Dagblaðið - 21.05.1976, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976.
2
r
FRAMTIÐ OG NUTIÐ ERU
HELDUR ÓLJÓS HUGTÖK
— eftir svörum Einars Ágústssonar á Beinni línu
Ari Guömundsson skrifar:
„I iítvarpsþætti fyrir nokkru
sat Einar Agústsson kaup-
félagsmaður fyrir svörum um
utanrfkisstefnu ríkisstjðrnar-
innar. Mátti varla á milli sjá
hvorir hefðu betur, hlustendur
að spyrja um landhelgismál,
hersetuna og NATO-aðildina
eða endurkjörinn miðstjórnar-
maður Framsóknar að víkja sér
undan nothæfum svörum.
Spurningar hlustenda sýna
ljóslega að alþýða manna hefur
brennandi áhuga á framtíð
lands og þjóðar. Aftur á móti
virtust svör ráðherra „vinstri”
og hægri stjórnar benda til að
framtíð og nútíð væru heldur
óljós hugtök og þá helzt and-
virði eins ráðherrastóls. En
samvinnuforkólfurinn reyndist
hins vegar heldur gleyminn á
fortíðina því hann gleymdi að
telja upp hersölufyrirtækið
Regin (í eign Framsóknar)
þegar verið var að spyrja um
hersölumál.
En auðvitað má fyrirgefa
slíkt þegar tekið er tillit til alls
þess sem sagt var f fortíðinni á
meðan hr. Agústsson sat í
„vinstri” stjórn með tilheyr-
andi loforðum sem „gleymd-
ust”.
Nú eru tæp 25 ár liðin síðan
her sá, sem auðvitað blandar
sér ekki í „innanríkismál” ís-
lands og Bretlands, steig á land
hér til að vera í annað sinn. Þá
var hvorki hlustað á meirihlut-
ann eða útskýringar á eðli
Bandarikjanna og tilgangi her-
setunnar. Skýrslur, sem nú eru
opinberar nýlega, sýna þó
glögglega að hersetan beindist
gegn óþægri alþýðuhreyfingu.
Dæmin erlendis frá — Spáni,
Tyrklandi, Grikklandi, Guate-
mala, Chile og Kambódíu —
bera því sama einmitt vitni og
þau er erfitt að sniðganga, jafn-
vel Einari Agústssyni utan-
ríkisráðherra.
En Framsóknarflokkurinn
kann að segja bæði já og nei,
þannig að rúmur fimmtiingur
þjóðarinnar greiðir honum at-
kvæði. Framsókn ver hersetuna
og NATO-aðildina vegna SÍS-
verksmiðja í Bandaríkjunum,
vegna viðskipta SÍS við Banda-
ríkin og vegna hermangsins
heima fyrir. Hún ver samtímis
hitt risaveldið, Sovétrikin, sem
löngu er hætt að vera alþýðu-
ríki, vegna viðskipta SÍS og Þeir eru sannarlega stéttvísir
Olíuverzlunarinnar við Sovét. og duglegir, kaupfélagsmenn.”
Umsjónarmenn Beinnar linu í vetur hafa verið fréttamennirnir
Vilhelm G. Kristinsson og Kári Jónasson.
Raddir
lesenda
Raddir
lesenda
Tryggingarfélög!
Komið bfl-
eigendum
til hjálpar!
öryrki skrifar:
„Ég var að fá rukkun fyrir
bílatryggingunni minni, en ég á
frekar lítinn bíl og þarfnast
hans vegna sjúkdóms mins. En
mér er nær ofviða að greióa
langt í 40 þúsund krónur í einu
lagi í iðgjald. Sýnið þvi bílaeig-
endum velvilja og komið til
móts við þá með því að fjölga
greiðsludögunum upp I 2—3 á
ári, þið ættuð að geta tryggt
greiðsluna með einhvers konar
afborgunarvíxlum.”
GONGUGATAN ER EKKI
ÖLLUM TIL YNDIS
Magnús Agústsson skrifar:
„Mér er mikið I mun að koma
á framfæri nokkru til okkar
háttvirtu borgarstjórnar. Þegar
við göngum um götur og stræti
okkar ágæta höfuðstaðar blasir
við manni alls kyns óþverri á
götum og I göturæsum. Við
lifum og hrærumst jú I þessari
blessaðri borg og fáum gesti
hvaðanæva af landinu hingað.
Þess vegna ættum við að kapp-
kosta að hafa borgina okkar
sem snyrtilegasta. Eg verð að
segja að mér finnst göngugatan
okkar ekki I sem beztu lagi. Þar
eru grasblettirnir eins og forar-
leðja og alls ekki til augna-
yndis.
Svo er það Ingólfsstyttan á
Arnarhóli. Það hefur nú alltaf
verið bæjarprýði að henni en
núna er umhverfið I kring fyrir
neðan allar hellur. Borgar-
stjórnin ætti að sjá sóma sinn I
því að laga tröppurnar I kring-
um styttunum og hreinsa um-
hverfið. Einnig er lítill og lágur
múrveggur við Ingólfsstræti,
nánar tiltekið við Safnahúsið,
sem er kominn að falli. Ætii
hann verði nokkuð lagaður fyrr
.en einhver fótbrýtur sig þegar
hann hrynur?
Við verðum að vera vel á
verði og halda vel við hinum
gamalkunnu kennileitum I
borginni. EG VIL SKORA A
BORGARSTJÖRN AÐ HALDA
VÖKU SINNI.”
Ungir borgarar virðast una sér ágætlega f göngugötunni okkar
Reykvíkinga. DB-mynd Bjarnleifur.
Laxveiðiárnar og útlendingarnir:
Bugtum við okkur
ekki of mikið
fyrir útlendingum?
Austfirðingur skrifar:
„Islenzkar laxveiðiár eru
dýrlegustu perlur íslenzkrar
náttúru. — Hve oft höfum við
ekki heyrt þessa setningu og
um leið talað um, að laxveiði-
árnar verði að vera fyrir íslend-
inga en ekki einhverja útlend-
inga, sem sprengja upp verð á
ánum þannig að Islendingar
hafi beinlínis ekki efni á að
veiða I þeim.
Undanfarin ár hefur orðið
talsvert varasöm þróun hér á
landi I þessum málum. Erlendir
menn hafa peninga og I skjóli
þeirra geta þeir komið sér upp
óeðlilegri aðstöðu.
Þannig er til að mynda farið
um Hofsá I Vopnafirði. Þessi
ágæta veiðiá er leigð skozkum
manni og hefur hann haft hana
á leigu siðastliðin 8—10 ár.
Hann leigði smáhluta fyrst en
fékk ekki neitt fyrstu fimm
árin. Auðvitað var mikið starf
unnið við að vinna ána upp og
nú leigir hann ána fyrir 750
þúsund krónur upp að fossi. I
fyrra veiddust um 400 laxar. —
Það eru leigðar út 7 stangir
á laxasvæoinu á dag og einnig
eru 4 silungástangir! I þrjá og
hálfan mánuð er fullskipað á
allar stangir. Þarna koma því
inn gífurlegir peningar.
Leigjandinn, Skotinn, lánaði
veiðifélaginu 6 milljónir króna
til að byggja veiðihús. Fyrir
þessar 6 milljónir, sem hann
lagði fram, hefur hann veiði-
húsið frltt I 3 ár, hús er stenzt
samanburð við hvaða veiðihús
sem er.
Þessi Skoti borgar ekkert til
sveitarfélagsins fyrir aðstöð-
una. Hann hefur þarna 2—3
bíla á skozkum númerum allt
árið. Eins hefur hann þarna
starfsfólk, skozkar stúlkur.
Nú kunna margir að segja, já,
þarna kemur maður með pen-
inga og rlfur allt upp. Vissulega
kemur þarna maður með pen-
inga en fær hann ekki of mikið
fyrir snúð sinn. Bugtum við
okkur ekki of mikið fyrir
þessum annars ágæta Skota?
Er þetta rétta leiðin til að
byggja upp aðstöðu? Mér er það
til efs!”
Hríngið í síma 83322 milli
kl. 13 og 15 eða skrífið
SKÍÐASKÓLISTENMARK KOM
f GÓÐAR ÞARFIR
Elsa Guðsteinsdóttir hringdi:
„Ég læt I mér heyra til að
koma á framfæri þakklæti
mínu til Dagblaðsins fyrir
skiðakennsluna, sem þið hafið
haft á síðum ykkar i vetur. Ég
hef svo sannarlega notfært mér
þessa kennslu og veit um
marga, sem hafa gert slíkt hið
sama. Það var hægt að lagfæra
margt, tækni og annað, ef
maður lagði sig eftir þessu og
las leiðbeiningar vel.
Svo minnzt sé á aðstöðuna I
sklðalöndum Reykvikinga þá er
hún ágæt, nema hvað að á
góðviðrisdögum þá er biðin allt-
of löng til að komast I lyft-
urnar. En ef bætt væri við einni
lyftu mundi þetta lagast mjög
mikið.
Að lokum vildi ég skora á
Dagblaðið að birta skíðakennsl-
una aftur næsta vetur.”
SKÍÐASKÓLI INGEMARS STENMARK t