Dagblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1976.
*..................
Hin leyndardómsfulla Katherine Exner segir um fundi sína með John F. Kennedy:
„Ég þurfti ekki að lœðast
15
\
ritari hans, Evelyn Lincoln, og
aðstoðarmaðurinn, Dave
Powers. „Þetta er bara della,“
segir Katherine. „Ég þurfti
ekkert að læðast inn í forseta-
bústaðinn. Þegar ég fór þangð
að degi til var yfirleitt fjöldi
fólks þar, og ég varð að gefai
upp nafn mitt tvisvar eða
þrisvar áður en ég komst inn.
Þetta var ekkert leyndarmál."
Hinn 28 ára gamli eigin-
maður hennar, Dan Exner,
reynir að koma konu sinni til
hjálpar: „Hún læddist ekki inn
í taukörfu eða dulbúningi.“
„Nei,” segir Katherine til
samþykkis, „ en ég gæti komið
til með að þurfa einn slíkan
núna.“
Ástæðan fyrir áhyggjum
hennar eru undirheimasamtök.
Hún vonast til að geta einhvern
tíma skrifað bók, sem sanni að
henni hafi verið alls kostar
ókunnugt um áætlanir
Gianca.ia. Hún hefur ekki
gleymt því að hann var skotinn
til bana áður en hann gat greint
rarthsóknarnefnd frá tengslum
mafíunnar við CIA.
Áður en Katherine var stefnt
fyrir dómnefnd í september sl.
lifði hún og maður hennar í
mjög nánu sambandi og höfðu
gert í þrjú ár. „Eg fer varla yfir
götuna án hennar," segir Dan
og lítur ástúðlega á konu sína
„,Við höfum engin leyndarmál
og hvað mig snertir hefur hún
ekki gert neitt rangt.“ Hann er
vöðvastæltur atvinnugolfleik-
ari, 180 cm á hæð og um 80 kg
að þyngd, með þjálfunarbæki-
stöð í San Diego.
Hin skyndilega frægð hennar
hefur að mestu bundið enda á
samkvæmislíf þeirra út á við.
Er þau fóru nýlega út að borða,
bar einhver kennsl á hana og
hún var kölluð í símann. Dan
fór í staðinn, en þá var sam-
bandið slitið og hann heyrði
gesti veitingahússins pukra um
konu sína. Síðan dveljast Exner
hjónin mest heima við.
Æska Katherine var ósköp
venjuleg. Hún var dóttir arki-
tekts í Los Angeles, átti fimm
systkini. Uppeldi hennar og
menntun var að mestu í umsjá
nunna, og átján ára giftist hún
Hollywood-leikaranum
William Campbell. Það hjóna-
band stóð aðeins í sex ár. Eftir
það lifði hún frjálsu lífi, tók að
mála og kynntist Giancana.
Hún sá hann síðast árið 1964.
Katherine er hugrökk og
segir að ef fjölmiðlar og aðrir
hættu að dylgja um
upplýsingar, sem hún eigi að
búa yfir, myndi allt verða í lagi
hjá henni og Dan. En svo er
ekki og á meðan finnst þeim
þau hvergi óhult. Þegar
smellur heyrðist úr segulbandi
blaðamannsins, sem viðtalið
tók, stökk Dan upp úr stólnum.
„Hafðu engar áhyggjur," sagði
Katherine brosandi, „ef þetta
væru þeir, þá máttu treysta því
að þú heyrðir ekki hljóð"
' ' <
U 1 ■ ’____ __________________________
Katherine og Dan Exner fá sér glas í hjólhýsi sínu.
Klædd í þægilegar síðbuxur
og peysu sezt Judith Katherine
Exner á gullbryddaðan
hægindasófa í rándýru hjól-
hýsi, sem hún býr í ásamt eigin-
manni sínum, golfleikaranum
Dan Exner. Hún lítur upp á
kryddhilluna sem hangir á
veggnum með 50 kryddglösum
í. ,,Þetta,“ segir hún ákveðin á
svip, „er stolt mitt og eftirlætis-
eign.“
Fyrir fimmtán árum virtist
hin • bláeyga, dökkhærða
Katherine Exner ekki líkleg til
að öðlast slíkt dálæti á heimilis-
störfum. Hún var þá 26 ára
gömul, fráskilin og átti í ásta-
sambandi við þekkta mafíuleið-
toga, þá Sam Giancana og John
Roselli. Þessi sambönd hafa nú
rifjazt upp í lífi hennar og eitt
til, sem jafnvel þykir enn
leyndardómsfyllra, en það var
sambandið milli Katherine og
John F. Kennedys, fyrrv. for-
seta Bandaríkjanna.
I kvöldverðarboði á Sand-
hótelinu í Las Vegas kl. 22.30,
7. febrúar 1960, var Katherine
kynnt fyrir Kennedy þing-
manni. Hann þekkti hana
undir nafninu Judith
Campbell. Hún var þar gestur
Frank Sinatra, sem skemmti á
hótelinu og var fjöldi gesta í
boðinu, þ.á m. bróðir
Kennedys, Ted, og mágur hans,
Peter Lawford.
Katherine hitti Kennedy oft
eftir þetta, bæði utan og innan
Hvíta hússins. „Fyrir mér var
hann aðeins Jack Kennedy,
ekki forsetinn," segir hún og
lítur stöðugt á eiginmann sinn.
„Hann var sannarlega ekki
hápunktur lífs míns.“ Og hún
bætir við: „Það er slæmt að
þetta hefur komizt í hámæli.
Fólk verður að hugsa um hvern
sess forseti kemur til með að
skipa í mannkynssögunni og
það er ástæðulaust að gera mig
að fórnarlambi án allra rétt-
inda.“ Margir úr nánasta starfs-
liði Kennedys hafa neitað að
hafa hitt Katherine, þ.á m.
1960: Þá Judith Katherine
Campbell. Þegar hún var kynnt
fyrir Kennedy þá varð hún
„dularfull“kona.
„Frægðin kemur illa við mig“ segir Katherine „og margir hafa áhuga á að lesa hvað sem er
um Kennedy“
NÝJAR PLÖTUR...
AMERICA — Hide away.
AMERICA — Greatest hits.
SEALS AND CROFTS — Get doser.
STEPEN STILLS — Illegal Stills.
RICK WAKEMAN — No earthy connection.
NEIL SEDAKA — Steppin out.
IAN HUNTAR — All American alien boy
JOHNNYE TALOR — Eargasm.
D0NNA SUMMER — 1 love trilogy.
VAN McCOY — The real McCoy.
J0HN MILES — Rebel.
SILVER C0NVENTI0N — Get up and boogie.
THE MANHATTANS — Manhattan
JANIS IAN — Allar.
AMERICAN GRAFFITI — Allar.
ELT0N JOHN — Allar.
WINGS — Allar.
BARRY WHITE — Allar.
HELLEN REDDY — Allar.
MAC DAVIS — Allar.
PLÖTUHÚSIÐ
Laugavegi 33 — sími 15373.
REGNBOGA-
PLAST H/F
Kórnsnesbraut18
-Sími 44190
Hagkvœmasta og
bjartasta auglýsingin
er skilti frá okkur.
Framleiðum auglýs-
ingaskilti með og án
Ijósa. Sjáum um við-
gerðir og viðhald.
Önnumst einnig upp-
setningar á plast-þak-
rennum. Útvegum efni
ef óskað er. Vanir
menn vinna verkin.