Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JUNl 1976
■———■■■ m
Af mœli lýðveldisins fagnað:
MIKIÐ UM DYRÐIR
UM ALLA BORGINA
Sautjánda júní var fagnað víða
um land í gærdag og gærkvöldi.
Börnin áttu að sjálfsögðu fyrri
partinn, — þá voru það
skemmtanir ýmiss konar,
sem sátu í fyrirrúmi, að
ekki sé talað um innkaupin
á hinum dæmigerðu 17. júní-
vörum, pylsum, fánum, hött-
um, poppi, blöðrum og öðru
slíku. Víða mátti sjá sölutjöld,
og þar var margur
góðborgarinn iklæddur hvítum
sloppi, allt gert fyrir gott
málefni. Veðrið Iék fólk ekki
sem verst, Reykvíkingar höfðu
t.d. 11 stiga hita og 2 vindstig.
Oft hefur þjóðhátíðardagurinn
verið haldinn í verra veðri.
flögg og blöðrur...
Það er hætt við að allt þetta
tilstand hafi komið illa við
pyngju margra foreldra nú á
þessum síðustu og verstu
tímum. Því alls staðar sáust
börn með blöðrur borðandi
pylsur, popp og annað sælgæti.
Og það er ekki víst að öll börn
hafi haft jafn mikla lyst á
matnum slnum um kvöldið. -En
forráðamenn sölutjaldanna
hafa eflaust verið ánægðir með
afrakstur dagsins.
Sloppað of á þjóðhátíð
Líklega hefur hann þessi verið
orðinn nokkuð þreyttur á
hátíðarhöldunum og hér hvilir
hann sín ungu bein á hörðu
malbikinu, volandi. Þeir eldri
heyrðust víða gefa frá sér hljóð
i því skyni að fá foreldrana til
að gerast örlátari á risnufé.
Lúxusútsýnisstaður
Fyrir innan rimlana á giuggum
(Jtvegsbankans var þessi ungi
herra á sérstaklega góðum ut-
sýnisstað eins og sjá má. Það
reynist mörgum ungum
manninum og telpunni erfitt
að sjá það sem fram fer af
jörðu niðri þar sem flestir
verða að standa.
9
Naglinn á tíkall
A skátatívólíinu i Breiðhoiti gafst unga fólkinu tækifæri að negla
nagla i spýtu og kostaði það 10 krónur.
Tófi trúður, — eða Gœp gutlari
Tóti trúður sagði að það væri eitt af því skemmtilegasta sem hann
gerði að koma fram og skemmta börnum. Hér er hann með Gæja
gutlara, en hann spilar á gitar.
Norrœnt gigtlœknaþing í Reykjavík:
FÓLK KEMUR YFIRLEITT
0F SEINT TIL LÆKNINGA
Jóhann Gunnar Þorbergsson, gjaidkeri Gigtsjúkdómafélags íslenzkra
Iækna, Jón Þorsteinsson, formaður, Arinbjörn Kolbeinsson og Kári
Sigurbergsson, ritari.
„Það er alltof algengt að gigtar-
sjúklingar komi of seint til
meðferðar," sagði Jón Þorsteins-
son, dósent, formaður Gigt-
sjúkdómafélags íslenzkra lækna,
á blaðamannafundi, sem haldinn
var í tilefni þess að dagana 21.-23.
júní verður haldið hér í Reykja-
vík norrænt gigtlæknaþing.
„Og orsökin er eflaust sú, að
skortur er á upplýsingum um
þennan sjúkdóm og fólk heldur
jafnvel að ekkert sé hægt að gera
við því, þótt það sé með gigt, það
verði bara að láta sig hafa það.
Alþjóða Heilbrigðisstofnunin
og aíþjóðasamtök gigtarfélaga
hafa helgað árið 1977 baráttunni
gegn gigt. Til stuðnings þeirri
baráttu er ætlunin að
stofna Gigtarfélag Islands og
verður það opið öllum áhuga-
mönnum um gigtvarnir,
greiningu og meðferð gigtsjúk-
dóma. Og standa vonir til þess að
með stofnun þessa félags verði
hægt að ná betur til almennings
en hingað til og auka þekkingu á
gigtsjúkdómum.
Mikilvægt atriði er að
samvinna milli lækna, hjúkrunar-
fólks, sérfræðinga og sjúkra-
þjálfara sé góð til þess að hægt sé
að veita gigtarsjúklingum sem
bezta umönnun, einnig þarfnast
þeir mikillar félagslegrar
aðstoðar. Mikið er um fjarvistir
sjúklinga frá vinnu og geta þeirra
til að stunda eftirvinnu er lítil og
það er staðreynd að þjóðfélagsleg
staða þeirra, sem þjást af
krónískum gigtsjúkdómum, er
mun verri en þeirra sem
heilbrigðir eru. Bæði er það
vegna þess að meðferð við
sjúkdómnum er mjög kostnaðar-
söm og einnig hafa sjúklingarnir
minna vinnuþrek.
Gigtsjúkdómar hrjá fólk á
öllum aldri, meðal annars börn,
og gigt er algengasti sjúkdómur
þeirra sem leita læknis hér á
landi. Miklar rannsóknir eru nú
byrjaðar á gigtsjúkdómum í
samvinnu við Hjartavernd.
Um 200 læknar, þar af 30
islenzkir, taka þátt í þinginu, og
aðalumræðuefni þess er um horf-
ur í gigtsjúkdómum. Til þingsins
hefur verið boðið þremur heims-
kunnum vísindamönnum, sem
munu flytja yfirlitsfyrirlestra.
-KL.