Dagblaðið - 27.04.1976, Side 9

Dagblaðið - 27.04.1976, Side 9
DACBLAÐH). ÞKIÐ.JUDACUK 27. ADKll. 1976 Nýjar hugmyndir um fiskirœkt: „YRÐIALGJÖR STEFNUBREYTING" „Þetta eru að mínu mati mjög heillandi hugmyndir en hér er • auðvitað stór spurning um fjármagn innifalin.” sagði Jónas Bjarnason hjá Sjávar- rannsóknum í viðtali við Dagblaðið um hugmyndir Eyjólfs Friðgeirssonar fiskifræðing þess efnis að koma af stað klaki þorsk- seiða á landi og hjálpa þeim þannig yfir erfiðasta hjallann á vaxtarskeiði þeirra. „Svipaðar tilraunir voru gerðar í Bretlandi fyrir nokkrum árum og eftir því sem mér skilst kom ekki mikið út úr þeim,” sagði Jónas ennfremur. „Ég held sjálfur að það verði að gera nokkuð umfangsmikla ræktunartilraun til þess að einhver árangur sjáist og þá er þetta orðið allstórt fjár- hagsvandamál.” Ekki taldi Jónas að hugmynd Eyjólfs hefði verið rædd mikið hjá yfirmönnum fiskiræktar við landið en endurtók að sér fyndist hugmyndin spennandi. Þó taldi hann ýmsa vankanta á framkvæmd hennar, m.a. væri eftir að kanna til hlítar efnasam- setningu salta í uppsprettu- vatni sem Eyjólfur vill not- færa sér í Vestmannaeyjum og á Reykjanesskaga og svo auðvitað það að hér yrði um algjöra stefnubreytingu í fiskirækt að ræða. -HP. Kartöf lurnar í 5 kílóa pokum enn um sinn Kartöflukaupendur verða enn um sinn að kaupa varninginn í fimm kílóa pokum, að minnsta kosti út þessa viku. Að sögn Páls Ólafssonar hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins er ástæðan fyrir því að kartöflur hafa ekki fengizt í 2Vi kílóa pokum sú að miklu meiri vinna er í því að pakka í smærri umbúðirnar og enn hefur ekki gefizt tími til þess. „En það verður gert, þegar um hægist — kannski í næstu viku,” sagði Páll. Pólsku kartöflurnar, sem nú hafa verið á markaðinum í nokkr- ar vikur, eru mun betri í útliti en þær mexikönsku, sem bárust er kartöfluskorturinn var í al- gleymingi. Pólskar kartöflur verða til sölu hér á landi allt fram í júní. Þá fer Grænmetisverzlunin að leita fyrir sér um evrópska sumaruppskeru. Sennilega verða italskar kartöflur fyrstar fyrir valinu. —ÁT— Klettaeyjan ísland: „Okkur vantar grjót" „Satt bezt að segja þá vantar okkur grjót,” sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi. í viðtali við Dag- blaðið um það hvað væri til ráða varðandi hið sífellda land- brot við strendur nessins. „Við höfum reynt að hækka grand- ana og við hirðum grjót alls staðar sem við getum náð í það” Sigurgeir sagði að þeir reyndu að fylgjast með hvort eitthvert nothæft stórgrýti fyndist í húsgrunnum og eins reyndu þeir aö bera víurnar i framkvæmdir hjá verktökum. „Svæðið er að verða grjót- laust, þótt undarlegt megi virðast”, sagði Sigurgeir enn- fremur. „Ég á ekki von á því að borgarverkfræðingur sé.aflögu- fær.” Sagðist Sigurgeir vona að ekki kæmi til þess að þeir þyrftu að fara að steypa upp- fyllingarsteina, eins og þeir gera í Þorlákshöfn, en þó gæti það orðið þrautalending. —HP MYNDIR FRÁ FJARLÆGUM STÖÐUM Á MOKXA Um sextíu ljósmyndir frá ýmsum fjarlægum stöðum eru til sýnis á Mokkakaffi, Skóla- vörðustig, um þessar mundir. Myndasmiðurinn er ungur maður, Örn Ásbjarnarson, sem er mikill áhugamaður um ljósmyndun og hefur hann tekið þessar myndir á sl. sex árum. Örn er kennari að mennt en hefur undanfarin ár unnið hjá flugafgreiðslu Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli. Hefur hann ferðazt. víða um lönd, meðal annars til Singapore, Thailands, Luxemborgar og Grænlands. Sýnir hann myndir frá þessum stöðum og einnig nokkrar myndir frá íslandi. Ljósm.: DB- Björgvin./-A. Bj. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra fœr peningagjöf Styrktarfélag Iamaðra og fatlaðra fékk nýlega í hendur rausnarlega gjöf frá ættingjum Ingveldar Rögnvaldsdóttur sem lézt 30. október 1975. Gjöfin er skuldabréf og peningar að upphæð 196.386 krónur. A Dada Dharmapala í eimii al' stollingimi sínuni. DB-mynd Björgvin Bandarískur yogi kennir íslendingum að bœtu sjólfa sig Um þessar mundir er staddur hér á landi bandarísk- ur yogi, Dada Dharmapala að nafni. Hann er hér á vegum íslandsdeildar félagsskapar, sem kallar sig Ananda Marga. Dharmapala kom hingað sl. föstudag og hefur síðan flutt fyrirlestra í Re.vkjavík, stund- um tvo á dag. Einnig kennir hann fólki frumatriðin í fræð- um sínum. Dada Dharmapala kennir fólki að lækna sig af sjálfselsku og losna við taugaóstyrk. Orkuna sem sparast við að losna við sjálfselsku og óst.vrk á svo að nota lil að skvnja hinn ötakinarkaða hæfileika mann- skepnunnar ef hún einbeitir sér af alefli að einhverju. Félagsskapurinn Ananda Upphafsmaður hreyf- ingarinnar hefur fastað i þrjú ór og lifir ó tveim bollum af vatni á dag Marga starfar í 60 löndunt. Ekki er hann þó jafnvel séður alís staðar því að fjögur þjóð- liind hafa bannað hann. Þau eru Indland. írak, Egyptaland :>g Kenýa. Astæðan fyrir því að þéssi lönd banna hreyfinguna _>r sú að sögn Dharmapala, að nún kallar á bætur lil hins K'tra. i Indlandi eru kennarar Ananda Marga ýmist í fang- alsum, í felum eða á sjúkrahús- um. Upphafsmaðurinn situr í fangelsi og hefur fastað þar í meira en þrjú ár! A hverjum degi drekkur hann tvo bolla af vatni og siðan ekki söguna meir. Þar éð upphafsmannin- um hefur tekizt að lifa svona lengi á ekki fjölbreyttara fæði ihugar indverska stjórnin nú að efna til réttarhalda yfir honum. Síðustu fyrirlestrar Dada Dharntapala í Reykjavík verða í dag i Háskóla islands og að Fríkirkjuvegi 11 klukkan átta í kvöld. Á næstu dögum mun hann heimsækja Ákranes. Akure.vri og Keflavík. Yoginn fer héðan um næstu helgi. —ÁT—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.