Dagblaðið - 21.05.1976, Page 10

Dagblaðið - 21.05.1976, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1976. MMBIAÐIB frjálst, úháð dagblað Útncfiindi: Daubladid hf. Frainkvæmdastjóri: Svoinn U. Kyjólfsson. Kitst jóri: Jönas Kristjánsson. Frúttastjóri: .lön Kir.uir Fútursson. Kitstjörnarfulltrói: llaukur Hcluason. Aöstoöarfrútta- stjóri. \tli Stoinarsson. t|»i*óttir: Ilallur Simonarson. Ilonmm .lóhanncs Kcvkdal. Ilandrit: AsKrímur I’álsson. Blaöamcnn: Ann’a Bjarnason. As«cir Tómasson. Bolli Hcóinsson. Braui Sinurösson. Erna V. In^ólfsdöttir. (lissur Sicurösson. Hallur Ilallsson. IIclni Pctursson. Katrin Pálsdóttir. Olafur Jónsson. Ómar Valdiinarsson. Ljósinvndir: Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björ«vin Pálsson. Rajínar Th. Siuurósson. (ijaldkcri: l»ráinn Porlcifsson. Drcifiimarstjóri: Már K.M. Ilalldórsson. Askriftaryjald 1000 kr. á inánuói innanlands. 1 lausasölu 50 kr. cintakió. Ritstjórn Sióumúla 12. simi K3322. auulýsin«ar. áskriftir o« af^rciósla Þvcrholti 2. simi 27022. Sctnin^ oj* umhrot JJa^hlaöiö hf. o« .S».-icdórsprcnt !jf.. Armúla 5. Mynda- ou plötuucrö: Hilmir hf.. Síðumúla 12.1'n ..tun: Arvakur hf . Skcifunni Ið. Bukkpólitík Einar Ágústsson fór til Osló, og bukkaði sig fyrir brezka utanríkis- ráðherranum. Fólk var að vona, að ríkisstjórnin hefði eitthvað lært, en brezki ráðherrann kallaði, og utanríkisráðherra okkar hljóp upp til handa og fóta til að hitta hann á skyndifundi. Það er löngu ljóst, að við fáum ekkert út úr þeirri pólitík, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, eilíft tal um, að við séum reiðubúin til að semja, hvað svo sem Bretinn hamast á okkur. Einar Ágústsson tuggði á fundinummeðCros- land gömlu tugguna um, að við vildum semja, ef Bretar færu með herskipin út fyrir 200 mílurnar og slægju eitthvað af í kröfum um aflamagn. Þetta þýðir ekkert. Landhelgismálinu verður að fylgja fram með allt öðrum hætti. Þetta er Þórarni Þórarinssyni, formanni þing- flokks Framsóknar og utanríkismálanefndar farið að skiljast, þegar hann skrifar leiðara um, að við ættum að hætta starfi í NATO, ef ekkert komi út úr fundinum í Osló. Einar Ágústsson átti aldrei að fara á Oslófundinn. Hann átti að sitja heima til að mótmæla morðtilraun Breta á skipverjum varðskipsins Týs og öðru ofbeldi þeirra. Það eru afglöp að setjast að makki við utanríkis- ráðherra Breta á þessum tíma. Við verðum að snúa við blaðinu. Nú verðum við að sýna manndóm gagnvart NATO. Við eigum að kalla heim sendiherrann hjá banda- laginu, hætta allri þátttöku í því og loka herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. NATO hefur nú sagt frá því, hvers virði við erum, mælt í beinhörðum peningum. Forystumenn bandalagsins eru enn að kanna, hversu langt NATO-ást íslenzkra stjórnvalda gengur, hve langt unnt er að teyma íslendinga á asnaeyrunum, hve langt „bukkstefna” okkar leiðir. Hefði bukkpólitíkin ekki komið til, hefði Henry Kissinger aldrei tekið þá áhættu að gefa Bretum sérstaka stuðningsyfirlýsingu, eins og hann gerði á dögunum með því að leggja áherzlu á, að við fengjum ekki hraðbáta hjá Bandaríkjunum. Við gerum þá kröfu til NATO-ríkjanna, og þá fyrst og fremst Bandaríkjanna, að þau stöðvi yfirgang Breta. Bandaríkin hafa til þess afl. Svo miklir hagsmunir Atlantshafs- bandalagsins eru í húfi gagnvart tiltölulega litlum hagsmunum nokkurra fiskibæja í Bret- landi. Við eigum að segja NATO-foringjunum berum orðum, að verði þeir ekki við kröfum okkar í þessu lífshagsmunamáli, munum við í framhaldi af heimköllun sendiherrans og lokun herstöðvarinnar ganga úr bandalaginu og senda bandaríska herliðið heim. Ef við töpum landhelgisstríðinu, verður hér lítió til að verja. NATO metur fleðulæti einskis. Það er annað mál, sem betur skilst. ísraelskir landnemar tryggja sig í sessi — með miklum jarðakaupum ó herteknu svœðunum Meðan enn er allt á huldu um hver verður framtíð hertekinna landsvæða tsraelsmanna, hvort þar verði leyfð búseta ísraelsmanna eður ei, eru sam- tök Gyðinga á kafi í landa- kaupum þrátt fyrir uppsprengt verð á landi og Arabar selja land sitt á laun, þótt dauða- dómur sé viðurlög við slíku af- broti. „Land, sem áður var ekki hægt að fá nema nokkur þúsund pund fyrir, er nú millj- óna virði,” segir einn arabískur heimildarmaður. Kaupendur eru samtök eins og ísraelska landaráðið, sem er nú ríkisrekið, og Þjóðarsjóður Gyðinga, sem stofnaður var um síðustu aldamót með fjármagni Gyðinga um heim allan sérstak- lega til þess að kaupa land í Palestínu. Eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var miklu fjármagni varið til endurbóta á jörðunum, en eftir að stór landsvæði voru hertekin í stríðinu árið 1967, hefur talsvert mikið af jörðum verið keypt. Eftir því sem spennan hefur aukizt á vesturbakka Jórdan hefur óánægja meðal Araba vegna landasamninganna vaxið og um leið hafa nokkrir hópar Israelsmanna bent ríkis- útvarpinu á að þvi minna sem sagt verði frá slíkum samning- um, því betra. Landakaupmenn Gyðinga fara jafnvel til annarra heims- álfa, leita þar uppi Araba, sem flutzt hafa úr landi en hafa átt jarðeignir í heimalandi sinu. Það geta þvl liðið fjölmörg ár þar til uppvíst er, hver er hinn raunverulegi eigandi. Samkvæmt jórdönskum lögum varðar það dauðarefs- ingu að selja ísraelsbúum land. Dauðadómum þessum er yfir- leitt ekki fullnægt, en Palestínuskæruliðar hafa tekið a.m.k. þrjá seljendur af lífi. „Þeir náðu í þá heima um miðja nótt og skutu þá,” segir heimildarmaður. Sá sami segir einnig að meira en 20 Arabar, sem selt hafa ísraelsbúum jarðir sínar á vesturbakkanum, séu nú bú- settir í Israel vegna þess að yfir þeim vofi svieaður dauðdagi fyrir sömu sakir. Samkvæmt skýrslu, sem lesin var í ísraelska útvarpið fyrir skömmu, mun allt að 6.6 millj- ónum dollara hafa verið varið til jarðakaupa á hernumdu svæðunum. Þjóðarsjóður Gyðinga hefur hins vegar sagt, að þeir hafi ekki haft meira en þrjár millj- ónir punda milli handanna til jarðakaupa sl. ár og þar af hefði miklum hluta verið varið til jarðakaupa í Galíleu, sem byggð er Aröbum að mestu leyti. Fjárframlög úr sjóðnum verða því aukin um eina millj- ón punda næsta ár og megin- hluta þeirrar upphæðar verður varið til jarðakaupa. ísraelska ríkisstjórnin hefur fullan hug á að koma upp byggðakjörnum á herteknum landsvæðum, en ekki er ennþá ljóst hversu ákveðin hún er I að framfylgja þeim hugmyndum sínum á næstunni, með hliðsjón af vaxandi óróleika og óeirðum síðustu mánuði á vesturbakka Jórdanárinnar, sem leitt hafa- til dauða 10 manns og valdið vaxandi gagnrýni frá mönnum vinveittum Gyðingum, m.a. í Bandarlkjunum. Þá er ástandið enn óljósara vegna þess, að menn eru ekki á eitt sáttir um hvort löglegir séu 68 byggðakjarnar sem komið hefur verið á laggirnar slðan 1967, þar á meðal um 25 á Golanhæðum I Sýrlandi, 17 í Jórdandalnum og nokkrir á Gaza-svæðinu, þar sem fjöldi arabiskra flóttamanna og fjöl- skyldur þeirra búa síðan I átökunum árið 1948. En eitt er vist. ísraelsmenn vilja fyrir alla muni viðhalda byggð I Jórdandalnum til þess að vera viðbúnir hvers konar árás frá Jórdaníu. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, hefur sagt, að byggðakjarnarnir á Golan- hæðum komi vel til greina sem samningsatriði, en Israelsmenn vildu samt hafa þar einhvers konar búsetu. I tilteknu héruðunum um- hverfis Jerúsalem ætla ísraels- menn sér að verða um kyrrt um alla framtíð. Þeir ætla sér lika að flytja fleiri Gyðinga til borg- arinnar og styrkja þannig land- leiðina sem þeir hafa haldið niður að Jórdaná, skammt und- an Jerico. Fyrir utan það sem hér er talið eru línurnar ekki eins skýrar og meira að segja ráð- herrarnir og að sjálfsögðu hinir mismunandi flokkar hafa ýmsar skoðanir á málinu. Sá byggðakjarni sem mestur styr hefur staðið um enn sem komið er er sá sem þjóðernis- sinnar hafa sett á laggirnar. Vöktu þeir mikla reiði Araba með þvl að ganga I fjölmennri hópgöngu eftir vesturbakkan- um um leið og þeir lýstu þvl yfir, að þeir mættu setjast að hvar sem er í ísrael Biblíunnar. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að loka einu hverfi þjóðernissinna, skammt frá Nablus, og hefur íbúum þess verið sagt að flytja sig um set. Gyðingarnir hafa þó enn ekki sýnt á sér neitt fararsnið. Þá hafa íbúar eins sllks hverfis skammt undan borginni Hebron átt í útistöðum við borgarbúa að undanförnu. Hefur íbúunum verið bent á, að slíkt geti haft alvarlegustu af- leiðingar í för með sér. Óttast menn að til alvarlegra átaka kunni að koma fyrr eða síðar, enda þótt setulið Israels- manna fari reglulega alls staðar um og gæti hagsmuna sinna landsmanna. Má teljast eðlilegt að Arabar séu að vonum þreyttir á sllku misrétti og haf a þvl sýnt klærnar, eins og fram hefur komið fyrr. (027 r Hervarnir á íslandi Dagblaðið hefir spurt mig þess, hvað ég vildi segja um varnarmálin nú og því er fljót- svarað. Það sem fram hefir komið í þeim málum síðustu daga hefir skotið sterkum stoðum undir hugmyndir mínar frá árinu 1969 um varnarmál okkar. Mér hefir alltaf verið ljóst að tsland er hornsteinninn sem norðurvængur NATO hvílir á og þeir menn, sem farið hafa með samningsgerð fyrir okkar hönd um þessi mál, hafa sannarlega látið í minni pokann í þeim viðskiptum. Manni virðist að þjóðargorgeir- inn, sem stundum er nefndur þjóðarvelsæmi, hafi verið það leiðarljós, sem ráðið hefir ferðinni hjá okkar mönnum, en minna farið fyrir hagsmunum lands og þjóðar. Hitt kom mér aftur á móti á óvart, að ráða- menn NATO hafa siðustu dag- ana viðurkennt svo hressilega sem raun ber vitni þýðingu Is- lands í þessu varnarbandalagi vestrænna þjóða. Þann 10. mars sl. sagði David H. Bagley, flota- foringi, fyrirmaður bandaríkja- flotans I Evrópu, á blaðamanna- fundi í Osló: Island er einn af hornsteinum varnanna á norðurvæng NATO. Keflavík- urstöðin hefir svo mikla hern- aðarþýðingu að ekki er hægt að finna nokkra aðra herstöð eða flugvöll á norðurvængnum, sem gæti komið I staðinn fyrir hana. Dr. Josef Luns framkvæmda- stjóri NATO sagði í ræðu er hann flutti í Brussei þ. 13. þ.m. að tsland væri ómissandi fyrir bandalagið og líkti þvl við ósökkvandi flugvélamóðurskip. Hann spáði því að ef bandalag- ið missti Island, yrði strönd Kanada víglína Bandaríkjanna. Hann sagði einnig, að ef NATO missti Keflavík, þá þyrftu bandaríkjamenn að koma sér upp fjórum nýjum flotum, sem kosta mundu um 22 milljarða dollara en sem mundu þó ekki verða jafngildi Keflavíkur. En dr. Luns sagði meira og takið þið nú vel eftir. A friðartimum hefir herinn á Islandi því hlut- verki að gegna að fylgjast með ferðum'rússal lofti og á og í legi á norðurslóðum, en á ófriðar- tímum verður frá tslandi ráðist á herstyrk rússa á Kólaskaga og norðlægum slóðum. Af þessum ummælum, ef jétt eru, getum við dregið eftirfar- andi ályktun. Verði styrjöld milli stórveldanna I austri og vestri verður enginn íslending- ur spurður um það hvort hér megi vera her. Yið verðum hernumin á sama hátt og gert var 1940. Þá verður ísland 1 ystu víglínu, árásarstöð. sem barist verður um. Á þétt- býlasta svæði landsins, þar sem um helmingur þjóðarinnar býr, eru tveir flugvellir og út af þessu svæði er ekki hægt með góðu móti að komast nema yfir eina brú — yfir Elliðaárnar. Enginn staður á öllu suðurlandi sem hægt er að taka á móti slösuðu fólki til fyrstu hjálpar. Ef til

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.