjónvarpsviðtali hjá
framleiðanda Lockes að hann
hafi verið alinn upp og mennt-
aður í Ameríku þótt hann hafi
fæðst í Englandi. Þettta hafi
gefið honum hlutleysi og hæfi-
leika til að skoða hlutina í meiri
vídd. Og þetta er það sem
konan hans fyrirlitur. Nú,
Locke fer til Múnchen og fer
inn í kirkju. (Hvað eru annars
allar þessar kirkjur að gera í
myndinni?) þar sem hann er
symbólskt séð giftur inn i
persónu Robertson. Þar kemst
hann að því að Robertson hafði
verið vopnasali og hann fær
vinkónu að nafni Daisy. Það er
klippt frá kaffihúsi i Múnchen
þar sem Locke er að fara inn í
kláf í Barcelona. Þar fer Locke
hálfur út um gluggann og
dreymir um frelsi eins cg fugl-
arnir hafa. En Locke á stefnu-
mót í Barcelona og í stóru
gróðurhúsi hittir hann gamlan
mann sem spyr hann hvort
hann eigi að segja honum ævi-
sögu sína. Þá kemur óvænt
klipp á óþægilega senu þar sem
einhvers konar hátíðarhöld
eiga sér stað inni í svörtustu
Afríku. En þar er líkkista og
hátíðarhöldin reynast vera póli-
tísk aftaka. Endirinn á annarri
ævisögu sem við þekkjum ekki.
En það er von á byltingar-
kenndum breytingum eins og
hafði komið fram áður í tali
gamla mannsins. Börn eru að
leik í bakgrunninum eins og á
svo mörgum stöðum í mynd-
inni, þar á meðal senunni þar
sem Locke deyr. GániII maður?
inn er í raun og veru að segja
Locke sögu Lockes sjálfs og frá
hinni misheppnuðu tilraun
hans til að breyta um persónu
eins og innklippsmyndin hafði
gert. En Locke hafði tekið
þessa mynd.
Schneider í Barcelona þegar Locke hittir hana í þriðja sinn.
Gamla bíó: Farþeginn (The Passanger
(Profession: Reporter)
114 mín., ítölsk, gerð 1975, litir, broiðtjald.
Loikstjóri: Michelangelo Antonioni.
„Mér er sama...” Jack Nicholson í eyðimörkinni.
trjám sem þjóta framhjá. Svar
hans gæti einfaldlega verið: Ég
er að flýja frá öllu sem þú sérð
þarna, frá raunveruleikanum.
Sérstaklega raunveruleikanum
bak við mig, fráfortiðinni. Enda
hafðí Locke sagt í samræðum
við Robertson: „Væri það ekki
betra ef við gætum hent því frá
okkur, losnað við fortíðina á
hverjum degi.” En það er
aðeins hægt með dauðanum.
Þegar Locke og Robertson
höfðu verið að drekka saman í
Afríku hafði Robertson spurt
Locke hvort honum fyndist
landslagið ekki fagurt en Locke
ekkert gefið út á það. Þegar
Schneider spyr hann að þessu
sama eftir að bíllinn þeirra
hefur bilað fyrir utan veginn,
svarar Locke því játandi. Hann
.sér i f.vrsta skipti sama og hún
og kannski í fyrsta og siðasta
skipti með augum Robertson
hvers nafn hann hefur tekið.
. Eftir þetta kemur lokakafli
myndarinnar, en hann er að
mestu b.vggður upp á sjö mín-
útna löngu skoti sem er það
mest brilliant skot sem ég hef á
ævi minni séð. Það væri freist-
andi að lýsa því hér, en þvi
miður verð ég að slá botninn í
þetta. Þó er ekki hægt að enda
svo að ekki sé minnst á þátt
Peter Wollen í gerð myndarinn-
ar en hann er einn af höfund-
um handrits með þeim Mark
People, sem skrifaði uppruna-
legu söguna, og Antonioni.
Peter Wollen skrifaði bók árið
1969 sem heitir Signs and
meaning in the cinema og er
einhver besta bók sem skrifuð
hefur verið af gagnrýnanda um
það efni. Telja má víst að
Wollen eigi mjög stjóran þátt í
gerð m.vndarinnar, ekki síst því
sem viðkemur myndavélar-
hre.vfingu og uppsetningu at-
riða.
Þá er ekkert eftir annað en
að hvetja fólk til að fara og sjá
þessa mynd því slíkur hval-
rekierekki beint hversdagsleg-
ur.
Þetta er sennilega besta
mynd sem undirritaður hefur
séð fyrr og síðar að Citizen
Kane meðtalinni. Þvi miður eru
til 3 útgáfur af myndinni og er
útgáfan sem er í Gamla bíói, sú
stysta. Hún er aðeins 114 mín-
útur en myndin er einnig til í
lengdunum 119 mín. og 125
mín. Það hefur töluvert verið
skrifað um myndina í blöð hér
og býst ég við að það sé að bera
í bakkafullan lækinn að fara að
lýsa söguþræðinum. Þess vegna
mun ég reyna að Iýsa temanu
fremur en sögunni. Því miður
getur það ekki orðið fullnægj-
andi þar sem þyrfti á að giska
fjórar blaðsíður eða meir til að
geta gert myndinni þau skil
sem hún verðskuldar.
Það er nauðsynlegt, þegar
þessi mynd er skoðuð, að líta á
hana í samhengi við fyrri
myndir Antonionis sem flestar
hafa fjallað um svipað tema.
Það, að engin leið er að komast
frá sjálfum sér og byrja á nýju
hlutverki. Það getur aðeins
endað með dauða. Jack Nichol-
son leikur David Locke, frétta-
mann sem aldrei nær sambandi
við neinn. Hann er í Afríku til
að gera heimildarmynd og er að
reyna að ná sambandi við
skæruliða. Hann fær hvern
leiðsögumanninn eftir annan
en þeir yfirgefa hann allir. Og.á
einum stað lemur Nicholson
Land Roverinn og æpir, næst-
um veni, vidi, vici: „Fjandinn ...
Allt í lagi ... Mér er sama.”
Næst sjáum við Locke koma til
hótels síns og skömmu síðar
uppgötvar hann að nágranni
hans David (sama skírnarnafn)
Robertson er dáinn í næsta her-
bergi. Hann skiptir um hlut-
verk og persónu við Robertson.
Meðan hann er að þvi sjáum við
„flash-back” svokallað þar sem
Locke segir Robertson að hann
sé að setja saman mynd um
Afríku, og þegar það, sem hann
hefur tekið, er svo skoðað
seinna í myndinni í þeim til-
gangi að nota það sem efni í
heimildarmynd um Locke sjálf-
an, þá hefur það sömu áhrif og
„Fréttir í marz” hafði í byrj-
unarsenunni í Citizen Kane,
fréttamyndir um mann sem
sjálfur var fréttafalsari. Og það
er meira skoðað í Farþeganum
af efni sem Locke hefur tekið. I
því fyrsta er viðtal við afrískan
Schneider og Nicholson á kaffihúsi. Frábært skot og vel út-
fært atriði. Takið eftir hve einangruð þau eru.
Auglýsing frá
Bœjarsjóði Vestmannaeyja
Bæjars.jóður Vestmannaeyja auglýsir
lausar til umsóknar tvær stöður við
bókhald bæjars.jóðs og stofnana hans.
Umsöknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast sendar
bæjarstjúranum í Vestmannaeyjum,
sem jafnframt gefur allar upplýsing-
ar, f.vrir 15. maí nk.
Meðmæli æskileg.
Vestmannaey.jum 2‘.i. apríl 197ti.
Bœjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
En nú kemur annað til sög-
unnar. Það er stúlkan. Við
fáum aldrei að vita hvað hún
heitir svo að hér verð ég að
notast við nafn leikkonunnar.
Það er í sjálfu sér athyglisvert
að myndin skuli heita Farþeg-
inn, en stúlkan er farþegi hjá
Locke og bendir það til þess að
persóna stúlkunnar hafi meira
gildi en virðist á yfirborðinu.
Kannski var það hennar vegna
sem Antonioni breytti nafni
myndarinnar úr Fréttamaður-
inn í Farþeginn. Það er ekki
hægt að komast langt ef maður
gerir ráð fyrir því að Locke sé
farþeginn á annars manns ferð
út úr sjálfum sér. „Aður var ég
annar,” segir Locke þegar fund-
um þeirra ber saman og þau
talast við í fyrsta skipti, „en ég
hafði skipti." En stúlkan táknar
lífið sjálft. Locke kemur auga á
hana í annað skipti þar sem
hún situr til vinstri á tjaldinu
og er bogin yfir bók, alveg eins
og hún hafði verið þegar hann
sá hana fyrst í London. Við
þekkjum hana eins og skot þá
því hún er í eins fötum og hún
var í í Siðasta tangó í París,
blárri skyrtu og gráum smá-
köflóttum buxum. Þetta er
Maria Schneider. í báðum þess-
um myndum gefur Schneider-
karakterinn líf (ekkert nafn)
til björgunar tveim miðaldra
mönnum sem eru orðnir ör-
væntingarfullir. Samanburður
við meistaraverk Bertoluccis er
óhjákvæmilegur og mikill.
Stúlkan hugsar upphátt eftir að
hún er komin í farþegasætið
hjá Locke hverju hann sé að
flýja frá. Hann segir henni að
snúa sér við í brunandi bilnum
og m.vndavélinni er lyfl upp og
afturábak til að sýna raðir af