Dagblaðið - 21.05.1976, Síða 24
Hafnarfjarðarlögreglan eignast mótorhjól:
Nú mega
ökufantarnir
vara sig!
Nýr farkostur hefur nú bætzt
við ökuflota Hafnarfjarðarlög-
reglunnar, — spánnýtt Harley
Davidson mótorhjól. Hjólið var
tekið í notkun fyrir viku og
hefur þegar verið notað
nokkuð, þar á meðal f Keflavíit
urgöngunni á síðasta sunndag.
Nýja mótorhjólið. Steingrímur
Magnússon lögregluþjónn er
ökumaður þess. DB-mynd
R.Th.S.
Akvörðunin um að fá hjól í
Hafnarfjarðarlögregluna er
ekki alveg ný af nálinni. Það
var fyrir ári sem sú ákvörðun
var tekin. Hins vegar er af-
greiðslufrestur á lögregluhjól-
um upp undir ár.
ökumaður nýja mótor-
hjólsins er Steingrímur
Magnússon lögreglumaður.
Hann fór á námskeið hjá
Reykjavíkurlögreglunni í
akstri og meðferð hjólsins og er
nú sem óðast að læra á nýja
gripinn.
Um leið og Hafnarfjarðarlög-
reglan fékk mótorhjólið ■ í
siðustu viku bættist einnig nýr
Fordbíll við flotann.
— ÁT —
Kórinn í Öldutúnsskóla:
Það þarf
enga
söfnun
Ekkert verður af því að
safna fé til utanfarar barn-
anna úr Öldutúnsskóla, sem
taka núna í mánuðinum þátt
í norrænni keppni barna-
kóra í Bergen. Ahugakonan,
sem vildi efna til slíkrar
söfnunar, fór sér fullgreitt,
og sömuleiðis við þegar
fréttin var birt.
Egill Friðleifsson, hinn
ötuli söngstjóri kórsins,
sagði í gær að 31 barn væri í
kórnum sem færi utan, en
fleiri mega þátttakendur
ekki vera. „Þetta er okkar
úrvalslið, það hefur verið
valið í liðið, rétt eins og um
landslið í boltaíþrótt væri að
ræða, þeir beztu fá að fara í
ferðina, en aðrir verða því
miður að verða eftir heima.“
Sagði Egill að gott boð um
styrk til fararinnar yrði því
að afturkalla. Gerum við það
hér með, en þökkum jafn-
framt ágætar undirtektir
margra samborgara krakk-
anna og margra annarra,
sem gjarnan vildu styrkja
þau.
—JBP—
Lögreglan
fylgist
með Viðey
Umferð til Viðeyjar hefur
stóraukizt eftir að daga tók
að lengja. Eigendur Viðeyjar
hafa meira að segja orðið að
biðja lögregluna um að
fylgjast með því fólki, sem
leggur leið sina þangað.
1 gærkvöldi fylgdist
lögreglan með sæfarendum
um Viðeyjarsund úr fjörunni
hjá Kletti. Að sögn hennar
hafði eigandi eyjarinnar
kvartað yfir því, að brotinn
hefði verið upp lás á skúr i
eynni. Mestu eru það sömu
mennirnir, sem eru með á-
troðning í eyjunni, svo að
lögreglan hugðist - ná tali af
þeim, sem legðu leið sína út.
Ekki varð vart við neitt
grunsamlegt.
at-
Geirfinnsmálið:
Rannsóknin í ýmsu
sem leiksýning sem
þarf að stöðva
„Nauðsyn er á algerum þátta-
skilum í rannsókn og allri með-
ferð hins svokallaða Geirfinns-
máls. Til þessa hefur rannsókn-
in að ýmsu leyti verið eins
konar leiksýning, sem verður
að stöðva þegar í stað,” sagði
Jón Oddsson hæstaréttarlög-
maður, réttargæziumaður
Sævars M. Ciecielskis I viðtali
við Dagblaðið.
Jón kvaðst hafa verið á fundi
með dómsmálaráðherra, Ólafi
Jóhannessyni, í gær. „Viðræður
okkar Ólafs voru mjög vinsam-
legar, enda ekki annars að
vænta af hans hendi, en einnig
voru viðstaddir þeir Baldur
iMöller ráðuneytisstjóri og Jón
Thors, deildarstjóri dómsmála-
ráðuneytisins,” sagði Jón Odds-
son. Hann kvað viðræður
einkum hafa snúizt um undir-
stöðuatriði rannsóknar málsins
frá réttarfarslegu og stjórn-
sýslulegu sjónarmiði.
„I framhaldi áf þessum við-
ræðum átti ég fund með Erni
Höskuidssyni rannsóknardóm-
ara og Sigurbirni Víði Eggerts-
syni rannsóknarlögreglu-
manni. Við ræddum réttar-
farslega meðferð málsins og
bárum saman upplýsingar fjár-
málalegs eðlis. Lagði ég fyrir
Örn tillögur til nýrra rann-
sóknaraðferða. Ljóst er, að ef
farið verður út í fjármálalega
rannsókn málsins, megnar
Sakadómur Reykjavíkur, með
núverandi aðstöðu, ekki að
kanna málið,” sagði Jón Odds-
son.
„Vegna fregna um rannsókn
á fjármálatengslum i þessu
máli á vegum Seðlabankans,
samkvæmt ósk Sakadóms, tel
ég rétt að fram komi, að rann-
'sókn þessi er alls ekki undir
stjórn Sakadóms eða ríkissak-
sóknara,” sagði Jón Oddsson
ennfremur. Hann kvað ijóst, að
hér þyrfti að gera afar um-
fangsmikla rannsókn á fjár-
málalífi þjóðarinnar. „Óhjá-
kvæmilega nær slik rannsókn
inn í a.m.k. 3 banka, f jölda veit-
ingahúsa, lögmannsskrifstofur,
stór fyrirtæki, mikil gjaldeyris-
viðskipti og jafnvel fjárfesting-
ar erlendis. Þá tei ég, að stór
þáttur málsins sé tengdur inn í
embættismannakerfið, þar á
meðal embætti iögreglustjór-
ans í Reykjavík. Við eigum hér
í höggi við skipuiagða „mafiu”
sem hefur leikið iausum hala i
íslcnzku þjóðlífi og efnahags-
lifi allmörg undanfarin ár,”
sagði Jón. „Megnar rikisstjórn
íslands að takast á við þetta afl
nú? spyr Jón Oddsson.
Vitað er, að Jón Oddsson hrl.
hefur óskað eftir rannsókn á
viðskiptum Sævars M.
Ciecielskis og lögmanns hér í
borg, sem að nafninu til veitir
forstöðu fasteignasölu.
„Eg hefi rökstudda ástæðu
til að láta kanna það, hvort
einangrun fanganna i Síðu-
múla var rofin með ógætilegrl
ráðningu fangavarða í byrjun
árs og tengslum þeirra við iax-
veiðiviðskipti, gjaldeyrissölu
ásamt fleiru.
Eg er reiðubúinn að leiða til
lykilvitni, ef öryggi þeirra
verður fullkomlega tryggt,”
sagði Jón. Fyrst af öllu þarf þó
að koma þessu fólki, sem nú
situr í gæziuvarðhaldi, á spít-
ala. Það þarf að fara í rann-
sókn, sem mjög hefur skort á
frá heilsufarslegu sjónarmiðl.
Siðan þarf að marka alger
þáttaskil í meðferð þessa máls
hið fyrsta,” sagði Jón Oddsson
hæstaréttarlögmaður að lokum.
— BS
Landakotsspítala gefið merkilegt tœki
Landakotsspitala barst í gær stúkunni Hallveigu. Er hér um að
höfðingleg gjöf frá Oddfellow-. ræða Biogamma-Analyzer að
verðmæti um 3,7 millj. króna.
Þetta er sjálfvirkt rannsóknar-
tæki, sem mælir geislavirkni
(gamma geisla), en geislavirk
efni eru nú í mjög vaxandi mæli
notuð til lækningarannsókna og
veita þannig ómetanlega hjálp við
sjúkdómagreiningu og sjúkdóma-
rannsóknir.
Tækið mun opna nýtt svið rann-
sókna á Landakotsspítala, þar
sem nú verða mögulegar
rannsóknir, sem áður varð að
;enda utan og eldri rann-
sóknir verða fljótvirkari og
nákvæmari. Tækið verður aðal-
iega notað til blóðrannsókna.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 21. MAI 1976
Rfltisblöðin heimta
styrk frú Dagbloðinu:
KVARTAOG
KVEINA EN
KÆRA EKKI
Ríkisblöðin í Blaðaprenti hafa
sent Dagblaðinu bakreikninga
fyrir viðbótar-auka-álag á gömul
viðskipti i því skyni að fá ein-
hverja aura upp í taprekstur sinn.
Dagblaðið telur sig hafa stutt
ríkisblöðin nægilega vel með fyrri
aukaálögum, sem umsamin
voru, og neitar öllum viðbótar-
greiðslum. Rikisblöðin kveina nú
mjög yfir þessum viðhorfum Dag-
blaðsins, en hafa þó ekki farið
eftir ábendingum Dagblaðsins
um, að eðlilegast væri fvrir þau
að leita til dómstólanna.
Guðmundur fer hœgt
af stað á Kúbu
Guðmundur Sigurjónsson og
Garcia frá Kúbu skildu jafnir í 3.
umferð Gaplabianca skákmótsins
sem nú stendur yfir á Kúbu.
Helztu úrslit umferðarinnar
urðu að Yuri Rezuvev, Sovétr.
vann Hednar frá Kúbu og komst
með þeim sigri í efsta sætið.
Lothar Vogt, A-Þýzkal. vann Ulf
Anderson. Anderson vann þetta
mót bæði 1975 og 1974. Rússarnir
Gulko og Beliawski skildu jafnir.
Staðan eftir 3 umferðir:
Rezuvev og Garcia 2 vinninga.
Gulko og Beliawski, VA vinning,
Anderson, Vogt A-Þýzkaiandi,
Lebreco, Kúbu, Peev Búlgariu og
Honfi Ungverjalandi einn
vinning hver. -ASt.-
Sölustofnun
lagmetisíUSA:
Setja upp
eigið
sölukerfi
vestra
Sölustofnun lagmetisins
hefur nú stofnað fyrirtæki í
Bandaríkjunum til þess að
koma þar upp eigin sölukerfi
og dreifingu. Fyrrverandi
sölustjóri dótturfyrirtækis
norsku Bjelland verk-
smiðjanna, Norman Saikin,
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Iceland Waters
Industry, Incorporated.
Aðalskrifstofa fyrirtækisins er
skammt frá New York, en
hlutverk þess er að koma á fót
sölukerfi í Bandaríkjunum og
að annast öll viðskipti Sölu-
stofnunar lagmetis þar.
Fyrirhugað er að selja þarna
sem annars staðar lagmeti
undir nafninu SL „Iceland
Waters” og einnig merkjum
einstakra framleiðenda
islenzkra.
Miklar væringar urðu í SL
seint á sl. ári. Leiddu þær m.a.
til þess, að framkvæmda-
stjórinn. örn Erlendsson. lét
af störfum, og til slita á
samvinnu Tayo Americas, Inc„
sem hafði annazt sölu fyrir SL
í Bandaríkjunum. Stjórnarfor-
maður SL er nú Láfus Jóns-
son, alþm., en aðrir stjórnar-
menn eru Heimir Hannesson.
Hörður Vilhjálmsson, Jón
Árnason og Tryggvi Jónsson.
Starfi framkvæmdastjóra
hefur nú verið skipt þannig að
Gylfi Þ. Magnússon sinnir fjár
málum og Eysteinn Helgason,
sölumálum. -BS-