Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JUNÍ 1976. 3 LAGÐI HÖFUÐIÐ í BLEYTI, LAUSNIN ER: TRÉ Lcsandi skrifar: Nú ætla ég bara að vona að einhver áhrifamaður hjá borg- inni lesi þessar línur. Svo er mál með vexti að ég bý við Kringlumýrarbrautina. Þar er mikil umferð eins og allir hafa orðið varir við sem aka þá götu. En nú er ég búinn að fá yfir mig nóg af þessum hávaða, en ég vil samt ekki flytja. Það hlýtur að vera hægt að draga úr þessum hávaða á einhvern hátt. Ég lagði höfuðið í bleyti og eina ráðið sem mér datt i hug var að þarna væri hægt að setja röð af stórum trjám. Þau draga veru- lega úr hávaðanum. Það eru fleiri hundruð manns, sem búa við þessa götu sífelldur kliður er mjög þreyt- andi. Það er varla hægt að hafa gluggana opna. Ég bfö svo og vona svona í lokin að eitthvað verði gert í þessu máli. Raddir lesenda Við Kringlumýrarbraut eru svo sannarlega engin tré, eins og sést á myndinni Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 millikL 13-15 eða skrífið GREIÐARIAÐGANG AÐ VÍNI Örn Ásmundsson skrifar: Þetta er óþolandi ástand. Nú er túristastraumurinn hingað sem mestur. Hér eru ekki opnar neinar búllur, sem selja alvörubjór eða vínstaup um .miðjan daginn. Þetta er einungis hægt að fá með til- heyrandi kostnaði og okri á alla lund, sem er uppfundið af ófstækislýð. Það rákust til mín 2 túristar, sem ég þekki, og börmuðu sér mikið yfir þessum íslenzka mafíuhætti. Hann væri ekki síður ríkjandi hjá stjórnmála- mönnunum, enda er nú svo komið að ég er að semja bók um mútuþægni stjórnmálamanna og hrossakaup í því sambandi. Verða nefnd nöfn þarna, sem ýmsum kann að þykja miður að sjá nefnd í þessu sambandi. Svo ég víki í annað. Þá er það helvíti hart að eigendum verzlana sé óheimilt að afgreiða sjálfir og selja sína vöru á laugardögum. Sérstaklega er þetta slæmt á sumrin þegar mest er að gera í þjónustu við ferðamenn. Þá er það nú ekki minna svínarí, að Áfengisverzlun rikisins sé ekki opin allan sólarhringinn. Allavega að einhver búlla sé opin, þar sem hægt væri að fá vínflösku án þess að þurfa að fara í langa biðröð. Hvað er þetta annað en mafíusystem af ölóðum vitleysingalýð eins og var I veldistíð Als með örið. Kannski er einhver á æðri stöðum að leika hann. Því segi ég eins og svo margir aðrir. Niður með allt hafta- system, alvörubjór á frjálsum markaði ásamt vínbúðum, sem eru opnar alla daga. Ljósmynari DB, Árni Páil, brá sér niður á Granda og þarna sést ekki mikið i gangstéttirnar fyrir alls kyns dóti. MESTISÓDI í REYKJAVÍK ruslíðá Granda til skammar Jón Karlsson skrifar: Öðru hverju hafið þið þarna á Dagblaðinu birt myndir af sóðaskap í ýmsum hverfum 1 Reykjavík. Þetta er nú gott og blessað svo langt sem það nær hjá ykkur. Hvernig væri nú að þið fengjuð ykkur smágöngutúr niður á Granda? Þar munuð þið sjá ýmislegt sem vert væri að festa á filmu. Þar sjáið þið steinsteyptar götur og ef þið gáið vel að eru þarna sennilega malbikaðar gangstéttir. Þær sjást mjög illa vegna þess að útgerðarmenn og þeir aðrir, sem að útgerð standa, henda öllu rusli og öðru, sem þeir geta ekki notað, á gangstéttina. Svei mér þá, ég held bara að ég geti sagt að sá sem ber ábyrgð á þessu svæði sé mesti sóði í Reykjávík. Hann á að láta fjarlægja þetta á kostnað þeirra sem láta þetta rusl liggja þarna. Ég held að þetta ætti að vera auðvelt og sjálfsagt mál í fram- kvæmd þar sem hver útgerð hefur sinn afmarkaða bás í þessum verbúðum. Ég ætla að vona að eitthvað róttækt verði gert í þessum málum. Það er fjöldi fólks sem hefur ánægju af því að skreppa niður að höfn, t.d. á sunnudög- um, og skoða lífið þar. Það er ömurleg sjón að þurfa að horfa upp á þennan óþverra þarna. Spurning dagsins Fylgistu með skrifum um listahótíð? Pétur Geirsson sjómaður: Jú, ég hef nú aðeins litið í blöðin.Þegai komið er sumar þá geri ég lítið af því að fara á skemmtanir sem þessar. Helgi Már Haraldsson rafvirki: Já, ég hef fylgzt með skrifum Jóns Kristins Cortes í Dag- blaðinu. Mér finnst hann ágætur og ég tek mark á því sem hann segir um listamennina. Ingvi Ágústsson vélstjóri: Það er nú frekar lltið sem ég hef lesið um hátíðina. Ég hef engan sér- stakan áhuga á svona skemmtun- um. Bjarni Jónsson skrifstofumaður: Jú, eitthvað lítið. Ég ætlaði endi- lega að sjá Benny Goodman en var of seinn til að ná í miða. Guðrún Magnúsdóttir: Nei, ég hef ekki lesið mikið af þessu. Áhugi minn beinist ekki í þessa átt og ég fór ekki á neitt á listahátíð. Hjördis Álfreðsdóttir danskenn- ari: Já, ég hef gert það. Mér finnst hann Jón Kristinn Cortes ágætur. Ég ætlaði að sjá Benny Goodman en varð of sein að ná mér í miða. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.